Þjóðviljinn - 11.03.1956, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 11.03.1956, Qupperneq 7
Suimudagur 11. marz 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Steína Alpýðusambands íslands að einingu allrar aiþýðu er sigurbraut Su stefna er í samræmi við beztu erfð íslenzkrar verkaKðsIireyfingar Með stofnun Alþýðusam- bands fslands fyrir fjörutíu ár- um steig vaknandi verkalýður íslands örlagaríkt skref á braut sinni til umsköpunar íslenzks þjóðfélags. Úr áratuga deiglu staðbund- inna verklýðsfélaga og van- máttugra tilrauna til landssam taka, steig íslenzk verklýðsstéti fram á sjónarsvið íslandssög- unnar, brynjuð heildarsamtök- um þeirrar nýju stéttar, er ris- in var á seinþroskuðu skeiði íslenzka auðvaldsins. Stofnun Alþýðusambands ís lands var í senn vitnisburðu þess, að öld nýrra þjóðfélagf hátta, auðvaldsins, var gengi í garð, en jafnframt tákn þes: að þetta sama auðvald hafð skapað þá stétt, er hlyti a- stefna að afnámi þess. Það skiptir ekki öllu máli þessu sambandi, hvort stefm skrá Aiþýðusambandsins ha' skort á í fræðilegum skýrleik heldur hitt, að hin nýja stéti steig fram sem slík, að hún formaði sig sem þjóðfélagslegt afl tí þaráttu við arðránsskipu- lagið, ranglæti þess og misk- unnarleysi gagnvart alþýðu. T!Ímabundnar og félagslegar aðstæður ollu því, að stofnun Alþýðusambands íslands varð með þeim óvenjulega hætti, að Alþýðusambandið varð í senn verklýðssamband og stjórn- málaflokkur, en forsögu þessara sérstæðna má sjá í stefnu og störfum ýmissa verklýðsfélaga. Verklýðsfélögin voru hið eina skjól verkalýðSins gegn þrælk- un og rangsleitni, hið eina tæki kúgaðs manns til að handsama frelsið og öðlast betri lífskjör. Þess vegna varð verka- lýðnum ekkert mannlegt óvið- komandi, heldur ekki það skipulag, sem kúgaði hann og arðrændi, heldur ekki stofnan- ir þjóðfélagsins, sem settu hon- um lög sem ólög. Þannig varð Alþýðusamband- ið samnefnari verklýðsstéttar- inriar í alhliða baráttu hennar fyrir bættu kaupi og kjör- um, fyTir áhrifum í bæjar- stjórnum og á Alþingi, fyrir umbótum á öllum sviðum, fyrir uýju þjóðskipulagi. • Þessi sérkenni íslenzku verk- lýðsfélaganna, sem yfirfærðust á Alþýðusambandið við stofn- un þess, grópuðu sig djúpt í meðýiturid stéttarinnar og mót- uðu til langframa viðfangsefni verklýðsfélaganna sem og heild- arsamtakanna. Þau víkkuðu sjóndeildarhring verklýðsfélaganna, skerptu vit- und verkalýðsins um þjóðfé- lagslegan rétt hans og forustu- skyldu, og urðu trygging fyrir því, að verklýðsfélögin gerðust ekki einhliða kaupkröfusamtök heldur jafnframt gædd stolti og vitund þeirrar stéttar, sem sækir fram til þjóðfélagsvalda. Þó hlaut það eðli og skipulag Aiþýðusambandsins, að vera samtvinnað verklýðsfélagasam- band og stjómmálaflokkur, að verða tímabundið fyrirbrigði. Vöxtur auðvaldsins og þar ,af leiðandi vöxtur verklýðs- stéttarinnar var ein hinna ytri ástæðna, er ollu ' því. En þó réði iriéstú þróun hinn- ir hagsmunir meðlima verk- iýðsfélaganna, að samtök Þeirra, með Alþýðusambandið i fararbroddi, beiti áhrifum sín- um til þess að hindra slíkar að sú staða, sem verklýðshreyf- ingin tók sér þegar á bernsku- árum sínum, sú erfðavenja að láta ekkert mannlegt sér óvið- komandi, er og hefur verið Þessi mynd var tekin á fyrsta fundi núverandi stjórnar Alpýðusambands íslands. Sitjandi frá vinstri: Alfreð Guðnason, Sigríður HannescLóttir, Hanníbal Valdimars- son, Eðvarð Sigurðsson, Páll Sólmundsson, Ágúst Vigfússon, Ásbjörn Karlsson. — Standandi frá vinstri: Sigurður Stefánsson, Björn Jónsson, Magnús Bjarnason, Kristján Guðmundsson, Jón Friöbjörnsson, Ásgeir Guðjnundsson, Snorri JóJisson og Pétur Óskaj-sson. ar innri déiglu verklýðsstétt- arinnar innan Alþýðusambands- ins. Átökin um sjálfa þjóðfélags- stefnuna hlutu að leiða til þess að stofnaður yrði nýr stjórn- málaflokkur alþýðunnar, og að lokum til þess, að Alþýðusam- band íslands yrði sem heildar- samtök verklýðsfélaga skipu- lagslega aðskilið. Það gefur að skilja, að for- kólfar auðvaldsins og hægri- foringjar Alþýðuflokksins, sem spyrntu af öllum kröftum við þessari óhjákvæmilegu þróun, myndu halda því fram, að eftir aðskilnaðinn væri það ekki lengur í verkahring Alþýðusam- bandsins, að skipta sér af þjóð- málum, heldur eingöngu af kaup- og kjaramálum í þrengstu merkingu. En þessir menn hafa ekki tekið upptuna og þróun verk- lýðssamtakanna hér á landi með í reikninginn. Sú staðreynd, að Alþýðusam- bandið er ekki lengur stjórn- májaflokkur, getur ekki og hefur ekki rænt það erfða- venjum íslenzkra verklýðssam- taka, getur ekki rænt hana réttinum og skyldunni til að láta allt mannlegt til sín taka, einnig það hver lög eru sett í landinu. Það eru beinir hagsmunir stórgróðamannanna, að verk- lýðsfélögin og heildarsamtök þeirra fljóti svofandi að feigð- arósi, þegar verið er að semja lög á alþingi eða þegar verid er að framkvæma ríkisstjórn- arsamþykktir tíl þess að eyði- leggja árangra faglegu barátt- unnar. "i.''. En það eru engu síður bein- yfirtroðslur og rangindi gagn- vart hagsmunum verkalýðsins. Hér er ekki um að ræða sið- ferðilegan og stjórnarskrárleg- an rétt verkalýðsins, heldur og beina skyldu samtakanna við meðlimina. Þannig sýnir öll saga ís- lenzku verklýðshreyfingarinnar, óaðskiljanlegur þáttrir í allri gerð verklýðssamtakanna. Sú sambandsstjóm, sem veitir Al- þýðusambands íslands nú for- stöðu, héldur þessari erfða- venju hátt á lofti, enda riauð- syn þess knýjandi. íslenzkur verkalýður hefur undanfarin misseri horft á, hvemig auðstéttin með ríkis- stjórnina í broddi fylkingar hefur gengið fram í því að svara fómfrekum hagsmunaá- vinningum verkalýðsins frá verkfallinu s.l. vor með gegnd— arlausum hækkunum á vöru- verði, þjónustu og opinberum álöguiri. Þessi dýrkeypta reynsla hefur staðfest áþreifanlegar en flest annað, að íslenzk Verklýðsr- samtök geta ekki sagt skilið við þá erfðavenju sína, að láta til sín taka á vettvangi þjóð- málanna, meðlimum sínum til varnar og sóknar. Og hið sögulega frumkvæði stjórnar Alþýðusambandsins, er hún lagði til við f jóra stjóm- málaflokka samvinnu um rík- isstjóm á g'rundvelli stefnu- skrárfrumvarps Alþýðusam- bandsins, er einmitt í fullu samræmi við hagsmuni íslenzku verklýðsstéttarinnar i bráð og lengd. Verklýðssamtökin um allt land hafa íagnað þessu frum- kvæði, þótt nokkrar hjáróma raddir heyrist um það, að þau eigi að bregðast hagsmurium meðlimanna á sviði þjóðmála. Þungur straumur til vinstri siglir í kjölfar þessa frumkvæð- is Alþýðusambandsstjórnarinn- ar og æ fleiri verkamenn og verkakonur eru að sannfærast um nauðsyn þess að vera vei á verði til þess að hindra hverskonar sundrungu þeirrar vinstri fylkingar, sem er að þróast meðal alþýðu manna. Þegar Alþýðusamband ís- lands fyllir nú fjórða áratriginn, er sú ósk fram borin, að hin mikla, víðsýna erfð íslenzkra verklýðssamtaka — að láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi — megi verða uppspretta nýrra, stórra sigra Alþýðusambands íslands í baráttunni fyrir sam- einingu allrar alþýðu á braut hennar til bættra lífskjara, tjijL þjóðfélagslegs réttlætis og valda. Málfræðin enn — Deilt um talshátt — Frosti og Fjalar ósammála — Málfræðingar beðnir liðsinnis — Bóndinn í Bráðagerði — FJALAR skrifar: — „Ágæti bæjai*póstur! — Vitlaus ert þú að taka undir vitleysuna hans Frosta, að það sé vit- leysa hjá Klaka að segja og skrifa: „Ekki veldur sá er varir“. Svona lærði ég þennan veldur sá er varar, að það er varla í frásögur færandi. En hitt ber við, að hinum glögg- skyggna, sem fyrstan varir þess, hvernig fara mundi, verð- ur um það kennt. — Með tals- verðri virðingu. — Fjalax’“. málshátt fyrir austan fjall fyrir 30-40 árum og mun ÞÓTT pósturinn sé algerlega ó- aldrei fást til að breyta hon- sammála Fjalari finnst honum um. Hitt ætla ég vera lagfær- ingartilraun skilningssljórra manna að segja „varar“ í stað „varir“. Sögnin (vaiir) er ó- persónuleg, en tilvísunai’for- nafnið (er) í þolfalli. „Mig varir“ merkir „ég er við bú- inn“. Eða hvort skiljið þið Frosti ekki setningu eins og: „Fór sem mig varði“? Ef þið skiljið hana (sem mig varir!), þá er ykkur vorkunnarlaust að skilja máisháttinn ólag- færðan og sjá að hann er rétt mál. Auk iþess er liann öllu meira spakmæli eins og við Klaki ihöfum hann. Það liggur svo í augum uppi, að eikki sjálfsagt að birta bréf hans, þar eð hann telur ekki eftir sér að rökstyðja mál sitt. Ekki finnst mér það samt haldgóð rök, að málsháttur- inn hljóti að vera „eigi veldur sá er varir“, af því að bændur austan fjalls höfðu hann þannig fyrír 30 árum. Þótt bændurhir í Flóanum og Ölf- usinu séu vafalaust velflestir mætustu menn, þá eni þeir fjandakornið varla óskeikulir í málfræði. Hitt er rétt hjá Fjalari, að sögnin að vara í merkingunni að óra fyrir, gruna, búast við, er ópei’sónu- leg. Setning eins og: mig var- ir þess, þýðir, mig grunar það, ég býst við því. „Fór sem mig varði,“ merkir: fór sem mig grunaði. Það er alls ekki víst, að sá sem hefur grun um hættuna, hafi manndáð í sér til þess að vara við henni. hinsvegar er tæplega hægt að kenna þeim um slysið eða ó- hanpið, sem varað hefur við því. Þess vegna held ég að það sé réttara að segja: Eigi veldur sá er varar, (heldur en varir). Og sú fullyrðing Fjal- ars, að hann muni aldrei fást til að breyta málshættinum, frá því sem liann læröi fyrst, finnst mér helzt til þrákelkn- isleg; það er ekki skynsamlegt að neita því svo gersamlega, að nokkuð annað geti komið til greina en manns eigin staðhæfingar. Annars væri mér þökk á því, að einhver góður málfræðingur tæki að sér að útskýra þennan máls- hátt rækilega fyrir okkur, og finnst mér, að slíkt ætti að vei’a málfræðingum ljúft verk. PÓSTURINN HEFUR oft orðið þess var, að það var mörgum lesendum Þjóðviljans óblandin ánægja að fá framhald sög- unnar um Bráðagerðisbóndann í blaðinu. Meðan fyrri hluti þessai’ar skemmtilegu sögu var að birtast í blaðinu, voru Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.