Þjóðviljinn - 08.05.1956, Side 10

Þjóðviljinn - 08.05.1956, Side 10
10) — ÞJÖÐVIUINN — Þriðjudagur 8 .maí 1956 Bré! frá Þórbergi Þórðarsyni Framhald af 6. síðu. anna aldir upp undir harð- stjórn og einræði keisara og aðals, og að þau spor sem slík- ir stjórnarhættir skilja eftir í hugum manna, verða ekki af- máð á fáum áratugum, þó að horfið sé að mannúðlegra þjóð- skipulagi. Hitler entist skemmri tími til að breyta sumum þegnum sínum í fyr- irbrigði, sem engu voru líkari en djöflum kristinnar kirkju á fyrri öldum. — En hinir síð- ustu geta orðið hinir fyrstu. Ekki er þetta sagt í því skyni að gera „glæpi Stalíns" góða. En vitur maður og rétt- látur mundi líta á þessar hlið- ar málanna, áður en hann kvæði upp stórdóm um „glæpi“ hans. Og hann mundi auk þess spyrja sjálfan sig: Hvað véit ég í sannleika um „glæpi Stalíns"? Og hann mundi 'svara sér: í raun og veru veit ég ekkert um þá enn sem komið er. Ég hef ekki séð ræðu Krustjoffs, sem er höfuðheim- ildin. Það, sem önnur rúss- nesk málgögn hafa sagt, er svo almennt og óljóst, að þar er varla hægt að festa hendur á neinu. Því, sem fréttaritarar og blaðamenn hér vestan járn- tjalds hafa sagt um þessi mál, get ég ekki lagt mikið upp úr. Þeir hafa hvorki heyrt né séð höíuðheimildina, ræðu Krust- joffs. Þar að auki eru þeir alkunnir að röngum og fjand- samlegum fréttaflutningi um rússnesk mál. Það er eitt drengskaparbragð kalda stríðs- ins. Frétt, sem „hleypt hefði verið í gegn“ í Moskva, væru þeir vísir til að færa úr lagi, eftir að húii væri sloppin vestur fyrir tjaidið. Þeir hafa meira að segja leik- ið það bragð að ljúga upp fréttum á fréttastofum hér á Vesturlöndum og segja þær vera komnar frá Moskva. Það hefur meira að segja verið al- gengur hrekkur. Um rokurnar í Morgunblaðinu af þessum tíð- indum tala ég ekki. Þær eru mestanpartinn sannanlegar stórlygar frá rótum. Af þessum ástæðum bíð ég með mína dóma um „glæpi Stalíns", þar til ráðamenn í Rússlandi hafa gert ýtarlegri og skýrari grein fyrir þeim. Ilér um bil svona mundi vit- ur maður og réttlátur snú- ast við því, sem enn er vitað um „glæpi Stalíns“. Það mun ekki hafa farið fram hjá eyrum þínum, að hér hefur sett að mörgum mikla málgleidd út af „glæpum Stal- ins“. Hver er orsökin? Finnur þetta fólk svona til með fórn- arlömbunum? Er það allt í einu orðið svona kærleiksrikt? O svei attan! Það finnur ekki meira til með þeim en mínk- um, myrtum austur í Þing- vallahrauni. Þetta er allt haturslosta- þrungin sigurgleidd, sem reynt er að fela undir yfirskini vand- lætingar til þess að ná sér niðri á helvítis „kommúnist- um“, til þess að ginna fólk tii fylgis við sig í næstu alþingis- kosningum, til þess að tryggjá áframhaldandi okurgróða á „frjálsri verzlun“ og hvers konar svindli og braski. Hærra er nú siðgæðisrisið ekki, séð innan frá. Þetta sama málgleiddarfólk fylgdi Hitler gegnum þykkt og þunnt og fékk aldrei tungutal af glæpum hans, sem þó voru einhverjir hinir mestu og allra svívirðilegustu, sem þekkst hafa í sögu heimsins. Og marg- ir vörðu þá af heitu hjarta og hafa mænt eftir endurkomu glæpahöfðingjans. Og ég hef aldrei á ævi minni heyrt, að nokkur maður hafi feng- ið tungutal út af morðglæp- um auðvaldsiúkis, að því eina tilfelli undanskildu, að í Suð- ursveit stakk sér niður snert- ur af tungutalsfaraldri í Búa- stríðinu. Og þetta málgleidd- arfólk hefur sætt sig furðu- vel við frönsku bylfiinguna og hennar giæpi og hefur meirá að segja rakið þangað með þakkandi hjarta upphaf síns jarðneska frelsis. Og hvar væru ástvinir okkar, Heine og Jónas, ef hendur hefðu ekki verið látnar- standa hressilega fram úr ermum á franskri grund? Og hvar væri okkar margblessaða Njála, ef Flosa sefði sigið larður, þegar hann sá Kára og Njál og syni hans standa úti á hlaðinu á Berg- þórshvoli? Og hvar væri Heimskringla Snorra, ef Nor- egskonungar hefðu haft mer- arhjarta í stað kappa? Þetta er ekki sagt í því skyni að verja manndráp, held- ur til að benda þér á, á hverskonar réttum við höfum lifað og sleikt út um af um aldirnar. Það hefur þótt fagur kpist- indómur að játa syndir sínar og heitá bót og betrun. Krist- in kirkja hefur jafnvel talið það svo mikla höfuðnauðsyn, að menn gerðu slíkar játningar fyrir dauðann, að hún hefur örvænt um afdrif þeirra eftir dauðann, sem létu þær undir höfuð leggjast. Um þetta seg- ir Helgi Hálfdánarson í kafl- anum um syndina: „Eilífur dauði er ævinleg útskúfun frá guði og ævinleg hegning, sem bíður óguðlegra í öðru lífi, þá er þeir hafa í þessu lífi án yfirbótar haldið áfram í synd- unum, og án afláts hafnað guðs náð“, þ. e. aldrei gert játningar og tekið sinnaskipt- um. Þess vegna hefðu játning- arnar og sinnaskiptin í Moskva átt .að vera falslaust fagnaðar- efni öllum Kristsvinum, ef heilaapparatið fúngeraði kristi- lega. En hvað sem um heilbrigði þess má segja, þá er það stað- reynd, að ráðamenn Rússlands hafa játað sínar syndir og lof- að bót og betrun. En hefur þú heyrt nokkuð um það, að nú standi til, að ráðamenn Vest- urveldanna og þeirra sálufé- lagar hafi í hyggju játningar á sínum yfirsjónum? Mér hefur sem sé dottið í hug, að þess- ir alkunnu vinir Krists og kirkju kynnu þvi illa að láta fyrirmenn kommúnistaríkis slá sig út í kristilegum siðum. Mig grunar, en það vona ég, að þeim finnist ekki, að ef játn- ingar þeirra yrðu álíka opin- skáar og íhaldsblöðin segja að játningar Rússa hafi verið, að þá fari „glæpir Stalíns“ að gerast rýrir í roðinu. Ég lít í anda herra Eden stíga í játningastólinn og gera játningar fyrir meðferð ráða- manna brezka heimsveldisins á friðarmáhmum í gamla Þjóða- bandídaginu og öllum ’hinum hryllilegu afleiðingum þeirrar frammistöðu. Þar næst mun hann játa drengskap þeirra við Abessiníu og spænska lýðveldið Og heilindi þeirra við Tékka i Múnchensamningunum frægu. Og þetta voru engar breyzk- leikasyndir, sem Helgi Hálf- dánarson kallar svo. Það voru þaulhugsaðar og margreiknað- ar ásetningssyndir, sem að lok- um kostuðu milli tíu og tuttugu miljónir manna Hfið. Svo kem- ur hann með Malakkaskagann og svertingjamorðin og pynd- ingarnar í Kenya, og ekki mun sá hreinskilni maður gleyma Kypur. Þetta er nú aðeins hrafl af yfirborðinu. Slæmt er að drepa landsmenn sína, eins og Stalín á að hafa gert. En sýnu meiri skortur á háttvísi er þó að vaða inn í lönd annarra þjóða og upphefja þar ránskap, kúgun, morð, pyndingar. Þá held ég verði nú ekki dempuð raddhæðin, þegar Kristsvinurinn Jón Fóstri skálmar upp í játningapont- una: Sá mæti maður Eugene Debs innibyrgður mörg ár í fangelsi saklaus. Öllum leiðtog- um kommúnista varpað í dýfl- issur fyrir það eitt að vera á móti auðvaldi Bandaríkjanna. Veraldargengi ýmsra forustu- manna Bandarikjanna, þar á meðal Trumans, að þakka sannanlegri samvinnu við glæpa menn. Skáldið Joe Hill drepinn án dóms og laga. Réttarmorð á Sacco og Vanzetti. Réttarmorð á Rosenbergslijónunum. Negra- morð í þúsundatali og þar af mörg sannanleg réttarmorð. Og svo koma glansnúmerin, sem ekki munu hafa gleymst úr pró- ÞJÓiVILJANN vantar ungling til að bera blaðið til fastra kaupenda við Grímstaðaholt Talið við afgreiðsluna. —Sími 7500. Ötgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, — Ritstjórar: Masnús Kjartansson ■"*****" 'áb.), SiBurður Guðmundsson. — Fréttaritstióri: Jón Biarnason. — Blaðamenn: Ásmundur SiBur- jónsson, Bjarni Bcnedlktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. — AUKlýslngastJórl: Jónstelnn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýslngar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Simi 7S00 (3 Unur). — Áskriftarverð kr. 25 & mánuði i Reykjavík og nágrennl; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1. -- Frentsmiðja ÞJóðviljans U.f. tókollum Drottins: Atómsprengj- ur á Hirosíma og Nagasaki að þarflausu, manni dettur helzt í hug upp á sport, og þar með skutlað úr ytri hylkjunum um 200 þúsundum manna. Upptök að myndarlegum mannvígum í Kóreu og höfðingleg aðstoð við þá iðju, krydduð eiturhernaði, sem höfundur þessa bréfsnepils sá og heyrði af allmörg spesí- men á reisu sinni í Peking. Hagnaður bandarískra vopna: sala nokkrir tugir miljarða. Ég held séra Helga hefði þótt það hyggilegt af Jóni Fósti-a að hlaupa ekki yfir þessi Asíuat- vik þangað til eftir dauðann, því að þarna munu breyzk- leikasyndir ekki hafa verið að verki. Og Jón heldur áfram . .. Svo koma hinir glæstu Frakkar með flottar handa- bendingar til áherzlu á sinum játningum. Eitthvað munu þeir hafa á samvizkunni, þó að ekki væri meira en Alsír. Þá eru Japanár og karlinn á Formósu, sem Bandaríkin hafa gert að hæstráðanda til sjós og lands í Kinaveldi. Sitthvað mun Guð hafa séð til þeirra á ‘ megin- landinu. Og loks koma smærri spámennirnir trítlandi með sín- ar pjönkur upp í játningapont- urnar. En það verða ráðamenn einnar þjóðar, sem (nunu standa sig karimannlegá . á forna vísu og aldrei fást til að gera neinar játningar, þrátt fyrir Helgakver og mikinn þrýsting úr suðri og vestri, eftir sinnaskiptin í þeim átt- um. En þeir munu ekki bila, ,og þeirra karlmennska mun skapa þvílíka skelfingu og slikan glundroða meðal.írjálsra þjóða, að hervarnir þeirra fara i mola og Atlantshafsbandalagið leys- ist upp. Svo þakka ég þér og þinni kon.u fyrir skemmtilega' sam- veru á þeim ógleymanlega stað Barvíka, þar sem við gengum gegnum skógana og rerum á vatninu og horfðum á svölurnar á þakskeggjunum. Og fínir voru læknarnir þar, nákvæmni þeifira mikil, sam- vizkusemin undraverð og -alöð- in hjartanleg, þrátt fyrir „glæpi Stalíns"., Af því gætu vorir læknar ýmislegt lært. Og aldrei munum við gleyma bláu stúlkunni, sem hvarf . inn í skóginn, og hjörtu okkar beggja Urðu tvítug í annað sinn, Með kærri kveðju. Þórbergur Þórðarson. Snyrtivörur Ný sending * Ath. Sliampoo og hárskol í öllum litum MARKAÐURINN Hafnarstrœti 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.