Þjóðviljinn - 07.06.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.06.1956, Blaðsíða 10
gMBBseee! 10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. júni 1956 Björn Sigtryggsson á Brain Framhald af 6. síðu. Form. héraðsnefndar Kreppu- lánasjóðs í 1 ár. í stjórn Spari- sjóðs K.Þ. mörg ár. f stjórn Sjúkrahúss Húsavíkur nokkur ár. Oddviti Reykdælahrepps í 16 ár. Gjaldkeri Húsmæðraskól- ans að Laugum allmörg ár. í stjórn búnaðarfélaganna og í mörgum nefndum öðrum í sveit og sýslu og iengi í stjórn Framsóknarfélags Suðurþing- eyjarsýslu. Af þessu má sjá' hve mikið traust Björn á Brún hafði og hversu hann var hlað- inn störfum auk bústarfa. Eg sem þetta rita var aðeins 8 ára þegar ég sá Bjöm fyrst og vakti hann strax athygli mína. Það er ekki heldur of- sagt, að það var tekið eftir Birni, það gerði hið karlmann- lega og trausta útlit hans og sú snyrtimennska sem ein- kenndi alla hans framkomu, sem einnig hlýtur að mark- ast af hinum sálræna búskap. Eg var eitt sinn á ferðalagi með Birni, og vorum við fjórir saman. Vorum við að fara með sauðfé til niðurlags og fórum hægt yfir. Veðrið var gott þessa tvo daga og skapið var eftir því, enda bar á góma sitt ef hverju, meðal annars innan- sveitarmál og almenn stjórn- mál, og langt var frá því, að við værum allir sammála. Og á þessum tveimur dögum varð ég þess vissulega var hve odd- vitinn okkar, Bjöm, gat verið gamansamur og léttur I lund, og ég hef ekki haft skemmti- legri ferðafélaga. Björn mun hafa haldið sinni traustu lúnd og karlmennsku til æviloka þrátt fyrir áföllin, sem hann varð fyrir að missa börn sín þrjú í blóma lífsins og Elínu konu sína, sinn trausta föru- naut, þremur árum áður en hann sjálfur kvaddi. í þau 25 ár, sem ég var sveitungi Björns á Brún kom það alloft fyrir að ég sat fundi, þar sem ég heyrði Björn leita málum fylgis. Hann var ekki hraðmælskur, en talaði skipu- lega og fylgdi máli sínu vel eftir hvort sem um var að ræða sókn eða vörn. Þó mun ekki örgrannt um, jafnvel í hópi þeirra, er töldu sig já- bræður hans á stjórnmálasvið- inu, að þeim hafi þótt hann nokkuð harður í horn að taka, ef marka má skrif í „I’íman- um“ nú nýverið. Að mínum dómi var Björn mjög dreng- lyndur maður sem ábyggilega vildi ekki troða mannorð og æru af nokkrum manni. Hitt er það að hann barðist hart fyrir því máli sem hann áleit að ætti rétt á sér og var þá sama hver í hlut átti. Björn var frábitinn 'öilu því er kall- ast undirferii og baktjalda- makk. Og Björn var einn af þeim, sem ekki vildi selja sjálf- stæði lands vors. Það kann ef til viil, ein- hverjum að virðast, að bera í bakkafuilan iækinn, að bæta við það sem búið er að skrifa um Björn, en ég hef mínar ástæður fyrir því, þó ekki sé nema að þakka góð kynni, góð- ar viðtökur hjá þeim land- námshjónum. Svo og fyrir auð- sýnda ræktarsemi af Björns hálfu í minn garð, ekki sízt eftir að ég fór úr héraði. Einn- ig er það engin goðgá, að ein- íiver af yngri samtíðarmönnum Björns úr Reykjadal minnist hans einmitt nú, er hann hefur haft ábýlaskipti, fiutt sig frá Brún inn í bókles sögunnar. Þetta og fleira varð til þess, að ég fór fram á ritvöllinn.. Gísli T. Guðmuiulsson. 130verzlaniríFé- lagi matvónikanp- manna Á aðalfundi Félags matvöru- kaupmanna, sem haldinn var 30. maí s.l., var stjórnin öll endur- kosin, en hana skipa: Gústaf Kristjánssoin formaður, Sigur- liði Kristjánsson, Björn Jónsson, Jónas Sigurðsson og Lúðvík Þorgeirsson. í varastjórn eru Einar Eyjólfsson, Kristján Jóns- son og Pétur Kristjánsson. Aðal- fuiltrúi í stjórn Sambands smá- söluverzlana var endurkosinn Kristján Jónsson og til vara Sigurliði Kristjánsson. Tíu verzlanir gengu í félag- ið á árinu og eru nu 130 í fé- laginu. Í kosningunum í sumar .... Opinber sfarfsmaður Opinber stofnun óskar eftir röskum, glöggum og reglusömum manni. Stúdentspróf, verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun nauðsynleg. Laun samkvæmt VIII. fl. launalaga. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf afhendist í afgreiðslu blaðsins, merkt „Opinber starfsmaður“. Áskorun líðandi stundar nefnist erindi sem G. A. Lindsay flytur í Aðventkirkjunni kl. 8.30 í kvöld. Allir velkomnir Framhald af 1. síðu. ráðstafanir verða auðvitað í sama anda, ef afturhaldsflokk- arnir fá að ráða stefnunni. Hvað myndu launþegar gera? Setjum svo að gengið verði lækkað um 30%. Það samsvar- ar því að allt kaupverð á er- lendum varningi hækkar um 42%, og innlendú vörurnar munu hækka einnig sem því nemur. Ef kaupið væri bundið myndi slík ráðstöfun jafngilda mjög verulegri kauplækkun. Hvað myndu verkamenn gera ef atvinnurekendur ákvæðu einn góðan veðurdag að Iækka kaup- Aðalfundur Tmusfa, félags sendifell- stjéra Aðalfundur Trausta, félags sendibílstjóra, var haldinn laug- ardaginn 26. maí s.l. Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar, en á árinu hafði verið unnið að ýmsum hagsmunamálum félags- manna, t. d. útvegun á innflutn- ingsleyfum fyrir nýjum bifrefð- um. Þá má geta þess að á sið- asta Alþingi voru samþykkt lög um að allar sendibifreiðar, sem aka frá stöð, skuli hafa gjald- mæla. í stjóm voru kosnir Valdi- mar Valdimarsson formaður, Amar Guðmundsson gjaldkeri og Jóhannes Brynjólfsson með- stjórnandi. Fyrir í stjórninni voru Sæmuiiduj Sigtryggsson varáformaður og Sigurður Þorð- arson ritari. Gefst kostur að kynnast þýzlimn niöursuðuionaoi Að tilhlutun menntamála- ráðuneytisins hefur mennta- máladeild Evrópuráðsins ný- lega veitt styrk að fjárhæð 660 þúsund franskra franka, til þess að greiða fyrir gagn- kvæmum ferðum verka- og iðn- aðarmanna miíli íslands og einhvers annars aðildarríkis Evrópuráðsins. Samkomulag hefur verið gert við ríkisstjórn Sambandslýð- veldisins Þýzkalands um þessi starfsmannaskipti og verða þau með þeim hætti, að héðan eiga kost á að fara, aúk far- arstjóra, fjórir menn, sem starfa við niðursuðuiðnað. Munu þeir dvelja í Þýzkalandi una hálfsmánaðar skeið. Þar verða þeim sýndar niðursuðu- verksmiðjur og kynntar ýmsar nýjungar í niðursuðuiðnaði Þýzkalands. Ennfremur verða heimsóttar ýmsar stofnanir, sem starfa í sambandi við þýzka niðursuðuiðnaðinn, þ. á. m. skólar. Gert er ráð fyrir að héðan verði farið síðari hluta júní- mánaðar. Þeir starfsmenn við niður- suðuiðnað hér á landi, sem hug hafa á þátttöku í þessari ferð, skulu senda umsókn til mennta- málaráðuneytisins fyrir 15. júní næst komandi. 1 umsókn skal greina frá fyrri störfum, starfsaldri og reynslu við niðursuðustörf. Meðmæli skulu fylgja ef til eru. (Frá menntamálaráðuneytinu) ið beinlínis sem þessu nemiir, spurði Hannibal Valdimarsson. Þeir myndu auðvitað standa hlið við hlið sem einn maður og berjast þar til árás atvinnu- rekenda væri brotin á bak aft- úr, og þeir myndu njóta stuðn- Sngs yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. En þetta er það sem um er kosið 24. júní í sumar, og ]>að er enn sem fyrr samstaða alþýðu manna um kjarabaráttu sína sem ræður úrslitum, hvað sem öllum skoð- anaágreiningi líður. Eina leiðin ti! sigurs er að efla þau sam- tök sem stofnuð hafa verið fyr- ir atbeina verkalýðssamtak- anna, Alþýðubandalagið. Litprentanir Framhald af 1. síðu til sýnis almenningi bráðlega. í Nýju Helgaielli er nánar skýrt i'rá fyrirkomulagi sölu á litprentunum þessum: Af hverri mynd verða aðeins prentuð 500 eintök til sölu hér innanlands, og eru þau öll tölusett og árituð af listamanninum sjálfum, Af þessari tölu mun allt að helm- ingur fara í skóla, opinber söfn og einkafyrirtæki, sem skip'ti eiga við erlenda menn, en ,250—■ 300 myndir verða seldar ein- staklingum. Verður sölufyrir- komulágið þannig að mynöirnar eru afgreiddar beint frá af- greiðslu tímaritsins til kaupend- anna, og getur enginn fengið nema eitt eintak, og aðeins einn maður í hverjum hreppi —, sá sem fyrstur befur lagt inn pönt- un. Þó verða allt að 5—10 éin- tök seid í stærstu bæiná og nokkru fleiri í Reykjavík. Myndin sem fullprentuð hefur verið er í sömu stærð og fram- myndin, 60x75 sm og verða allar myndirnar í svipaðri stærð. Verð hverrar myndar er 400 kr. án ramma. Nýbakaðar kökur með nýmöiuðu kaffi. RÖÐULSBAR Stuttkápur Stuttjakkar Hanzkar Ný sending MARKAÐURINN Laugavegi 100. Kápuefni — Dragtarefni Kjólaefni — Hanzkar MARKAÐURINN Hafnarstræti 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.