Þjóðviljinn - 10.08.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.08.1956, Blaðsíða 5
Föstudagur 10. ágúst 1956 — ÞJÓÐVILJINN (5 i Jiimiwimm t/nn/miwnm iccccegvoxtC(CiC.xccfC(ccc-cic»cco<íciOLC»i:(ci^ & 3í fíólum~ bíu gátu, að Kólumbus hefði haft sagnir af fundi Grænlands og Vínlands hins góða (986 og 1000) en langlíklegast er að hugmyndina um siglingar til .landa í vestri hafi hann fengið þegar hann kom árið 1476 til Lissabon. Portúgalar voru þá mestu sæfarar heims og bróðir Kólumbusar Bart- olomes kom honum í kynni við beztu skipstjórnarmenn sam- tíðarinnar. Þessir menn ræddu Kolumbus, eða Don (herra) Christobal Colon eins og hann nefndist á Spáni. 450 ár eru liðin frá því að fiiinandi Ameríku lézt í fá- tæklegu hreysi, horfandi á hlekkina sem hann hafði ver- ið fluttur í heim til Spánar. Svo fullkomlega höfðu menn þá gleymt Kólumbusi, að dauði hans þótti ekki annáls- verður. Gamall og lúinn kom aðmír- állinn heim til að deyja. Hann var þreyttur og slitinn, hár og skegg snjóhvítt og líkam- inn tærður af hitasótt. Minn- ingar um ofviðri, skipsskaða og samsæri hrjáðu hann. Kól- umbus minntist hinnar jarð- nesku paradísar, grænna eyja og vingjarnlegra og mildra í skapi. En nú voru þeir ofurseldir nútímanum, blóði drifnum og óseðjandi. Það var bugaður maður, sem varpaði akkerum 7. nóvem- ber árið 1504 fyrir utan San Lucar á Spáni. Skipið var litið, og segl þess voru rifin eftir glímuna við storma At- lanzhafsins. Hálfu öðru ári síðar lézt hann, 20. maí 1506 í Valla- dolid í Kastilíu. Herra Christ- obal Colon, sem bar aðmíráls- titil og varakonungsnafnbót yfir öllum þeim höfum og eyj- um, som hann uppgötvaði, lézt í fátæklegu herbergi. En und- ir var hesthús og svo var Kólumbus einmana, að hann gerði gat á gólfið til að hann gæti horft á hestana. Á vegg- inn höfðu menn hengt hlekk- ina sem hann hafði verið færður í frá eyjum Vestur- Jieims, Indlandi eins og þær voru þá kallaðar. Hlekkirnir héngu þarna til að auðmýkja Kólumbus. Allt fram á síðustu stund ihafði Kólumbus margbeðið hinn kaldhæðna spanska kon- ung Ferdinand að fá nokkurn hluta þeirra auðæfa, sem hon- um hafði verið lofað með samningi, þegar hann sigldi í vesturátt á .Heilagri Maríu.‘ En enginn tók mark á Kól- umbusi. Hann var þegar orð- inn fomgripur í lifanda lífi. Hann hafði verið landkönnuð- ur, en nú var þörf harðsæk- inna stjórnenda, sem gæt.u pínt auðæfin út úr hinum nýja heimi með katólskum bænum og beittum sverðum. Grillufangari og lyga- laupur. 450 árum síðar en Kól- umbus andaðist hálfgleymdur er raunar lítið um hann vitað. Við vitum, að hann trúði á efstu árum þeirri endileysu, að hann hefði fundið sjóleið- ina til Asíu. Espanola (Haiti) hélt Kólumbus að væri Ind- land, en Kúba vár ýmist Jap- an eða hluti af Kína. Á þriðju og fjórðu ferð sinni var hann nærri kominn til Júkútan- skaga og sá í fjarska fjöll hins núverandi Hondúras. En hér brást honum eðlishvötin og hann komst aldrei á land. Kólumbus kastaði einnig landfestum við Veragua, sem nú nefnist Panama. Þetta gerðist í fjórðu ferð- Af skipi sínu „Heilagri Maríu“ gekk Kolumbus á eina hinna mörgu eyja fyrir utan Ameríku. Tréskurðarmyndin er frá árinu 1493 og er elzta lýsing á fundi Ameríku. Það var titilmynd á flugriti, sem kom út í Flórenz. rr Ieitandi mann endurreisnar- tímabilsins og þörf mann- kynsins til að brjóta af sér úrelt form. Kólumbus fæddist árið 1446, e. t. v. 1551, í borginni Gen- úa á ítalíu. Faðir Kólumbus- ar var ullarkaupmaður lítils- háttar og sonurinn hefur varla fengið reglulega mennt- un. Snemma fór Kólumbus í siglingar sem ullar- og silki- prangari. Frásagnir hans um hernaðarafrek í æsku eru á- litnar gort. Landafræðingurinn Malthe Bruun kom fram með þá til- daglega um löndin í vestri. Þeir héldu því fast fram að jörðin væri hnöttur og voru andstæðir þeirri skoðun bisk- upsins Kosmas, að jörðin hlyti að vera flöt, þar sem því yæri heitið, að allir ættu að sjá endurkomu Krists. Og hvernig leið svo þeim mönn- um, sem voru hinum megin á jörðinni og höfðu fæturna upp í loft? Aðmíráll úthafsins. Ekki heppnaðist Kólumbusi að hrinda áætlunum sínum í Fjöldi skipanna og fjandskapur Indíánanna á þessari tréskurðarmynd sýnir að hún á við einhverja af seinni ferðum Kólumbusar. Myndin er af einhverjum karabisku eyj- anna, en þar stóð mannát með miklum blóma. inni, en þá leitaði hann að sundi, svo að hann gæti siglt kringum jörðina. Hin fáu bréf Kólumbusar, sem geymzt hafa lýsa honum sem undarlegu samblandi af skáldi, ofsatrú- armanni og lygalaupi. Mælska hans og hæfileikar til að sannfærá jafnt háa sem lága um réttmæti hugmynda sinna var margfræg. Hann hræsnaði eftir þörfum. En seinni tíma mönnum er hann dæmi um framkvæmd í Portúgal. Hann hélt þá til Spánar og fékk á- heym hjá Isabellu drottningu. En Spánn var svo upptekinn í baráttunni gegn Márunum að hann hafði ekkert afgangs til að hætta í þetta ævintýri. Enda þótt kaþólskir klerkar sæju þarna hilla undir miklar og árangursrikar sálnaveið- ar var Kólumbusi vísað á bug æ ofan í æ. Síendurtekn- um hótumnn hans um að ganga í þjónustu Frakka var ekki sinnt. Að lokum, 2. janúar 1492, féll síðasta vígi Máranna, Granada. Kólumbus setti fram úrslitakosti og þeim var tekið. Kólumbus var gerður aðmíráll úthafsins. Ennfrem- ur var ákveðið í samningnum, að Kólumbus yrði varakóngur þeirra landa, sem hann fyndi, og honum var lofað álitleg- um hluta ágóðans og síðast en ekki sízt var hann aðlaður. — Annan ágúst lagði hann upp frá hafnarbænum Palos á þremur smáum og illa út- búnum skipum, sem hétu „Pinta,“ stjórnandi Martin Alonzo Pinzon, ,,Nína,“ stjórn- andi Vincente Yanez Pinzon. Kólumbus stýrði sjálfur hinu þriðja, sem hét „Heilög Mar- ía“, og hafði sér til aðstoðar siglingafræðinginn Juan de la Cosa. Honum lýsti Kólumbus svo, að hann væri „ónýtur sjómaður og óhæfur land- könnuður.“ Áhafnir skipanna voru mestmegnis glæpamenn, sem látnir höfðu verið lausir. Gjár og ófreskjur. Sjötíu og eitt dægur sigldu skipin, unz land sást. Sigl- ingatækin voru mjög frum- stæð. Menn notuðu kompás, en ekkert sólúr, það var ekki til. Tíminn var mældur með stundaglasi. Ymist sat Kól- umbus uppi á þilfari og skimaði í allar áttir eða hann athugaði kort niðri í káetu. Sjólítið var, en öðru hverju urðu sjómennirnir ofsahrædd- ir. Heyrðist ekki hvernig vatnsflaumurinn steyptist of- an í gjána fyrir handan? Um nætur kæmu svo ægileg skrímsli og drægju allt í kaf. Aðmírállinn bað og hótaði á víxl. Áfram varð að halda. Hann falsaði einnig leiðar- bókina. 1 dagbók sinni greindi Kól- umbus frá öllu þvi markverðu, sem fyrir bar í fyrstu ferð- inni. Frumritið er týnt og er Famhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.