Þjóðviljinn - 05.05.1956, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 05.05.1956, Qupperneq 3
Laugaxdagttr 5. mai 1956--f»JÓ5>VILJINN — (S Grunnur hinnar nýju Skálholtskirkju tilbúinn fyrir hátíðina 1. júlí n.k. BuiS aS reisa ýms mannvirki á staSnum og unniS hefur veriS viS framrœslu og rœktun Hinn 1. júlí í sumar veröur þess minnzt sem kunnugt er meö veglegum hátíöahöldum, aö liöin eru 900 ár frá stofnun biskupsstóls í Skálholti. Er gert ráö fyrir að á hátíðardaginn veröi staöurinn búinn aö fá á sig í stórum dráttum þann heildarsvip, sem hann mun bera í fram- tíðinni. Nefnd sú, sem skipuð var 1. apríl 1954 til að gera tillögur um endurreisn Skálholts og sjá um framkvæmd þeirra, ræddi við blaðamenn í gær. Fram- kvæmdastjóri nefndarinngr, próf. Magnús Már Lárusson gaf þá yfirlit um störf hennar og fer það í aðalatriðum hér á eftir. Vill gera Skálholt að biskupssetri í starfi sínu hefur Skálholts- nefnd ætíð haft hliðsjón af því, að i framtíðinni gæti biskup eða vígslubiskup sezt að í Skál- holti, þótt þar sé nú prestsetur samkvæmt gildandi lögum. Þótt nefndin hafi ætíð gert ráð fyrir því, að biskup eða vígslubiskup gæti sezt að í Skálholti og það sé tekið fram í tillögum hennar til stjórnarinnar, og þó að nefnd- inni hafi verið leyft að reisa íbúðarhús será nú ér að verða | fokhelt og þriðjungi stærra en önnur prestsetur landsins og með möguleika til stækkunar, þá er það ekki á valdi nefnd- arinnar að ákveða það, til þess þarf nýja lagasetningu. Alþingi getur eitt sett þau lög, sem á- kveða hverskonar embættisset- ur Skálholt eigi að vera. Til samræmis við þessa skoð- un sína, að Skálholt eigi að verða biskupssetur, hefur nefnd- in einnig lagt til, að á staðn- um verðí reist það stór kirkja, að hana mætti gera að dóm- kirkju. Húsameistara ríkisins var fal- ið að teikna ofangreind hús og var það gert sem stjórnarráð- stöfun. Við staðsetningu mann- virkjanna var meðal annars leitað umsagnar og ábendingar þjóðminjavarðar, skipulagsstjóra og húsameistara, Verður menntaskólinn fluttur í Skálliolt? Nefndinni er það einnig ljóst, að endurreisn Skálholts verður að fela í sér meira en þetta. Því var leitað til menntamála- ráðherra með bréfi dagsettu 21. sept. s.l. að athugað væri af hálfu yfirstjórnar kennslumála, hvort leið fyndist.til að flytja menntaskólann, er starfar að Laugavatni, til Skálholts. Mál þetta er stórmál, en eigi er vit- að enn, hvort úr flutningi þeim geti orðið, enda mundi þá einn- ig þurfa að koma til kasta Alþingis. ............. Ræktunar- og bygginga- framkvæmdir Meðan nefndin hefur haft þessi ofangreindu stórmál til athugunar, hafa verið reist fjós, hlaða, verkfærahús og íbúðar- hús bónda, sem í framtíðinni er ætlað að gegna hlutverki ráðsmannshúss. Ennfremur hef- ur verið starfað að girðingu túns og stórfelldri ræktun og fram- ræslu, svo að Skálholt mun brátt komast í tölu storbýla þessa lands, að því er snertir ræktun. Hefur landnámsstjóri gert allar áætlanir um þessa framkvæmd. Gróðrarstöðin Alaska hefur annazt um lagfæringu og stækk- un kirkjugarðsins. Ennfremur hefur ný heim- reið verið lögð og hitaveita ver- ið undirbúin. Frumáætlun um hana gerði Gunnar Böðvarsson, verkfræðingur, en Sigurður S. Thoroddsen gerði heildaráætl- un. Að mörgu leyti er það baga- legt að vita ekki, hvort úr flutningi menntaskólans geti orðið innan 10—15 ára, þar sém haganlegast væri að haga gerð hitaveitunnar nú samkvæmt væntanlegum þörfum. Brú yfir Hvítá hjá Iðu ókomin Er nefndin á sínum tíma hafði heildarathugun Skálholts- mála með höndum sumarið 1954, skoraði hún á stjórnarvöld að flýta lagningu háspennulínu til Skálholts, og er það verk nú mjög langt á veg komið. Enn- fremur skoraði hún á stjórnar- völd, að brúin á Hvítá hjá Iðu væri fullgerð fyrri hluta sum- ars 1956 vegna hinnar miklu umferðar, er þá má vænta. Þetta hefur ekki tekizt og er mjög bagalegt vegna hátíðarinnar, þar sem umferðarmálin verða þann dag ákaflega örðug, er ógerlegt að koma á ákveðnum einstefnuakst-ri. Hins vegar liggja ti-1 þeirrar. tafar margar oi'sakir og er ekki á færi bygg- ingarnefndar Skálhoits að bæta úr þeim. í þriðja lagi var skor- að á stjórnarvöld, að byrjað yrði að leggja nýjan þjóðveg hið bráðasta milli .brúnna á Hvitá og Brúará, og að hann lægi neðan við Skálholt og vest- an. Tillit hefur verið tekið til þessa væntanlega vegar við lagningu framræslukerfis í mýr- inni neðan Skálholts og við lagningu hinnar nýju heimreið- ar, en það fer eftir fjárhags- getu vegamálastjórnarinnar, hve- nær vegurinn verður lagður. Til þess að tryggja sem bezt stórframkvæmdirnar var gerð- ur samningur við Almenna byggingafélagið h.f. s.l. haust og var, . hann staðfestur af kirkjumálaráðuneytinu. Svipur staðarins hátíð- ardaginn Loks sagði próf. Magnús Már: ,,Tillitið til hátíðarinnar heimt- ar, að kirkjugrunnurinn verði tilbúinn fyrir hinn 1. júlí n.k. og heimreiðin nýja, enda verði þá lokið tilfærslu á mold og fyll- ingarefni í öllum meginatrið- um. Ennfremur verða gömlu húsin óg kirkjan U4'a horfin þá, nema ef til vill íhúðarhúsið, þar eð þeir mörgu /inna nú fyrir austan, verbu að hafa einhverjar bækistöðvar. Hátíðar- daginn ætti staðurinn að vera búinn að fá á sig þann heildar- svip í stórum dráttum, er hann mun bera í framtíðinni. Yfir- leitt hefur hið fyllsta tillit ver- ið tekið til hátíðarinnar, enda hefur það á margan hátt gert framkvæmdir örðugri til lausn- ar“. Gjafir frá Dönum og' Svíum Húsameistari ríkisins, Hörð- ur Bjarnason, lét þess getið í tilefni nýlegra blaðaskrifa, að það hefði aldrei staðið til að kirkjan í Skálholti yrði komin upp fyrir hátiðina í sumar. Hon- um hefði verið falið að teikna kirkjuna fyrir hálfu öðru ári og það væri útilokað að vinna jafn vandasamt verk á svo skömmum tíma. Einnig gat hann þess að hann hefði gert nokkr- ar breytingar á frumteikningu sinni að kirkjunni. Nú væri á- kveðið að hún yrði um 30 metrar að lengd eða álíka löng og Brynjólfskirkja var. Frá því var einnig skýrt í gær, að Danir hefðu ákveðið að gefa kirkjunni orgel, hinn vandaðasta grip, og Svíar myndu gefa kirkjuklukkur. Verður klukkunum komið fyrir í sérstöku klukknaporti og þær notaðar í fyrsta skipti á hátíð- inni í sumar. Hún kuniii íslenzka textann utanbókar þegar hún kom Sæuska óperusöngkonan Stina Britta Melander, sem syngur aðalhlutverkið í Kátu ekkjunni í Þjóðleikhúsinu í vor, koni hingað til lands s.l, miðvikudagskvöld. Er hún þegar byrjuð að æfa hlutverkið; en áður hafði henni verið sendur íslenzld textinn, sem fluttur verður, og vár hún búin að læra hann utanbókar er hún koni hingað til landsins. Stina Britta Melander söng hlutverk Neddu í óperunni I Pagliacci í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur. Síðan hefur hún m. a. dvalizt á Ítalíu, haldið þar Stina Britta Melander hljómleika og sungið í útvarp. Næsta vor syngur hún síðan í La Traviata í Rómaborg, en í haust syngur hún hlutverk Gildu í Rigoletto í Gautaborg, þar sem hún býr. í fyrravor og og fyrrasumar söng hún í Töfra- flautunni hjá sænska ríkisleik- húsinu, einnig söng hún í Kaup- mannahöfn — og er þó ekki allt talið. Hún hefur sungið 4 hlutverk í Gautaborg í vetur, m.a. Zerlinu í Don Juan; í við- tali við fréttamenn í gær, þar sem söngkonan var einnig, _sýndi þjóðleikhússtjóri frétta- mönnum sænska umsögn um frammistöðu hennar í þessu hlutverki, og var það mikið lof og einskært. Sjálf sagði söngkonan að það gleddi sig að vera komin aftur til íslands og hlakkaði hún til að syngja hér; og má taka fram að hún getur bjargað sér í mál- inu, þótt hún dveldist hér að- eins um tveggja mánaða skeið í fyrravetur. — Birgir Möller sendiráðsritari í Stokkiiólmi hef- ur þó leiðbeint henni um is- lenzkuframburð um skeið. „Pressuliðið64 vann í karlaflokki Úrslit handknattleikskeppn- innar í gærkvöld urðu þau að landsliðið sigraði i kvænnaflokki með 23 mörkum gegn 10, en „pressuliðið" sigraði í karla- flokki 31:25. Annar aðalsöngvarinn í Kátu ekkjunni verður Einar Krist- jánsson; kemur hann í næstu viku, en hlutverkið hefur hann æft ytra að undanförnu. Leik- stjóri verður Daninn Svend Áge Larsen, reyndur óperu- og óper- ettustjórnandi. Hljómsveitar- stjóri verður dr. Urbancic. Text- ann hefur Karl ísfeld þýtt. Frumsýning Kátu ekkjunnar verður um mánaðamótin maí- júní, væntanlega 31. maí. Merkjasala fyrir æskulýðsstarfið að Jaðri Svo sem kunnugt er, efndl Góðtemplarareglan í Reykjavík, til starfsemi að Jaðri í fyrra sumar, fyrir börn og unglinga, yfir tímabilið frá 3. júní til ágústloka. Starfsemi þessi var með námskeiðasniði, þar sem m.a. var unnið útivið að trjárækt, gróðursetningu blóma og al- mennri fegrun staðarins, þar var og ýmiskonar frseðshistarf- semi við hæfi bama og unglinga, þar sem rætt var um bindindis- málið og önnur menningarmál, með erindum, upplestrum, kvik- myndasýningum og leikþáttum. Einnig var farið í gönguferðir um nágrennið og ýmiskonar úti- leikir um hönd hafðir, þegar veður leyfði. Milli 200 og 300 börn og ung- lingar sóttu námskeið þessi aö Jaðri, og létu þau öll mjög vel af dvöl sinni þar svo og að- standendur þeirra. Nú hefur verið afráðið að efna til samskonar starfsemi að Jaðri í sumar og þar var s.l. sumar og með svipuðum liætti. Forstöðumaður verður og sá sami, Ólafur Haukur Árnason- skólastjóri í Stykkishólmi. Þrátt fyrir mikla dýrtíð og margskonar erfiðleika á slíkri starfsemi sem þessari, verður þátttökugjaldi mjög í hóf stillt, svo sem áður. En til þess aS afla starfsemi þessari nokkurra tekna hefur verið ákveðið að efna tiL merkjasölu n.k. sunnudag. Er þess vænzt að sem flestir styðji viðleitni þessa til þess að gefa börnum höfuðstaðarins tækifæri til að njóta sumarsins í fögra og friðsælu umhverfi og kaupt merki þessi þegar þeim verður boðið þau á sunnudaginn. ■ ■■■■■■■■■ Skrrfstofa Alþýðubandalagsins er í Sími 6563 Hafnarstrœti 8 Sínti 80832

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.