Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 9
RITSTJÓRI: FRtMANN HELGASON * Þriðjudagur 9. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Fraiii Hanstmótið: Yíking 4r0 Vilhjálmur Einarsson setur Norðurlandamet í þristökki Hann stökk 15,83 metra á íþróttamóti í Karlstad í Svíþ|óð sl. laugardag Bezta afrek Islendings í frjálsum íþrótt- um — 11. bezti árangur í þrístökki Á sunnudaginn komu hing- að til landsins nokkrir ís- lenzkir frjálsíþróttamenn, sem að undanförnu hafa kepp't í Austur-Evrópu við ágætan orðstír, þ.e.a.s. þeir sem kepptu á minningarmótinu um Rudolf Harbig í Dresden og Vilhjálmur Einarsson, sem tók þátt í alþjóðlegu móti í Búkarest ásamt Hilmari Þor- bjömssyni en fór síðan til Svíþjóðar. Þegar þeir félagar stigu úr flugvélinni höfðu þeir þær fréttir að færa, að Vilhjálm ur hefði unnið það einstæða afrek á íþróttamóti í Karl- stad í Svíþjóð s.l. laugardag að stökkva 15.83 níetra í þrí- stökki og setja þar með nýtt Norðurlandamet. Vilhjálmur átti sem kunnugt er fyrra íslenzka metið í þrístökki; var það 15,32 og sett í. Búka- rest fyrir skömmu. Eldra Norðurlandametið var 15,79, sett af Finna fyrr í sumar. Vilhjálmur stökk aðeins tvisvar á mótinu í Karístad og náði þessum frábæra ár- angri í fyrstu tilraun. Upp- hafsstökk lians var 6,05 m, miðskrefið 4,50 m og loka- stökkið 5,28 m. Síðar stökk hann 15,37 metra, sem einn- ig er betra en gamla met hans. Árangur Vilhjálms Einars- sonar í þrístökki er bezta af- rek sem íslendingur hefur iiökkru sinni unnið í frjáls- naiiuuuiiHavKOMavRaiaiHUMWHaH""*"1 Engtnn lands- leikur við Bandaríkifl íslenzka landsliðið í knatt- spyrnu flaug til Bandaríkj- anna sl. föstudag og í fyrra- dag háði það fyrsta kapp- leik sinn í Fíladelfíu, lék þá gegn bandarísku meist- urunum (atvinnuliði). Úr- slit urðu þau að jafntefli varð, 3 mörk gegn 3. Þeir sem skoruðu fyrir íslenzka liðið voru Þórður Þórðar- son, Sígurður Bergsson og Ríkarður Jónsson. Bandaríkjamenn munu ekki hafa fallizt á að fram færi opinber landsleikur í knatt- spyrnu milli landanna að þessu sinni, en næst leika íslendingarnir í Boston á morgun eða fimmtudag. um íþróttum. Samkvæmt stigateflunni gefur met hans 1179 stig, kringlukast Þor- steins Löve (54,28 m) gefur 1142 stig, 100 m hlaup Finn- bjorns Þorvaldssonar, Hauks Cláusen, Ásmundar Bjarna sonar og Hilmars Þorbjöms- sonar (10,5 sek.) gefur 1129 stig, kúluvarp Gunnars Huseby (16,74 m) gefur 1106 stig, 1500 metra hlaup hann þátt í langstökkskeppni í Bofors og Halstadhamn i Svíþjóð. Á fyrri staðnum stökk hann 7,08 m, en á þeim síðari 6,94. í keppni í Gautaborg stökk hann 6,92 metra og sigraði þá m.a. Svíann Bengt Johannson, sem lengst hefur stokkið 17,15 metra. Strax þegar Valur og Þróttur höfðu lokið leik sínum, átti leik- ur Fram og Víkings að hefjast, en þegar til átti að taka vildi svo til að sami dómari átti að dæma báða leikina þennan dag. Þeir aðilar sem eiga um þetta að sjá höfðu ekki fylgzt betur með en þetta, og nú voru komnir 22 leikmenn auk varamanna til að hefja leik, en þar sem dómar- inn var ekki tiltækur leit út fyrir að þeir yrðu að fara heim við svo búið. Eftir nokkra stund fannst maður sem tók að sér að dæma. Þetta er ein sagan um dómaramálin eins og þau eru í dag. Þessi leikur var ekki eins spennandi og fyrri leikur- inn, og stafar það af því að Framarar höfðu leikinn alltaf meira í hendi sinni og áttu auð- veldara með að skapa sér tæki- færi til að skora. Þeir gerðu líka tvö mörk í hvorum hálfleik, og áttu nokkur önnur sæmileg tækifæri sem ýmist voru mis- Haustmótið: Þróttur og Valur skíldu jöín 1:1 í meistaraflokki á sunnudaginn. Vilhjálmur Einarsson Svavars Markússonar (3.51,2 mín.) gefur 1080 stig. En afrek Vilhjálms er ekki einungis bezta afrek íslenzks frjálsíþróttamanns, heldur einnig 11. bezti árangur sem náðst hefur í heiminum í þrístökki frá upphafi og 4. bezta afrek Evrópubúa. A þessu ári hafa aðeins fimm menn í öllum heiminum stokldð lengra en Vilhjálm- ur, þe. Tsérbakoff frá Sov- étríkjunum 16,46, Da Silva Brasiiíu 16,21, Kreel Sovét- ríkjunum 15,91, Kogaghe Japan 15,88 og Tsén Sovét- ríkjunum 15,87. Enn má geta þess, að 15,83 metrar í þrístökki jafn- gikla samkvæmt stigatöfl- unni því að stokkið sé í langstökld 7,94 metrar og á stölng 4,63 metrar, 100 metr- arnir hlaupnir á 10,4 sek, 200 metrarnír á 20,8 og 400 metrarnir 46,5 sek. og kúl- unni varpað 17,18 metra. Áður en Vilhjálmur Ein- arsson keppti í Karlstad tók rrr> NNvruAaoM r > rTr* GTGT&min 'rrf Haustmótið hélt áfram Kepptu þá fslandsmeistaramir og Þróttur, og skildu liðin jöfn eftir nokkuð jafnan leik. Lið Vals varð að leika án þess að hafa sterkasta ljð sitt þar sem fjórir varnarmenn þeirra voru meðal þeirra sem fóru til Banda- ríkjanna í s.l. viku. Þó Valur aigi góða varamenn þá má gera ráð fyrir að fjarvera þeirra iandsliðsmanna hafi haft veikj- andi áhrif á liðið í heild,. og svo gat farið að Þróttur ynni 'eik þennan. Liggur næst að á- líta að jafntefli hafi verið sann- gjörn úrslit eftir marktækifær- um. Valsmenn náðu ekki þeim tök- um á lelknum sem ætlast mætti til af svo leikvönum mönnum leikur þeirra var of stórbrotinn og langspyrnur notaðar í tíma og ótíma, og ef til vill er það óstæðan fyrir því að þeim gekk svo illa að sameinast um góðan og jákvæðan samleik. Vera má að lið Þróttar hafi komið þeim nokkuð á óvart, því til ,að byrja með áttu Þróttarar meira í leiknum og voru nær- göngulir við mark Vals. Og þeg: ar á 5. mín. á Þróttur fyrsta tækifærið til að skora, en Guð- mundur Axelsson er ekkert að flýta sér og verður of seinn að skjóta. Á 13. mín er það Þróttur sem skorar fyrsta markið í leiknum, og var það vinstri útherjinn, Ólnfur Gíslason, sem skoraði af stuttu færi og óverjandi fyr- ir Svein í markinu. Rétt áður hafði vörnin truflazt nokkuð og onnazt, og notaði Ól- afur þá tækifærið. Þetta setti dálítið líf í Vals- menn, sem gerðu nú áhlaup við og við, en Þróttarmenn gáfu sig ekki og á 26. mín skora þeir annað mark sitt. Var það nokk- uð vel undirbúið og kom eftir að þrír menn höfðu sent knött- inn á miili sín án þess að stöðva hann og lóna með hann eins og knattspyrnumenn hér vilja alltaf gera, og eyða dýrmætum tíma. Bill sendir út til Ólafs, sem sparkar strax fyrir markið til Guðmundar Axelssonar, sem tekst að skora. Valsmenn taka nú að skjóta meira en áður, en allt kemur fyrir ekki. Ægir á gott skot af löngu færi, en það fer rétt utan við stöng. Nokkru síðar átti Sig- urður mjög góðan skalla á mark Þróttar en Alexander varði vel. Hálfri mín. fyrir leikhlé kem- ur löng sending frá Val fram völlinn, markmaðurinn hleypur fram, en nær ekki að handsama knöttinn sem hrökk til Ægis. Hann spyrnir á markið, og kem- ur knötturinn innaná stöng jpg í netið. Þannig lauk hálfleiknum fyrri. Snemma í síðari hálfleik er dæmt hom á Þrótt, og spyrnir Gunnar Gunnarsson vel fyrir markið til Sigurðar sem vörn Þróttar lætur standa frían, og hnitmiðar hann rólega skalla í mark, — mjög vel gert. Örlaga- ríkt fyrir hægri bakvörðinn að gleyma sér svo sem þarna átti sér stað. Fieiri mörk voru ekki skoruð. Valsmenn voru heldur ágengari við mark Þróttar í síðari hálf- leik og áttu nokkur skot að marki Þróttar, en flest voru þau of há og ónákvæm. Síðasta tækifærið í leiknum átti Þróttur. Jón Magnússon er kominn inn fyrir til hliðar við markið. Sveinn gerir rétt í því að hlaupa út og tekst að verja. Bezti maður varnar Vals var Magnús Snæbjörnsson, en of stórbrotinn í spyrnum og stund- um of óvæginn og harður í ná- vígi, en hann var miðframvörð- ur. Sigurður Ólafsson var vinstri bakvörður og var undraöruggur í spyrnum og staðsetningum. Framlínan í heild er hin veika hlið Valsliðsins í dag. Björgvin er eini maðurinn með baráttu- þreki, en stu.ndum full harður. Gunnar Gunnarsson er ekki eins góður og oft áður, af hverju sem það stafar. Framhald á 10. síðu notuð eða Ólafur bjargaði og það stundum með mikilli prýði. Fyrsta markið fékk Fram þó ódýrt þar sem varnarmaður Vík- ings ætlar að skalla til mark- manns, en hann er þá farinn út til að hirða knöttinn, og fer hann yfir Ólaf og í markið. Næsta mark skoraði Dagbjartur með þrumuskoti af stuttu færi sem ómögulegt var að bjarga. Þriðja markið gerði Guðmundur Óskarsson með þrumuskoti sem strauk stöngina innanverða og í netið. Halldór Lúðvíksson skor- aði síðasta markið. Leikurinn var ekki eins ójafn eins og mörkin benda til. Vörn Víkings var oft nokkuð virk og einstaklingar hennar dug- legir, en þó henni tækist að hreinsa frá markinu kom knött- urinn alltaf- fljótt aftur. Varð hún þar að gjalda þess að fram- línan var ekki samtaka, og þeim tókst illa að halda knettinum og að vinna jákvætt með hann. Þrír þeirra eru nýliðar, og því varla von að þeir sleppi við byrjunarörðugleika. Gissur var ekki eins ágengur og sækinn og hann hefur oft ver- ið í leikjum, og var ekki sá leið- togi sem hann hefði þurft að vera. Björn Kristjánsson var duglegur, en hann heldur knett- inum of lengi og á til að spyrna út í loftið án þess að hugsa. Ef Björn tæki leikinn með meiri alvöru en hann gerir mundi hann hækka mjög í gengi sem knattspyrnumaður, en í honum hefur alltaf verið góður efni- viður. f heild hefur Víkingsliðinu farið aftur síðan í vor, og er það slæmt, en einmitt nú er nauðsyn að berjast fjrrir til- veru sinni. Þrátt fyrir yfirburði Rram var leikur þeirra of sundurlaus miðað við þá mótstöðu sem þeir höfðu. Margir þeirra ráða yfir það mikilli leikni að þeir ættu að geta verið nákvæmari í sendingum en Þeir voru. Svo er galli á leik þeirra, og er það raunar sameiginlegt með flesta knattspyrnumenn hér: hvað þeir vilja halda knettinum á lofti og jafnvel stutt sending er látin fara loftleiðis sem gerir þeim sem við tekur miklu erfiðara fyrir að hemja knöttinn og er beinlínis til þess að tefja leik- inn. Þetta ættu hinir ungu Framarar að taka til íhugunar. Liðið rheild er jafnt. Aftasta vömin er örugg, og Steinn virð- ist lofa góðu sem miðvörður. Reynir lék ekki með að þessu sinni. Halldór Lúðvíksson lék í hans stað. Framlína Framar- anna gerði margt laglega, en hún á eftir að slípast og falla betur saman, þeir eru ekki enn búnir að finna verulega . lagið á því að opna vörn mótherj- anna. Einar og Guðmundur Óskars- son voru beztu menn framlín- unnar, og munar þó litlu. Björg- vin kann sýnilega ekki eins ve) við sig sem útherji og miðherji. Eftir þennan leik hefur Fram 5 st. og á eftir einn leik, við Val. Þróttur hefur 5 st. og hefur leik- ið alla leiki sína. Valur hefur 3 st., en á eftir að leika við Fram og Víking. KR hefur 3 st., og hefur leikið alla leiki sína. Vík- ingur hefur ekkert stig, en á é- leikið við Val.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.