Þjóðviljinn - 11.03.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.03.1956, Blaðsíða 3
•mp?* Simnudagur 11. marz 1956 — ÞJÓÐVIUfllSíN — (3 Fréttabréf af Ströndvm ■ ■ ___________________ ^ Qld öfugmælanna ~ Fæðingar - Prestshús, náðhús og prófessor í leit að kjördæmi Ljótunnarstöðum, 6. ■ marz, 1956. ■ Jón minn góður. Gott er nu blessað veðrið, þótt enginn hafi gott af því, sagði karlinn þegar þurrk'urinn hélzt éftir að taðan var komin í hús. • Öfugmæli og „ábyrgir“ Þetta var nú sagt á þeim tíma, þegar öfugmælin voru öfugmæli og enginn tók þau öðruvísi, svo framarlega sem hann vildi ekki láta hafa sig að fífli. En nú lifum við á öld öfugmælanna og nú þykir það beinlínis fínt að trúa öfugmælunum, svo framariega sem þau koma frá þeim aðilum sem nefna sig ábyrga stjórnmála- menn. Óþurrkasumarið mikla, 1949, sagði einn fyndinn náungi: Ef Tíminn segði bændunum að ó- þurrkarnir á Suðurlandi væru kommúnistum að kenna, myndu þeir trúa því. Og ' viti menn, nokkru eftir að þetta hrökk upp úr karlinum sagði Tíminn: • - - Það er kommúnistum að kenna, að bændur á Suðurlandi verða að fækka kúnum sínum í haust. • Tíðaiiar og tií- vera guðs En þetta var útúrdúr. Eg ætl- aði að fara að tala um veðrið. Veðráttan í janúar var dálítið stirð, töluvert frost um tíma, en aldrei verulega stóráfella- samt. En um mánaðamótin jan- úar-febrúar skipti algerlega um. ' Lengst af voru þíðviðri, en þessa síðustu daga hefur verið kyrrt veður, en nokkurt frost. Það er eftirtektarvert og lær- dómsríkt, að árgæzkan, sem hófst upp úr mánaðamótunum, fylgdi alveg á hæla þeirrar óáranar, sem ríkisstjómin demdi yfir þjóðina um þessi sömu mánaða- mót. Það er engu líkara, en að for- sjónin hafi viljað bæta lands- fólkinu að einhverju leyti upp það tjón," sem það kæmi til með ,að bíða af völdum veraldlegra stjómarvalda. Má því segja að þetta sé ein- hver nærtækasta sönnunin fyr- ir tilveru æðri stjórnarvalda og ættu þrestarnir að taka þetta til athugunar í stólræðum sínum, því þeir eru hvort sem er að leita að nýjum og nýjum sönn- unum fyrir tilveru guðs. • Þegar fólkið er svo hamingjusamt að. . . Annars hef ég oft veitt því athygli áður, að þegar ríkis- stjórnin hefur unnið eitthvert verk landsfólkinu til óþurftar, hefur komið góðviðriskafli á eft- ir, sem orðið hefur mönnunl til hagræðis og létt þeim í skapi og þannig verkað í þá átt að draga úr sárasta sviðanum sem hinar óviturlegu stjómarathafn- ir hafa valdið. Á hinn bóginn hefur það stundúm atvikazt svo, að ill- viðrakaflar hafa verið uppi á tíma, þegar fólkið í landinu er svo hamingjusamt að það veit ekki' afþví að nokkur ríkis- stjórn sé til. En það er lán i óláni fyrir fólkið, að það veit ekki hvað rikisstjómin hefur fyr- ir stafni, bak við tjöldin, ef svo væri myndi því sennilega ekki alltaf verða svefns auðið. • Merkilegt rann- sóknarefni Engin skilji þó orð mín svo, að ég haldi að góð ríkisstjórn og gott tíðarfar geti ekki sam- an farið. Þetta hlýtur að mega saman fara og fer áreiðanlega ein- hverntíma saman, þegar við erum orðnir svo miklir menn að við getum skapað okkur góða ríkisstjórn og guð lítur í náð til okkar og gefur okkur góða tíð, sem hann hefur gert og ger- ir áreiðanlega enn, alltaf öðru hvoru. Annars er þáð vitanlega verk- efni fyrir veðurfræðinga, að at- huga frá vísindalegu sjónarmiði, hvort nokkurt sámband er milli stjórnarfars og veðurfars. • Menn fáorðir Annars má fullyrða að ósköp- in sem yfir dundu frá þingi og stjórn upp úr áramótunum, og áður er að vikið, hafi komið' álmenningi mjög á óvart. Þeg- ar þar við bætist svo niður- skurður sáuðkindarinnar, má segja að það sé mönnum hið stærsta áhyggju- og úrlausnar- efni, með hverjum hætti þeir fái lífið fram dregið. Um or- sakir þeirra óskapa, sem hér um ræðir, eru menn að vísu fá- orðir. Þó munu sumir hafa gért einhverja tilraun til að gleypa hráa þá fullyrðingu stjórnar- valdanna, að þetta sé allt verk- föllunum frá því í fyrra að kenna. En öllum mun þó ganga illa að melta þessa fullyrðingu, jafnvél þótt tekizt hafi að kóma- henni niður. • Eysteinn og fæðingar Að frátaiinni skattpíningunni og niðurskurðinum mun ljós- móðurleysi vera eitt almenn- astá áhyggjuefni héraðsþúa. Þétta er því bagalegra, sem bamafæðingar hafa verið ó- venjulega tíðir atburðir í . seinni tíð, enda mun engan hafa. órað fyrir, að skattpíning Eysteins yrði eins lierfileg og raun varð á, þegar verið var að ieggja drög að komu hinna ungu borg- ara inn í þennan heim. Úr þessum vandræðum hefur svo fólk reynt að bjarga sér með ýmsu móti. Suinar konur hafa flogið til Reykjavíkur og átt börn sín þar, til annarra hefur komið læknir og einn eiginmað- ur sat yfir konu sinni sjálfur, þ\ú að ekki var hægt að ná í neina hjálp. Alit hefur þetta því farið vel, þótt börnin hafi fæðst á hinum óliklegustu tímum, eins og t. d. á jólanótt og á hlaupársdag. • Prestshús — náðhús og sælgætishús Nú er kirkjan okkar því sem næst fullsmíðuð, það er aðeins eftir að vígja hana og mála að innan. Sennilega verður hún þó máluð áður en vígslan fer fram, því hætt er við að vígslan myndi spiilast, eða fara forgörðum að einhverju lejdi, ef málað væri yf- ir hana. Af öðrum merkum byggingum, sem unnið vár áð á síðastliðnu ári, má nefná prestshúsið að Prestsbakka og sælgætisverzlun, sem Kaupfélag Hrútfirðinga á í smíðum við vegamótin hjá Hrútafjarðará. í þessari byggingu eiga líka að vera náðhús fyrir ferða- menn og er sagt að kaupfélag ið fái "styrk frá ríkinu eða póst- stjórninni vegna þessara fram- kvæmda, hliðstætt því sem bændur fá fyrir að bj’ggja haúg- hús og safnþrær. • Prófessor læðu- pokast Nú eru rnenn hér sem óðast að tygja sig til suðurgöngu í tilefni af þingi þeirra Framsókn- armanna, og til fulltingis Her- manni. Er uggur í mörgum, því gengið- hafa hér kviksögur um að fylgismenn Eysteins ætli að ganga hart fram og fella Her- mann úr formannsstóli, og Frjáls þjóð segir að Ólafur Jóhannes- son eigi að erfa stólinn. Það hefur líka styrkt þennan orðasveim, að Ólafur var að sögn eitthvað að læðupokast uppi á Mýrum í leit að kjör- dæmi. Var honum ekið um hér-. aðið þvert og endilangt af einka- bílstjóra Eýsteins. • Endurreisn á helgi- degi Hvað sem um þennan orða- sveim er, gerðist sá atburður hér um síðustu helgi, að boðað var til fundar í félagi ungra Framsóknarmanna og skyldi nú kjósa fulltrúa á flokksþing. Annars er nú liðið nokkuð á annan áratug síðan hliðstæð- ur atburður heíur gerzt og hugðu menn að félagið myndi andað löngu. Þó fór svo að fá- ir hinna ungu mættu á fund- inum. En einhverjir þeirra, sem verið höfðu í félaginu fyrir ein- um til tveimur áratugum mættu og kusu fulltrúa á flokksþingið Þessi fulltrúi unglinganna stend- ur á fertugu og .mun láta nærri að það sé meðalaldur félags- manna i félagi imgra Framsókn- armanna, því er var endur- reist á sunnudaginn var. Skúli Guðjónsson Suðurlandafcrð Ferðaskrifstofu rík- isins hef st 1. maí næstkomandi Fyrsta utanlandsferð Ferðaskrifstofu ríkisins á þessu vori hefst 1. maí n.k. Veröur þaö 36 daga ferð. Farið verður til Kaupmanna- hafnar um Leith með m.s. Gull- fossi og þaðan með nýtízku langferðabifreið um Hamborg, Köln og Heidelberg yfir til Sviss til Lusern. Frá Sviss verð- ur síðan haldið til ítalíu til Lugano, Mílano og Flórens og suður til Rómaborgar, Napólí Pompei og Capri. Frá Capri verður farið til Písa og Genúa og yfir til Monte Carlo. Síðan verður farið yfir til Fi-akklands um Cannes og Nizza og til Parísarborgar. Frá París verð- ur flogið heim til Reykjavíkxu;. Áætlað verð á þátttakanda í Framhald á 11. síðu Ríkisútvarpið ráðstaiar afmælisfé Ver vöxtum 1 millj. kr. árlega í verð- laun fyrir útvarpsefni Ríkisútvarpið hefur ákveöið aö leggja fram sem svarai einni milljón ki’óna til styrktar ýmsum rannsóknum og til listrænna starfa í þágu útvarpsdagskrárinnar og til verðlauna eftir á fyrir tiltekna dagskrárliði. Þetta er hugsað þannig, að útvarpið veiti árlega af vöxtun- um allt að þrennar f járveiting- ar, hverja 10—20 þús. kr., fræðimanni, skáldi og tónskáldi, til þess að vinna að erinda- flokki, skáldverki eða þýðingu, og tónverki, er síðan verði frum- flutt í útvarpinu og þess eign til áframhaldandi flutnings, ef ástæða þykir til. Á vissu ára- bili mætti þó jafnvel háfa upp- hæðina eina, eða í tvennu lagi, ef sérstaMega stendur á. Einnig mætti verja allt að 10 þús. kr. á ári til þess að verðlauna tiltekið útvarpséfni liðins árs, 1—5 þús. kr. hvert. Með þessu ætlar útvarpið að viiina mætti tvennt: "Otvarpsdagskráin getur afl- að sér, meira en nú er, sjálf- stæðs og frumlegs efnis, sem unnið er sérstaklega fyrir út- varpið sjálft. Otvarpið styrkir þá enmfremur mn leið fræði og listir í landinu. Síðasta atriðið, nm verðlaun- in, er einkum ætlað til þess "að örfa dagskrárflytjendur tii góðra verka og veita þeim við - urkenningu fyrir þau. Otvarpið hefur ekki nú þegar handbært allt það fé, sem til þess er ætlað, en mun greiða það á árunum 1956—1961, en mun nú frá upphafi svara vöxt- imi af allri uphæðinni, 1, millj. kr. Ráðstöfun þessi var gerð £ sambandi við 25 ára afmæli út- varpsins, en nokkrum formsat- riðum í sambandi við undirbún- ing málsins varð ekki lokið þá„ £ gærkvöldi höfðu um 14 þús. manns séð afmælissýningu Ásgríms Jónssonar. I dag eru allra siðustu forvöð að sjá sýninguna, því henni lýbur í kvöld. — Myndin hér að ofan er teikniug eftir Ásgrím Jónsson — tröllskessur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.