Þjóðviljinn - 07.06.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.06.1956, Blaðsíða 7
 Fimmtudaguf 7. júní I95tí - ÞJÓÐVILJINN— (7,a ^ Hmir „kurteisu“ vinvr Sjálfstœ&isflokksins marséra á land í Keflavík 7. maí 1951. Hin gagnkvæma kurteisi Eitt dæmi af ótal, sem lýsir ] þingræðisást íhalds og Fram- sóknar eru svikin gagnvart samþykktum Alþingis, sem ] koma fram í því, að tilkynna ekki réttum aðilum ályktun Alþingis um brottför hersins, héðan sJ. vetur. Nú er það al- 'i kunna, að ríki eða ríkisstjórn- ir taka yfirleitt ekki til yfir-' vegunar né afgreiðslu orðsend- , ingu annarrar ríkisstjómar, varðandi milliríkjamál, fyrr en sú orðsending hefir borizt þeim eftir réttum diplómatisk- 'um leiðum. Hliðstæðar ákvarð- anir, sem berast á blaða- og íréttaskotspónum einum, er ekki venja að ríkisstjórnir taki til meðferðar, Fréttin um viljayfirlýsingu Alþingis hefir eingöngu bor- izt Bandaríkjastjórn og Atlanz- hafsráði sem útvarps- og blaða- frétt, aldrei sem formleg ís- lenzk stjórnartilkynning. Þess-' vegna þurfti engum til hugar að koma, að þessir aðilar hefð- ust neitt óvenjulegt að í her- setumálinu — í alvöru. En þá kemur þetta skringi- lega fyrir, að þótt svona sé í pottinn búið, gripur herstjórn- in ameríska til mótatgerða og þeirra næsta kostulegra. Hún leyfir eða lætur blöð sín full- yrða, að á íslandi sé allt falt lyrir dollara. Hitt viðbragðið er það, að láta tilkynna, að þvínær öllum „varnaraðgerð- um“ á íslandi skuli hætt, vegna yfirlýsingar Alþingis, sem aldrei hafði verið send réttum aðilum eftir formlegum leiðum. Blað Kristins Guðmundsson- ar, Tíminn, rak upp stór augu, íannst —að vonum — tiltækið furðulegt, þar sem utanrikis- ráðherra hafði svikizt um að inna af hendi þá bláberu skyldu að tilkynna yfirlýsingu þingsins vestur. En Morgun- blaðið, sem finnur í hverri ákvörðun Bandaríkjastjórnar, varðandi ísland, hinn eðla til- gang Kanans, var ekki lengi að sjá hina réttu skýringu á til- tæki herstjórnarinnar í Kefla- vík og í Washington. Morgun- biaðið sagði að Kaninn felldi niður flest varnarliðsverk á Kefiavíkurflugvelli og í öðrurn herstöðvum sínum hér af ein- skærri kurteisi við íslendinga, og þá eflaust fyrst og fremst við nýja og gamla hemámsand- stæðinga hérlendis. Herstjóm Bandaríkjanna hefði frétt — að vísu á skotspónum — um viljayfirlýsingu Alþingis. Og þeir bregða við nær samstund- is og tilkynna íslenzku þjóð- inni niðurfellingu mestallrar „vamar“-vinnunnar á íslandi, Nú ber að hafa það vel í huga, sem æðstu ráðamenn Bandaríkjanna hafa sífellt básúnað út um heiminn í sam- bandi við þýðingu íslands sem herstöðvar. Allt frá æðstu mönnum þessa ríkis, forseta, utanríkisráðherra, voldugustu hershöfðingjum og niður í ó- teljandi hemaðarundirtyllur, hefir þeirri áróðursspýju verið linnulaust þeyst út yfir ver- öldina, að fsland væri einn mikilsverðasti hlekkurinn i vörnum vestrænna þjóða, gegn siyfirvofandi ógnun Rússa úr austri. Dag eftir dag er okkur sagt, að ísland megi fyrir enga muni missast úr útvirkjabelt- inu. Þá sé voðinn vís Vestur- Evrópu allri og svo Bandaríkj- unum. Hér verði að halda á- fram hervirkjagerð stanzlaust. Svo heyra Bandaríkjamenn allt í einu þann blaða- og út- varpsorðróm, að Alþingi ís- lendinga óski eftir uppsögn hersamningsins. Þeim var ekk- ert tilkynnt um slíkt formlega héðan að heiman, þótt þingleg skylda væri. Nei, en þess þarf ekki með. Dulles lætur herfor- ingja sína í Keflavík gefa út boðskap um, að niður skuli felld hin iífsnauðsynlega varn- arvinna, sem er brjóstvörn Evrópu og Vesturheims að þeirra dómi. Það er hætt við hervarnir. Skarð i útvirkjamúr- inn er opnað, voðanum boðið heim. Vestur-Evrópa látin standa opin. Ameríka þrumir hættunni ofurseld, virkjakeðj- an rofin. Ovininum boðið heim. Og vegna hvers er öllum þess- um ósköpum fórnað allt í einu? Lifi íslendinga, (og það er nú kannski ekki svo mikils virði), tilveru Frakka, Breta, Banda- ríkjanna og alls hins vestræna heims. Hvað mundi valda því- líkum býsnum? Úr þessari ægi- legu spurningu leysir Mbl. á sinn venjulega vitra og ljósa hátt. Bandaríkjamenn gera þetta fyrir kurteisis sakir. Þetta segir Morgunblaðið 19. maí s.l. Svona er málið einfalt. Og hverjum er sýnd þessi dæmalausa kurteisi? íslenzkum sósialistum fyrst og fremst. Þá Þjóðvarnarmönnum og síðan Hræðslubandalaginu — öllum nema aumingja Sjálfstæðis- mönnum, sem barizt höfðu af öllum mætti gegn þeirri álykt- un Alþingis, að vísa hernum á brott. Sjálfsagt mun ýmsum finn- ast, að mikið hafi ríkisstjórn Bandaríkjanna farið fram í háttvísi frá því t. d. 1945, er henni láðist sú kurteisi að standa við skýlaust loforð for- seta síns og hverfa brott af fs- landi með her sinn. Eða síðan utanríkisráðherra þeirra lofaði því hátíðlega og í embættis- nafni, að á íslandi skyldi aldrei þurfa að vera her á friðartím- um, — og sveik svo allt, eins og öllum er kunnugt. En fleiri hafa nú gerzt kurt- eisir en herstjórn Bandaríkj- anna. „Sjálfstæðis“-forkólfarn- ir hafa og sýnt ekki minni kurteisi. Þeir bjóða ættjörð sína til sölu undir erlenda dáta. Móðurjörð nefnum við ættjörð okkar. En að selja móðurjörð sína undir erlenda dáta, fyrir peninga, er sú teg- und kurteisi, sem mun nær eða algert einsdæmi í víðri veröld. Og það, sem hér liggur í aug- um uppi, er, að kui-teisi Kan- ans er uppgerð ein, fals, áróð- ursbragð, sem enginn tekur al- varleg'a, en Mbl. greip til i full- komnum rökþrotum. Hins veg- ar virðist sala sjáifstæðisins, ættjarðarinnar, beinlínis helzta stefnumál ,.Sjálfstæðis“-for- kólfanna fyrir þessar kosning- ar. Svo djúp er spillingin eftir hersetuna þegar orðin að þeirra dómi og vonum, þeir vilja í þessu sem öðru sanna kenningu blaðanna þar 'vestra: Það er ekkert til á íslandi, sem ekki fæst fyrir bandaríska dollara. Þú, kjósandi, átt að svara þessari fullyrðingu 24. júní næstkomandi. Hvaða svar stendur geði þínu næst? Sveitamaður. ®—------------------------—- Ráð til að losna úr A-bandalaginu Hræðslubandalagið með Ey- stein og Harald á oddinum, hefur marg lýst yfir því, að ekki komi til mála að vinna með sósíalistum. Þó veit al- þjóð að þessir sömu menn komu bljúgir til formanns Sósíalistaflokksins og báðu hann að lyfta. sér upp í ráðherrastólana og sjá svo um að þeir yltu ekki úr þeim. Eysteinn og Haraldur eru ákafir A-bandalagsmenn. Nú telur hinn gamli íhaldshöfð- ingji Churchill þar komið, að bjóða beri Rússum þátttöku í Atlanzbandalaginu. Verði úr því, hljóta Eysteinn og Haraldur — komist þeir í ráðherrastólana — að leggja til hið bráðasta að Island segi sig úr A-bandalaginu. Ekki kemur til mála að þeir vinni eitt eða neitt með sjálf- um erkióvininum. Kannski þessi tillaga Churchills gamla verði nú til þess að losa okkur úr her- bandalaginu. — Þeir standa auðvitað við orð sín eins og jafnan, Eysteinn og Haraldur. Eiga ísfendingar að kasta á glæ 280 miffiónum kr. af pófitisku ofstæki? Morgunblaðið skrifar nú dag eftir dag um landhelgismálin og sýna ritsmíðamar að ihald- inu er mjög órótt; það finnur áfellisdóm þjóðarinnar hvila þungt á sér, Lengi vel fann það enga skýringu á hinum mikla áhuga thorsaranna á því að selja óverkaðan fisk til Bretlands — enda er þar um að ræða annarlega milliliða- hagsmuni sem ekki þola dags- ins ljós. En í gær rökstyður það þessa viðskiptastefnu með stjómmálaástæðum og segir: „Kommúnistar vilja ekki sátt og samlyndi hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Slíkt er ekki rússneskur málstaður. Og það er heldur ekki rússneskur mál- staður að íslenzkur fiskur sé seldur til Bretlands. Upptaka slíkra viðskipta kynni að hafa í för með sér minni sölur til Rússlands og annarra austan- járntjaldsla.nda.“ Þarna kom þá röksemdin: íslendingar eiga að miða fisksölu sína við það hverjar em stjórnmálaskoðanir þeirra manna sem éta fiskinn! Varla eru margir íslending- ar sem aðhyllast vilja slík sjón- arrnið i afurðasölumálum. Þó gleyma menn ekki einni stað- reynd í sambandi við afurða- sölumálin: Bretar hófu löndun- arbannið i því skyni að reyna að neyða íslendinga til að falla frá fyrstu aðgerð sinni í land- helgismálum, fjögurra mílna landhelginni, til þess að reyna að kúga okkur og svelta til hlýðni. Ástæðan til þess að það svívirðilega tilræði mistókst var að íslendingum buðust hin- ir beztu markaðir í Sovétríkj- unum og öðrum Austurevrópu- ríkjum. Sú staðreynd réð úr- slitum um sigurinn í viðureign- inni við Breta, og því gleyma íslendingar ekki, hverjar skoð- anir sem þeir kunna svo að hafa á stjórnarfari þessara viðskiptaþjóða. Slika atburði má nefna við- skiptastjórnmál; hins vegar hlýtur sú afstaða Morgunblaðs- ins að flokkast undir ofstæki og geðveiki að ekki megi selja mönnum fisk ef þeir eru kommúnistar. Venjulegt heil- brigt fólk hefur auðvitað þá afstöðu að við seljum afurðir okkar þar sem hagkvæmast er og béztir kostir bjóðast. Og þá lenda ísfisksölur til Bret-<* lands neðst á blaði. Ef afli tog- ara er fullunninn hér heima nemur gjaldeyrisverðmætið á ári 11—12 milljónum króna. Stundi sami togari ísfisksölur í Bretlandi nemur gjaldeyris- verðmætið 4—5 milljónum króna. í togaraflotanum ís- lenzka er 41 skip, þannig að ísfiskveiðar flotans alls rnunu hafa af þjóðinni um 280 millj- ónir króna á ári. Það er þannig rökstuðningur Morgunblaðsins að fslendingar eigi að kasta frá sér 280 millj- ónum króna í erlendum gjald- eyri — og herða sultarólina sem því svarar með atvinnu- leysi og allsherjar vöruskorti —- af einu saman pólitísku of- stæki. Sú skýring verður ekki tekin gild, jafnvel þótt Morg- unblaðið eigi í hlut — en blað- inu bjóðast auðsjáanlega ekki góðir kostir þegar reynt er að dylja hina annarlegu milliliða- hagsmuni thorsaranna í sam- bandi við isfisksölur í Bret- landi. Að horfast í augu við veruleikaun Það erstundum erfitt að horf- ast í augu við veruleikann, enda hefur Þjóðvörn forðast mjög að boða til stjórnmála- funda. Þó gerði hún tilraun í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Þegar fundurinn átti að hefjast kl. 9 var enginn kominn. Skömmu seinna kom 30 manna hópur úr Reykjavík og dreifði sér um húsið. Smátt og smátt tíndust svo inn um 20 Hafnfirðingar — flestir til þess að athuga hversu fátt væri á fundinum. Héldu Þjóðvarnarforsprakkarnir síðan ræður sínar yfir meira en hálf- tómu húsi, og voru áheyrendur ámóta tómiátir og auðu bekk- irnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.