Þjóðviljinn - 30.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.05.1956, Blaðsíða 1
ÐVILJ Miðvikudagiir 30. maí 1956 — 21. árgangur — 119. tölublað Veitlð aðstoð! Stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins eru beðnir að koma f sjálfboðaliðsvinnu í skrifstofó' Alþýðubandalagsins Tjarnarg. 20 þegar þeir hafa tíma. Skrif- stofan er opin frá kl. 10-12 f,h.t 1-7 e.h. og 8-10 e.h. alla dagá' fram að kosningum. Hin nána samstada íhalds* ins og Hræðsluhandalagsins Illífa livorir öðrum og hafa samstöðu í ýitisuin iiiikilvægusÉii máluni þjóðarimiar Það' er nú augljóst hverjum manni aö hið nánasta sam- band hefur veriö milli Sjálfstæöisflokksins og Hræðslu- bandalagsins í öllum undirbúningi Alþingiskosninganna í sumar, og var samstaöan kórónuð með afgreiðslunni á landslistamáli Hræðslubandalagsins. Einnig hafa birzt hin nánustu tengsl Sjálfstæöisflokksins og Hræðslubanda- lagsins í ýmsum mikilvægustu málum þjóöarmnar, svo sem hernámsmálunum og landhelgismálinu. Aðdragandi kosninganna hefur verið mjög skýr og lærdómsrík- ur, og hver kjósandi þarf að gera sér grein fyrir honum. 1 Alþýðusamband íslands skor- *• aði á vinstri flokkana að hafa samvinnu í kosningnmun til J»ess að brjóta á bak aftur ©furvald íhaldsins. Slík sam- vinna hefði m. a. haft þau á- hrif að allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í kaupstöðunum utan Keykjavíkur hefðu fallið, því þeir hafa verulegan mintii- hluta atkvseða á bak við sig á hverjum stað. En forustumenn Hræðslubandaiagsins neituðu þessum kostum — þeir vildu ekki leggja til raunverulegrar atiögu við íhaldið og vinna kjördæmi af því. S% 1 staðinn bjuggu Hræðslu- "• bandalagsmenn til þá kosn- ingabrellu að skiptast á atkvæð- um í kosningunum. Tilgangur- inn með henni er sá að fá mun fleiri uppbótarþingmenn en bandalagið á rétt á. Þá þing- menn á að taka frá Alþýðu- bandalaginu, því Sjálfstæðis- flokkurinn hafði ekki einn ein- asta uppbótarþingmann í síðustu kosningum. f stað baráttu við ihaldið kemur þannig innbyrðis togstreita andstöðuflokka ihalds- ins um uppbótarsætin og ætlun- in er sú að Alþýðubandalagið fái mun færri þingsæti en það á rétt á samkvæmt k.iósenda- fjölda. O íhaldið kærir kosninga- **• brellu Hræðslubandalags- ins fyrir landskjörstjórn til þess að hafa sem bezt tök á bandamönnuni sínum. Síð- an er samið um það milli Eysteins, Gylfa og Bjarna Ben. að kæran skuli ekki hafa fram- gang, og fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í landskjörstjórn skipt- ast svo á um það að fella kæru Sjálfstæðisflokksins! i Þessi viðskipti eru keypt því verði að Hræðslubanda- lagið myndi hægri stjórn með ihaldinu þegar að kosningum loknum. Eftir þeirri stjórn bíður hagfræðingaálit það sem samið var að tilhlutan stjórnarflokk- anna sameiginlega og felur í sér stórfellda gengislækkun og kaup- bincUngu. Þar er að finna hina sameiginJegu kosningastefnuskrá íhaldsins og Hræðslubandalags- ins, hvað svo sem reynt er að karpa í blöðum og á fundum fyrir kosningar. H álii ernamsmaim í sambandi við þessar stað- reyndir má minna á hina sér- stæðu samstöðu íhaldsins og Hræðslubandalagsins í hernáms- málunum. Enda þótt meira en tveir mánuðir séu liðnir síðan Alþingi samþykkti ályktun sína um endurskoðun hernámssamn- ingsins og brottför hersins hefur ríkisstjórnin ekki enn sent Bandaríkjastjórn eða ráði Norð- uratlanzhafsbandalagsins neina formlega tilkynningu um málið. Ástæðan er leynisamningur í- haldsins og Hræðslubandalagsins um að gera ekkert raunverulegt í málinu fyrir kosningar í von um að hægt sé að komast hjé því að gera nokkuð að kosning- um loknum. Og svo leyfa þessir flokkar sér að stunda innbyrð- is deilur í blöðum um 'afstöðu sína. Landhelgismálin I landhelgismálunum er einnig um að ræða algera samstöðu íhaldsins og Hræðslubandalags- ins. Undir stjórn Kristins Guð- mundssonar, utanríkismálaráð- herra Framsóknar, hafa íhalds- maðurinn Kjartan Thors og Al- þýðuflokksmaðurinn Jón Axel Pétursson stundað samninga- makk sitt við brezka útgerðar- menn. Þetta samningamakk er nú komið á það stig að ísfisk- sölur til Bretlands eiga að hefj- ast að kosningum loknum. Þessi viðskipti eru keypt því verði að fellt var að afgreiða nokkra til- lögu um stækkun landhelginnar á síðasta þingi, og stóðu stjórn- arflokkarnir einhuga að því. Allir vita að ísfisksölur til Bret- lands jafngilda stórfelldu gjald- eyristjóni og minnkandi atvinnu og eínnig hitt að thorsararnir hirða milliliðagróða af öllum viðskiptum togaranna í Bret- landi. Gróði thorsaranna er eina Framhald á 11. síðu Áskorun til stuðningsmanna Alþýðubandalagsins Stuöningsmenn Alpýöubandalagsins, hvar sem er á landinu, eru hvattir til að gefa kosningaskrif- stofum Alþýdubandalagsins upplýsingar um alla þá kjósendur, sem verða fjarri lögheimilum sínum á kjördegi. Styðjið ennfremur aö því persónulega að fólk sem þiö þekkið og verður fjarverandi á kjör- dag greiði atkvœði sem allra fyrst. Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins. Bandariskur stórnjósnari strýkur me$ leyniskjöl Hefur flett ofan af njósnakerfi í Austur- Þýzkalandi Grotewohl, forsætisráðherra Austur-Þýzkalands, skýrði: írá því á þingl í gær að fyrir skömmu hefði háttsettur starfsmaöur bandarísku leyniþjónustunnar strokiö til" Austur-Þýzkalands með mikiö af leyniskjölum l'iá hús- bændum sínum. Grotewohl sagði, að upplýs- ingarnar í hinum bandarísku leyniskjölum hefðu orðið til þess að tekizt hefði að fletta ofan af víðtæku kerfi njósnara og skemmdarverkamanna, sem unnið hefðu eftir fyrirskipunum frá bandarísku leyniþjónustunni. Hefðu yfir 140 menn þegar ver- ið handteknir og þó myndu ekki öll kurl komin til grafar. Forsætisráðherr-ann kvaðst vilja geta þessa sem dæmis um, að ekki veitti af að vcra vel á verði gagnvart undirróðri er- lendra aðila. Þó hefði ríkis- stjórnin talið sér fært að náða nokkur þús. fanga, sem dsrnidir hafa verið fyrir minniháttar af- brot. Grotewohl gerði rílcisstjórn Framhald á 12. síðu. Verkalýðsflokkur Kýpur mótmælir ofbeldisverkum Skorar á Breta að hætta aítbkum og láta Makarios lausan Verkalýðsflokkur Kýpur skoraði í gær á Breta og sam-1 tök hægrisinnaðra Kýpurbúa»að láta af ofbeldisverkum. í desember í vetur bannaði brezki landstjórinn. á Kýpur vérkalýðsflokkinn AKEL og lét varpa 125 íorustumönnum hans í fangabúðir. Bretar kalla AKEL kommúnistaflokk. í gær var útbýtt á laun í Nicosia, höfuðborg Kýpur, flug- ritum frá fiokknum, þar sem skorað er á brezku nýiendu- stjórnina og EOKA, leynisamtök hægrisinnaðra Grikkja á Kýpur, að láta af ofbeldisverkum svo að hægt verði að leysa deiluna um framtíð Kýpur á lýðræðislegan hátt. AKEL krefst þess að Kýp- urbúar fái að ráða sjálfir, hvort þeir sameinast Grikklandi. í flugritunum er þess krafizt að brezka nýlendustjórnin af- nemi hernaðarástandið á Kýpur, láti póiitíska fanga lausa, flytji Makarios erkibiskup heim úr út- legð og hætti að taka Kýpur- búa af lífi. í gær kom enn til átaka milli Grikkja og Tyrkja nálægt Nico- sia. Lögðu Tyrkir eld í verk- smiðju og búgarð. Eðvarð Sigurðsson AðalfundurÆFR lialdinn í kvöld Eins og' áður hefur verið sagt frá verður aðalfundur Æskur iýðsfylkingarinnar í Reykjavík haldinn í kvöld í Tjarnargötu 20, og' hefst hann kl. 9 stund- víslega. Á fundinum fara fram venju- leg aðalfundarstörf: formaður flytvir skýrslu um starfið á liðnu starfsái'i, reikningar lesnir og skýrðir, kosin ný stjórn o. s. frv. En að loknum aðalfunciar- störfum ílytur 4. maður á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík, Eðvarð Sigurðsson, ræðu um stjórnmálaviðhorfið og kosning- arnar. Heitið er á Fylkingarfélaga að mæta vel og stundvíslega. Aimælissöfnun Þjóðviljans Hver vill vinna fyrir för á heims- mót æskunnar 1957? Hafin er söfnun áskrifenda að Þjóðviljanum í tilefni af tvítugsafmæÚ biaðsins í haust, eins og skýrt var frá fyrir nokkrum dijgum. Fyrri kafli söfnunarinnar stend- ur til 24. júní og er markið að afla 350 áskrifenda fyrir þann tíma. Nú hefur verið ákveðið að aðalverðlaun afmælissöfn- unarinnar verði för á heimsmót æskunnar á sumri komanda, 1957. Verður skýrt frá þyí einhvern næstu daga hvernig þeirri vt'rðlaunaveitingu verður hagað. Auk aðalverðlauna verða ííóð aukaverðlaun. Látum engan dag líða án þess að afla Þjóðviljanum á- skrifenda! Verk hvers eins verður létt ef allir vinir Þjóðviljans leggjast á eitt. Tilkynnið nýja áskrifendur í síma 7500, afgreiðslu blaðsins, Skólavörðustíg 19, eða skrifstofu Sósíalistafélags Eeykjavíkur, Tjarnargötu 20. Ailír sem vilja mnm að sigri Alþýðubandalagsins þurfa að faka söfnunargögo ;«>#'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.