Þjóðviljinn - 10.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.05.1956, Blaðsíða 1
VILIINN Fimmtiidagur 10. maí 1956 — 21. árgangur — 105. tölublað 80832 1 Skrlfstofa Alþýðubandalagslffli í Hafuarstrœti 8 hefur nú feng« ið nýtt símanúmer til viðbótao við nr. 65G3 sem hún hafði áSS< ur. Er það númer 8 083 2. j Hefur Sambcmdið fengið 6,5 millj. kr. úr framlelðslusjóði? Almenningur skattlagður til þess eins að hægt sé að gefa með dilkakjöti til Bretlands! Eins og Þjó'ðviljinn skýi’öi frá í gær hafa útgeröarmenn og framleiðendur bátafisks ekki enn. fengið einn einasta eyri úr Framleiöslusjóði þeim sem var stofnaöur meö risa- álögrmum miklu s.l. vetur. En á sama tíma og þeir sem sérstaklega átti aö bjarga hafa ekki fengiö neitt, mun Samband íslenzkra samvinnufélaga hafa fengiö eina upp- hœöina af annarri úr pessum sjóöi, og munu þœr nú nema samtals 6V2 milljón króna. Eins og kunnugt er námu risaálögurnar miklu um 250 milljónum króna. Af þeim áttu um 100 milljónir að renna í rík- issjóð, en 152 milljónir átti Japaiti ræðir viA Búlganín f gær hófust í Moskva við- ræður milli Kono, landbúnaðar- og fiskveiðaráðherra Japana, og Búlganíns, forsætisráðherra Sov- étríkjanna. Var Kono sendur út af örkinni til að reyna að fá Sovétríkin til að slaka á höml- um á laxveiðum við austur- strönd Síberíu. Læknar rannsaka Eisenhower Bandaríkjaforseti skýrði fréttamönnum frá því í gær að hann yrði tekinn til gaumgæfilegrar skoðunar á her- sjúkrahúsi í Washington í dag. Skýrsia um skoðunina verður að líkindum birt á laugardaginn. Framleiðslusjóður að fá. Úr Framleiðslusjóði áttu 137 millj- ónir að renna til útgerðarinnar í ýmsum myndum, en 15 millj- ónir til landbúnaðar, einkanlega sem uppbætur á dilkakjöt sem flutt er til útlanda og selt þar á 9 kr. kílóið. Öunur svör Útgerðarmenn hafa fengið þvert nei þegar þeir hafa farið fram á fé úr Framleiðslusjóði samkvæmt lögum, og því hefur verið borið við að féð innheimj;- ist svo seint að engir peningar væru orðnir handbærir. Hins vegar hefur Þjóðviljinn fregnir af því að hið auðuga stórfyrir- tæki, Samband ísl. samvinnu- félaga, hafi fengið önnur svör þegar það hefur sótzt eftir fé úr sjóðnum til þess að standa straum af kjötútflutningi. Hafi sambandið a.m.k. þrívegis fengið stórupphæðir úr sjóðn- um og nemi þær samtals hálfri sjöundu milljón króna. Fjarstæðukennd bjargráð Fróðlegt væri að fá skýring- Alþýðubandalagið heldur fund á Skagaströnd nlí. sunnudag Kristján Gíslason Einar Olgeirsson -k Alþýðubandalagið heldur almenuan stjórnmálafund a Skagaströnd n.k. sunnudag, 13. maí, kl. 2 e.h. Á fundinum mæta Einar Olgeirsson alþingisnuiður og Kristján Gíslason fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins og flytja framsöguræður um stjórnmálaviðliorfið og alþingiskosningarnar. ★ Allir alþingiskjósendur eru velkomnir á fundinn, og er lieitið á Skagstrendinga og aðra Húnvetninga að fjölmenna. ar stjórnarvaldanna á því hvers vegna Sambandið nýtur ann- arra kjara en útvegsmenn í sambandi við þessi mál. Og ó- neitanlega mun almenningi finnast það einkennileg fjár- málastefna að hafa þegar orð- ið að greiða milljónatugi í hækkuðu vöruverði í því skyni einu að styrkja Samband ís- lenzkra samvinnufélaga, svo að það geti selt Bretum dilkakjöt á gjafverði, en hér verði fljót- lega kindakjötsskortur! Voru bjargráðin sannarlega nógu fjarstæðukennd fyrir þótt þetta bættist ekki við. Eden heifir að refsa þeim er sendu Crabb að njósna Sver fyrir að ríkisstjórnin hafi nokkuð vit- að um tiltækið Eden, forsætisráöherra Bretlands, játaði á þingi í gær aö froskmaöurinn Lionel Crabb heföi veriö aö njcsna um farkost Búlganíns og Krústjoffs þegar hann hvarf. Forsætisráðherrann neitaði að að með Búlganín og Krústjoff. svara fyrirspurnum Verka- mannaflokksþingmanna um hvarf Crabbs berum orðum, en auðskilið var, hvert hann var að fara. Neitar að leysa frá skjóðuuni. Brezka flotamálaráðuneytið hefur tilkynnt, að Crabb, sem var færasti froskmaður Bret- lands, muni hafa drukknað við köfun í höfninni í Portsmouth daginn eftir að sov.ézka beiti- skipið Ordsjonikidse kom þang- Franska stjórnin samþykk- ir kröfur landnema í Alsír Fær þeim vopn og lofar liðsauka Mollet, forsætisráöherra Frakklands, lét í gær undan kröfum franskra landnema í Alsír um að fá þeim vopn í hendur. Skýrt var frá því í París í gærkvöldi að Mollet forsætisráð- herra hefði fallizt á tillögu La- coste Alsírmálaráðherra um að fá frönskum landnemum vopn í hendur og mynda af þeim heimavarðlið. Hingað til hafa franskar stjórnir skirrzt við að vopna landnema sökum þess að óttazt hefur verið að þeir myndu koma fram af slíkum frunta- skap við Serki að ástandið í Al- sír myndi versna um allan helm- ing. hinu landshorninu. Réðust þeir á 40 þorp og búgarða í hér- aðinu Constantine nærrt landa- mærum Túnis. Nákvæmar frétt- ir af bardögunum þar höfðu ekki borizt í gærkvöldi. Eden fórust svo orð, að ríkis- stjórnin hefði ekki liaft minnstu vitneskju um það sem gert hefði verið í Portsmouth. Þeim sem á- byrgð bæru á atburðunum þar yrði refsað. Að öðru leyti teldi hann ekki samrýmast þjóðar- hagsmunum að láta uppi. við hvaða aðstæður talið væri að Crahb hefði beðið bana. Algerlega ófullnægjaudi. Gaitskell, foringi stjómar- andstöðunnar, lýsti yfir að hanu teldi ummæli Edens þau óviðun- anlegustu sem nokkur forsætis- ráðherra hefði haft fram að færa á þingi í slíku alvörumáli sem þessu. Hann hlyti að gera sér ljóst að blöðin myndu halda áfram að bollaleggja um málið. Skoraði Gaitskell á Eden að V segja berum orðum, hvort leyniþjónusta flotans hefði ver- ið að reyna að njósna um far- kost iRúlganíns og Krústjoffs meðan þeir voru í opinberri heimsókn í Bretlandi. Ekien svaraði, að þingheimur og þjóðin yrðu að draga sínar ályktanir af því sem hann hefði sagt og látið ósagt. Orð sín bæri að taka eins og þau væru töluð án allrar útleggingar. Liðsauka lofað Lacoste sat lengi dags í gær á fundi með Mollet. Eftir fund- inn sagði hann að bón sín um 50.000 manna Jiðsauka í viðbót við 330.000 manna herlið, sem fyrir er í Alsír, hefði verið veitt. í gær hertu skæruliðar í Alsír sóknina gegn Frökkum. Undan- farna daga hefur franska vara- Jiðið hópast til vesturhéraðanna milli Oran og landamæra Mar- okkó, sökum árása skæruliða á búgarða Frakka þar. í gær Jögðu skæruliðar til at.lögu á Karlamagnúsi veitt vernd Mikill viðbúnaður verður í vestúrþýzku borginni Aachen í dag til að hindra fyrirhugaðan mótmælafund flóttaíólks frá héruðum sem nú tilheyra Pól- landi gegn veitingu Karlamagn- ússverðlauna til Wiinstons Churchills. Hefur varalögreglu verið boðið út. Churchill er væntanlegur til Aachen í dag. Með kveðju 4r> r < frá íhaldi og Framsókn Appelsínur hækka um 70 af hundraói Þeir Gregory-frœndur í ríkisstjórninni halda á- fram aö senda almenningi kveöjur sínar. Vörurnar hœkka dag frá degi, milljónir á milljónir ofan eru teknar af almenningi til pess aö bjarga útgerö- inni — og pó liefur útgeröin ekki fengiÖ einn ein- asta eyri. Stórfelldasta hœkkunin síðustu dagana er sú aö appelsínukílóiö hefur hœkkað úr kr. 10,70 í kr. 18,00 — eða nœrri pví um 70%. Þeir Eysteinn og Ólafur Thors lögöu sem kunnugt er alveg sérstak- an okurskatt á ávexti og mun paö hafa veriö hitgs- aö sem sérleg vinarkveðja til barnanna í landinu. Almenningur hefur tœkifœri til pess í dumar aö kvitta fyrir pessa endalausu veröhœkkanir og eru íslendingar skaplausir menn ef ekki munar. œr- lega um pá kvittun. )

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.