Þjóðviljinn - 10.08.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1956, Blaðsíða 4
jgy — ÞJÓÐVILJINN — Pöstudagur 10. ágúst 1956 IIIðÐVIUmN Útgefandi: Wameinmgarflokkur alpýOu — Sósíalistaflokkurinn íliald og athafnafrelsi er ekki alltaf ófróðlegt '* að bera saman orð og at- hafnir forkólfa S.iálfstæðis- flokksins. í orði segjast þeir vera unnendur athafnafrelsis og sem frjálsiegastra viðskipta í öllum greinum. Athafnir þess- ara sömu íhaldsforkólfa sýna hins vegar allt önnur viðhorf, cnda fiestum vitanlegt að þeg- ar íhaldsforingjarnir tala fag- urlegast um ást sína á athafna- frelsinu þá eiga þeir einfald- lega við að hinir auðugu og voldugu sem ráða stefnu flokksins fái nægilegt svigrúm til að safna áframhaldandi gróða með því að rýja allan al- jnenning. Búsnæðisskorturinn er áreið- anlega tilfinnanlegasta Vandamálið sem fjöldi manna í Reykjavik hefur átt við að Stríða á undanfömum árum og svo er enn. Framtak bæjarfé- lagsins hefur verið smátt í sniðum og aldrei miðazt við að leysa vandamálið til frambúð- ar. En ekki nóg með það. f- haldið sem ræður bænum hef- ur einnig gjörsamlega brugðizt þeirri frumskyldu að sjá þeim bæjarbúum fyrir lóðum sem hafa vilja og einhverja getu til þess að leysa húsnæðisvand-t ræði sín. Útmæiing og afhend-s ing lóða til íbúðabygginga ií Reykjavík hefur í mörg ár ver-j? ið í miklu öngþveiti en í árr hefur alveg keyrt um þverbak.^ [eita má að engar lóðir hafi^ verið afhentar til íbúða-P bygginga í Reykjavík á yfir-'- st-andandi ári þegar undan eruj skildar 18 byggingarlóðir við’ Gnoðarvog sem nýlega var út-| hlutað. Það er allt framtak for- ráðamanna höfuðborgarinnar ái I sama tíma og fámennir kaup-' staðir í nágrenninu sjá hundr-J uðum manna fyrir byggingar-j ióðum. Það er engu líkara en íhaldið sem ræður bænum' i haldi að fært sé að stöðva eðli- lega þróun og byggingarstarf- semi í borg sem telur yfir 60 þúsundir íbúa og býr við öm- urlegra ástand í húsnæðismál-' Um en dæmi eru til um nokk- ursstaðar annarsstaðar í land- inu og þótt víðar væri leitað. Sú stöðvun sem íhaldið er með þessari stefnu í lóða- málunum að leiða yfir bygging- ariðnaðinn í bænum kemur að sjálfsögðu þeim einum að gagni sem hafa hag af því að viðhalda húsnæðisskortinum en það eru leiguokrararnir sem flestir eru í hópi máttarstólpa íhaldsins. Allstór hópur manna hefur lagt fyrir sig húsakaup í stórum stíl á undanförnum ár- um og aðrir lagt fjámagn í að reisa einstök hús og sambygg- ingar í því skyni að leigja í- búðimar út. í skjóli húsnæðis- okursins hefur húsaleigan far- Ið hækkandi ár frá ári og fúlg- an sem krafizt er í fyrirfram- .greiðslu vaxið svo að alþýðu- H maðurinn er rúinn inn að skyrtunni verði hann að sæta þeim neyðarkjörum sem okrar- amir skammta. ¥»essum „máttarstólpum“ þjón- * ar íhaldið með því að við- hafa þau vinnubrögð í undir- búningi nýrra byggingarsvæða og við úthlutun og afhendingu lóða sem nú eru ráðandi. Með- an þúsundir umsókna um bygg ingarlóðir liggja óafgreiddar hjá bæjaryfirvöldunum og ekk- ert átak er gert til að leysa vandann, geta okraramir verið rólegir og öruggir við iðju sína. Þeir halda áfram að hækka húsaleiguna og hirða sífellt stærri hluta af tekjum launa- mannsins. Fólk er beinlínis of- urselt húsaleiguokrinu með þessari þróun, og verður að neita sér um flest annað til þess að láta þann „luxus“ eft- ir sér og sínum að búa í hús- um. IVegar íhaldið skipuleggur lóðaskortinn í Reykjavík er það að auðvelda braskið og okrið og þjóna hagsmunum fárra útvaldra. Unnendur „at- hafnafrelsisins" hafa í þessu efni eins og mörgum öðrum svipt af sér grímunni og sýnt hvað fyrir þeim vakir þegar þeir tala hæst og innfjálgast um ást sína á frelsinu. Frelsi þeirra er ekki ætlað alþýðu- manninum eða manninum úr millistétt sem þörfin knýr til athafna i byggingamálum, held- ur okraranum og braskaranum sem þarf á neyðinni að halda til þess að geta haldið féflétt- ingunni áfram. Honum og hans hagsmunum þjónar íhaldið af dyggð og trúmennsku með því að hindra íbúðabyggingar og neita öllum almenningi um jafn sjálfsagða og frumstæða fyrirgreiðslu og það ætti að vera í þjóðfélagi sem vill telja sig siðmenntað, að þegninn fái útmældan og afhentan lóðar- blett undir íbúð fyrir sig og fjölskyldu sína. ¥»essi fyrirgreiðsla er ofrausn * að dómi íhaldsins sem ræð- ur Reykjavík. Það sýnir slóða- skapurinn og skipulagsleysið sem ríkir í þessum efnum. En málið hefur einnig fleiri hliðar. Með sama áframhaldi vofir yf- ir stöðvunartímabil í bygging- ariðnaðinum. Eigi vinna við byggingar að vera samfelld og varanleg þarf ,að vera unnt að úthluta lóðum í upphafi hvers árs, að öðrum kosti vofir „dauður tími“ yfir þeim sem byggja atvinnu sína og afkomu á byggingariðnaðinum. Lóða- bannið sem íhaldið skipulegg- ur gerir því hvorttveggja i senn að auka húsnæðisskort- inn og hlynna að leiguokrinu — og bjóða jafnframt tíma- bundnu atvinnuleysi heim í byggingariðnaðinum sem fjöldi verkamanna og iðnaðarmanna byggir afkomu sína á. Scsgnblinda „hjá Bergþórsson Frá bridgemótinu i Stokkhólmi Stokkhólmi 31. júlí. Á sunnudaginn, þegar síð- asta bréf var skrifað, var íslenzka sveitin búin að spila fyrri hálfleikinn við Egypta, og staðan var þá 0:40. Enda þót't okkar menn ynnu seinni hálfleikinn með 30:16, þá endaði leikurinn með stórtapi sem vonlegt var, eftir út- komuna úr fyrri hálfleiknum. Á sunnudagskvöldið spiluðu svo okkar menn við Svía. Eftir fyrri hálfleik var ísland 10 punktum yfir, með 30:20. En leikurinn endaði þó með tapi, 41:50. Þetta var þó yfir- leitt vel spilaður leikur hjá okkar mönnum, svo að orð var á gert. En það kom fyr- ir stórslys, sem kostaði okk- ar menn 13 punkta. Þetta gerðist í fyrsta spilinu í seinni hálfleik, þar sem Kristiim sagði pass við spurnarsögn hjá Stefáni. Kristinn mun hafa orðið fyrir þeim álög- um, sem hjá taflmönnum er kallað skákblinda, en Norð- menn nefna „járntjaldið," og Svíar og Englendingar ,black- out‘. Spilið var þannig: Sp. 7 H. Á-D-G-6 T. K-D-G-9-7-3 L. D-8 S. 10-4-3-2 S. Á-K-D- H. — G-8-5 T. 10-5-4 H. 10-9-7-4-2 L. Á-K-10- T. 2 6-5-4 L. 2 S. 9-6 H. K-8-5-3 T. Á-8-6 L. G-9-7-3 Þar sem Svíar voru A-V gengu sagnir þannig: Norð- ur 1 tígul. Austur 4 spaða. Suður, vestur og norður pass. Við hitt borðið gengu þrjár fyrstu sagnirnar eins, en Stef- án, sem sat vestur, ályktaði réttilega, að slemmumögu- leikar væru fyrir hendi, ef Kristinn ætti fyrstu eða aðra fyrirstöðu í tigli, svo að hann bauð 5 tígla, sem er ágæt spurnarslögn í þessari stöðu. En Kristinn sagði pass, og Svíinn Stenberg, sem sat suður, og skildi hvað var að gerast, var fljótur að segja pass. f Stokkhólmsdagblaðinu Expressen, þar sem skýrt er frá þessum atburði, eru loka- orðin á þessa leið: „Þetta var náttúrlega hreint „blackout“ hjá Bergþórsson. Ef hann hefði hugsað málið nán- ar, hlaut hann að sjá, að vestur gat ekki haft nokkra ástæðu til að bjóða raunveru- legan tígullit, jafnvel þó að hann hefði haft sagnfæran tígullit á hendi. Þetta urðu dýrar sekúndur fyrir Island. Rét't og eðlilegt svar við spurnarsögninni hefði gefið þvl 6 punkta fyrir spilið, I stað þess að tapa 7, og sænski sigurinn hefði farið veg allrar veraldar.“ Auk þessa óhapps „grísuðu" Svíarnir á alslemmu í síðari hálfleik, þar sem trompkóng- ur og annar kóngur voru úti. Alslemman vannst þar sem spilalegan var mjög hagstæð. Okkar menn fóru aðeins í hálfslemmu, sem var miklu eðlilegri sögn. En þetta varð til þess, að tapið varð algjört. Eftir þennan óheilla sunnu- dag hafði Island hrapað úr 5. sæti niður í 10. I gærmorgun fengu spila- mennirnir að sofa út, og var ekki byrjað að spila fyrr en M. 14.30. Þá spiluðu okkar menn fyrri hálfleikinn við Finna. Unnu þeir hann með 65:15, svo að heita mátti, að leikurinn væri unninn þegar eftir fyrri hálfleik. I seinni hálfleiknum, sem spilaður var í kvöld, bættu þeir enn við, svo að lokatölurnar voru 98:33, og var langstærsti sig- urinn í þessari umferð. 1 9. umferð, sem spiluð var I gærkvöld, kepptu okkar menn við Austurríki, og unnu, að vísu naumlega, með 57:51. En þetta var frægur sigur, þar sem þetta var fyrsti leik- urinn sem Austurríkismenn töpuðu á mótinu. I hinu daglega yfirliti, sem gefið er út hér á mótinu, segir svo um þennan leik: „Hin mikla „sensation" í þessari umferð var vitanlega sigur íslending- anna yfir Austurríki. Já, fólk- ið úr norðrinu er dálítið óút- reiknanilegt. Getur tapað fyrir Egyptum með 40:0 í 20 spil- um, til þess, strax á eftir, að vinna einn líklegasta sigur- vegara mótsins.“ í sveit Austurríkismanna spilaði hið fræga par Schneid- er og Reithoffen allan leikinn, en á hinn vænginn var skipt í hálfleik. Af okkar hálfu spiluðu þeir Einar og Lárus, Kristinn og Stefán fyrri hálf- leikinn. En í síðari hálfleik kom Lái’us á móti Stefáni og Gunnar á móti Einari. Eftir leikinn við Austurríki komst Island í 8. sæti, og nú i kvöld, að loknum síðari hálfleik við Finna, er það í 6. sæti. Það hefur vakið verðuga eftirtekt hér, að íslending- amir spila svo greitt, að þeir hafa undantekningarlitið, verið fyrst búnir með hvern hálfleik, og eiga algjört met í hraða. Það settu þeir á sunnudaginn í seinni hálf- leiknum við Egypta. Luku þeir hálfleiknum á 1 klst. og 26 mínútum. Það sem mesta eftirtekt vakti í umferðinni sem lauk í kvöld, var að Líbanon vann Svíþjóð með 69:40. En áður hafði Líbanon aðeins tekizt að vinna írlendinga sem alltaf fá 0. Það leynir sér ekki, að Libanonmenn eru að sækja sig, hvor't sem það stafar af þvi að þeir séu famir að venjast loftslaginu, eða keppnishrollurinn er að réna, en þeir hafa tapað sumum síðustu leikjunum með mjög litlum mun, og unnu nú Svía svona hreinlega. Aftur á móti virðist allt loft vera farið úr Finnunum, sem byrjuðu þó svo glæsilega, en tapa nú stórt hverjum leiknum af öðr- um. ítalir em nú taldir lík* legastir sigurvegarar. Þeir eru með 16 stig. Frakkland með 14 stig, og England með 13 stig. Þessi þrjú lönd eru nú ein talin hafa sigurmöguleika, þar sem Austurríki tapaði fyrir íslandi í gærkvöldi og svo fyrir Frakklandi í kvöld. IJ' rSALAN u á kjólum drögtum stuttjökkum og kápum stendur yfir aðeins í nokkia daga. BE i Z T Vesturveri Unglingar óskast til að bera blaðið til kaupenda á Melunum við Hringbraut Laugaveg Leifsgötu og víðar næstu 2—3 vikur vegna sumarleyfa. ÞJ0ÐVILIINN — Sími 7500 'HiiiHiHftiaiMBiBBmii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.