Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 1
bJÓÐVIUINN Sannuðagur 13. maí 1956 — 21. árgangur — 107. tölublaS 80832 Skrif stofá Alþýðubandalagsiaa f Hafnarstræti 8 hefur nú fengí lð nýtt símanúmer tíl viðbótsl við nr. 6563 sem hún hafðl ál» ur. Er þaS númer 80832. , ^ j Bretar óánægðir með f und Atlanzráðsins Frá hernaðarsjónarmiöi ei Kato bíekking, engin trú á „hina itýju steínu" Fréttaritari sænska blaðsins Götáborgs Handels- och Sjófarts-Tidning í London segir aö „árangur fundar Atlanzráðsins í París hafi valdiö vonbrigðum í London". Menn láti í ljós efa um að Atlanzbandalagið muni geta tekið frumkvæðið aftur í sínar hendur með því að taka upp nýja stefnu og markmið. Mikil aðsókn og ágætar undirtektir á íundi Alþýðubandalagsins Bildnda! Alþýðubandalagiö hélt almennan stjórnmálafund á Bíldudal í fyrrakvöid. Fundarhúsið var troðfullt og fengn framsögumenn hinar ágætustu undirtektir fundarmanna* Brezku blöðin voru yfirleitt sammála um að enginn raun- verulegur árangur hefði orðið 'af fundi Atlanzráðsins, þar sem Seggja átti grundvöll að nýrri stefnu bandalagsins, sem gæti bjargað því úr ógöngunum. Evening Standard sagði þann- ig, að hernaðarmáttur banda- 'iagsins væri nú blekking ein. Rússar vita hvernig í öllu ligg- UT, sagði blaðið, og það bezta sem nú getur komið fyrir, er að „vitringarnir þrír", utanrík- ísráðherrarnir Lange, Mart- ino og Pearson, geti ekki leyst af hendi það verkefni sem þeim var falið, að hressa upp á bandalagið. I»að er eins hægt aft brenna peningunum Evening Standard tekur svo djúpt í árinni að Bretar geti alveg eins brennt peningum sín- ura eins og að verja þeim í þágu Atlanzbandalagsins. Blaðið nefnir ýms dæmi um upplausnina í bandalaginu. Hvað sem Bretar geri á Kýpur, segir það, þá verður afleiðingin sú, að annaðhvort Grikkland eða Fjársöfminardag- or Krahbameins- Tyrkland fara úr bandalaginu og íslénöingar hafa lýst yfir að þeir vilji Bandaríkjaher úr landi. Rússar byrja ekki stríð Siðan segir blaðið: „Þið skul- uð ekki 'j.áta þetta skelfa ykkur, því að áður en Atlanzbandalag- ið kom til sögunnar og áður en við frömdum hið glæpsamlega athæfi að endurhervæða Þýzka- land, .voru ekki einu sihni til blekkingarvarnir gegn hínum rússnesku herdeildum og samt hreyfðu þær sig ekki úr spor- unum. Það er miklu ósenniiegra að þær geri það nú. Niðurstaðan er því sú: Köst- um ekki meira fé í hít Atlanz- bandalagsins, drögum heidur úr hernaðarútgjöldum og verjum fénu handa hinum vanyrktu löndum brezka samveldisins". Brynjólfur Bjarnason Féiagsheimili ÆFR vígt í dag Eins og sagt var frá í gær verður félagsheimili ÆFR vígt og opnað kl. 3 í dag. Við það tækifæri flytur Brynjólfur Bjarnason ræðu, Hannes Vig- fússon, formaður byggingar- nefndar, skýrir frá smíðinni; og formaður ÆFR, Adda Bára Sigfúsdóttir, flytur ávarp. Að lokum verður sameiginleg kaffidr'ykkja. Heitið er á alla Fylkingar- félaga að íjölmenna, enda ætti þeim að vera ljúft að skoða fyrsta félagsheimili sem þeir eignast. Framsögumenn á fundinum voru alþingismennirnir Hanni- bal Valdimarsson og Karl Guð- jónsson. Að framsöguræðum loknum tók Gísli Jónsson alþm. til máls, héldu þeir þrjár ræður hver á fundinum og fengu Hannibal og Karl hinar ágæt- ustu undirtektir fundarmanna. Fundarstjóri var Jónas As- mundsson oddviti. í gærkvöldi héldu þeir Hanni- gsms Krabbameinsfélag fslands hef- ur merkjasölu í dag, sunnudag, til ágóða fyrir starfsemi sína. Starfsemi féiagsins er nú orðin bæði fjölþætt og víðtæk, meðal annars mun félagið innan skamms koma á fót krabba- meinsleitarstöð í Reykjavík og hefja rannsóknir á lifnaðarhátt- ;um landsmanna með tilliti til orsaka krabbameins. pjlll! ndaríkjanna föeneral Motors loka verksmiðjum sínum, 200.Ö0Ö verkamenn missa atvimra sína í fyrradag tilkynnti stjórn General Motors, langstærstu bifreiðaverksmiðja Bandaríkjanna og mesta auðhrings í heimi, að hún hefði ákveðið að loka um óákveðinn tíma þeim verksmiöjum sínum, þar sem bifreiðar eru settar saman, og segja upp 200.000 verkamönnum, sem þar vinna. Fjórir AlþýSu- bandalagsfundir Alþýðubandalagið heldur tvo fundi á Norðurlandi í dag og tvo á Vesturlandi, í Stykkis- hólmi og á Flateyri Fundurinn á Skagaströnd hefst kl. 2 e.h., en fundurinn á Blönduósi kl, 9 að kvöldi. Fram- sögumenn á baðum fundunum verða Einar Olgeirsson alþm. og Kristján Gíslason fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins. Fundurinn i Stykkishólmi hefst kl. 3.30. Framsögumenn Al- þýðubandalagsins eru Alfreð- Gíslason læknir, Guðmundur-J. Guðmundsson verkamaður og frú Sigríður Hannesdóttir. bal og Karl fund á Þingeyri, eiS í dag halda þeir fund á F!ateyrí. Gils og Valdimar eiga í basli á Austurlandi ] Tveir Þjóðvarnarleiðtogar. Gíla og Valdimar, hafa verið á aðra viku á ferðalagi um Múlasýslur í leit að frambjóðendum fyrir flokk sinn. Hefur leitin gengið illa og einkum reynzt örðugt að koma saman framboði í Suður-Múla- sýslu, en þar munu þeir hafa reynt við 40—50 manns úr öll- um flokkum. Þeir félagar hafa mest haldíð til i sveitum en forðast (þétt- býli. Vertíðin frekar rýrenvoriðgott Seifossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans Vertíðinni hér austan fjalls er nú að verða lokið -og hefur hún reynzt frekar rýr, all- miklu lakari en undanfarin ár. Jörð er farin að grænka, enda er hér vor og blíða að heita má hvern einasta dag. Þetta er síðasta. dæmið um þá miklu erfiðleika, sem bifreiða- iðnaður Bandaríkjanna hefur átt við að stríða á undanförn- um mánuðum. Markaður fyrir bíla í Bandaríkjunum hefur far- ið stöðugt mínnkandi að undan- förnu og er nú framleiðendum orðið ljóst. að engin von er til þess lengur, að þeir geti selt Rannveig komst í 3. sœtið! Verður prófkosning hjá Framsóknar- mönnum í Reykjavík? A fundi fulltrúaráðs Fram- séknarfélaganna í Reykjavík í ftrrakvöld var saraþykkt að Rannveig Þorsteinsdóttir skuli skipa þriðja sætið á lista Hræðslubandalagsins í Reykja- vik. . f þetta sæti höfðu einnig kom- ið til mála Þórarinn Þórarinsson ritstjóri, Þórður Björnsson bæj- arfulltrúi og Kristján Eldjárn. Stóð aðalbaráttan um Rannveigu og Þórarin, og varð Rannveig ofaná sem fyrr segir. Enn munu þó mikil átök um framboðið og er ekki talið ólík- legt að fiokksforustan efni til prófkosningar um það, hvrða Framsóknarmaður skuli prýða þriðja sætið. jafn mikíð af framleiðslu sinni í ár og í fyrra, sem var metár í sögu bandaríska bílaiðnaðar- ins. Þeir höfðu vonað í lengstu lög að sölutregðan stafaði af slæmu veðurfari í^Bandaríkjun- um í vetur og vor, eh nú þegar sumarveður er komið um allt landið i en markaðshorf ur haf a ekki batnað að neinu ráði, hafa þeir neyðzt til að draga stór- lega úr framleiðslunni. „Efnahagslegir veðurhauar" Þau sömu fyrirtæki sem framleiða bíia, framleiða einnig mikinn hluta landbúnaðarvéla. Þar er sömu sögu að segja, sala þeirra kemst ekki í hálf- kvisti við söluna í fyrra. Rannsókn sem Nevv York Tímes lét gera leiddi í ljós,,að sala nýrra bíla í Ba.ndaríkjun- um hefur minnkað um allt að 50% síðan í fyrra, en sala land- búnaðarvéla um 50—80%. Framhald á 5. síðu. Frá skrifstofu Al- þýðubandalagsins KOSNINGASJÓÐUR: Allir stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins eru beðnir að hafa samband við skrifstof- urnar og taka hefti til söfnunar. Alþýðan ber uppi kostn- aðinn við kosningabaráttu Alþýðubandalagsins. KÖNNUN ARHEFTI: þýðubandalagsins. eru afhent á skrifstofum Al- UTANKJÖRSTAÐAATKVÆ1>AGREIÐSLA: hefst 27. maí n.k. Gefið skrifstofum Aiþýðubandalagsins upplýs- ingar um stuðningsmenn Alþýðubandalagsins, sem dvelja f jarri lögheimilum sínum, hvar sem er á landinu og sömu ]eiðis þá er dvelja utan lands. KJÖRSKRÁR: af öllu landinu liggja frammi í skrifstof- um Alþýðubandalagsins. Kærufrestur er til 3. júní n.k. Athugið hvort þið eruð á kjörskrá. SKRIFSTOFUR Alþýðubandalagsins eru: Hafnarstræti 8 (framkvæmdastjórn, afgreiðsla títsýn- ar, kosningasjóður, kjörskrá yfir Reykjavík, aðrar upp- lýaingar um kosningamar) simar 656S og 80832. Tjariuxrgata 20 (utankjörBtaðaatkvæðagreiðsla, upp- lýsingar um kjörskrár á ölltl landinu, kosningasjóður, spjaldskrárvinna, könjiun o.fl.) sími 7511. Vinniö aS sígii Alþýðubandal&gsins 3! Hvert framlag i kosnmgasjódmn eykur sigurmöguleíka AlþýSubandalagsi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.