Þjóðviljinn - 16.05.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.05.1956, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. mai 1956 /J(e$ansjáiumínvfncl (Jousteaus klaul actal (tmðlaunm á Canuesháiíúiimi Isíðustu viku var út- hlutað verðlaunum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakkiandi. Að- alverðlaun hátíðarinnar, Grand Prix verðlaunin, hlaut íranska heimildar- kvikmyndin „Le Monde du Silence“ (Þagnar- . heimur). Mynd þessi er tekin undir stjórn Coust- eaus sjóliðsforingja að langmestu leyti neðan- sjávar og í hafrannsókna- skipinu „Calypso“ aust- ast á Miðjarðarhafi, í Rauðahafi og á Indlands- hafi. Gefur hún glögga mynd af iífi sjávardýra á þessum slóðum. Sovézki leikstjórinn Serge Jutkevitsj hlaut verðlaun fyrir beztu leik- stjórnina í myndirini „Othello“, en sérstök verðlaun voru veitt franSkri mynd, sem gerð var undir stjórn Henri Georges Ciouzot og' nefn- ist „Picasso-ævintýrið“. Randaríska leikkonan Susan Hayward hlaut verðlaun fyrir beztan leik í kvenhlutverki í myridinni „I’ll cry To- morrow“, (Ég græt á morgun), en þar leikur hún unga konu, sem orð- ið hefur ofdrykkjunni að bráð. Sænska myndin „Bros sumarnæturinnar“, sem oft hefur verið minnzt á í þessum þáttum, var verðlaunuð sem bezta gamanmyndin; einnig hlaut indversk heimildar- kvikmynd „Faðir Pan- • chali“ verðlaun. I síðasta kvikmynda- þætti var getið tveggja mynda, sem hætta varð sýningum á í Cannes vegna mótmæla opin- berra stjórnarvalda. Nú er hægt að bæta enn einni myndinni við: Finnska kvikmyndin „Ó- þekkti hemaðurinn“ var * 'Æ jf i ¥' |f|p ■ Mmm. Cousteau, höfuodur vei-öíaunamyndarinnai- „Þagnarheimuru. dregin til baka, en sýna átti hana einhvern síð- ustu daga hátíðarinnar. Ástæðan mun vera sú, að forstöðumenn hátíðar- innar féllust aðeins á að> sýna hana einu sinni í stað tvisvar eins og’ venj- an mun vera. Auk verðiaunamynd- anna sem áður er getið, má nefna tvær myndir sem athygli hafa vakið í Cannes, bandarísku myndina „Maðurinn í gráu flónelsfötunum" en í henni leikur Gregory Peck aðalhlutverkið og ítölsku myndina „Járn- brautarstarfsmaðurinn.“ Gamanmynd iiííi olympíuleiki London Films kvik- myndafélagið hefur nú sent frá sér nýja gamanmynd, sem fjallar um olympíuleiki og er að nokkru leyti látin gerast í Meibourne í Ástralíu, en þar eiga næstu leikir að fara fram sem kunn- ugt er í nóvember n.k. Ein aðalpersónan í mynd- ir.ni er kvenkúluvarpari, Dani að þjóðemi. Sagt er að Englendingar hafi leitað danskrar leikkonu, sem farið gæti með hlut- verkið, durum og dyngj- um, en elcki fundið neina sem haft hefði líkams- burði kúluvarpara. Loks völdu þeir unga, ástr- alska leikkonu, Doris Goddard að nafni, til að leika hlutverkið. A s.l. árí voru alís fullgerðar 15 kvikmyndír í Tékkóslóvakíu. Meðal beirra var gamansöm œvintýramynd, sem nefnist „Hljóð- pípuleikarinn“ 03 gerð er eftir kunnu tékknesku leikriti. Ijóshærð, 21 árs gömul í ieikkona, hefur vak- ið á sér athygli í París. Simone Bach heitir hún og hefur leikið nokkur minniháttar hlutverk 1 í frönskum kvikmyndum. Hún er sögð ætla til Þýzkalands bráðlega, þar sem hún’ hefur í hyggju ,að líta í kirkjubækur til að ganga úr skugga um að tónskáldið mikla, Jo- han Sebastian Bach, hafi í rauninni verið einn af forfeðrum hennar. Dreyer gerir mynd um ævi Jesús Iengi hefur Carl Th. I Dreyer, danski leik- stjórinn sem m. a. gerði hinar frægu kvikmyndir Píslarsögu Jóhönnu frá Örk (1928), Dag reiðinn- ar (1944) og Orðið (1954), alið þann draum með sér, að stjórna gerð myndar um ævi Krists. Nú er þessi draumur kvikmyndasnillingsins að rætast fyrir tilstuðlan Bandaríkjamanna, sem greiða munu kostnað við myndatökuna. Sá k’ostn- að verður áreiðaniega mikiil, því að myndin verður tekin með Cin- ema-Scope-aðferðinni í ísrael og er gert ráð fyr- ir að ekki verði unnt að ljúka myndatökunni á einu ári. Fjögur tungu- mál verða töluð í mynd- inrii: hebreska, gríska, arameíska og latína. Leikendurnir verða að sjálfsögðu fjölmargir, þekktir og óþekktir. Að- albækistöðvar þeirra í Landinu helga verða við Genesaret, Betlehem og Jerúsalem, og þar verða öll heiztu atriði myndar- innar tekin. Hugmynd sína um - mynd þessa fékk Dreyer fyrst á stríðsárunum, .þegar Danmörk var her- ApíÖ 1928 stjóinaði Carl Th. Droycp töku myndarinnar um píslarsögu Jóhönnu frá Örk. Sú mynd er í hópi mestu listaverka böglu kvikmyndanna og það var hún sem lagði grundvöllinn að frægð Dreyers. IVIyndin er af IVIaríu Palconettir sem lék a3- alhiutverkiS í kvikmyndinni, heiiaga Jóhönnu. setin af Þjóðverjum — honum fannst hlutskipti Dana þá líkt og Gyðinga fyrir 2000 árum, nazist- ainir voru hinir róm- versku yfirboðarar. Við gerð myndarinnar mun Ðreyer ekki fara troðnar slóðir manna eins og Cecil B. De Milie eða annarra sem gert hafa myndir biblíulegs efnis, hann leggur meiri - á- herzlu á hinn þjóðfélags- lega og pólitíska bak- grunn. Þess má geta að lok- um, að uppistaða tónhst- arinnar í myndinni verða ýms lög sem s.ungin voru á dögum Krists þar aust- ur frá og enn þann dag í dag lifa á vörum fólks- ins. Pólskar teikni- myndir Fram til ársins 1955 höfðu aðeins verið fullgerðar um 20 teikni- myndir í Póilandi, en nú e.’ ætlunin að auka þehn- an þátt kvikmyndaiðnað- arins mjög á næstunni. Verður eins og áður lögð mest áherzla á gerð mynda fyrir börn og ung- linga og efni þeirra sótt í dýralífið. PÓSTINUM hafa borizt nokkr- ar kvartanir út af því hve samsöngur S.V.Í.R. á föstu- dagskvöldið hafi verið á ó- heppilegum tíma. En söngur- inn átti að hefjast kl. 7, ein- ! mitt á þeim tíma, sem hjá flestum er matmálstími, og i auk þess vinna margir til kl. I 7.15, og áf þeim ástæðum ' var útilokað að þeir gætu sótt söngskemmtun þessa. ! Vafalaust hafa margir, sem ! annars hefðu gjarnan viljað 1 liiusta á sönginn, örðið að hætta við jiao vegna þess á 1 hve óheppilegum tíma hann fór fram. Er leitt að þannig : skyldi tii takast, og vonandi •! reyna forráðamenn S.V.Í.R. að i sjá svo um, að það endurtaki ' sig ekki. Samsöngur SVÍR — Óheppilegur tími fyrir söng- skemmtun — Óhentugir strætisvagnar — Orðsend- ing til (íHlustanda" f □ ÞÁ ER hér bréf frá „stræt- isvagnafarþega: — „Bæjar- póstur sæll! Viltu vekja at- hj'gli forráðamanna Landleiða li.f, á því, að það er mjög hagalegt fyrir farþega á leið- inni Reykjavík — Kópavogur að fá vagna með aðeins ein- um dyrum. Sætin meðfram báðum hliðum vagnanna eru ' ætluð ifyrir tvo, og gangur- inn á milli þeirra mjög þröng- ! ur; og þar sem farþegar eru oftast miklu fleiri en svo að þeir komist í sætin, verða þeir að standa í þessum þrönga _4 ^fangi, Og þegar bæði sætin og gangurinn milli þeirra eru orðin troðfull af fólki, getur verið býsna erfitt fyrir fólk, sem er aftast í vagninum að komast út. Það verður að troðast fram eftir endilöngum ganginum, sem er svo mjór, að slíkt hlýtur að orsaka á- troðning á þeim farþegum, sem þar standa. Og þótt það fólk, sem fyrir átroðningnum verður, taki því yfirleitt vel og reyni sem bezt það getur að hliðra til fyrir þeim, sem þurfa að troða sér út úr vagn- inum, þá er þetta eigi að síð- ur mjög óheppilegt fyrirkomu- lag á fólksflutningavagni, sem a. m. k. í sumum ferðum er yfirfullur af fólki.“ — Mér þykir trúlegt, að Landleiðir h.f. hafi orðið að taka vagn með einum dyrum (framdyr- um) í notkun út úr neyð, en það er eins og bréfritari seg- ir, mjög slæmt að vagnarnir séu ekki með dyrum aftan við miðjan vagninn líka. — Hér er svo að lokum stutt orð- sending til „Hlustanda."- Það er regla hjá okkur í Póstin- um að birta ekki næfnlaus bréf, a. m. k. ekki, ef þau innihalda harorða gagnrýni á menn eða málefni. Þar af leið- andi getum við ekki birt bréf þitt að svo stöddu. Auk þess hefði bréfið þurft að vera læsilegar skrifað. UQtJðlGCÚS 5i6íiRmaKroK^im Minningarkortin ern til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Tjarnargötu 20; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skóiavörðustíg 21; og í Bóka- verzlun Þorvaldar Bjarnason- ar í HafnarfirðL Enskar kápur Mikið úrval MARKAÐURINN Hafnarstrœti 5 * •■MHN i Náuðungaruppboð sem auglýst vair í 14., 16. og 17. tbl. Lögbirtinga- blaö’sins 1956 á m.s. Sigríöi R.E. 269, eign Skapta Jónssonar, fer fram eftir kröfu Kmtjáns Eiríksson- ar hdl., og Fiskveiöasjóðs íslands um borö í skipinu í Reykjavíkurhöfn, miövikudaginn 23. maí 1956, kl. 10.30 árdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.