Þjóðviljinn - 10.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.05.1956, Blaðsíða 6
jjjg) — JÞJÓÐVILJINN — Fmuntudag-ur 10. maí 1956 ÞlÓÐVILllNN Útgefandi: SameiningarfiokJcur alpýSu — Sósíalistaflokkurinn Móðgun við íslendinga f k lþjóðakonunúnisminn ógn- *■ ar fslandi engu síður en Sambandslýðveldinu Þýzka- landi. Kominúnismimi stefnir ©nn að heimsyfirráðum, enda þótt uni aðferðir sé breytt“. Nei, þetta er ekki úr Mein Kampf. Það er heldur ekki ur ,,íslandi“, „Ákærunni" né „Mjölni“, blöðum íslenzku naz- istanna, sem nú eru orðnir valdamenn í Sjálfstæðisflokkn- iun. essinazistaslagorð, nákvæm Iega eins og þau væru úr ræðum Hitlers eða Göbbels, lét von Brentano, utanríkisráð- iherra Bonnstjórnarinnar, sér sæma að viðhafa í ræðu til Islenzkra ráðherra, í opinberri heimsókn í Vestur-Þýzkalandi, ©g dr. Adenauer notar einnig sömu slagorðin: „Hinn alþjóð- legi kommúnismi ógnar ís- íandi jafnt og Þýzkalandi“. Qjálfsagt er þeim herrum ó- ^ kunnugt um að slík notkun á nazistaslagorðum og Göbb- elsþvættingi vekur andúð og andstyggð alls þorra íslend- inga. Hér má það ekki blekkja erlenda valdamenn þótt gamli nazistahópurinn, sem skriðið hefur saman í félaginu Ger- Bianíu í Reykjavík, skálka- Bkjóli nazismans á valdatíma Hitlers, tali enn sem fyrr eins og þýzk stjórnarvöld vilja helzt heyra. Það hefur einmitt vakið sterkan grun um vel- þóknun Bonnstjórnarinnar á nazistum að hún hefur látið þýzkum heiðursmerkjum rigna yfir íslenzku nazistana og gert sér dælt við þá. Það má heldur ekki rugla erlend stjórnarvöld, þó menn eins og Bjarni Benediktsson og Ólaf- ur Thórs nálgist þau af þjón- ustulund og undirgefni, og fái því ráðið að eignir íslenzka ríkisins séu afhentar erlend- um stjómarvöídum, eins og stórhýsi eitt við Túngötu. fTitt er staðreynd, að allur ■*■■■■ þom íslenzku þjóðarinnar hafði og hefur andstyggð á þýzka nazismanum, og það er móðgim við íslenzku þjóðina að þýzk ríkisstjórn skuli mæta íslenzkum ráðherrum með Göbbelsslagorð á vörunum. Fáir munu þeir í heiminum sem ekki er það fullljóst hvað lá að baki áróðri Hitlers, Göbbels og Ribbentrops um „baráttu gegn hinum alþjóð- lega kommúnisma“, „ógnun hins alþjóðlega kommúnisma“. Og það kemur áreiðanlega illa við margan fslending að heyra nú einmitt þýzkan utanrikis- ráðherra og þýzkan kanslara taka þessa útþvældu áróðurs- tuggu sér í munn, og ætlast til að íslenzka þjóðin gleypi hana hráa. r Hvar eru railljónirnar? að gerist margt einkennilegt í efnahagslífi íslendinga og - torskilið alþýðu manna. í upp- - Iiafi þessa árs var bátaflotinn - stöðvaður um þriggja vikna - skeið með valdboði útgerðar- . manna, og kostaði það þjóð- - ina tugi milljóna króna í er- . Jendum gjaldeyri. Ástæðan var - ágreiningur við ríkisstjórnina . um aðstoð til útvegsins og var • Shann síðan leystur með fyrir- - heitunum um bjargráðin al- . ræmdu sem komu til fram- - kvæmda nokkru síðar og fólu - í sér 250 millj. kr. álögur á al- - amenning í landinu. En nú í - vertíðarlok gerast þau tíðindi . að útvegsmenn lýsa yfir því . að þeir hafi ekki enn fengið - einn eyri úr framleiðslusjóðn- - -rim. Samt hafa þeir getað - stundað útgerð sína á vertíð- - inni á engu lakari hátt en und- • anfarin ár. Og nú spyr al- - emenningur að vonum: Hvernig - gátu þeir þetta, hvers vegna . gerðu þeir verkbann sitt í árs- byr.iun fyrst þeir gátu þrauk- að út vertíðina — þó með har»nkvælnm væri -— án’þess . að hin nýju b.jargráð kæmu til framkvæmda? 1 - /Tg almenningur spyr um ” meira. Allt frá því að bjargráðin voru samþykkt hefur allur varningur verið að stórhækka í verði. Almenning- ur hefur sífellt verið að borga og borga meira í bjargráða- sjóðinn, og nemur sú upphæð eflaust tugum milljóna nú þeg- ar. En hvar eru þá þessir pen- ingar, hvar eru milljónirnar sem Eysteinn og Ólafur Thors taka af almenningi með þeirri röksemd að verið sé að styrkja útveginn ? í meðan stjórnarflokkarnir ■i * svara. þessum spurningum rifja.r almenningur upp að svipaða sögu hefur verið að segja um öll bjargráð sem aft- urhaldsflokkarnir hafa leitt yfir þjóðina. Þau hafa hrund- ið af stað verðbólguskriðu, þau hafa auðgað milliliði og braskara, en atvinnuvegirnir hafa baslazt áfram og fljót- lega verið verr settir en nokkru sinni fvrr. Og þessari svika- myllu verður haldið áfram meðan landinu er stjórnað í þágu milliliða og fjárplógs- manna en í andstöðu við hags- muni vinnandi fólks. Þáttaskil við Mið jarðarhaísbotn 17' oma Búlganíns og Krústj- offs til London er sorglegt tímanna tákn, sagði brezka í- haldsblaðið Time and Tide um það leyti sem hinir sovézku forustumenn komu til Bret- lands. Blaðið rakti, hvernig Vesturveldin fóru með Sov- étríkin eins og hornreku í samfélagi þjóðanna í næstum tvo áratugi eftir byltinguna. Reynt var með öllu móti að einangra þau og sniðganga. Nú er þetta allt orðið breytt, sagði hið brezka blað, nú býð- ur brezkur forsætisráðherra æðstu mönnum þessa ríkis að heimsækja sig og sjálf drottn- ingin veitir þeim viðtöku. Ekki er þó svo vel að þetta stafi af neinni breytingu í Sovétrikj- unum, þar er sama stjórnar- farið og áður var talið útiloka þau frá samfélagi annarra ríkja. Það sem breytzt hefur er að Sovétríkin hafa aukizt jafnt og þétt að valdi og á- hrifum og nú er svo komið að vestrænu stórveldin eru til- neydd að taka tiliit til þeirra, hvort sem þau vilja eða ekki. Hversu hörmuleg sem okkur finnst þessi þróun, sagði Time and Tide, er því miður ekkert við henni að gera, við verðum að sætta okkur við orðinn hlut. íhaldsmennirnir af gamla ■“■ skólanum í Bretlandi verða um þessar mundir að kingja fleiri beizkum bitum en þeim að sjá drottningu sína taka í hönd harðsvíraðra, rússneskra bolsévíka. Enn er margt á huldu um áhrifin sem stórpóli- tískar viðræður Edens við Búlganín og Krústjoff munu hafa á gang heimsmálanna, en eitt er þó þegar deginum Ijós- ara. Brezka íhaldsstjórnin hef- ur orðið að viðurkenna að áhrifavald sovétstjórnarinnar nær nú til landanna við Mið.jarðarhafsbotn. í tilkynn- ingu sem gefin var út að við- ræðunum loknum heita stjórn- ir Bretlands og Sovétríkjanna að veita „Sameinuðu þjóðun- um þann stuðning sem með þarf til að efla friðinn í ná- grenni Palestínu“. Fyrr í vor hafði Bandaríkjastjórn gefið til kynna að hún áliti Öryggis- ráðið eina rétta vettvanginn til að fjalla um ýfingarnar milli Israels og nágrannaríkja þess. En í Öryggisráðinu hafa stórveldin neitunarvald, engu verður komið þar fram nema þau fylgist öll að málum. Stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands hafa því skuldbund- ið sig til að hafa samráð við Sovétríkin um allar aðgerðir í málum ríkjanna við Miðjarð- arhafsbotn. ¥»essi afstaða feiur í sér gagn- * gera stefnubreytngu. Ár- ið 1950 lýstu Bandarikin, Bret- land og Frakkland yfir að þau myndu skipa rnálum með ísra- el og Arabaríkjunum ef í odda skærist milli þeirra, hvort held- ur væri utan eða innan SÞ. í þeim orðum fólst að þau ætluðu sér ekki að taka neitt tillit til Sovétríkjanna. Þang- að til nú i vor hafa stjórnir Vesturveldanna haldið fast við að stefna þeirra byggðist al- gerlega á yfirlýsingunni frá 1950. Eftir síðustu ummæli Eisenhowers og Dullesar og yfirlýsingu Edens, Búlganíns og Krústjoffs er hún hinsveg- ar dauður bókstafur. Tilraun Vesturveldanna til að gera löndin við Miðjarðarhafsbotn að áhrifasvæði sínu er farin út um þúfur. A ðdragandi þessara síðustu atburða leiðir í ljós að Bandaríkin og Bretland hafa Erlend tí ðindi hlotið slæma byltu af eigin bragði. Árum saman hafa þau unnið að því að koma saman hernaðarbandalagi ríkja við Miðjarðarhafsbotn undir sinni forustu. Þegar fullreynt var að ríkin þar myndu aldrei fást öll í ein samtök var það ráð tekið að mynda Bagdadbanda- lagið af þeim ríkjum sem háð- ust eru Vesturveldunum, Tyrk- landi, Irak, Iran og Pakistan. Auk þeirra gekk Bretland í bandalagið, en Bandaríkja- stjórn þorir ekki að svo stöddu að eiga það á hættu að styggja nokkrar milljónir gyðinga rétt fyrir kosningar með því að Washington og London töldui að þær hefðu líí stjómar Nass- ers í hendi sér. á var það að Nasser skaut þeim ref f.vrir rass með því að kaupa vopn frá Tékkósló- vakíu og hefja samninga við Sovétríkin um efnahagsaðstoð. f einu vetfangi var spilaborg Vesturveldanna hrunin. Sýr- land, Saudi Arabía, Jemen og Líbanon skipuðu sér undir merki Egyptalands og kváð- ust aldrei myndu ganga í Bagdadbandalagið. Meira að segja í Jórdan var brezki hers- höfðinginn Glubb, sem þar hafði ráðið flestu í tvo ára- tugi, rekinn úr landi með fyr- irlitningu. í síðustu viku gerðu herstjórnir Egyptalands og Jórdans með sér samkomulag um nána samvinnu. Gremja ráðamanna í London og Wash- ington yfir því hvernig taflið hafði snúizt fékk útrás í á- sökunum á sovétstjórnina «m að hún væri að leika sér að eldinum, sala vopna til Egypta- lands stofnaði friðnum við Miðjarðarhafsbotn í voða. Þær raddir þögnuðu þó brátt, því að Vesturveldin sjálf hafa selt rikjum á sömu slóðum vopn og helzta beitan sem boð- in var þeim sem ganga vildu í Bagdadbandalagið var stór- auknar vopnasendingar. Rétt áður en Búlganín og Krústjoff fóru frá London ræddu þeir við fréttamenn og bar þá vopnasölu til landanna við Miðjarðarhafsbotn á góma. Krústjoff varð fyrir svörum, Gerði hann grein fyrir af- stöðu sovétstjórnarinnar á þá leið, að hún sæi enga ástæðu til að hafna beiðnum ríkja um Iiassan Ragab, aðstoðarhermálaráðherra Egyptalands, (t.v. á myndinni), var nýlega á ferð í Tékkóslóvakíu að kynna sér framleiðslu fyrir egypzka herinn. Við hlið hans situr Jaroslav Kohout, aðstoðarviðskiptaráðherra Tékkó- slóvakíu. Myndin var tekin pegar peir rœddu við frétta- menn í Prag. ganga í hernaðarbandalag við arabariki. Vesturveldin hétu ríkjunum í Bagdadbandalag- inu vopnum og fé en gáfu þeim sem utan þess stóðu, svo sem Egyptalandi, til kynna að þau yrðu látin sitja á hakan- um. Með þessu þóttust Vestur- veldin hafa fengið öflugt tang- arhald á stjórn Nassers í Egyptalandi. Eftir óstjórn Far- úks konungs var egypzki her- inn stórum ver búinn að vopn- um og að öllu leyti veikari en her hins fámenna Israels- ríkis. Tryggð hersins við Nass- er var undir því komin að honum tækist að útvega hon- um ný vopn. Stjórnirnar í vopn þegar önnur ríki á sömu slóðum fengju vopn annars- staðar frá. Öðru máli gegndi ef því yrði komið í kring á vegum SÞ eða með öðrum hætti að tekið skyldi fyrir alla vopnasölu. Sovétstjórnin myndi fúslega fallast á slíkt allsherjarbann. Þessi uppá- stunga setti Vesturveldin í nýjan vanda, sem ekki hef- ur verið ráðið fram úr enn. Bann við sölu vopna til land- anna við Miðjarðarhafsbotn væri einskis virði nema það Jnæði oinnig til ríkjanna í Bagdadbandalaginu, en e£ slíkt bann væri sett á myndl Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.