Þjóðviljinn - 10.08.1956, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.08.1956, Blaðsíða 8
Hvarvetna í Sovétríkjimum eru friðar- málin íhúunum afar ríkt áhugaefni Alit íslenzku friðarsendinefndarinnai. sem lagði af stað heim- leiðis frá Moskva aðfaranótt miðvikudags ríkjunum. Með það fyrir augum áttum við ekki einungis tal við Framhald á 6. síðu. íslenzka sendinefndin, sem dvalizt hefur í Sovétríkjun- um undanfarnar 3 vikur lagði af stað heimleiðis frá Moskva aðfaranótt s.l. miðvikudags. Sömu nótt lagði ís- lenzka kvennasendinefndin af stað frá Moskva áleiðis til Armeníu. Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi er nú einnig staddur í Sovétríkjunum í sambandi við hina miklu íþróttahátíð, sem þar er haldin um þessar mund- ir og nánar er sagt frá á 3. síðu. Álit seiulinefndariiinar Sendinefndin sem dvalizt hef- ur í boði rússnesku friðarnefnd- arinnar sat fund með henni á þriðjudaginn og afhentu ís- lenzku nefndarmennirnir þá eftirfarandi álit sitt að lokinni dvölinni í Sovétríkjunum: Sendinefnd sú frá Íslandi, sem boðin var s.l. vor til Sov- étríkjanna af friðarnefndinni í Moskva og ferðazt hefur um Sovétríkin síðan 20. júlí s.l., er nú að ijúka dvöl sinni hér. Nefndin hefur ferðazt mikið á fyrrgreindum tíma og dvalið á eftirtöldum stöðum: Leningrad, Moskva, Stalingrad, Rostov, Súkhomi og Tíflis. Dvöl á ein- st.ökum stöðum hefur verið frá einum degi upp í 6 daga. Á öllum stöðum þar sem við komum var sendinefndinni tek- ið af innilegri alúð og vinsemd. Friðarnefndir áðurnefndra staða tóku hvarvetna á móti okkur, voru með okkur meira og minna þann tíma sem dval- izt var á hverjum stað og sýndu okkur margt það mark- verðasta, sem komizt. var yfir að sjá á þeim tíma sem við höfðum yfir að ráða. Auk þess var nefndinni sýnd frábær 60 ísienzkar konur í Danmerkurferð í dag leggja 60 íslenzkar ihúsmæður af stað héðan áleið- is til Danmerkur þar sem þær munu sitja þing Húsmæðrasam- bands Norðurlanda er haldið verður í N.vborg Strand á Fjóni. Konurnar fara héðan á vegum Kvenfélagasambanda ís- lands og verður Rannveig Þor- steinsdóttir fararstjóri. Þingið á Fjóni verður sett n.k. þriðju- dag, en eftir það gefst þátt- takendum kostur á að fara í nokkurra daga ferð um Dan- mörku. Islenzku konurnar munu ikoma heim í byrjun næsta mánaðar. Timbri stoliS í fyrrinótt var nokkru af timbri stolið frá blokkbyggingu sem er í smíðum við Gnoðavog. Stolið va.r 125 borðum þuml- ungsþyfckum og sex þumlunga breiðum. Stóðu þau í stórum timburhlaða, og voru rifin úr honum. Bíl hafði verið ekið að ihlaðanum. Það eru tilmæli rannsóknar- lögreglunnar að þeir, sem kynnu a.ð geta gefið upplýsingar um stuldinn, geri það nú þegar. gestrisni og vinsemd viðsvegar á einkaheimilum verkamanna og bænda. Með áðurnefndu heimboði kvaðst friðarnefndin í Moskva vilja gefa íslenzku sendinefnd- inni sem bezt færi á að kynnast afstöðu og skoðunum alþýðu Sovétríkjanna til friðarmálanna í heiminum. Ætlun okkar var og sú að fræðast um þessi efni meðan við dveldumst í Sovét- Rannsóknarnefnd á fyrsta fundi Rannsóknarnefnd á milliliða- gróða sem kosin var á Alþingi rétt fyrir þinglokin í vor kom saman til fyrsta fundar í fyrra- dag og réð þá Berg Sigurbjorns- son starfsmann sinn. í nefnd- inni eiga sæti Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra . for- maður, Bergur Sigurbjörnsson ritari, Skúli Guðmundsson, Magnús Jónsson og Sigurður Bjarnason. Siglfirðingar sinna heyskap Siglufirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljansi Eftir að veður batnaði og stytti upp rigninguna, sem var um daginn, hafa flestir þeir sem eiga kindur hér farið að slá og sinna heyskapnum í frí- stundum sínum. Er spretta orð- in þolanleg hér í firðinum, en afar léleg t.d. á Siglunesi, en þar hefur kuldans og næðings- ins gætt meira en hér í firð- inum. Staðan á skákmóti í Kaupmannahöfn Á skákmótinu í Kaupmanna- höfn er staðan nú þannig: Lar- sen hefur 6V2 vinning, Fuchs hefur 4‘/2, Enevoldsen, Russel og Berthold hafa 3l/2 vinning, Nielsen og Pedersen hafa 3 vinninga, Freysteinn, Ingi og Burmeister hafa 2 /2 vinning. hiðmnuiNN Föstudagur 10. ágúst 1956 — 21. árgangur — 179. tölublað Bannað að fara til Kína Óánægja meðal bandarískra fréttamanna í Hong Kong og Japan Bandarískum blaða- og fréttamönnum sem starfa í Hong Kong og Japan hefur verið boöið í för til Kína, en bandaríska utanríkisráðuneytiö hefur neitaö þeim um leyfi til þess að takast þessa för á hendur. Neitun þessi hefur valdið mikilli óánægju meðal frétta- mannanna, því að þetta er í fyrsta sinn síðan Kínverska al- þýðulýðveldið var stofnað að Pekingstjórnin býður banda- rískum fréttamönnum til Kína. Mótinæli Samtök blaðamanna hafa hafa. sent Dulles, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, harðorð mótmæli sökum þessa atburðar, og telja þau neitun þessa ekki samrýmast frelsishugsjónum bandarísku þjóðarinar. Utanrikisráðuneyti Bandaríkj- anna hefur lýst því yfir fyrir sína hönd, að sökum þess að stjórnmálasamband sé ekki milli Kína og Bandaríkjanna, geti Bandaríkjastjórn ekki á- byrgzt öryggi fréttamannanna. Á þessum grundvelli hafi hún neitað fréttamönnunum um far- arleyfi. Aösókn aö málverkasýningu Sveins Björnssonar í Lista- mannaskálanum hefur veriö góö og margar myndir sélzt. Hér er mynd af einu málverkanna á sýningunni, sem opin veröur til 20. þ.m. daglega kl. 10—/*r. Fundur norrænna veitmga- og gisti- hnsaeigenda haldinn í Reykjavíh á mánudag og þriðjudag í næsfu víku Á mánudag og þriðjudag í næstu viku verður haldinn hér í Reykjavík hinn árlegi fundur norrænna veitinga- og gistihúsaeigenda. Það eru samtök veitinga- og gistiliúsaeigenda á Norðurlönd- unum fimni sem að fundi þess- um standa, en hann er eins og fyrr segir haldinn árlega, til skiptis í hverju hinna einstföku Norðurlanda. Samband veitinga- og gistihúsaeigenda hér á landi hefur verið aðili að norrænu samtökunum síðan 1947 og einu Lokomótíf - Winnipeg 10:0 Þær fregnir hafa boriz-t frá rússneska knattspyrnuliðinu Lokomótíf sem hér var um daginn, að það lék í borginni Winnipeg i Kanada í fyrradag og vann með 10 mörkum gegn engu. Gagnrýnir stjórnarsamstarf f ræðu sem Leskinen, aðal- ritari finslca sósíaldemókrata- flokksins, flutti nýlega gagn- rýndi hann stjórnarsamstarf sósíaldemókrata. og Bænda- flokksins. Þótti honum ráðherr- ar sósíaldemóikrata undir of ríkum áhrifum Bændaflokks- manna og ekki leggja nógu mikla áherzlu á iðnvæðingu landsins. En alvarlegt ástand væri í atvinnumálum landsins. Til dæmis hefðu 70.000 Finnar orðið að leita sér atvinnu í Sví- þjóð. Gera yrði ráðstafanir til að ráða bót á ástandinu. Mestur verðmismunur á hrísmjöli og hrísgrjónum í smásöluverzlunum Einnig er talsvert mismunandi verð á sveskjum og tei Hæsta og lægsta smásöluverð ýmissa vöi-utegunda í nokkrum smásöluverzlunum í Reykjavík reyndist vera 1. þ.m. sem hér segir: (I fremsta dálki er lægst verð, í öðrum dálki hæsta verð, en vegið meðalverð í þeim þriðja, miðað við kg. nema annað sé tekið fram). Rúgmjöl 2.40 2.55 2.40 Hveiti 2.75 3.30 3.14 Haframjöl 3.30 3.85 3.68 Hrísgrjón 4.80 6.20 5.21 Sagógrjón 4.80 5.85 5.23 Hrísmjöl 2.95 6.10 5.10 Kartöflumjöl 4.65 5.15 4.85 Baunir 5.70 6.10 5.90 Te ys lbs. ds. 3.65 6.00 4.78 Kakao V2lbs.d. 9.50 11.70 10.06 ICaffibætir 21.00 22.00 21.06 Suðusúkkulaði 76.00 77.00 76.97 Molasykur 4.90 5.80 5.49 Strásykur 2.80 3.85 3.65 Púðursykur 3.50 4.05 3.78 Rúsínur 16.00 23.20 22.23 Sveskjur 70/80 24.00 27.80 25.61 Sítrónur 18.00 20.00 19.03 Þvottaduft útl. 350 gr. pr. pk. 6.10 7.25 7.02 Þvottaduft innl. 250 gr. pr. pk. 2.85 3.85 3.64 Á eftirtöldum vörum er sama vorð í öllum verzlunum: Kaffi brennt & malað pr. kg. kr. 44.80. Mismunur sá er fram kemur á hæsta og lægsta smásölu- verði getur m.a. skapazt vegna tegundamismunar og mismuna innkaupa. (Frá skrifstofu verðgæzlustj.) sinni áður hefur ársfundur sam- takanna verið haldinn hér á landi, árið 1951. Á funjáinum hér í Reykjavík verða rædd ýmis sameiginleg hagsmunamál norrænna veit- inga- og gistihúsaeigenda. Full- trúar á fundinum munu verða um 20 talsins, þ.á.m. Villads Olsen, formaður danska sam- bandsins og forseti heimssam- taka gistihúsaeigenda. Innan alþjóðasambandsins eru nú tal- in 120 þús. fyrirtæki og ein- staklingar. Gistirúmum fækkar Sjálfsagt verður á fundinum vikið að ástandinu í gistihúsa- málunum hér á landi, en það er sem kunnugt er harla bágborið, einkum í Reykjavík. Þess má t.d. geta að síðan 1930, er íbúar höfuðstaðarins voru nær helmingi færri en nú, hefur gistiherbergjum í bænum fækk- að! Þá voru hér starfandi fjög- ur hótel, nú eru þau þrjú: Hót- el Borg með 36 herbergjum, Hótel Vík með 25 og Hótel Skjaldbreið með 26. Auk þess eru svo stúdentagarðarnir starf- ræktir fjóra mánuði á sumrin sem gistihús, en þar eru 90 herbergi. Ástandið í gistihúsa- málum úti á landi hefur hins- vegar batnað á nokkrum stöð- um á sl. árum, risið hafa upp ágætis gistihús við Hreðavatn, á Akranesi og í Borgarnesi. Fjórar ferðir Ferðafélagsins Ferðafélag íslands efnir til fjögurra skemmtiferða um næstu helgi. Tvær ferðirnar eru hálfs annars dags, þ.e. í Þórsmörk og Landmannalaug- ar. Þá er 2l/o dags ferð um Kjalveg til Hveravalla og loks 9 daga óbyggðaferð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.