Þjóðviljinn - 07.06.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.06.1956, Blaðsíða 6
<J5) — ÞJÓÐVILJINÍÍ — Fimmtiidagur 7. júní 1056 ———— ÞlðÐVILJINH Útgefandí: Sameiningarflokkur alpýOu — SósíaMstaflokkurinn íhaldið óttast fólkið Björn Sigtryggsson á Brún r "jVTú er íhaldið hrætt“. ^ Margir hafa veitt því at- hygli, að viðræður manna í ■ Reykjavík . um kosningabar- áttuna hef jast á þessari setn- ingu eða svipaðri, sama efn- is. Og mönnum ber saman um að ótti íhaldsins við kosninga- úrslit að þessu sinni sé ekki vegna atkvæðaverzlunar ihræðslubandalagsins, það tel- ur sig enn eiga þann aðgang ' að Eysteini Jónssyni og Vil- ■ hjálmi Þór að samningar um mýja afturhaldsstjórn muni ! ekki verða neitt örðugir, nema • eitthvað gerist nýtt í þessum ikosningum sem úrslitaáhrif • ihafi. ! fitti íhaldsins í þessum kosn- . ingum er ótti við fólkið ! Ejálft, ótti við kjósendurna 1 sem halda á hinu hárbeitta vopni kjörseðilsins einn sunnu- - dag að 17 dögum liðn- ium. Það hefur vakið nagandi kviða íhaldsforkólfanna að ! irúnaðarmenn þess segja þá ískyggilegu sögu frá vinnu- stöðvum og heimilum í Reykja- vík, að fjöldi fólks sem hing- sð til hefur tekið gildan á- róður íhaldsins og kosið Sjálf- etæðisflokkinn, virðist nú jafnstaðráðið í þvi að verja ætkvæði sínu öðru vísi. Sumir þessara ,,trúnaðannanna“ sem eiga að gæta nokkurs hluta • ikjósenda, hver um sig, eru svo miður sín, eða dauftrúaðir ejálfir að þeir tala opinskátt ium þessa örðugleika í starfi sínu við menn annarra flokka. 1 '17'öld íhaldsins byggjast ein- - * mitt á því, að fólk hugsi ekki sjálft um þjóðmálin, hugsi ekki skýrt um afleið- ingar þess að greiða Sjáif- stæðisflokknum atkvæði, muni skammt hvernig sá flokkur - hefur misnotað trúnað fólks- 1 ins. En það er ekki hægt að eilífu að blekkja fólk svo, að ' fyrir kosningar sé svarið og svarið en eftir kosningar all- - ir svardagar rofnir. Það er svo - skammt síðan Ólafur Thors og aðrir forsprakkar Sjálfstæðis- fiokksins sóru og sóru að hér ' skyldu aldrei verða herstöðvar á friðartímum, að það hefur á- reiðanlega vakið ugg hjá þeim fáu sjómönnum, sem kynnu að hafa treyst Thorsurunum í ■ landhelgismálinu, að heyra ein- raitt Ólaf Thors sverja og - sárt við leggja á sjómanna- daginn um heiiindi sín í þessu - raáli, játandi í öðru orðinu ' undanhaldið. / /ítti Sjálfstæðisflokksins svo- • ” nefnda við fólkið í þessum - kosningum er ekki ástæðulaus. - Foringjarnir finna að einmitt nú hefur margur kjósandi fyr- - irhugað þeim ráðningu, vegna , misgerða þeirra gagnvart fólk- . inu á undanförnum árum. Þeir . finna líka að fordæmingin á - Bandarikjaþjónustu íhaldsins er orðin svo almenn, að hún 1 mær langt inn í Sjálfstæðis- flokkinn og var Bjarna Ben. skipað að skrifa bækling í skyndi til að reyna að verja gerðir sínar og flokltsins í því máli. Mun þeim skrifum ekki sízt ætlað að sannfæra flokks- menn og fylgjendur sem blöskrað hefur afstaða flokks- ins, er ekki getur þýtt annað en yfirlýsing um vilja flokks- ins til ævarandi bandarískra herstöðva á Islandi. T andhelgismálið ætlar einnig að verða Sjálfstæðisflokkn um þungt í skauti við þessar kosningar. Forsprökkum flokksins er ljóst, að í því máli er Thorsurunum vantreyst, ekki einungis’ af stjórnmála- andstæðingum heldur langt, langt inn í raðir flokksmanna hans og fylgjenda. Þjóðviljinn hefur áður minnzt á það ein- kennilega atvik, að þegar Morgunblaðið sagði 20. apríl s.I. á áberandi hátt frá makki Kjartans Thors og Jóns Axels við brezka togaraeigendur, var svo að sjá að fellt hefði verið úr greininni frásögn af viðræðunum um landhelgismál- ið. Fyrirsögn fréttarinnar var „Rætt um landhelgismálið í París“. Var engu líkara en glejmzt hefði að breyta fyrir- sögninni til samræmis við það sem hollt þótti að íslenzkir les- endur fengju um þetta makk að vita — fyrir kosningar. Hafa blöð Sjálfstæðisflokks- ins enga skýringu getið á þess- ari dularfullu fyrirsögn, og mun birting hennar og skömm ustUleg þögnin um þá upp- Ijóstrun eitt með öðru verða til að auka á tortryggnina til Thorsaranna í því máli, og var þó nóg fyrir. Ein er sú uppspretta óttans við fólkið, að það muni ekki hafa gleymt hinum blygðunarlausu álögum Sjálf- stæðisflokksins og Framsólm- ar sem lagðar voru á í vetur, og Ólafur Thors og Eysteinn Jónsson eru innilega sam- mála um að eigi einungis að vera til bráðabirgða, forsmekk- ur þeirra „óvinsælu ráðstaf- ana“ sem þeir samsektar- kumpánarnir ætla að dengja á þjóðina, ef þeir hafa vald til að loknum kosningum: Geng- islækkun og kaupbindingu. Til- raunir rhaldsins að flýja með kosningabaráttuna burt frá þjóðfélagsvandamálum ís- lendinga til viðfangsefna ann- arra þjóða hafa aldrei mistek- izt jafnherfilega og nú. f^talin er þó aðalorsök þess ” að ihaldið er uggandi um sinn hag: Stofnun Alþýðu- bandalagsins og sú vakning nýrrar vonar sem þau stjórn- málasamtök hafa valdið. Fjöldi alþýðu manna sem fundið hef- ur sárt til ^undrungar kraft- anna, finnur nú nýtt afl fær- ast í alþýðusamtökin, og geng- ur fús til þess að efla hinn nýja flokk með afli sínu, með atkvæði sínu og starfi. Þann 28. marz sl. lézt í sjúkrahúsi Húsavíkur Björn Sigtryggsson fyrrum bóndi á Brún í Reykjadal, nær 67 ára að aldri. Hann var fæddur að Hallbjarnarstöðum í Reykja- dal, í). maí 1889. Björn var sonur hjónanna Sigtryggs Helgasonar og Helgu Jónsdóttur, er bæði voru af þekktum þingeyskum ættum — bjuggu rausnarbúi að Hall- bjarnarstöðum fyrir og eftir síðustu aldamót. Þau voru mik- ilsmetin og virt af samtíð sinni. Sigtryggur var líka meira en góður bóndi, hann átti mikið við kennslu, var vel sjálfmenntaður — og hafði í æsku numið danska og þýzka tungu, og má segja að hann hafi verið aðalkennari þeirrar æsku, er rann sitt skeið rétt fyrir síðustu aldamót. Sigtrygg- ur var einnig mjög hljómvís — og tók gjarnan fiðluna sína af veggnum eftir langan og erfiðan vinnudag, til að skemmta konu sinni og börn- unum sem urðu 9 að tölu — og hlutu mörg þeirra hljómvís- ina í vöggugjöf — og þar á meðal Bjöm, sem var þeirra elztur. Ekki er að efa það, að snemma hafa hæfileikar Björns Sigtryggssonar gert vart við sig. Enda líka elztur 9 systkina og getur maður gert sér í hugarlund, að strax á barnsaldri hafi hann fengið ríka ábyrgðartilfinningu gagn- vart systkinum sínum — og verið sjálfkjörinn foringi þeirra í leik og starfi. Vart var Björn tvítugur að aldri, er hann var kjörinn formaður ungmennafélags sveitarinnar, „Eflingar“ og i stjórn sam- bands þingeyskra ungmenna- félaga. Kom þá þegar fram hversu einarðlega hann gekk að málefnum í þágu samtak- anna, og lét mikið að sér kveða — ekki sízt í trjáræktarmálum. Þó nóg væri að starfa í föður- garði, gaf Björn sér tíma til skólamenntunar, hann braut- skráðist búfræðingur frá Hól- um í Hjaltadal 1910, 21 árs að aldri. — Fjórum árum síðar kvæntist hann Elínu Tómas- dóttur frá Stafni í Reykjadal. Hófu þau fyrst búskap á Hall- bjarnarstöðum, og kom fljótt í ljós hversu forsjáll og iiarðger bóndi Björn var. Hann hafði ekki lengi búið á móti föður sínum, er hann fór að ganga upp á heiðarbrúnina sunnan og ofan við Hallbjarnarstaðabæ- inn, og fór að brjóta og rækta land — með slíkum krafti að til var tekið. — 1 4 ár braut hann þarna land, byggði fjárhús og bæ, og í fardögum árið 1919 tók hann sig upp frá Hallbjarnarstöðum með konu sína og tvo syni — og bauð þeim að ganga í kóngs- ríkið — bæ landnemans, er hann nefndi Brún. — Og ekki trúi ég öðru en ættingjar og sveitungar hafi verið stolt- ir af landnema sínum þann dag. Þó Björn og Elín væru kom- in úr dalbotninum upp á heið- arbrún, var ekki um langa langa hvíld að ræða, því búið stækkaði með hverju ári enda aldrei. ætlunin að reka kot- buskap, til þess var Björn ekki Minningarorð fæddur. Og þó landneminn hefði ekki vélar til að létta undir, varð Brún samt á fáum árum ein af stærstu jörðum sveitarinnar. — Einnig fjölgaði börnunum í bænum. — Björn og Elín eignuðust 6 börn, 5 syni og eina dóttur. Elztur er Teitur, núverandi bóndi á Björn Sigtryggsson. Brún, giftur Elínu Aradóttur frá Grýtubakka. Næstur var Ingvar. Hann fékk berkla í hné innan fermingaraldurs, var talsvert fatlaður upp frá því. Hann er sá glæsilegasti ungur maður, sem ég hef kynnzt; hann var ljós yfirlitum, með bjartan og fallegan svip. Hann fór skólaveginn og nam efna- fræði i Svíþjóð. Þaðan kom hann fullur áhuga og víðsýni, gerðist kennari við Mennta- skóla Akureyrar. Hann giftist Guðnýju Steingrímsdóttur frá Akufeyri. Ingvar varð ekki langlífur, berklarnir tóku sig upp, hann lézt að Kristsnesi 1949. — Og féll þar ein feg- ursta eik sem Reykjadalur hefur alið. Þriðja í aldursröð ■ var Helga, en hún dó aðeins 16 ára áð aldri 1935. Var það mikið áfall fyrir Brúnaheimili. Næstur var Hróar, sem nú er kennari við Samvinnuskólann að Bifröst. Hann er kvæntur Ingibjörgu Sigurðardó+tur frá Úthlíð í Biskupstungum. 5. í röðinni var Svavar, er vann lengst af heima að búi foreldra. sinna, var einnig bílstjóri um skeið. Svavar lézt fyrir þrem- ur árum, hann var karlmenni og harðger maður, en fremur fálátur við fyrstu kynni, en traustur þeim, sem hann þekktu. Yngstur barnanna er Gestur. Hann er forstöðumað- ur drykkjumannahælisins að Úlfarsá í Mosfellssveit. Giftur Öldu Berg frá Akureyri. Það þarf varla að hafa orð á því hversu erfitt verk það var á fyrsta fjórðungi þessar- ar aldara ð byggja nýbýli. Þá var ekkert lán að fá — og erfitt með alla aðd.ræ.tti. , — Og það var heldur ekki talið neitt meðalmannsverk, . það þurfti meira en miðlunga til þess. Bjöm var líka áræðinn og ekki gjarn á að hvika frá því starfi né máli, er hann hóf. Það voru heldur ekki mörg ár liðin frá því hann kom að Brún, er sveitungar hans og sýslungar fóru að veita honum forsjá ýmissa mála Hann var í stjórn Kaupfélags Þingeyinga 1920—1926 og for- maður stjórnarinnar í 10 ár. Sýslunefndarmaður 1919—1947. Framhald á 10. síðu Styðor Morgunblaðið murðákænnr Croíts Bakers á íslendiuga? í gœr reynir Morgunblaðið. að réttlœta pá ! furðulegu afstöðu Ólafs Thors aö veita Bretum undanpágu frá búlkunarreglum í íslenzkri land- helgi og ber pað fyrir sig að hér sé um að rœða slysavarnaráðstöfun. Þetta er nákvœmlega sama röksemdin og forsprakki brezkra útgerðarmanna Croft Baker var með, pegar hann ásakaði íslend- inga fyrir að bera ábyrgð á dauða 40 brezkra sjó- manna sem drukknuðu er tveir tognrar fórust á Halamiðum. Hann sagði að landhelgisreglur ís- lendinga vœru svo strangar að togararnir liefðu ekki fengið að leita vars og af pví hefði hlotizt petta hörmulega slys. Þessi ásökun er einhver ódrengilegasti rógur sem frum hefur verið borinn um íslendinga. Það hefur atiðvitað aldrei komið fyrir og kemur aldrei fyrir að reglum um landhelgisbrot sé beitt við menn sem eru að flýja undan sjávarháska. Þetta vita allir sjómenn, innlendir sem erlendir, og brezkir sjómenn allra manna bezt. En Croft Baker hélt engu að síður áfram rógs- iðu sinni, og hann var svo ósvífinn að bera fram kröfu við Kjartan Thors og félaga hans um und- anpágur frá landhélgisreglunum með pessum sið- lausa rökstuöningi. Og svo undarlega bregður við að Ólafur Thors — sem pó póttist á sínum tíma ákaflega sár yfir hinum lítilmannlegu ásök- unum — gerist bandamaður Crofts Bakers. Eru pví engin takmörk sett hversu lágt sá maður getur lotið pegar milliliðahagsmunirnir í Bret- landi eru annars vegar?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.