Þjóðviljinn - 08.01.1956, Page 4

Þjóðviljinn - 08.01.1956, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudag-ur 8. janúar 1956 lí' á * « 'c Aðeins faelmingur hest- aflanna nýtist að fullu Varasamt að treysta um oí á skrumkennd- ar auglýsingar bifreiðaíramleiðenda S Bandarískir bílaframleiðendur halda áfram að’ auka ' afköst hreyflanna, og á nú aö heita svo að nær enginn bandarískur bíll hafi hreyfil meö minni en 200 hestafla afköstum. p Notið handhenilana með gát ■ Sumum þykir nú nóg komið. • í sænska tímaritinu Bileko i er bent á að nú verði tæplega i hægt að auka afköstin öllu i aneira, a.m.k. muni það ekki . ihafa neinn hagnýtan tilgang. i Ford af gerðinni 1956 hefur i 202 hö, Plymouth er með 200, . Dodge 225, Mercury 230, . Chrysler er kominn upp i 285 . hö og sama máli gegnir um . dýrari vagna General Motors, i en þeirra aflmestur er að . sjálfsögðu Cadillac með 310 . hö. Hins vegar er Chevrolet i enn undir 200 hö. i Miklar ýkjur j Þetta eru þær tölur sem i auglýsingastjórar verksmiðj- i anna gefa upp. En varasamt i er að treysta þeim um of. Þær eru að vísu ekki gripnir úr i lausu lofti, en óneitanlega , hagrætt þannig að þær gefa i ekki rétta hugmynd um raun- . veruleg afköst hreyflanna. Þessar tölur eru nefnilega fengnar með því að mæla af- köstin með rafalsmæli á til- raunastofum og þannig mæl- ast afköstin miklu meiri en þau eru í rauninni, hestöflin sem knýja afturhjólin eru miklu færri. Helmingi færri liestöfl sem hagnýtast Talið er að orka sú sem fer í að knýja ýmiskonar út- búnað í bílnum, svo sem blæ- væng og stýrisútbúnað, ork- an sem tapast í drifkerfinu og á annan hátt svo og það orkutap sem orsakast er sót sezt í bulluhlutina strax eftir fyrstu 5000 kílómetrana geri að verkum að aðeins um helm- ingur þeirra hestafla sem hreyfillinn er sagður hafa fari til að knýja sjálfan bílinn á- fram. Aflmestu bílarnir ættu þannig að hafa rúmlega 100 hestöfl sem notast við akstur- inn. j Bíll fyrir þrjá . Á meðan bandarísku bílarnir verða stöðugt breiðari og fyrir- ferðanneiri, leggja evrópskir fcílaframleiðendur kapp á að framleiða stöðugt minni bíla. Bmábílarnir hafa marga kosti, fyrst’og fremst náttúrlega þann að þeir eru bæði ódýrari í kaup- um og rekstri, þeir eru einnig hentugri í hinni miklu umferð^ á þröngum götum borganna, |>ar sem stórir bílar eiga erfitt jneð að komast leiðar sinnar. $íú og þá er þess einnig að Benzínsía fyrir v skellinöárur Fyrirtæki í Árósum í Ban- mörku hefur hafið fraxnleiðslu á eldsneytissíu fyrir skelíi- nöðrur. Hún er mjög einföld að gerð og hefur reynzt vel. Hún er í fimm hlutum, plast- geymir, plastlok með tveim götum, plastslanga, málmsía og krókur til að festa síuna. Benzín- og olíublandan frá benzíngeyminum er leidd inn í síugeyminn. Þegar hann er fullur þrýstist benzínblandan gegnum niálmsíuna og þar sitja föst öll óhreinindi án þess þó að sían lokist og það- an inn í blöndunginn. Eigendur skellinaðra kann- ast við að hreyfillinn stöðvast vegna óhreininda í benzín- blöndunni. Oft má koma, í veg fyrir það með því að kaupa olíuna og benzínið sitt í livoru lagi og blanda sjálfur og nota þá síutrekt. Það getur Icomið í veg fyrir óþægindi og vert er að minnast þess.-að því hreinna sem eldsneytið er þv: lengur endist hreyfillúin. Handhemla í vögnum sem nú eru smíðaðir á fyrst og fremst að nota þegar vögnun- um er lagt, en ekld við venju-^ lega hemlun, og reyndar er slíkt oft illkleift eða ókleift þa.r sem handhemlunum ery kornið fyrir á stað sem ekki er jj hægt að komast að á svip- stundu. Hins vegar er ekki sama hvenær handhöemlarnir eru notaðir þegar bílnum er lagt. í miklum frosthörkum er t.d. rétt að forðast að nota hand- hemlana ef bíllinn á að standa lengi, t.d. yfir nótt. Þá er betra að hemla, bílnum meðp því að setja hreyfilinn fyrsta gír eða afturábakgír, áður en skilið er við hann. Ef einhver vottur af raka er á hemhmum er hætt við að þeir verði frosnir fastir um morguninn og það er ekki hlaupið að því að losa þá aftur. Margir hafa. líka van- ið sig á að nota. handheml- ana. aldrei, heldur setja bíl- inn aðeins í gir, En þá verða menn líka að venja sig á að losa bílinn úr gírnurn þegar lireyfillinn er settur á stað um morguninn. 'l Enda þótt margir yfir- byggðir „scootei’ar11 hafi ekki afturábak gír eioi ráð til við því. „Við getum engar upplýs- ingar veitt, ef við hefðum nokkurt vit í kbllinum vær- um við ekki hér“ (Skilti á af- skekktri benzínstöð á Suður- Italíu). — Þetta. er a.lls ekki syo afleit- ur vagn, sbal ég | segja. yður. Að ■< vísu vanfar í j haitn hreyfiliim,0 en það spara.r m yður bara, alls W konar óþörf útgjöldí Betri þríbjóla vagR hvort príhjóla vöruvagn- ar myndu eiga sér nokkra framtíð. Það lítur út fyrir að sunvir telji þaö, a.m.k. hefðu Goliath-verksmiðjurnar varla hafa haft fyrir því að smíða nýja gerð af litla Goliath. Hún er nú aðeins kölluð Goli, yfirbygging er ur stdli og stýxishúsið er rúmgott. Hreyfillinn er 500 rúm- sm og afkastar 17 hö með 4250 snúningum á mínútu, það ei' tveggja stokka tvígengishreyfill með blásturs- kœlingu og hefur fjóra gíra áfram. Hann getur borið 7—800 kg og þunginn er þá allur 1800 kg. minnast að oftast nær og fyrir Btóran hóp manna er það alger óþarfi að hægt sé að koma fyrir 6 og jafnvel fleiri mönn- um í bílinn. Þetta liefur ein af mörgum jbílaverksmiðjum Þýzkalands haft í huga þegar liún fram- ieiddi bílinn á myndinni. Það er Iloverksmiðjan sem fram- leitt hefur þennan bíl, „Klein- echnittger", sem tekur 3 menn Hreyfillinn er 250 rúmsm og fullhlaðinn fer hann 100 km á 6 lítrum af benzíni. Farþeg- emir sitja aftur í, en öku- maðurinn situr fyrir miðjum bílnum, eins og sést á mynd- fnni. Glæsileg frammistaÖa — Öskað til hamingju meo skáksigur — Rafmagnsbilun AFBURÐAGLÆSILEG frammi- staða Friðriks Ólafssonar á skákmótinu í Hastings er helzta umræðuefni bæjarbúa þessa dagana. Um það bil er mótið hófst voru þeir stórmeistararn- ir, Tajmanov og Ivkoff, tald- ir líklegastir til að verða sig'- urvegarar, svo og Þýzkalands- meistarinn Darga. Friðrik var ekki nefndur sem líklegur sig- urvegari, (og mig minnir ekkí heldur Kortsnoj), en einmitt þess vegna er fögnuður okkar enn meiri. Það er glaesiieg frammistaða, að tapa engri skák í jafnharðri keppni og þarna var, en vinna fimril skakir og gera fjórar jafntefli, og fá þannig 7 vinninga af 9 mögulegum. Manni kemur x hug það sem argentínski meist- arinn, Pilnik, sagði um skák- stíl Friðriks að einvígi þeirra loknu, það var sem sé helzt á honum að skiija, að Friðrík kynni harla lítið að .íefla, og yrði að gerbreyta skákstíl sín- um, ef hann ætlaði að komast eitthvað ófram í skákiistinni. Þetta voru að vísu ummæli sigraðs stórmeistara um lítt þekktan og' kornungan sigur- vegara, og þess vegna kannski ekki rétt að taka þau alvar- lega. Enda sýnir frammistaða Friðriks nú að hann er komirm í röð beztu skákmaima heims- ins. Öll fögnum við þessum nýja sigri hins unga skák- manns og óskum honum hjart- anlega til hamingju með aí- rekið. HÉR ER svo bréf um raf- magnsbilanir, og Bæjarpóstur- inn tekur það fram, að hann er bréfritara sammála um að nauðsynlegt sé, að fólk geti fengið gert víð minniháttar raf- magnsbilanir að nóttu til og eins á helgidögum. En hér er bréfið: „Bæjarpóstur! Það sem kom fyrir mig í morgun, 3. þ. m. var mér svo óvænt, þrátt. fyrir 36 ára þjón- ustu fyrir Reykjavíkurbæ, að ég bið þíg, Bæjarpóstur, að birta það íyrir mig. Ég fer yfirleitt snemma á fætur á morgnana, og í morgun vaknaði ég kl. tæpl. 4 og ætl- aði að vinna svolítið 'við verk- efni í sambandi við störf mín í skrifstofu bæjarins, en þá var ekkert Ijós í húsinu. Fór víst um kl. 12. Hringdi ég þá í sima bilana- tilkynninga, sem er í slökkvi- stöð bæjarins (5359), en er þar svarað, að vaktmaður Rafveit- unnar fari ekki út í bæ til viðgerða eftir kL 12 á mið- nætti, og viðgerðarmenn komi ekki til starfa fyrr en kl. 8 f.h. Kl. 8 hringdi ég í geymsluhús Rafveitunnar, þar fæ ég það svar, að ekkert sé hægt í þessu að gera fyrr en kl. 8,10, þegar maðurhin kemur við skiptiborð- ið. Kl. 8,15 hringi ég enn (ó- rólegur nokkuð). Drengurinn biður mig vera rólegan, ekk- ert Iiggi á, skiptiborðsmaður- inn er enn ekki kominn. Loks kl. 8,20 anzar skipti- borðsmaðurinn í símann, og er liann þá ekki búinn að fó til- kynningu um bilunina, en vís- ar, mér nú á vaktmann, sem nú er kominn á vakt, og bregð- ur hann fljótt víð og „blikkandi** ljós er nú komið í húsið, kl. um 9, en hverfur fljótt aftur. Tilkynni ég enn bilunina og kl. tæpt 11 f. h. er loks kom- in lík birta og vanalegt er. Nú getur það ef til vill verið eðlilegt, að rafmagnið bili, þó mér þyki það undarlegt að þrisvar sinnum bili í sömu skiptistöðinni á sama sólar- hringnum (bilun varð um morguninn 2. þ. m.), en eðli- ’/egt getur það ekki talizt í borg, sem telur 60 þús. íbúa, að hún skuli ekki hafa a. ro. k. einn mann, sem gæti farið i viðgerðir á tækjum Rafveit- unnar, þó að á nóttu sé. Reykjavík, 3, jan. 1956. Jón B. Jónsson, Efnhlíö.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.