Þjóðviljinn - 29.09.1956, Page 7

Þjóðviljinn - 29.09.1956, Page 7
Laugardagur 29. september 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Vitavarzla eða skósmíði heiði hæit mér vel~ ngur, Leopold Infeld, einn Hinn frægi pólski eðlisfræð- nesti sérfræðingur nútímans í geimgeislum, var um margra ára skeið náinn samstarfsmaður Alberts Ein- steins í Bandaríkjunum — unz hann hvarf heim til föðurlands síns fyrir nokkrum árum, og ei nú meðlimur pólsku vísindaakademíunn- ar. ínfeld hefur skrifað endurminningar sínar um Einstein, og er eftirfarandi grein kafli úr þeim. Leopold Infeld: Minningar um Einstein þá hefði ég dútlað við eðliefræði í fómsfundym Samvinna okkar Ein- steins leiddi til á- gætrar vináttu okkar í milli. Við töluðum oft saman um Þjóðfélagsmál, stjórnmál, kynni mann.a og samband sín á milli, vísindi, heimspeki og um fram allt um framtíð vísindanna og takmark. Ég kynntist honum æ betur. Mér lærðist að gera mér grein fyrir viðhorfum hans, sem ætíð voru, svo undarlegt sem það kann að virðast, í algeru samræmi við aðalþætt- ina í persónuleika hans. Fáir menn munu hafa kynnz't svo mörgu fólki sem Einstein. Öllum varð vel við hann og kusu sér- hann að vini. Það var tiltölulega auðvelt að ná fundi hans, en öllu erf- iðara að fá nánari kynni af honum. Hann fékk fjölda bréfa víðsvegar að, og hann reyndi að svara flestu af því, sem honum fannst svaravert. En Þrátt fyrir þetta og þó að hann væri hvarvetna boðinn og vel- kominn, var hann þó ætíð einmana. En hann undi vel einveru, og kaus að vera ó- truflaður við störf sín. Hefði kosið að vera vitavörður ■VTokkrum árum áður ’ en fundi okkar bar sáman í fyrsta sinn, hafði Ein- stein haldið ræðu í Albert Hall, fyrir hönd landflótta vísinda- manna frá Þýzkalandi, sem þá voru farnir að streyma þaðan iil ýmissa landa. Hann gat þess í ræðunni, að vel gæti far- ið á því að vísindamenn væru hafðir til ýmissa annarra starfa. Sem dæmi nefndi hann vitavörzlu, sem hann sagði, að mundi hæfa vísindamönnum einkar vel, vegna þess hversu einfalt verk þetta væri, en ágætt næði í vitanum og mik- ill tími afgangs til að sinna fræðum. Þetta þótti vísinda- mönnúnum skrítið að heyra. En Einstein var þetta alvara. Sjálfum hafði honum þótt næsta fýsilegt að eiga heima í vitatumi og mega vera laus við ásókn manna og hinar ýmsu skyldUr, sem stöðu hans — Hugur minn hefur aldr- ei verið sérstaklega bund- inn einu landi eða ríki. fylgdu. En flestum öðrum vís- indamönnum mun vera öfugt farið. Sjálfur hlýt ég að játa, að mér var illa við að þurfa að starfa einangraður, en það hlaut ég að gera í átta ár. Það er flestra manna reynsla, að einangrun sé ekki holl vísinda- manni, því hann þarfnist upp- örfunar og félagsskapar, en einangrun sé honum til niður- dreps. Þó er afburðamaðurinn undantekning frá þessu. Ein- stein gat starfað hvar sem hann var staddur. En það skildi hann ekki, að öðrum kynni að vera öðruvísi farið. Honum lík- aði ekki að þurfa að vinna fyr- ir sér með vísindum sínum. Hann áleit það mikið happ að hafa aldrei verið nauðbeygður til .að vinna fyrir sér. Árin sem hann dvaldi í Sviss, leið honum vel.. Þar fannst honum anda að sér góðu, samkeppni og metings meðal prófessor- anna gætti þar minna en hann átti að venjast, og vinnustund- irnar urðu honum drjúgar. Oft sagði hann við mig, að sér mundi ekki þykja neitt að því, að þurfa að vinna eitt- hvert nytsamt hversdagsverk, svo sem að gera skó, en hafa eðlisfræðina í hjáverkum og mundi hann kjósa þetta held- ur en eiga að kenna eðlisfræði. En eðlisfræðina mat hann um- fram flest annað. Þessvegna þótti honum miður að hafa hana sér að tekjulind. Hann hefði heldur kosið að hafa eitt- hvað annað sér til framfærslu, en hafa fræði sín og vísindi óflekkuð af hversdagsstriti. Þó að þetta kunni að virðast af litlum rökum hugsað, var það þó í samræmi við skapgerð Einsteins. Skýr hugsun Jeiðir til góðvildar "’g lærði mikið í eðlisfræði af Ein- stein, en þó þykir mér enn meir vert um manninn sjálfan en Þannig skildi Albert Einstein við vinnustofu sína ...... .. í siðasta.sinn Tvær einkennandi myndir af Einstein fræði hans. Einstein var allra manna vinsamlegastur, um- burðarlyndastur og hjálpsam- astur. Ábyrgðartilfinning, sem sprettur af skýrri hugsun, er mikil hvatning til mannúðar. Skýr hugsun styður góðvild og heiðarleik, og það kemur af því að þetta gerir lífið auðveld- ara og eyðir þrætum og þeim vanda sem af þeim leiðir. Hvorttveggja: góðvildin og þekk- ingin getur leitt til velfarnaðar, en þó er mér nær að halda, að þekkinguna megi síður vanta, því .að eintóm góðvild getur auðveldlega lent á glapstig- um. Einstein var fágætur maður, hvað þetta snerti. Þó að hann hefði hugann allan við vísindi sín, var hann reiðubúinn að hjálpa mönnum, sem til hans leituðu, svo framarlega sem honum fannst vera þörf á því og útlit fyrir að hjálpin kæmi að gagni. Hann gaf meðmæli í þúsundatali og mörgum mönn- um gjaf hann ráð. Hann gat haft til að sitja lengi hjá sjúkum mdmii og tala við hann ef fjöl- skylc^a sjúklingsins hafði fengið ha'nni til að trúa þyÍQ að sjúk- lingnum myndi hægjast af því. Einstein var þægilegur í við- móti, broshýr og alúðlegur og lét enga óþolinmæði á sér sjá, þó að viðtölin tefðu hann frá því, sem hann hafði með hönd- um. Einangrun háði honum ekki ó að ég sé allra manna áhugasam- astur um þjóðfélagslegt rétt- læti og ábyrgð, er mér þó ekki lagið að bindast öðrum mönn- um. Ég vil ekki láta leiðast af neinum. Aldrei hef ég bund-. izt órofa tryggð ættlandi mínu, góðkunningjum og jafnvel fjöl- skyldu svo að ég treysti mér ekki til að losa um böndin, og tilhneigingin til að vera einn sér hefur farið vaxandi með árunum“. Þetta skrifaði hann einu sinni, og hann bætti við: „Slík einangrun getur verið þungbær, en ég sakna þess ekkf að fara á mis við skilning og samúð annarra manna. Ég þyk- ist samt vita, að ég fari nokk- urs á mis, en hins vegar hef ég getað orðið óháður siðum, Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.