Þjóðviljinn - 10.05.1956, Side 10
10) —ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 10. máí 1956
. . /
Hugmyndasamkeppni um umíerðarmál
krónur í verðlaun
Samvinnutryggingar efna hér með til almennrar hugmyndasam-
keppni og skulu þátttakendur svara spurningunni: Hvað er hœgt að
gera til að fœkka umferðaslysum og árekstrum og auka umferða-
menningu þjóðarinnar?
Svörin skulu vera mest 1000 orö og skulu felast í þeim hugmyndir
eöa tillögur, er aö efninu lúta svo og helzt einhver rökstuöningur fyrir
hugmyndunum. Því em engin takmörk sett, hvers e'ölis hugmyndir og
tillögur þessar mega vera, svo framarlega sem framkvæmd þeirra
mundi efla umferðarmenningu þjóöarinnar og draga úr umferðaslys-
um — og tjóni.
Öllum er heimil þátttaka í samkeppni þessari, hvort sem þeir eru
ungir eöa gamlir, hvort sem þeir hafa ökuréttindi eöa ekki. Undan-
skilin er aðeins dómnefndin og starfsfólk Samvinnutryggipga ásamt
heimilisfólki þessara aöila.
Tvenn verölaun veröa veitt fyrir beztu svörin við spurningunni,
fyrstu verölaun 7.000.00 krónur og önnur verölaun 3.000.00 krónur.
\
Þátttakendur skulu merkja svör sín með einhverju dulnefni, setja
síðan fiíllt nafn og heimilisfang í lokaö umslag, skrifa sarna dulnefni
utan á þaö og láta þaö fylgja meö svarinu. Svörin skal senda til Sam-
vinnutrygginga, Reykjavík, og merkja þau „Samkeppni“. Skulu þau
hafa verið póstlögö fyrir 10. júlí næstkomandi.
í dómnefnd eiga sæli:
Jón Ölafsson, framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga.
Ölafur Jónsson, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.
Guðbjartur Ölafsson, forseti Slysavarnafélags íslands.
Aron Guðbrandsson, stjórnarmaðnr Félags ísl. bifreiðaeigenda.
Bergsteinn Guðjónsson, form. Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils.
Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttarlögmaður.
Ölafur Kristjánsson, deildarstjóri Bifreiðadeildar
Samvinnutrygginga.
s^iwrvn pmiLnrm'w
Sambandshúsinu — Reykjavík
Ný sending
MARKAÐURiNN
Hafnarstræti 5
Þeim, sem sýndu mér vinsemd í tilefni fimm-
tugsafmœlis míns, sendi ég beztu þakkir og
kveðjur.
RAGNAR ÓLAFSSON.
Erlend tíðindi
Framh. af 6. síðu
bandalagið fljótlega veslast
upp. Ank þess er eitt ríki á
þessum slóðum, Tyrkland, í
Atlanzhafsbandalaginu, og
hætt er við að Tyrkir teldu
sig svikna ef Vesturveldin
hættu að selja þeim vopn. Sov-
étstjórnin gerir sér nú mikið
far um að vingast við Tyrk-
land og eyða gremjunni sem
sovézkar landakröfur rétt eft-
ir stríðslokin vöktu þar. Hafa
kröfurnar verið teknar form-
lega aftur og lýst yfir að þær
hafi verið óréttmætar. Vest-
urveldunum er mikið í mun
að hindr^ samdrátt með Sov-
étríkjunum og Tyrklandi.
JHkki eru horfur á að Vest-
urveldunum takist að standa
saman í þessu máli fremur en
öðrum sem nú eru efst á baugi.
Eftir fund A-bandalagsráðsins
í París um síðustu helgi rædd-
ust utanríkisráðherrarnir
Lloyd, Pineau og Dulles við
um vopnasölu til landanna við
Miðjarðarhafsbotn. Eftir fund-
in sagði Pineau fréttamönnum,
að franska stjórnin myndi
styðja sérhverja tillögu sem
fram kynni að korna um bann
við vopnasölu austur þangað.
Dulles. og Lloyd vörðust allra
frétta. Afstaða frönsku stjórn-
arinnar er eðlileg. Skæruher-
inn sem 330.000 manna fransk-
ur her á í höggi við í Alsír
nýtur töluverðs stuðnings frá
Egyptalandi. Bann við vopna-
sölu til landanna við Miðjarð-
arhafsbotn myndi því létta
nokkrum þunga af Frökkum.
Þar að auki hefur franska
stjórnin alltaf litið Bagdad-
bandalagið hornauga. Hún er
gröm yfir að vera ekki höfð
með í ráðum þegar bandalag-
TIL
LIGGUR LEIÐIN
ið var stofnað. Gruna Frakkar
Breta og Bandaríkjamenn um
að stefna að því að eyða því
litla sem eimir eftir af frönsk-
um ítökum þar um slóðir.
M.T.Ö..
^r>rr>rr<r<rrrrrvrrrj*rrrrrrrrrrc*rr
tmusieciis
si&uumaKraRðOii:
Minningarkortin ern til söla í
í skrifstofu Sósíalistaflokks-«
ins, Tjarnargötu 20; afgreiðslu \
Þjóðviljans; Bókabúð Kron;:
Bókabúð Máls og menningar,,
Skólavörðustíg 21; og í Bóka-«
verzlun Þorvaldar Bjarnason-
ar í Hafnarfirði.
’rrrrrrrrrrrrrrrr'rrrrrrrrrrv^JÍ
m
inn uujarSpi
-Jt'
olci