Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 2
2) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 9. oktober 1956 I dag er þriðjudagurinn 8. október. Demetrius. — 283. dagur ársins. — Tungl í hásuðri kl. 16.58. — Ár- degisháflæði kl. 8.42.. Síð- degisháflæði ki. 21.03. Þriðjndagur 9. október 8.00—9.00 Morg- unútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.00—13.15 Há- degisútvarp. 15.30 Miðdegisút- varp. — 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum (plöt- ur). 19.40 Auglýsingar 20.00 frétt- ir. 20.30 Erindi: Frá Spáni; síð- ara erindi (Jón Guðnason stud. mag). 21.00 Tónleikar (plötúr): Tvö hljómsveitarverk: „Spánn“ og „Hjarðljóð“ eftir Chabrier (Lamoureux hljómsveitin leikur; Jean Fournet stjórnar). 21.25 Er- indi: Heimsókn í danskt kvenna- fangelsi (Frú Þóra Einarsdóttir). 21.40 Tónleikar: Sellóleikararnir Pablo Casals og Maurice Gendr- on leika lög eftir Schumann (plötur). 22.00 Fréttir og veður- fregnir. Kvæði kvöldsins. 22.10 Kvöldsagan: „Sumarauki" eftir Hans Severinsen; IX. (Róbert Arnfinnsson leikari). 22.30 „Þriðjudagsþátturinn“, óskalög ungs fólks og fleira. — Jónas Jónasson og Haukur Morthens sjá um þáttinn. 23.30 Dagskrár- lok. Pan Ameriean flugvél er væntanleg til Kefla- víkurflugvallar í fyrramálið frá New York og heldur áfram til Oslóar og Kaupmannahafnar. Flugvélin er væntanleg til baka annað kvöld og fer þá til New York. Miliilandaflug: ípf Milii'landaflugvéiin Gullfaxi fer til London kl. 9.30 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjávíkur kl. 24.00 í kvöld. Millilandaflugvélin Sólfaxi fer til Osló, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 9.00 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er ráðgert að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauðár- króks, Vestmannaeyja og Þing- eyrar. Á morgun er ráðgert að fljúga tiT Akureyrar, fsafjarðar, Sands og Vestmannaeyja. Þakkir og greinargerð Sofnuninni til lömuðu konunnar til bílkaupa er nú lokið. Þetta hefur safnazt svo mér sé kunn- ugt: Afhent Morgunbl. kr. 15.935,70 Afhent Tímanum .... — 650,00 Afh. Þjóðviljanum — 1730.00 Af-hent séra Gunnari Ámasyni .......... — 4165,00 Samtals kr, 22.480.70 Hafa menn þannig sem oft áð- ur hlaupið skjótt undir baggann og sýnt mikið veglyndi. Ekki að- eins í Reykjavík, heldur líka úti á landi. Markinu er náð. Kon- an getur eignast bílinn og lært að aka honum. Sú vissa mun öllum gefendunum gleði. í nafni lömuðu konunnar og ann- arra, sem staðið hafa að söfnun- inni, flyt eg öllum, sem hér eiga einhvem hlut að máli alúðar þakkir og bið Guð að launa vel- vild þeirra og örlæti. 8. 10. 1956. Gunnar Árnason Basar Kvenfélags Háteigssóknar er í dag kl. 2 síðdegis í Góð- templarahúsinu uppi. Næturvarzla er í Lyfjabúðinni Iðunni, Lauga- vegi 40, sími 7911. Ungmennastúkan Hálogaland Fundur í kvöld kl. 8.30 í Góð- tempiarahúsinu. Inntaka nýrra félaga. Innheimta félagsgjalda. — Árelíus Níelssorv i — Þú getur ekki ímyndað þér allt það erfiði sem ég hef lent í með manninn minn. Hann var nefnilega stelsjúkur, og ég neyddist loks til að fara með hann til sálfræðings. — Og batnaði honum af því. — Ja, nú tekur hann raunar aðeins þá hluti sem okkur vantar .... Prentarakonur! Kvenfélagið- Edda heldur fund í félagsheimilinu í kvöld kl. 8,30. Mætið vel. Gamilir >neniendur frk. Sigur- borgar Kristjánsdóttur fyrrum forstöðukonu húsmæðra- skólans á Staðarfelii hafa ákveð- ið að efna til samsætis í tilefni af sjötugsafmæli hennar fimmtu- daginn 11. október. Samsætið verður haldið í Tjarnarkaffi 14. október og hefst kl. 7. Nemend- ur, eldri og yngri, sem viidu taka þátt í samkvæminu, til- kynni þáttöku sína í síma 80756 og í Regnhlífabúðina Laugavegi 19. Happdrætíi Háskóla íslands. Á morgun verður dregið í 10. flokki happdrættisins. Vinningar eru 1000, auk 2 aukavinninga, samtals 512300 kr. í dag eru síðustu forvöð að endurnýja og kaupa miða. I. Handíða- og myndlistaskólinn. Umsækjendur um myndlista- og teiknikennaradeild skólans sem enn eigi hafa gengið frá innrit- un sinni, eiga að koma í skól- ann, Skipholti 1, á morgun kl. 2.15 síðd. Kennslan í þessari deild byrjar á fimmtudaginn. Þeir sem sótt hafa um upptöku í kvöldflokka skóians í teiknun og listmálun, og ekki hafa enn á- kveðið í hvorum flokknum þeir verða, eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu skólans sími 82821, í dag kl. 4—7 síð- degis. Gésturinn, tímarit um veitingamál, hefur borizt. Þar skrifar Böðvar Stein- þórsson grein- 1 ina Alþýðusamband íslands 40 ára. Elías V. Árnason skrífar um veitingastofu Loftleiða á Reykjavíkurfiugvelli. Sagt er frá Matsveina- og veitingaþjóna- skólanum og þingi norrænna veitingahúsaeigenda. Þá er birt reglugerð fyrir Matsveina- og veitingaþjónaskólann. Sagt er frá starfsemi S; M. F. árið 1954. Grein er um Jósep Gíslason sjö- tugan. Þá er þátturinn Úr ýms- um áttum. — Ritstjóri Gestsins er Böðvar Steinþórsson. KONUB— munið sérsundtíma ykkar í Sund- höllinni mánudaga, þt-iðjudaga miðvikudaga og fimmtudaga kl. 9 síðdegis. Ókeypis kennsla. Norska bókasýaiaigin í Listamannaskálarmm er opin daglega kl. 10—22. Komið og skoðið fallegar bækur og athugið hvort þið viljið ekki eignast eitthvað af þeim. I Sllefsii al 20 áza afmæli Þióðviljans: Það er kallað á manninn Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík, fer þaðan í kvöld kl. 21 austur um land í hringferð. Esja er á Austfjörð- um á leið til Reykjavíkur. Herðu- breið er á Austfjörðum á leið til Reykjavíkur. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill er á Vestfjörð- um. Skaftfellingur fer til Vest- mannaeyja í kvöld. Baldur fer til Gilsfjarðarhafna í kvöld. ? Eimskip: Brúarfoss fór frá Húsavík 5. þ.m. til London og Boulogne. Dettifoss kom til Reykjavíkur í fyrradag frá New York. Fjallfoss fór frá Vestmannaeyjum í fyrradag til Grimsby, Hull og Hamborgar. Goðafoss fór frá Eskifirði í gær til Norðfjarðar, Raufarhafnar, Dalvíkur, Siglufjarðar og Vest- fjarðahafna. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn 6. þ. m. til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 6. þ.m. frá New York. Reykjafoss kom til Reykjavíkur 3. þ. m. frá Hull. Tröllafoss fór frá Wismar í gær til Rotterdam, Hamborgar og Reykjavíkur. Tungufoss kom til Gravarna í fyrradag; fer þaðan til Lysekil, Gautaborgar og Kristiansand. Sambandsskip; Hvassafell kom við í Kaup- mannahöfn í gær á leiðinni til Ábo og Helsingfors. Arnarfell fór frá Stettin á laugardag áleið- is til Vestur- og Norðurlands- hafna. Jökulfell lestar á Aust- fjarðahöfnum. Dísarfell fór frá Reykjavík 1. þ. m. áleiðis ,til Patras og Piraeus. Litlafell er á Þórshöfn. Helgafell fór væntan- lega í gær frá Stettin áleiðis til Austur- og Norðurlandshafna. Hamrafell væntanlegt til Caripito á morgun. Cornelia B I er í Borgarnesi, fer þaðan í dag til Stykkishólms og Ólafsvíkur. Þegar Þjöðviljinn höf göngu sína, var Spánarstyrjöldin í algleymingi; og fyrstu mán- uði blaðsins eru aðalfyrir- sagnir blaðsins oftar um þá styirjöld en nokkur önnur tíð- indi. 17. febrúar 1937 birti Þjóðviljinn þessa „hvöt frá Romain Rolland" „til allra þjóða“. „Skelfingarópin rísa upp úr brennandi rústunum í Madrid. Þessi ríkláta borg, sem forð- um var drottning heimsveldis I hinum gamla og nýja heimi, — borgin, sem áður fyrr var eini brennidepillinn, er menn- ing kveldlandanna geislaði frá, er nú undirlögð eldi og Það á að stækka þennan land- skika um helming. Trén mega ekki standa inni á nýja landinu, og það verður að vera ferhyrnt eftir sem áður. Laugivej? 3ft — Siml 82201" Fjölbreytt árvai nS etelnbringuin. — Pósisemiuiife Þannig skyldi þessum finim hlutum raðað saman í eitt tafl- borð. Afmælishappdrætti Þjóðviljans fæst núna í Sölu- tuminum við Arnarhól og Sölu- tuminum við Laugaveg 30. Romatn Rolland dauða af völdum afríkumára og annars málaliðs, hverra foringjar eru svo ósvífnir að þykjast berjast fyrir heill Spánar, landsins sem þeir eru að leggja í eyði, — fyrir mál- stað menningarinnar, sem þeir þó fótumtroða. Þúsundir kvenna og barna hafa verið deyddar, limlestar, brenndar Iifandi. Borgarhlut- ar alþýðunnar hafa einkum verið skotspónninn. Sjúkra- húsum er heldur ekki hlíft. Gömlu hallirnar, frægu, standa í Ijósum loga. í dag er það höll hertogans af Alba, á morgun verður það Prado. Listaverk heilla alda eru eyðilögð í sprengjuhríð- inni. Velasques deyr með þjóð sinni . . . Og það er einmitt á þeirri stundu, sem hetjur Madrid- borgar berjast upp á líf og dauða, áð þeir Hitler og Mussolini viðurkenna stjórn Francos, stjórn Afríkumanns- Farsóttir í Reykjavík vikuna 15.—22. sept 1956 sam- kvæmt skýrslum 13 (14) starf- andi lækna. Hálsbólga . . . (45) Kvefsótt . . . . 48 (56) Heilablástur . . 1 ( 0) Iðrakvef . . . . . 14 (12) Heilasótt . . . . . 1 ( 0) Hvotsótt . . \ ‘'. . 2 ( 0) Kveflungnabóiga . . . 3 ( 0) Taksótt . . . 1 ( 0) Rauðir hundar . . . . 10 (27) Skarlatssótt . . , . 2 ( 3) Munnangur . . . . 2 ( 0) Hlaupabóla . . 1 ( 1) Ristill ( 1) (Frá borgarlækni). ins sem er að myrða Spán með ítölskum og þýzkum vopnum. Og hann hefur ekki fengið þau öll gefins. Franco borgar liðsinnið með því að veita Þjóðverjum og ítölum aðgang að auðlindum Spánar, og stöðum sem hafa hernað- arþýðingu. . . . Vitstola eru þeir menn, sem ekki gera sér ljóst, að blóðið frá glæpa- verkum þeirra í dag mun fyrr en varir koma yfir höfuð þeirra eigin þjóða, að villi- mennska sú, er þeir hafa leyst úr læðingi, mun varpa logandi tundri að þeirra eigin borgum. Og eftir Madrid og Barcelona (það er tímaspurs- mál hvenær Barcelona verð- ur fyrir sprengjuhríðinni) koma Róm, Berlín, London, París. . . . Stórþjóðir Evrópu, mæður menningarinnar, kasta sér eins og hungraðir úlfar yfir eina bræðraþjóð sína, til að rífa hana í sig, áður en þær leggja til úrslitaorustu sín á milli. Vei þeim tímum sem framundan eru, þeim tímum sem þegar eru komnir. Maðurinn! Maðurinn! Það er hann, sem kallað er á! Það er hrópað til ykkar, menn Ev- rópu og Ameríku! Hjálpið Spáni, okkur, svo að við ekki förumst! Svo að þið ekki far- izt! Því áð það erum við og þið, sem erum í hættu. Látið ekki afmá af jörðinni þessar konur, þessi börn, þessi auð- æfi. Ef þið þegið nú, kemur næst að bömum ykkar, kon- um. Öllu, sem þið elskið, öllu sem gefur lífinu fegurð og helgi. Ef þið látið viðgang- ast sprengjuregn yfir sjúkra- hús og listasöfn, borgarhluta alþýðunnar, lítil börn að leikjum, þá mun röðin koma að ykkur, fyrr eða síðar, hverrar þjóðar sem þið eruð. Hver megnar að slökkva hál eyðileggingarinnar, ef það tekst ekki í upphafi ? Bálið umlykur þá allan heiminn. Fljótt! Ennþá fljótar! Rísið á fætur, talið, hrópið, starfið! Þó að við gætum ekki afstýrt þessu stríði, þá verðum við að skapa virðingu fyrir al- þjcðnrétti og lögum. •Leggium okkur i’ram til bjargar sakleysirgjuhum. Þjóðirnar verða að samein- ast í einum anda án tillits til kynþátta, flokka eða trú- arbragða, og koma písiarvott- unum til hjálpar". Þessi hvöt hins aldna skálds var tekin eftir Veien frem, tímariti Nordahls Griegs; og í sama hefti ritsins skýrði hann frá því að norskir sjó- menn hefðu neitað að sigla til þeirra hafna á Spáni sem fasistar réðu þá yfir. 1 þessu tbl. Þjóðviljans birtist einnig þessi grein Griegs, og lauk henni svo, í þýðingu Þjóðvilj- ans: „Einhverjir verða að byrja á því að gefa heiminum nýtt hjartalag. Norsku sjómenn- irnir eru byrjaðir.“ Viðkvæðið er: er édýrcist í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.