Þjóðviljinn - 09.05.1956, Page 7
Miðvikudagui' 9. maí 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7
; TogarasjómaSur skrifar:
Vöruvöndun togarafisks ábótavant
vegna vinnuhraða og aðgæzluleysis
„Fiskaðu mikið ög vertu fljótur að því, annars færðu pokann44
Að vera skipstjóri á botn-
vörpuskipi er mikið og van-
'þakklátt starf. Útgerðarmað-
urinn krefst þess af skip-
stjóra að hann skili bæði mikl-
um og góðum afla á land.
Svipaða fyrirskipun fá svo
Msetar frá skipstjóra, þegar
•át á sjó er komið, að skila
góðum afköstum og góðri
vöru. Hvað er svo gert til
þess að þetta geti staðizt?
Við erum að byrja túr á
bv. Stormi; erum á saltfisk-
veiðum, einkennisstafi man ég
ekki, enda aukaatriði. Skip-
verjar eru 38 talsins, eins og
stéttarfélagssamningurinn
hljóðar uppá. Af þessum 38
mönnum vinna 28 á dekki,
meðtaldir yfirmenn, vinnu-
vaktir tvær, önnur með 14
mönnum, hin með 13, því
stýrimaður er aukamaður
þegar hann er ekki að toga,
annars leysir hann skipstjóra
af við það starf.
Bv. Stormur hefur nú
kastað botnvörpunni, það er
hífð upp varpan. í henni eru
þrír pokar af fiski. Skipstjóri
skipar svo fyrir að slá á síð-
asta pokann, svo hann er
kallaður ásláttur. 1 þessu til-
felli á að skipta þriðja pok-
anum og er hann því hafður
það stór, að hætta er á að
fiskur sé blóðsprengdur með
því að hífa svo stóra poka,
enda líka oft seinlegra að
vinna þetta svona; fer þó
eftir því hvernig veður er.
Nú er byrjað að blóðga
íiskinn, og þegar þvi er lokið
hefst svo aðgerðin strax, því
nú liggur mikið á. En nú
þyrfti fiskinum að blæða .svo-
lítið áður en aðgerð hæfist,
með þvi. yrði hann fallegri
vara, en timi leyfir það ekki,
enda misjafnir aðgerðarmenn.
Oft er sú skipan höfð á að
vanir menn eru látnir fletja
saman, en svo óvaningarnir
látnir vera sér. Þetta er ekki
gott, því útkoman verður að
frá óvönu mönnunum koma
illa flattir fiskar, en það er
ofur eðlilegt. — Væri ekki
hetra að láta vanan og óvan-
an mann fletja meira saman
en gert er? Þarna er v%rk-
efni fyrir matsmennina að at-
huga gaumgæfilega, hvort al-
geng séu slík vinnubrögð um
borð í togurunum.
Svo fá þessir óvaningar
eina og eina roku frá við-
komandi yfirmanni: „Þetta er
engin flatning hjá ykkur,
þarna við hitt borðið“. En
hann gerir sér ekki fyllilega
Ijóst að hann skipar svona á
jötu.
Að kasta ónotum til óvan-
inga er miður góður siður,
hvort heldur skipstjóri eða
iannar yfirmaður á dekki ger-
ir það.
Nú er aðgerðin byrjuð að
fullu. I uppvöskunarporti eru
nú tveir menn og einnig taka
þeir lifur frá aðgerðarmönn-
um; stundum skreppur annar
í að hausa.
Það kemur skipun frá skip-
stjóra að hreinsa hnakkablóð-
ið úr fiskinum. Þetta tefur
nú hryggmanninn svolítið,
enda þá ekki gert nógu vel
fyrir bragðið, því flýtir við
störfin um borð í togara er
fyrsta boðorðið.
Þetta má laga með því að
hafa ætíð tvo menn í ponti
og þeir hafi venjulega bursta
sem notaðir eru við uppvask
á fiski í landi.
mönnunum, sem koma á vakt
og taka á sig aukavinnu, allt
að þremur tímum. Þeir fá
ekkert greitt fyrir slíkt, svo
ég viti til. — En frá fiski-
matsmanni kemur vottorð-, er
hljóðar svo: Fiskur illa lagð-
ur í stíu, misjöfn söltun, blóð
er mikið í fiskinum, og því
dökkur blær yfir honum sem
skapazt hefur af of Iangri
legu á ,,steisnum“.
En frá yfirmanni á dekki
og vinnufélögunum þar fá
þeir tóninn er hljóðar svo:
Það gerir ekkert til þó þeim
volgni. Þeir hafa ekki haft
það svo erfitt hingað til. Ég
læt það vera þó þeir séu ekki
Aðgerð um borð í togara
Séu mikil brögð að hnakka-
blóði í fiskinum, vill það oft
renna til, og gerir því fiskinn
dekkri og verri vöru.
=^SSS=s
í lestinni eru venjulega
tveir menn, og nú gengur þar
allt að óskuxn.
„Hif opp“, hrópar skip-
stjórinn. f vörpunni voru 6
pokar af fallegum þorski. Nú
eru hendur látnar standa
fram úr ermum, og allt geng-
ur að óskum, og þegar tólf
tímar eru liðnir Iiggur bv.
Stormur með fullt dekk af
fiski.
Það hefur ekki verið hægt
að komast hjá því að blóðga.
ofan í eldri fiskinn, vegna
þess hvað aflann bar fljótt
að, en þegar aðgerð hefst er
fiskurinn tekinn jöfnum hönd-
um úr fiskkössunum. En þeg-
ar lítið er, þá er venjan að
láta fiskinn liggja eitt tog.
Nú skulum við skreppa of-
an i lest á bv. Stormi og sjá
hvernig þar er umhorfs.
f ’lestinni vinna tveir menn
og vinna vel, en hafa ekki
undan, svo nú safnast fiskur-
inn á „steis“, sem kallað er.
Komið er að vaktaskiptum.
Þeir borða með sinni vakt,
lestarmennirnir, en fara síðan
niður í 'lest með hinum lestar-
alltaf með taflið á milli sín,
eða „Sakamál", „Evu“ ■ eða
„Satt“. — En þetta eru þœr
bókmenntir sem aðallega
prýða kojur skipverja í dag,
en þegar engin vökulög voru
gat að lita Snorra-Eddu, Eg-
ilssögu Skallagrímssonar,
Grettissögu svo nokkuð sé
nefnt, og eru þetta ill skipti.
Svona líður timinn, annað
slagið fullt dekk, hina stund-
ina lítið.
Ef vel á að fara með afla,
þurfa að vera minnst 32 á
dekki við vinnu. Það þarf að
vera hægt að bæta við manni
í lest ef þörf krefur, og enn-
fremur er aldrei reiknað með
slysi á mönnum eða veikind-
.um, en þau geta gerzt um
borð engu siður en í iandi.
Því hafi menn tíma til að
vinna verk sín vel, þurfa ís-
lenzkir útgerðarmenn ekki að
kvíða framtíðinni, en hafi þeir
ekki tíma til að sjá svo um
frá fyrstu hendi að skipstjóri
hafa ávallt nógum mannafla
á að skipa, þá getur ýmislegt
farið aflaga. Þetta ætti að vera
það fyrsta, því sé skipstjóri
liðfár, er mikið berst að af
fiski, eru menn ætíð í tíma-
þröng og varan verður verri,
því þessar fáu hendur eiga að
afkasta miklu, en hafa ekki
tíma til þess.
Nú er bv. Stormur kominn
í höfn með 180 tonn af salt-
fiski, eftir 10 daga útivist.
tJtgerðarmaðurinn kemur
um borð, eða fulltrúi hans.
Leið sína leggur hann til
skipstjóra, hásetum ekki heils-
að.
Uppskipun er hafin.
Nú ættu að vera viðstaddir
af hálfu útgerðarmanns mats-
maður hans og starfsmaður
frá viðkomandi stéttarfélagi.
Hífa á nokkur trog á bíl, er
stendur á bryggju, og þar á
matið á fiskinum að fara
fram, en ekki inni í húsi út-
gerðarmannsins.
Ég ætla að víkja svolítið
nánar að vinnubrögðunum við
uppskipun á saltfiski. Þegar
fer að ganga á stíurnar og
saltið fer að safnast mikið
fyrir, vill oft svo til að menn
nota gogg til að rífa fiskinn
upp með, ennfremur taka þeir
í þunnildin og rífa kannski
upp 3—4 fiska í einu, og rífa
þar með fiskinn allmikið.
Margur er latur að moka
til salti og hugsar aðeins um
tímakaupið, en ekki hvernig
hann sjálfur vinnur verkið.
Fiskinum er nú hent í trog,
síðan er hann hífður upp úr
lestinni, og' oft það hátt, svo
það er talsvert fall sem hann
verður fyrir, þegar hann dett-
ur á bílinn og brotnar því
oft við það.
Síðan er eftir að aka honum
inn í fiskhús útgerðarmanns,
og þar fer svo matið fram. Og
eftir þessa meðferð á fiskin-
um fáum við sjómenn gæða-
matið í okkar hendur.
Þetta gæti engan veginn
staðizt ef þessi samningsgrein
yrði lögð fyrir félagsdóm, og
tel ég að svo ætti að verða.
Ennfremur tel ég að mats-
maður frá viðkomandi stétt-
arfélagi eigi að fylgjast með
allri löndun, engu síður en
fiskimatsmenn frá hraðfrysti-
húsunum.
Með þvi ástandi sem nú er
í þessum málum hefur íslenzk-
um sjómönnum fækkað svo,
að nú eru tveir færeyskir sjó-
menn á móti hverjum einum
íslenzkum, og eru þeir farnir
að hafa orð á því, þeir fær-
eysku, að þeir íslenzku virðist
ekki kunna að fletja fisk eða
salta, þó þeir megi heita
fæddir með flatningshníf í
höndum og þann gula einnig.
Ennfremur vill mjög bera á
því, að oft er saltað í sama
saltið túr eftir túr. Þetta
ætti að banna algerlega, því
fiskur sem saltaður er úr
blóðsalti verður aldrei annað
en blakkur, og því léleg vara.
Líka þarf að fylgjast betur
með hreinsun á lestum í tog-
urunum en gert er.
Að endingu vil ég benda á
verkstjórastöðuna við löndun-
ina. Hún er síður en svo öf-
undsverð. Utgerðarmaður
kemur til verkstjórans eða
fulltrúa hans og rekur ætíð á
eftir, en tekur ekki tillit til
þess að maðurinn er liðfár
oft á tíðum, og þá kemur að
þwí sem ég sagði áðan, að erf-
itt er að skila afköstum án
þess að hafa tíma til þess. Ur
því verða aðeins vinnusvik,
útgerðarmanninum til stór-
tjóns og þjóðarheildinni til
milljónatjóns.
Spurnihgin er því þessi: Er
þetta ekki of mikill vinnu-
hraði ? Við verðum ætíð að
hafa tíma til athafna ef vel
á að fara.
Svo að lokum matsvottorð
frá matsmanni útgerðarinnar;
Upp úr bv. Stormi komu 180
tonn af saltfiski, og hljóðar
vottorðið svo:
56% í I. fl.
20% — II. —
20% — III. —
4% — IV. —
Aðalgallar eru þessir: Fisk-
ur of djiipt ristur, talsvert
ber á hnakkablóði, sjáanlega
legið of lengi á ,,steis“, ekki
nógu vel vaskaður, pokar
hifðir of stórir, vansöltun(sér-
staklega síðast) áberandi. (En
þá var komin skipun frá skip-
stjóra að sálta minna).
Skipstjóri reynir að gera
athugasemdir við útgerðar-
mann sinn. Árangur enginn.
aðeins þetta: Fiska mikið og
fljótur í túr, annars pokann
og í land með þig!
Hvort heldur þú heitir út-
gerðarmaður, skipstjóri eða
háseti, þá verðum við að hafa
í huga að sundraðir föllum
við en samtaka sigrum við.
Ég hef viljað með þessari
grein segja satt frá, og þetta
er elcki hægt að hrekja á
neinn hátt við starfandi sjó-
mann. Og um leið vil ég
benda fiskimatsmönnunum á
að það er ekki nóg að hafa
fiskimatsréttindi, en vera á-
hrifalaus, því að þetta allt
sem ég hef bent á heyrir til
ykkar verkahring og engra
frekar.
Afkoma okkar kæra lands
byggist á góðu mannorði á
hvaða sviði sem er. — Hvort
heldur þú heitir útgerðarmað-
ur, skipstjóri, háseti, fiski-
matsmaður: Vöruvöndun er
kjörorð sem verður að hafa
í heiðri við alla framleiðslu.
SÍMABREYTINGAR
7510 — Sósíalistafélag Reykjavíkur
7521 — Kosningaskrifstofa Alþýðubandalags-
ins, Tjarnargötu 20. (Spjaldskráv.).
7512 — Miðstjórn Sósíalistaflokksins
7513 — Æskulýðsfylkingin.
—-------------;---------------------- 1 —1 • , ;t'~