Þjóðviljinn - 08.01.1956, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Hreggviður Daníelsson, sjómaður:
inbers*
E
Fiskveiðar við strendur ís-
lands munu vera einn arðvæn-
legasti atvinnuvegur, sem um
getur í heiminum. Við eigum
mjög fullkominn fiskiflota.1
Hver íslenzkur fiskimaður dreg-1
ur á land sjö sinnum meiri
afla en sá stéttarbróðir hans
erlendur, sem næstur kemur.
Svo til allt sem við kaupum
erlendis frá borgum við með
fiski, enda eru menn á einu
máli um það að öll afkoma1
okkar byggist á sjávarútveg-
inum. Með þessar staðreyndir
í huga lætur það illa í eyrum
að heyra menn tyggja hver
upp í annan eins og fábjána:
„tJtgerðin ber sig ekki. Það
borgar sig ekki fyrir Islendinga
að veiða fisk.“ Hver hefur
lagt rnönnum þessi orð í munn ?
Því er fljótsvarað. Það hefur
sjálf ríkisstjórnin gert og hag-
fræðingar hennar. „Allt verð-
ur að bera sig,“ segja þessir
sprenglærðu hagfræðingar rík-
isstjórnarinnar, og þeir segja
okkur einnig, að útgerðin sé
komin á hausinn vegna þess
að sjómenn hafi of hátt kaup.
Það er þá væntanlega af sömu
orsökum, hversu erfiðlega geng
ur að fá menn á fiskiskipin.
Hvers veyna segja þeir ekki
sannleikann, þessir lærðu menn
sem sendir eru til þess að
uppfræða okkur? Er það
kannske vegna þess, að það
beri sig ekki ? Annars er okkur
gjómönnum kunnugt um hvern-
ig í þessum málum liggur, þótt
við höfum ekki lært hagfræði
eða máske vegna þess að við
höfum ekki lagt stund á þá
fræðigrein. Meira að segja get-
Um við frætt lærða menn um
það sem þeir virðast ekki vita.
Að minnsta kosti hafa þeir
pkki sagt okkur frá því. Það
eru sem sé til á íslandi at-
vinnuvegir, sem bera sig. Það
er mál manna, að það sé
sæmileg atvinna að kaupa og
verka fisk. Þó mun það gefa
ineira í aðra hönd, að verzla
ineð fisk á erlendum mörkuð-
lim. En það er hú leyndarmál,
sem ekki má flíka. Hins veg-
ár er það ekkert launungar-
má'l, að þeir sem selja flotan-
um olíu, þiggja ekki af sveit.
Reikningar fvrir viðgerðir og
viðhald skipa virðast benda til
þess að þau fyrirtæki, sem þá
þjónustu veita beri ekki skarð-
an hlut frá borði. Og eitt er
víst, verzlun er blómleg at-
vinnugrein í þessu landi. Það
gerðist á einum og sarna degi
nú fyrir jólin, að opnaðar voru
níu verzlanir í einu húsi í mið-
bænum í Reykjavík og að reynt
Austurlenzk sýn-
mg i Pjonmmja-
safninu
Nokkrum dögum fyrir jól var
opnuð sýning i Þjóðminjasafn-
inu. Er þar frammi ýmiss kon-
ar útsaumur og vefnaður frá
austurlöndum, gefinn safninu
af Listiðnaðarsafninu í Osló.
Fáir hafa enn séð þessa sýn-
ingu, og má vera, að ýmsir hafi
gleymt henni í .jólaönnunum,
þótt þeir hefðu raunar gjarnan
viljað s.já hana. Sérstaklega má
gera ráð fvrir, að hannyrðakon-
um þyki fróðlegt að siá þessa
austrænu hluti. Athvgli fólks
skal nú vakin á því, að sýningin
verður enn opin í dag og annan
sunnudag kl. 1 til 10, en í vik-
unni á milli aðeins á venjuleg-
um sýningartíma safnsins. Að-
gangur er ókeypis.
Hreggviður Danieisson
var að selja nýsköpunartogara
úr landi. Vildi nú ekki ríkis-
stjórnin senda einn af liag-
fræðingum sínum i útvarpið til
þess að útskýra fyrir þjóðinní
hversu hagkvæmt væri, ,'að
selja fiskiflotann úr Iandi og
fjölga verziununum í staðinn?
Þá gætu sjómenn farið í land að
verzla og lána hver öðrum pen-
inga með hæfilegum vöxtum.
Það var annars ætlun min
að minnast lítið eitt á kjör
bátasjómanna, en þeir bera
minna úr býtum fyrir vinnu
sína en nokkur önnur stétt
þjóðfélagsins. Ef reiknað er
með vinnutíma þeirra, kemur
í Ijós að jafnvel á 'beztu vertíð
vinna þeir fyrir mun lægra
kaupi en verkainenn í landi og
eru þeir þó ekki öundsverðir.
Kauptrygging á bátunum er al-
veg óviðunandi. Sérstaklega
fyrir þann tíma ársins, sem afli
er ótryggastur. Mér finnst það
sé lágmarkskrafa sjómanna,
að kauptrygging þeirra sé ekki
lægri en þau laun sem greidd
eru fyrir daglaunavinnu í landi.
Óvíða í heiminum mun fiskverð
vera lægra en hér á landi.
Þetta virðist því furðulegra,
sem vitað er að það eru ein-
mitt stærstu útgerðarmennirnir,
sem mestu ráða um fiskvei’ðið.
En sé betur að gáð, kemur í
ljós, að stærstu útgerðarmenn-|
irnir eru jafnframt stærstu
fiskkaupendurnir. Þeir slá því
tvær flugur í einu höggi með
því að halda fiskverðinu niðri.'
Hið óeðlilega lága verð á fiski
bitnar að sjálfsögðu harðast á,
sjómönnum, þar eð þeir taka
kaup sitt úr aflahlut. Það bitn-'
ar einnig á þeim fjölmörgu
smáútvegsmönnum, sem verða
að selja aflann óunninn. Mér,
finnst því að þeir ættu sam-
leið með sjómönnum í barátt-
unni fyrir sanngjörnu fiskverði.
Eins og kunnugt er sezt ríkis-
stjórnin á rökstóla í vertíðar-
byrjun ár hvert til þess að
upphugsa ráð til bjargar út-
veginum. Og hún er búin að
finna mörg ráð; um það bert
hagur útvegsins gleggst vitni.
Eitt af þessum ráðum heitir á
máli stjórnarvaldanna „báta-
gjaldeyrisfyrirkomulagið.'1 Það
er í því fólgið, að rænt er af
hlut sjómanna og afhent út-
gerðarmönnum. Fyrir þann
gjaldeyri sem fæst fyrir ráns-
fenginn eru svo keyptar til
landsins margskonar nauð-
synjavörur og seldar á okur-
verði. Þannig bitnar þessi ráð-
stöfun með tvöföldum þunga
á bátasjómönnum. Það er
furðulegt, að stjórn Sjómanna
félags Reykjavíkur skuli ekki
þegar hafa fengið þetta rang-
læti leiðrétt, þar eð það er
augijós samningsbrot.
Fátt eitt hefur hér verið
sagt af því, sem þyrfti að
segja. En hvort sem við ræð-
um þessi mál lengur eða skem-
ur hljótum við alltaf að kom-
ast að þeirri niðurstöðu, að
erfiðleikar útvegsins stafi ekki
af því að sjómönnum sé of-
borgað, heldur þvert á móti.
Við vitum að útgerðin ber sig
ágætlega, en hún ber ekki ail-
an þann afætulýð, sem á henni
iifir. Við vitum að það er
hlutverk ríkisstjórnarinnar að
biia svo um hnútana að það
borgi sig betur að vinna þjóð:
nýt störf heldur en lifa sem
sníkjudýr á framleiðslunni.
En úr því hún hefur brugðizt
þessu hlutverki sínu, er það
skylda okkar sjómanna að
knýja fram þær kjarabætur
okkur til lianda, sem til þess
duga að það borgi sig betur
að
Ættarnöfn áttu sér
enga formælendur
Frumvarpið um mannanöfn kom til 1. umr. í neðri
deild í fyrradag. Er þaö komið frá efri deild, sem sam-
þykkti það nær óbreytt meö aðeins eins atkvæðis mun,
7 gegn 6 atkv. Sætti það harðri gagnrýni við þessa fyfstu
umræðu. Enginn mælti með ættarnöfnum.
Er Bjarni Benediktsson fylgdi
þvi úr hlaði, kvaðst hann hyggja,
að mönnum væri lítið um það
gefið, að löghelga ættarnöfw, en
sagðist hafa orðið sammála
frumvarpinu af því, að hann
teldi það raunhæfara en núgild-
andi lög, sem aldrei hefðu verið
framkvæmd. Síðar í umræðunum
sagðist hann bera það fram af
því, að hann teldi því stefnt
gegn ættarnöfnum, en ekki
skyldi standa á sér, ef þingið
vildi nú þegar samþykkja algert
bann við þeim og fyrirskipa
þeim, sem nú bera þau, að leggja
þau niður.
Jönuidur Brynjólfssou vildi
ekki fallast á þá röksemd, að
þótt lög væru brotin þá bæri að
afnema þku og kvaðst ekki sjá,
að minni erfiðleikar væru á að
framfylgja ákvæðum frumvarps-
ins, ef að lögúm yrði, en núgiid-
andi lögum. Var hann eindregið
Síarfsemi Þj’oð-
dansafélagsins
Iiafin
Miðvikudaginn 11. janúar
byrjar Þjóðdansafélag Reykja-
víkur vetrarstarfsemi sína, sem
legið hefur að mestu leyti niðri
vegna mænuveilrisfaraldursins.
Barnaflokkar munu starfa
veiða fisk, heldur en að með svipuðu sniði og í fyrra og
fást við brask og okur. Þegar
okkur hefur teldzt þetta verð-
ur ekki Iengur neinum vand-
kvæðum bundið að fá menn á
fiskiskipin.
En við munum þurfa að
stækka flotann til þess að geta
tekið við öllum þeim sem vilja
fara til sjós. En til þess að
þetta megi takast held ég að
við megum til að skipta um
stjóm í Sjómannafélagi Rvík-
ui’. Þess vegna kjósum við B-
istann. Hreggviður Daníelsson.
einnig verður starfræktur ung-
lingaflokkur. Þá verður haidið
námskeið fyrir fullorðna í
gömlu dönsunum bæði fyrir
byrjendur og þá sem hafa lært
undirstöðuatriði gömlu dans-
anna en vantar frekari æfingu í
þeim. Einnig verður námskeið
í íslenzkum og erlendum þjóð-
dönsum.
Allar æfmgarnar verða í
Skátaheimilinu á miðvikudögum
og eru frekari upplýsingar gefn-
ar í síma 82409.
,,Dýr myndi Hafliði allur":
Fyrsta lóðin sem bærinn kaupir
undir Morgunblaðstorgið kostar
2 millj. og 400 þns. krónnr!
Reykjavíkurhær festi á sl. ári kaup á húseigmiuti
Austurstræti 1 (eign Ásg. Gunnlaugssona.r & Co.) og á
lóðin að fara nndir hið mikla torg sem íhaldið ætlar
bæjarbúum að kosta fyrir framan Morgunblaðshöllina
við Aðalstræti. I samningmn mn kaup cignarinnar var
ákveðið að kaupverð skyldi fara eftir mati og Iá mats-
gerðin fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi. Höfðu mats-
mennirnir, Einar Arnalds borgardómari og Gústaf A.
Jónasson skrifstofustjóri, metið eignina á 2 millj. og
400 þúsund krónur.
Þetta er aðeins apphafið að þeim fórnurn sem bæj-
arbúmn er ætiað að færa á alfari Morgunblaðshallarinn-
ar. Eftir er að kaupa upp f jölmargar lóðir aðrar, aust-
an Aðalstrætis, milli Hafnarstrætis og Kirkjustrætis, áð-
ur en sá draumur getur rætzt að eigendur Morgunblaðs-
hallarinnar fái hið mikla breiðtorg fyrir framan eign
sína — á kostnað bæjarféiagsins og skattþegna þess.
andvigur ættarnöfnum, sagðist
telja hinn forna nafnasið einn
sterkasta þáttinn í okkar menn-
ingararfi og væri hann nátengd-
ur varðveizlu tungunnar. Við
hefðum aldrei endurheimt sjálf-
stæði okkar, ef við hefðum ekki
varðveitt tungu okkar og því
væri hörmulegt ef sama kyn-
slóðin og að miklu leyti sama
þingið sem stofnaði lýðveldið,
færi að innleiða sið, sem gæti
orðið þess valdandi, að við glöt-
uðum tungunni.
Gylfi Þ. Gíslason kvaðst taka
undir öll rök Jörundar. Hafi ekki
verið hægt að meina mönnum
hingað ti! að taka upp ólögleg
ættarnöfn, þá verði það ekki
auðveldara eftir samþykkt þessa
frumvarps. Hér væri vandamál
við að glíma, en það þyrfti að
leysa, bæta úr göllum núgildandi
laga en ekki hverfa að fu!lkom-
inni uppgjöf eins og fælist í
þessu frumvarpi. Gylfi kvað það
sína skoðun, að öll ættamöfn
ættu að hverfa úr tungunni.
Heppilegasta leiðin væri sú, að
það yrði við kynslóðaskipti þann-
ig, að fulltíða menn þyrítu ekki
að skipta um nöfn. En hér væri
svo mikið í húfi, að betra væri
að lögbjóða slíkar nafnbreytingar
en að rýmka um ákvæðin og lög-
leiða ný ættarnöfn. Hér væri
um stórmál að ræða. Hin foma
nafnvenja væri snar þáttur ís-
lenzkrar tungu og íslenzkrar
menningar og frá henni mætti
ekki hverfa.
Magnús Jónsson frá Mel tók
mjög í sama streng. Kvað hann
sér ógeðfellda þá hugsun, að af-
nema ætti lagaákvæði vegná
þess að þau væru brotin. Réttará
væri að búa betur um hnútana.
Þá sagðist hann ekki skilja ann-
að en að kvenréttindasamtökin
létu þetta mál til sín taka. Það
væri undarlegt ef konur sættu
sig við það, að týna nafni sinu
og verða einskonar fylgifé manns
síns.
Bjarni Benediktsson var einn
um þá skoðun, sem virðist harla
einkennileg, að með samþykkf
frumvarpsins séu settar írekari
hömlur á upptöku ættamafna en
nú eru, enda var sem hann íyndi
hve hann hefði hált undir fætí,
þvi að hann lagði mikla áherzlu
á það, að hann væri andvígur
ættarnöfnum og teldi þau ósiS.
Staðfesfing Norðurlanda-
samnings um félagslegt
öryggi
Ríkisstjómin hefur nú laít
fyrir Alþingi frumvarp um þa5„
að samningurinn milli íslands,
Danmerkur, Finnlands, Noregs
og Svíþjóðar um félagslegt öryggi
frá 15. sept. 1955, skuli öð’ast
lagagildi hér á landi.
Frá samningi þessum var sagt.
allýtarlega þegar hann var gerií-
ur. Er nauðsynlegt fyrir þá, se.n
hér eiga hlut að máli, að kynr.a
sér ákvæði hans, svo að þeir
geti notið þeirra réttinda, sera
þar um ræðir.