Þjóðviljinn - 10.08.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.08.1956, Blaðsíða 7
Föstudagiir 10. ágúst 1956 — ÞJÓÐVIUINN — (7 James M. Cain Mildred Pierce 72. dagur og miskunnarlaus. „Veiztu hvers vegna Veda býður engum heim í þetta hús ykkar? Veiztu hvers vegna enginn kem- ur þangað nefna kerlingin í næsta húsi?“ „Já — vegna þess að þú ert búinn 'að snúa henni gegn mér — “ „Vegna þess að þú ert bölvað þý og þú ert hrædd við að taka á móti fólki, vegna þess að þú veizt ekki hvernig þú átt að haga þér — þú þorir það ekki.“ Þegar hún leit á afmyndað andlit hans varð hún allt í einu gripin sömu tómleikakenndinni og morguninn sem ungfrú Turner talaði yfir-. Jhausamótunum á henni og sendi hana til að sækja um ráðskonustöðuna, vegna þess að hún væri ekki til annars nýt. :Hún hélt áfram að rýrna meðan Monty hélt áfram að hella yfir hana beizkju- ■fullum ásökunarorðum „Það er kki hennar sök og ekki mín. Það er sjálfri þér að kenna. Finnst þér það ekki hlægi- legt? Að Veda skuli eiga qtal vini, hér og þar og allsstað- ar, en þú enga? Nei, þetta er ekki rétt — þú átt eina vinkonu. Bardömuna. Og það er allt og sumt. Engum er boðið heim til þín, engum — “ „Um hvað ertu eiginlega að tala? Hvernig get ég haldið veizlur eða boðið heim fólki þegar ég þarf að vinna úti? Ég — „Vinna, ja hérna! Það er bara afsökun, eklu orsök. Bannsett kokkhúspían þín, segirðu að ég snúi telpunni gegn þér? Ég? Hlustaðu nú á, Mildred. Enginn nema þý væri með vangaveltur yfir því sem þú hefur verið að tala um í kvöld. t>ar í liggur munurinn. Dömu stæði á sama, en ekki þýi.“ Hann gakk fram og aftur másandi, sneri sér síðan að henni aftur. „Og eins og fífl, eins og erkifábjáni, hélt ég einu sinni að mér hefði ef til vill skjátlazt, að þú værir dama en ekki þý. Það var þegar þú réttir mér 20 dala seðilinn um kvöldið og ég tók við honum. Og svo tók ég við meiru. Ég hélt meira að segja að dálítið væri í þig spunnið. Og guð má vita hvers vegna, trúlega vegna þeirrar kímnigáfu sem yfirstéttarfólki einu er gefin, þá bað ég þig meira að segja um péninga. Og hvað svo? Gaztu staðið við það? Þetta sem þú áttir sjálf upphafið að? Daraa hefði fyrr rúið sig inn að skinni en hún léti mig finna að peningar skiptu einhverju máli. En þú, áður en ég hafði fengið hjá þér fimmtíu dali, þurftirðu að gera mig að bílstjóra, var það ekki? Til að fá eitthvað í aðra hönd? Gera mig áð þjóni, kjölturakka. Þú þurftir endilega að undirstrika það. En aldrei framar. Ég er búinn að þiggja síðasta eyrinn af þér, og guð má vita að ég skal endurgreiða þér áður en ég er búinn að vera. Úrþvættið þitt — þjónustustúlka. Ég býst við að það sé þess vegna sem mér þykir svo vænt um Vedu. Hún tæki ekki við þjórfé. Það myndi hún aldrei gera — og ekki ég heldur.“ „Nema frá mér.“ Föl af reiði opnaði hún töslcuna sína, tók upp úr henni nýjan tíu dala seðil og fleygði honum að fótum hans. Hann tók eldtöngina, tók hann upp og fleygði honum í eldinn. Þegar eldtungurnar sleiktu hann tók hann upp vasaklút og þurrkaði sér í framan. Drykklanga stund mælti hvorugt þeirra orð frá munni, og þegar þau voru hætt að mása, fann Mildred til sektar, iðrunar og magnleysis. Hún hafði sagt allt sem hún ætlaði að segja, hafði ögrað honum til að segja allt líka, allt þetta sem hún vissi að honum lá á hjarta, og eftir sat hún magnþrota og niðurdregin. Þó hafði ekki verið gert út um neitt: þarna var hann og þarna var hún. Þegar hún horfði á hann, sá hún fyrsta skipti að hann var þreytulegur og tekinn og ellimörk voru farin að sjást á andlitinu sem henni hafði alltaf virzt svo unglegt. Svo varð hún allt í einu gagntekin innilegri blíðu í hans garð, sem samanstóð af meðaumkun, fyrirlitningu og móður- tilfinningu. Hana langaði mest til að gráta, og allt í einu teygði hún út handlegginn og neri skallablettinn á honum. Lengi höfðu þau hent gaman að honum. Hann hreyfði sig ekki, en hann bandaði henni ekki frá sér, og þegar hún hallaði sér aftur á bak á ný leið henni betur. Svo heyrði hún aftur regnhljóðið og í fyrsta skipti fann hún til ótta. Hún vafði að sér kápunni. Síðan tók hún upp þriðja hana- I Kélumbus og Kólumbía Framhald af 5. síðu. til aðeins í styttingu. Á bak við knappan stílinn leynir sér gleði og stolt yfir því, að nú var brotið blað í þekking- arleit mannkynsins: 6. ágúst. Stýrið laust á „Pintu“. Kólumbus tæpir á skemmdarverkum. 6. september. Þrjár portú- galskar hersnekkjur sitja fyr- ir skipum aðmírálsins. 16. september. Veðrið eins og í Andalúsíu í apríl. Haf- ið þakið grænum gróðri (menn voru komnir í Sara- gossahafið). 20. september. Veiddur fugl, Þáð er ekki sjávarfugl. 21. september. Hvalur sést. 25. september. Heldur að land sjáist. 7. október. „Nína“ dregur fánann upp og slcýtur einu skoti sem merki um að land sé fyrir stafni. Kólumbus: sigldi í vesturátt í klukku- tíma eftir sólarlag, 25 sjó- mílur. 10. október. Áhafnirnar sár- biðja aðmírálinn að snúa við. 11. október. Bambusreyr og utskorin súla á reki. Rodrigo de Pinta segir f.yrstur frá landsýn. 12. október. Klukkan 2 að morgni landtaka. (Indí- ánarnir kölluðu eyjuna Gu- anahani, e. t. v. var þetta Waltungseyjan í Bahama- eyjaklasanum). 13. október. Farið í land. íbúarnir kvik- naktir, vel limaðir og vopn- lausir. Aðmírállinn gefur þeim rauðar liúfur og glerperlur og spyr eítir gulli. 14. október. Ný eyja. Indí- ánarnir halda að Spánverjar séu komnir frá himnum. Að- mírállinn sér, að hér er tæki- færi til að frelsa sálir. 17. október. Allt er dásam- lega ósnortið og gróðursælt. Heyrir um „kóng“ klæddan gulli. 21. október. Skipin leggjast við festar hjá nýrri eyju. Páfagaukar skyggja á sólina. Kólumbus: Fer til nýrrar eyjar, sem ég ætla að sé Cipango (Japan). — (Þetta var Kúba). 6. nóvem- ber. Hittir fólk, sem heldur á þurrum plöntum, sem það reykir. — Það kallar þær tobacos. Aðmírállinn kallar eyjaskeggja indianos. Þetta eru friðsamar óherskáar manneskjur. Allt sem þær eiga vilja þær láta af hendi fyrir lítið. brúar. Ægilegt óveður. „Pinta“ hrekst af leið. Að- mírállinn óttast skiptapa. 4. marz. Komast til Lissa- bon í vonzkuveðri. Þegar það spyrst að aðmírállinn komi frá „Indíalöndum" þyrpist fólk að til að skoða Indíán- ana, sem Kólumbus hefur meðferðis. 13. marz. Aftur í Palos. „Pinta“ kom nokkru síðar en ,Nína‘, en Kólumbus hafði skýrt hirðinni frá því, að hann áliti Martin Alonza Pinzon sekan um svik og Pinzon fékk að vita, að ná- vistar hans væri ekki óskað við hirðina. Hann dó nokkru síðar af gremju. Ný för — sautján skip og 2000 menn. Heimkoman var geysilegur sigur fyrir aðmír- álinn. Allt sem hann hafði meðferðis, síðast en ekki sízt gullmolarnir, og orðsnilld hans sigraði allt. Leiðangurinn hafði verið furðu ódýr, áleit Ferdínand konungur, hagnað- ur virtist vera geysimikill. I sigurgöngu meðal sólbrenndra sjómanna, málaðra Indíána og marglitra páfagauka hélt Kól- umbus frá Sevillu til Kordóvu og áfram til Barcelónu. 25. september lagði nýr leiðangur af stað frá Cadiz, þrjú stór skip og fjórtán minni auk 2000 manna voru þar i för. Þama voru saman komnir ævintýramenn, lækn- ar, prestar og háttsettir emb- ættisinenn. Nú átti að nema lönd og leita gulls. Förin varð mikil vonbrigði. Nýjar eyjar voru að vísu lagðar undir spönsku krúnuna en þegar til Espanólu kom höfðu Indíánarnir brennt virk- ið sökum yfirtroðslna og ranglætis Spánverjanna þar. Klofningur í röðum nýlendu- manna fci’ váxandi, íbúarnir voru hraktir og hrjáðir og KólUmbus varð að feta í ann- arra slóð til að ná „árangri“. Hann lagði gullskatt á Indí- ánana og þeir sem guldu ekki var refsað stranglega. Hita- sótt lagðist þungt á Spánverj- ana og fregnir um ástandið komust til heimalandsins. Þess vegna var tekið á móti Kól- limbusi lítt særhilega, þegar hann kom heim áftur 11. júní 1496. Lýðhylli hans var minni en áður. ferð sína sem varð langerfið- ust. Manntjón og skipa var óstjórnlegt. Kólumbus leitaði sunds nokkurs, svo að hann gæti siglt í kringum hnöttinn. En leiðangurinn varð þess vegna sextán mánaða mar- tröð. Metsölubók gaf Ameríku nafn Þegar aðmírállinn var horf- inn af sviðinu tók þróunin á eyjunum undir sig stökk. Indíánarnir voru gerðir að þrælum. Sumir létust úr inn- fluttum sjúkdómum. Stundum kom þó ýmislegt skringilegt fyrir eins og þegar höfðingi einn varð svo hrifinn af ka- þólskum, latneskum bænum, að hann skipaði fjölskyldu sinni að jæra þessar galdra- þulur og þylja þær allan dag- inn. En frásagnir af húð- strýkingum, og hvernig drukknir spánskir riddarar hentu konur og börn á spjóts- oddum lýsa betur ástandinu. Hinn virðulegi munkur Bart- olomes las Casas skýrir frá því skelfingu lostinn að „tólf milljónir Indíána hafi látizt vegna óhæfuverka Spán- verja.“ Á Espanólu bjuggu 3 milljónir manna, nokkrum ár- um síðar voru aðeins 300 eft- ir. Yfir þessa þjóð komu Spánverjar eins og þegar tígrisdýr, Ijón og úlfar ráðast á iömb og kiðlinga. Svo gersamlega ^leymdist Kólumbus, að frægasta sagn- ritara, samtímans, Peter Mar- tin, sem þá dvaldist í Valla- dolid fannst andlát hans ekki annálsvert. Hin nýja álfa var ekki einu sinni kennd við Kól- umbus. Flórenskur ævintýra- maður og gortari reit met- sölubók um ferð sína til Vene- zuela og eftir honum var álf- an heitin. En þessi ómerki- lega bók komst í hendur smásmugulegs Þjóðverja og hann lagði til árið 1507: Eg sé ekki neina ástæða til þess að við köllum ekki þetta land Ameriku, það er land Ameríkusar, eftir hinu skarpskyggna landkönnuði Ameríkusi. Þar sem nú heitir Kólum- bía steig Kólumbus aldrei fæti sínum. TIL 23. desember. Fregnir um gullfund á Espanola (Haiti)i 25. desember. „Heilög Mar- ía“ hleypir á grunn, veltur, stórsiglan brotnar, skipið glatað með öllu. Indíánarnir hjálpa til með afferminguna. Höfðinginn huglireystir að- mirálinn og biður hann að taka sér þetta ekki of nærri. 2. janúar 1493. Reisir virkið La Navidad á Espanolu. Skil- ur eftir 30 menn til að leitá gulls. 4. janúar. Leggur heim á leið á „Nínu“. 6. janúar. Hitt- ir hið horfna skip ,,Pinta“. Aðmírállinn heldur því fram, að skipstjórinn hafi skilið við þá til að leita gulls. 14. fe- í lilekkjum. Samt lagði aðmírállinn enn af stað, en hafði aðeins sex skip til umráða. Bæði í heima- landinu og nýlendunum var unnið gegn honum, og er Kól- umbus kom í þrlðja sinn heim 1. október árið 1500, var hann í járnum. Ferdín- and hafði skipað Francisco Babadilla landstjóra Espan- olu, og hinn nýi landstjóri hafði þegar gripið tækifærið, liandtekið Kólumbus og hlekkjað. Sþánskir hirðmenn urðu skelfingu lostnir sökum þessa. Kólumbus var endurreistur með nokkrum hætti, og 9. maí 1502 hélt hann í síðustu LIGGUR LEIÐIN Munið Kaffisöluna í Hafnarstrætl 16. ÐSOÐVILJINN Steclanrtl: Samelntnsarnokkur alÞífa — SöslaUstanokkurlnn. — mtstjórar: Uagnúa KJartans*o» m (6b.». SlaurSur Oufiniundsaon. — Vréttarltatjórl: Jón BJamason. — Blaöamenn: Ásmundur Slffur- lónsson, BJami Benedlktsson, QuBmundur Vlgtússoa, frar H. Jónsson. Magnús Torfl Ólafsson. — A.UBlý«lngaRtJón: Jónatalnn Haráld6son. Hltstjórn. aferelSsla, auglýslnsrar, prentsmlöja: SfeólavörCustíg 19. — Bím) 7500 (3 Unur). — AsknftarvarB kr. 25 4 minuSi 1 Rerkjavlk oz n&grennl: kr. 22 «m«»»itaBak. — x«uuufiluv*rB V- i. _ »-»nt*a,tgj» I>J6SvUJans h .f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.