Þjóðviljinn - 16.05.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.05.1956, Blaðsíða 5
Miðvikudag'ur 16. maí 1956 -4- ÞJÓÐVILJINN -cr- (5 K j arnorkuvopnum mót- mælt í Noregi og Svíþjóð Stíflugaröar þeir og varnargaröar sem byggðir hafa veriö í Kína á undanförnum áxum til aö beizla hin miklu fljót eru meöál mestu mannvirkja þessarar aldar, og beizlun hins illrcemda Hvaj-fljóts mun œvinlega veröa munuö í kínverskri sögu. Hér á myndinni sést örlítill partur af stíflugaröinum við Fútseling-uppistööuna í Hvajfljóti. Sovézk blöð deila um við- búnaðinn fyrir stríðið Deila er risin milli tveggja blaöa, sem landvamaráöu- neyti Sovétríkjanna gefur út, um viðbúnáö' landsins gegn árás hinna þýzku herja sumarið 1941. Annað þeirx-a, Kauða stjarn- an, sagði í síðustu viku, að stað- hæfingar um að Sovétríkin hafi verið óviðbúin árás Þjóðverja í júní 1941 séu með öllu tilhæfu- lausar. Hitt blaðið, Herkallariim, hafði 25. apríl birt grein, þar sem sagt var að skortur á við- búnaði hefði orsakað hið mikla mannfall, undanhaldið og ó- sigrana í upphafi styrjaldarinn- ar. líauða stjarnan segir, að Her- kallarinn hafi komið fram með ásakanir sínar í skjóli árása á manndýrkunina. Grein blaðsins hafi gert of lítið úr baráttu sovétþjóðanna og rauða hersins í striðinu. Síðan segir; „Hinar alröngu og skaölegu staðhæfingar geta aðeins vakið undrun og kviða. Kommúnista- flokkurinn og miðstjórn hans höfðu þegar löngu fvrir stríðið gert ráð fvrir. að -hið fasistíska Þýzkaland mvndi fvrr eða síðar ráðast á Sovétríkin, og gerðu nauðsynlegar ráðstafanir til a.ð hrinda árásinni. Hin mikla og öra þróun þungaiðnaðarins fvr- ir stríð gerði kleift að láta her okkar og flota fá rétt fyrir stríðið vígbúnað og vonn’, sem voru með mestu ágætum á mæli kvarða þess tíma. Flokkuiinn og ríkisstjómin lögðu fram mikinn skerf vi’ð uppbyggingu og þjálf- ins un hersins“, segir blaðið. Allt er „Rhssiimi ú kenna Sœnskt blað kynnir Jón úr Vör Sænsku samvinnufélögin bjóða árlega islenzkum rithöfundi til dvalar í Vár Gárd skammt frá Stokkhólmi. Jón úr Vör skáld er nú í Svíþjóð í slíku boði. I síðustu viku birtist við- tal við hann með myndum á fremstu síðu Stokkhólmsblaðs- Morgon-Tidningen. Jón skýrir þaf frá að hann sé að vinna að safni þýðinga sænskra ljóða frá fjórða tugi aldarinnar. Hið sænska blað skýrir frá því að kvæði eftir Jón hafi ver- ið þýdd á sænsku og muni birt- ast bráðlega. Norska stjórnin hefur fengið bréf frá 24 koinnum mönnum og konum, sem skora á hana að beita sér fyrir aðgerðum til að draga úr kjarnorkuhætt- unni. Meðal þeirra sem bréfið undirrita eru rithöfundarnir Hans Heiberg, Sigurd Evens- mo, Alex Brinchmann, Johan Borgen, Terje Vesaas, Inge Krokann og Helge Krog, leik- konurnar Agnes Mowinekel, Gerda Ring og Tordis Maur- stad og prófessorarnir Gutonn Gjessing og Ilarald Olfstad. 140 aðrir menn og konur hafa lýst sig fylgjandi áskor- uninni, en í brðfinu er komizt svo að orði, að þeir sem undir það rita líti með vaxandi ugg : á framleiðslu æ öflugri og hættulegri kjarnoi'kuvopna. Vís- indamenn virðist vera á einu máli um, að tortíming bíði okk- ar allra, ef þessi vopn verði notuð og því er skorað á norsku stjórnina: 1. að beina því til annarra ríkisstjórna, bæði í austri og vestri, að þær hætti tilraunum með þess háttar vopn og eyð' þeirri hættu -sem okkur stafar af þeim, 2. að leyfa ekki að slíkum vopnum verði hleypt inn í land okkar eða fengin í hendur her okkar. Yfirlýst ákvörðun um slíkt myndi gera okkur hægara um vik þegar við beinum því til annarra ríkisstjórna að hætt verði við alla smíði kjarn- orkuvopna og allar tilraunir með þau. Kvennasamtök sænskra sósí- aldemókrata samþykktu á þingi sínu í Stokkhólmi í síðustu viku ályktun, þar sem þeirri hug- mynd var eindregið mótmælt. að sænski herinn fái kjarn- orkuvopn í hendur. Singapore Framliald af 1. síðu. setu Breta. Herstöð þeirra gerði þuð að verkum að borginni vær-i bráð hætta búin ef til styrj- aldar kæmi og hún skerti sjálf- stæði þeirra á friðartímum. Boð brezku stjórnarinnar kallar Marshall „jólabúðing í arseniksósu“. Kvað hann mála- lokin í London myndu verða vatn á myllu kommúnista í Singapore. Brezka stjórnin hefði með afstöðu sinni áunnið sér fjandskap allra þjóðhollra Singaporebúa. Ole Björn Kraft, fyrrv. utan ríkisráðherra Danmerkur og til skamms tíma foi-maður danska íhaldsflokksins, kennir það „Rússum,“ að Alþingi lýsti yfir þeim vilja sínum, að bandaríski herinn færi héðan úr landi. Hann sagði í ræðu um daginn : „Ég held að Rússar noti Norðurlönd sem prófstein á hin nýju herbrögð sín, og sem kunnugt er hefur þeim heppn- azt þau vel i einu landi, Islandi, þar sem þeir notuðu sér ástand- ið sem skapaðist, þegar Eng- lendingar lokuðu fyrir innflutn- j ing á íslenzkum fiski. Rússar buðust til að kaupa i staðinn og notuðu samtimis tækifærið til fjárfestingar á íslandi. Þetta skapaði þau viðhorf, sem urðu til þess að íslendingar hafa óskað eftir að Bandaríkjamenn fari burt úr Keflavíkurherstöð- inni“. Kraft lét einnig liggja orð að því, að „Rússar“ hefðu staðið að baki hinna miklu verkfalla í Danmörku á dögunum og sagði umbúðalaust, að Róttæki flokk- urinn danski, borgaraflokkur sem frá upphafi hefui' verið andvígur aðild Dana að Atlanz- bandalaginu, ræki erindi „Rúss- lands“ í Danmörku. SÞruhku sig á s$úhrahÚ8 Þrír ungir Danir voru lagðir inn á sjúkrahús í Landamæra- bænum Flensborg i siðustu viku. Þeir voru liver um sig með eina koníaksflösku meðferðis frá Þýzkaiandi. Neituðu þeir að greiða tcli af vínföngunum og tóku þann kost að tæma hver sína flösku en varð miður gott aí. aras a í umræðitm um-Kýpur á b.rezka þinginu í fyrradag sögðu marg- íhaldsþingmenn og Verka- ír mannaflokksþingmaðurinn Pag- et að Tyrkir myndu fara með ófriði á hendur bandamönnum sínum Grikkjum ef horfur væru á að Kýpur myndi sameinast Grikklandi. Fjórir fimmtu Kýp- urbúa eru grískir. Lennox-Boyd nýlendumála- ráðherra hafnaði uppástungu um að Kýpurmálið yrði lagt fyrir A-ba.ndalagið eða Evrópu- ráðið. Kvað hann af því myndi hljótast að annað hvort Grikk- land eða Tyrkland yfirgæifu þess- ar stofnanir, en það myndi hafa mjög alvarlegar . afleiðingar fyrir Vesturveldin. Flóttasagan - tilbúningíir Lögreglau i Austurríki hefui tilkynnt að saga ungs Ungverja,- sem þóttist hafa ekið dráttarvé'. yfir lándaroærin frá Ungverja- landi þrátt fyrir skothríð úr vél- byssum landamæravarða. sé uppspuni frá rótum. Maður þessi, Friedrich Hamm- er), kom írá Ungvcrjalandi til- Austurrikis í janúar í vetur eins og hver annar ferðamaður. Hélt hann síðan til Múnciien í Vest- ur-Þýzkaiandi. Honum gel;k ille. að fá .vinnu og var í fjárþröng, HéLt hann þvi tii Austurríkis og fundu bændur hann þar ná- iægt ungversku landaraærunum. Hann kvaðst hafa ætlað að brjótast yfir landamær-in. með- tveim mönnum öðrum en þcir hefðu verið skotnir til baia. Einnig sagðist hann hafa þekkf bróður sinn í flokki skotmann- anna. f Saga Hammerl birtist undir stórum fy-rirsögnum í austur- rískum blöðum og fréttaritara!? sendu hana út urn allan heirn, Lögreglan tók að rannsaka mál- ið og þá fundust engm dráttar- véiarför yfir landamærin og enginn nærlendis iiafði heyrt skothríð. Þegar Hammer! var bent á þet.ta játaði hann að sag& sín væri tilbúningur. Hann cti- aði sér að græða £é á að 'át- ast vera ofsóttur flóttamaðuv. íbúum jarðar fjölgar ört — eru orðnir 2652 mi íbúum jarðarinnar fjölgaði örar fyrri helming þessa ára- tugs en nokkru sinni áður, og reyndust árið 1954 vera orðnir 2652 milljónir, þar af rúmur helmingur, eða 1400 milljónir, í Asíu. í Evrópu búa 404 milljón- ir, í Norður- og Suður-Ameríku 357 milljónir, 210 milljónir í Afríku og 14,4 milljónir á Ky rraha f ss væðinu. Kína er enn fjölmennasta ríki veraldar, þar bjuggu árið' um sig. 1954 582 milljónir, siðan kem- ur Indland með 377 milijónir, þá Sovétríkin með 214 milljónir og Bandaríkin með 162 milljón- ir. I Japan búa 88 milljónir, Indónesíu 81 milljón og Pakist- an 80 milljónir. íbúum Asíu fjölgar um 21 milljón á ári hverju, íbúum Suður-Ameríku um 4 milljónir, og íbúum Norður-Ameríku, Sov- étríkjanna, Evrópu og Afriku um 3 milljónir í hverjum hluta Dulles argur ' Framhald af 1. síðu. étstjórnin vildi búa sem bezt í haginn fyrir viðræðurnar við þé Mollet og Pineau. Bandaríkin fældta ekki Dulles, utam’íkisráðlien'a, Bandaríkjanna, hafði hinsvegar allt á hornum sér í gær, þegar fréttamenn spurðu hann uns fækkunina í sovézka hernum, Hann kvað Bandarikjast.onv: alls ekki hafa 1 hyggju að fy'.gja. dæmi sovétstjómarinnar og; fækka Bandarikjamönnum u.idf ir vopnum. Dulles kvaðst álíta að fa kk-> unin um 1.2 milljónir í hernunjj hefði engin teljandi áhrif á hernaðarmátt Sovétríkjanna. Ai$ sínu áliti væri hún til ko.mim vegna þess að skortur væri á, mannafla í iðnaði og landbún- aði Sovétríkjanna. Fréttamaður spurði, hvors réttmæ.tt væri að draga af þcssuj þá ályktun að Dulles hefði ver» ið kærara að Sovétríkin hefði* þemian mannafla áfi’am undio vopnum. Utaiiríkisráðherramai svaraði, að hann vildi heldur að þessi fjöldi stæði á verði a ieð> vopn í hönd en að han.n i eri: iiiní verksmiðjur til að fram* leiða kjarnorkusprengjur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.