Þjóðviljinn - 11.03.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.03.1956, Blaðsíða 6
6) —ÞJÓÐVHJINN — Sunnudagxir 11. marz 1956 þiúoinuiNN TJtgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíaliataflokkurinn — íhaldið vill halda árásunum áfram Þegar stjómarliðið samþykkti jfcunar stórfelldu álögur sinar fyrir skemmstu, hæstu skatta sem um getur í sögu þjóðar- innar, þóttist auðmannastéttin hafa svarað sigri alþýðusam- takanna s.l. vor allröggsamlega, eins og Ólafur Thors hafði hótað. Þó þótti íhaldinu böggull fylgja skammrifi, en það var vísitölukerfið. Samkvæmt því skylau launþegar fá bætur fyr- ir skattahækkanimar, þótt þær væm að sjálfsögðu engan veg- inn fullnægjandi. Hagfræðingar stjórnarinnar reiknuðu út að kaupgjaldsvísitalan mynd’ hækka um 17 stig á þessu ári. vegna nýju skattanna, en sú hækkun samsvarar kr. 1.74 hækkun á tímakaupi Dagsbrún- armanns. Sú hækkun jafngildir aftur 4176 kr. hækkun á árs- kaupi Dagsbrúnarmanns, miðað við dagvinnu í 300 daga. Þegar þetta var sýnt fól í haldið hagfræðingum sínum að kanna hvernig sókninni gegr verklýðssamtökunum yrði bez4 haldið áfram, hvemig hægt væri að koma í veg fyrir að laun- þegar fengju þessa kaupuppbót. Og árangurinn hefur nú birzt í hinum nýju tillögum íhaldsins innan ríkisstjórnarinnar. Með þeim á að hafa kauphækkanir þær sem vísitalan gerir ráð fyr- ir af launþegum, en í staðinn eiga að koma niðurgreiðslur sem nema um það bil fimmta hluta unphæðarinnar. Þessar tillögur em þannig beint og rökrétt áframhald af skattaá- rásum ríkisstjómarinnar, en ekkert undanhald eins og Al- þýðublaðið reynir að koma inn hjá fólki. Morgunblaðið reynir að ko'ma því inn hjá lesendum sínum að þessar tillögur fjalli um að „lækka dýrtíðina". Auðvitað er það blekking ein. Dýrtíðin verð- ur ekki mörkuð af vöraverði einu saman, heldur af hlut- fallinu milli verðlags og kaup- gjalds. Þótt verð sé lækkað á einhverjum vömm, minnkar dýrtíð ekki heldur eykst ef kaupgjaldið lækkar miklu meir. Launin endast þá skemur, fólk getur keypt sér minna fyrir það sem borið er úr býtum, en það er að sjálfsögðu einkenni vax- andi dýrtíðar. Það er hægt að nota „verðhjöðnun" til að skerða kjörin engu síður en verðbólgu, en íhaJdið beitir báð- um aðferðunum í senn með því að stórhækka toila og skatta og ætla jafnframt að auka nið- urgreiðslur á völdum vöram sem hafa mikil áhrif á vísitöl- una. Tillögur íhaldsins era einhliða árás á lífskjör almennings en engin lausn á vanda efnahags- lífsins. Við honum verður ekki snúizt með neinum reiknings- brellum, heldur með róttækum og markvissum umbótum á efnahagskerfinu. Þær umbætur verður að gera á kostnað auð- mannastéttarinnar, miililiðanna og ríkisvaldsins. önnur leið er (».ekki til. Nokkur atriði um stofnun Alþýðusambands Islands SKÁK Verkamannafélagið Dags- bnin hélt vel sóttan félags- fund í Góðtemplarahiisinu 28. október 1915. Á fundinum reis upp einn reyndasti bardaga- maður íslenzkrar verkalýðs- hreyfingar, er það haust hefði getað haldið upp á tutt- ugu og eins árs starfsafmæli í félagsskap reykvískra sjó- manna og verkamanna. 1 fundargerðarbók Dags- brúnar er þannig sagt frá því sem gerðist: Ottó N. Þorláksson talaði Ottó N. Þorláksson fj’rsti forseti Alþýðusam- bands Islands „um framtíðarhorfur félags- ins. Hann sagði meðal ann- ars að mikill áliugi hefði ver- ið hjá félagsmönnum í fyrstu. Þegar það var stofnað hefði mesti f jöldi streymt inn í það, þá hefðu menn verið að von- ast eftir EINHVERJU, en hverju? Svo dofnaði áhuginn smátt og smátt. Félagið þurftí að breytast eins og tímarnir breyttust. Nokkrir fé- lagsmenn væru vinnuveitend- ur, þeir ættu ekki að vera í félaginu. Stjórnin og deildar- stjórarnir vanræktu störf sín, og félagsmenn vildu ekkert gera fyrir félagið nema það færði þeim aura beint í vas- ann. Félagið þyrftí að breytast, skipta sér meira af bæjarmál- um og jafnvel þingkosning- um, og til þess þyrfti það að fá aðstoð annarra alþýðufé- laga í bænum, og væri nauð- synlegt að stofna verkmanna- samband. Að síðustu lagði hann fram svohljóðandi tíllögu: „Fundurinn óskar eftír að samband komist á milli Dagsbrúnarfélagsins, Há- setafélagsins, Verkakvenna- íélagsins, Prentarafélagsins og Bókbindarafélagsins og kýs tvo menn tíl að koma því í framkvæmd í samráði við væntanlegar nefndir úr ofangreinduin félögum.“ Tillagan samþykkt. Kosnir voru þeir: Ottó N. Þorláksson og Ólafur Friðriksson. Auk framsögumanns töluðu í þessu máli þeir Jörandur Brynjólfsson, Ólafur Friðriks- son og Bjöm Hieronymus- son.“ argerðarbók Dagsbrúnar, og væru sjálfsagt ekki vand- fundnar snjallari ræður né áburðarmeiri tillögur í félög- um frá þessum áram. Samt mun þessi blaðsíða úr funda- bók reykvísks verkalýðsfé- lags talin merk söguleg heim- ild af komandi kynslóðum á Islandi, því þarna var sáð til þess trés, sem nú hefur vaxið og þroskazt í fjöratíu ár og teygir lim sitt um landið allt: Alþýðusamband Islands. — Næstu mánuði var unnið að undirbúningi sambandsstofn- unarinnar, af samstarfsnefnd þeirra félaga sem getur í til- lögu Ottós, stofnþing háð og telst 12. marz 1916 stofndag- ur Alþýðusambands Islands. I fyrstu stjóm heildarsam- takanna vora þeseir menn: Ottó N. Þorláksson (Dags- brún) forseti, Ólafur Frið- riksson (Hásetafélag Reykja- víkur) varaforseti, ’ Helgi Björnsson (Dagsbrún) gjald- keri, Jón Baldvinsson (Prent- arafélagið) ritari, Jónína Jónatansdóttir (Verkakvenna- félagið Framsókn), Sveinn Auðunsson (Verkamannafé- lag Hafnarfjarðar) og Guð- mundur Davíðsson (Dags- brún). I ágætri grein, er Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur reit á þrítugsafmæli Alþýðu- sambandsins og birt var í tímariti þess, Vinnunni, segir svo um skipulag og stefnumið hins nýja verkamannasam- bands: „Stofnþing Alþýðusambands Islands samdi sér lög óg stefnuskrá, sem breytt var lítilsháttar á fyrsta reglulega sambandsþingi, sem háð var í nóvembermánuði 1916 Skipulag og stefnumið Al- þýðusambandsins, samkvæml þessum fyrstu lögum voru í stuttu máli þessi: 1) Tilgangur sambandsin? er að koma á samstarf meðal íslenzkra alþýðu manna, er sé reist á grund velli jafnaðarstefnunnar oj miði að því að efla of bæta liag alþýðu andlega oj líkamlega. 2) Rétt tíl að ganga í A! þýðusambandið hafa öil ís- lenzk verkalýðsfélög, er vilja hlíta stefnuskrá sam- bandsins. En þau félög, sem hafa atvinnurekendur innan sinna vébanda ná ekki inn- göngu í sambandið nema á sambandsþingi, og að minnst 2/3 af fulltrúum félaganna séu því hlynntír. En sam- bandsstjórn getur að öðru leytí tekið inn í sambandið hvert það félag, sem á skil- yrðislausan rétt á inngöngu samkvæmt Iögum þessum, en þó skal það síðar borið undir álit sambandsþings. halda kauptaxta hinna fé-< laganna á þeim stað og á ‘ því svæði, er kauptaxtinn < nær tíl. 2) Að semja. á sainbands-< þingi og ákveða stefnuskrá, sem sé bindandi fyrir öll fé-< lög í sambandinu og ekki < verði breytt aftur nema á< sambandsþingi. 3) Að kjósa tíl opinberra< starfa fyrir bæjarfélög, < sveitarfélög og landið allt< eingöngu menn úr samband- inu, sem fylgi hiklaust og í< hvívetna stefnuskrá sam- bandsins, nema svo standi < á, að sambandið bjóði eng- a.n mann fram tíl kosninga. < 4) Að efla samvinnufé- < lagsskap og gefa út blöð < og bæklinga. 5) Að greiða, fyrir stofn- un verkalýðsfélaga, sem gangi í sambandið. Um rétt hinna einstöku fé-< laga segir svo, að hvert þeirra, hafi fullt frelsi um sín innri< mál, innan laga sambandsins,, én £ öllum opinberam afskipt-< um verða hin einstöku félög< að fylgja eindregið stefnuskrá< sambandsins. Loks er gert< ráð fyrir því, að hin einstöku< félög sambandsins innan kjör-< dæmanna myndi innbyrðis< samband, og skuli fulltrúar< þeirra koma sér saman um, frambjóðendur í því kjördæmi< í allar opinberar stöður, er< kjósa skal L En hver fram- bjóðandi skal skrifa undir. stefnuskrá sambandsins og( skuldbinda sig til að starfa í öllu samkvæmt henni. Enn-, Þannig er frásögnin í fund- Stefnumarki sínu ætlar sambandið að ná með þess- um ráðum: 1) Að öll félög, sem i sambandið ganga, skuldbindl -félagsmenn sína tíl Jæss að Jon Baidvinsson forseti Alþýðusambands Islands 1916—1938 fremur skál sámbandsstjórn- in samþykkja frambjóðendur kjördæmanna til þings, svo þeir geti talizt löglegir fram- bjóðendur af hálfu sambands- ins. =s$s= Svo sem sjá má af þessum' fyrstu lögum Alþýðusam- bands íslands er megináherzla' lögð á hina pólitísku hlið( sambandsins, en verkalýðsmál * í þrengri merkingu skipa' miklu minni sess, svo að jafn-< vel má þykja um of. En þess' er að gæta, að Alþýðusam- < bandið á úþþhaflega allan < sinn styrk í bæjum Suður- Frafhald á 10. síðu. Ritstj.: Guðmundur Amlaugi»o» Gestum heilsaö í dag eru væntanlegir hiiigað tveir taflmeistarar frá Sovét- ríkjunum, er ætla aft dvelja hér um þriggja vikna skeið ög tefla við íslenzka skákrrienn. Taj- manoff hefur verið 1 í fremstu röð skákmanna í Sovétríkjun- um síðustu árin og er skák- meistari þeirra í ár. Fyrir fjór- um árum varð hann einnig éfst- ur á skákmóti Sovétríkjanna ásamt Botvinnik, en Botvinnik vann einvígið um titilinn. Taj- manoff er fæddui’ árið 1926, hann hefur lagt stund á píanó- leik jafnhliða skákinni og þykir ágætur píanóleikari. Uivitskí er yngri og hefur minna teflt utan Sovétríkjanna, en hann hefur staðið sig mjög vel á mótum innanlands og þ.vkir mjög efnilegur skákmaður. Skákdálkurinn hefur áður birt skákir eftir Tajmanoff, meðai annars tvær vinningsskákir hans frá mótinu í Saltsjöbaden (gegn Unzicker og Matanövic), svo að við birtum í dag eina af skákum hans frá skákmöt- inu í Zúrich. Tajmanoíf — Petrosjaim 1. d2—d4 Rg8—fft 2. c2—c4 ' vé7— 3. Rbl—c3 mS—M 4. e2—e3 C7—cí? 5. Bfl—d3 «■ o—«!• 6. Rgl—f3 d7—dS 7. o—o Rb8—■eft 8. a2—a3 Bb4xcS 9. b2xc3 b7—M 10. c4xd5 e6xd5 11. Rf3—eð 1M8—c7 Betra er Bb7. 12. Re5xc6! Hvítur teflir rökrétt, hann leit- ast við að leika f3 og e4, opna stöðuna til þess að geta neytt biskupanna. 12. . . . Dc7xcK 13. f2—f3 Bc8—e® 14. Ddl—el Rf6—d7 15. e3—e4 c5—c4 16. Bd3—c2 f7—45 Þessa vamarleið hefur Petro- sjan farið fyrri. Hann lokar sóknarlínunum, en hvítur á’þó frelsingja og nokkur sókriar- færi. 17. e4—e5 Hf8—f7 18. a3—a4 a7—a5 19. f3—f4 b6—b5 Svartur ætlar sér nú gagnsókn á drottningararmi, en fær brátt annað að hugsa um. 20. a4xb5 Dc6xb5 21. Bcl—a3! Rd7—b6 22. Del—h4 Db5—e8 23. Hfl—f3 Rb6—c8? Nú missir svartur skiptamun, en staðan var örðug , hvernig sem hann fór að. Framhald á 10. síðu. ABCDCFGM abcde fgm Staðan eftir 25. ,le4k svaata

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.