Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 9. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Um sí'ó'ustu helgi kusu mörg verkalýðsfélög fulltrúa sína á Alþýðusambandsþing. Á öðrum stað í blaðinu er sagt frá kosningum í Vestmannaeyjum, en hér fara á eftir nöfn fulltrúa nokkurra annarra félaga. Fulltraai blikksmiða Félag blikksmiða kaus Helga Hannesson aðalfulltrúa og Kjart- an Guðmundsson varafulltrúa. Fnlltraai Fiamsókitar Verkakvennafélagið Framsókn kaus eftirtalda fulltrúa: Jóhanna Egilsdóttir, formaður félagsins, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Jóna Guðjónsdóttir, Guðrún Þorgeirs- dóttir, Þórunn Valdimarsdóttir, Guðbjörg Bryinjólfsdóttir, Pál- ína Þorfinnsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Línbjörg Árna- dóttir, Anna Guðnadóttir, Jenní Jónsdóttir, Sólborg Einarsdóttir og Sólveig Jóhannesdóttir. FnSStrai KHádkvenna Félag ísl: nuddkvenna kaus Kristínu Fenger aðalfulltrúa og Sigríði Gisiádóttur til vara. Fulltrai Meista Bílstjórafélagið Neisti í Hafn- arfirði kaus Ingvar Ingvarsson fulltrúa sinn á Alþýðusambands- þing. Fulltzúar Esi’h Verkaiýðsfélagið Esja í Kjós kaus Brynjólf Guðmundsson, for- mann iélagsins . aðalfulltrúa á Alþýðusambandsþing og Ásgeir Norðdahl til vara. Voru þeir sjálfkjörnir. Fulltmar Kaldrananess- marnta Verkalýðsfélag Kaldrananes- hrepps kaus Guðmund Ragnar Árnason íulltrúa sinn á' Álþýðu- sambandsþing, Verkamaunaféiagið Eram á Brjóstmynd sú af M. E. Jessen fyrrum skólastjóra Vél- skólans í Reykjavík sem afhjúpuð var í skólanum sl. laug- ardag. Myndina gerði Ríkarður Jónsson myndhöggvari. 8.30 síödegis. i Verkamannalélagið Dagsbrún Félogsfundur fimmtudaginn 11. október 1956 kl. | D A G S K R Á : [ ■ i 1. Félagsmál. ■ 2. Kosning fulltrúa á 25. þing Alþýðu- sambands íslands. m m 3. Lúðvík Jósefsson ráðherra talar um \ efnahagsmálin. . ■ ■ Fundurinn er aðeins fyrir aöalfélaga og ber j þeim að sýna dyraveröi greiöslukvittun fyrir fé- lagsgjaldinu 1955. Stfómin. Sauðárkróki kaus þá Vaidimar Pétursson og Jón Friðbjörnsson aðalfulltrúa á Alþýðusambands- þing og Svein Sölvason og Sig- urð Stefánsson til vara. Fnlltrúar Húsvíkinga Verkamennafélag Húsavíkur kaus aðalfulltrúa þá Ásgeir Kristjánsson, formann félagsins, Jónas Sigurjónsson og Einar M. Jóhannessón og varamenn þá Arnór Kristjánsson, Þráinn Maríasson og Halldór Þorsteins- son. Fullfrúi Bárannar Verkamannafélagið Báran á' Eyrarbakka kaus Kristján Guð- \ mundsson, formann félagsins, fulltrúa sinn á Alþýðusambands- þing. Fulltiuar Jökuls í Horaa- firðs 1 Verkalýðsfélagið Jökull á Höfn í Hornafirði kaus Halldór Sverr- „isson fulltrúa sinn á Alþýðu- ' sambandsþing og Benedikt Þor- ' steinsson varafulltrúa. Fulltrúi Gerðamanna . Verkalýðs- og sjómannafélag -Gerðahrepps kaus Eggert Jóns- son aðalfulltrúa sinn og Pál Sig- urðsson til vara. Fulltrúi Vafnsleysu- strandamanna Verkalýðsfélag Vatnsleysu- strandarhrepps kaus Eirík Krist- jánsson fulltrúa sinn á Alþýðu- sambandsþing. FuOfrúar Keflvíkinga Allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur lauk á sunnudaginn. Af 407 á kjörskrá greiddu 199 atkv. A-listinn, listi Ragnars Guð- leifssonar fékk 134 atkv. en B- listinn, listi manna úr vinstri flokkunum, fékk 57. Þessir voru kosnir fulltrúar á Alþýðusambandsþing: Ragnar Guðleifsson, Ólafur Björnsson, Friðrik Sigfússon, Kjartan Ólafs- son. Varamenn eru: Guðmundur Gíslason, Guðlaugur Þórðarson og Björgvin Hilmarsson. Fulltrúar H.S.P. Lokið er allsherjaratkvæða- greiðslu í Hiriu fSlenzka prent- arafélagi um kjör fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Kosningu hlutu allir af A-lista, þeir: Magnús Ástmarsson með 168 atkv., Kjartan Ólafsson með 172 og Sigurður Eyjólfsson með 157 atkv. Frambjóðendur B-lista fengu atkvæði sem hér segir: Sigurður Guðgéirsson 75, Kári Sigurjónsson 67 og Óðinn Rögnvaldsson 75. Bílstjórafélag Rangæinga Bílstjórafélag Rangæinga kaus Andrés Ágústsson aðalfulltrúa og Ottó Eyfjörð varamann hans. Jón Tónasson svarar ósannindum Ólafs Sveinbjörnssonar Frá Jóni Tómassyni, mann- inum sem vakti tvær nætur yfir búslóð sinni við Víði- mel 58, eftir að honum hafði verið vísað úr íbúðinni, hef- ur Þjóðviljanum borizt eft- irfarandi: „Vegna þess að ég sá Morgunblaðið ekki fyrr en seint á laugardaginn, eftir að ég var hættur vinnu, gat ég ekki svarað því sem þar er sagt um mig, en vil ekki láta ósannindum Ólafs Sveinbjörnssonar „skrif- stofustjóra Reykjavíkurbæj- ar“ ómótmælt. Vil ég biðja Þjóðvilj. fyrir eftirfarandi: í því sem Morgunblaðið hefur eftir fyrrnefndum Ól- afi laugardaginn 6. þm. seg- ir hann að ég hafi talað við sig daginn sem ég fór úr íbúðinni á Víðimel 58. Þetta eru ósannindi. Eg hafði margreýnt að ná tali af Ólafi Sveinbjörnssyni, en mér tókst það ekki fyrr en eftir að ég hafði vakað tvær nætur yfir dóti mínu, eða 3. október. Þegar ég hinn 3. október náði tali af Ölafi Sveinbjörnssyni tjáði ég honum vandræði mín og það sem haft er eftir Ólafi um það samtal: „I því sam- tali minntist hann (þ.e. ég) ekkert á húsnæðisvandræði“ því með öllu tilhæfulaust. Ólafur spurði einmitt hvern- ig stæði á húsnæðisvand- ræðum mínum, og þegar ég sagði honum að ég hefði ekki getað greitt húsaleig- una fyrirfram kvaðst hann myndi liafa lánað mér fyrir húsaleigunni, „en eins og nú er komið þá get ég ekkert fyrir þig gert“, sagði hann. Þá segir nefndur Ólafur að ég hafi 60 þús. kr. tekjur. Sú fullyrðing hans er líka með öllu tilhæfulaus. Brúttó- tekjur mínar sl. ár voru 35 þús. kr., ekki 60 þús., og getur Ölafur Sveinbjörnsson fengið það upplýst hjá skattstofunni — ef hann vill frekar fara með satt en log- ið. Ég vildi gjarna að tekj- ur mínar væru 60 þús. kr. og vona að þá myndi ég geta útvegað mér húsnæði, án þess að þurfa að leita tii manna eins og Ölafs Svein- björnssonar. Með þökk fyrir hirtinguna. Jón Tómasson“ ¥J= samþykkir ráðstafaftir ríkis- stjóraarinnar Stjórn og trúnaðarráð Verka- lýðsfélags Skagastrandar sam- þykkti einróma sl. sunnudag eftirfarandi ályktun: „Fundur lialdinn 7. okt. 1956 í stjóm og trúnaðarráði Verba- lýðsfélags Skagastrandar sam- þylikir fyrir sitt leyti sam- komulag stéttarsamtakanna og ríkisstjórnarinnar um festingu verðlags og kaupgjalds til næstu áramóta. Fundurinn treystir því að þessi tími verði rækilega not- aður til að finna varanlega lausn á dýrtíðarmálunum. Jafnframt skorar fundurinn á ríkisstjórnina að hindra stranglega allar tilraunir til verðliækkana og strangt eftir- lit verði með öll'u verðlagi, jafnt í dreifbýli sem í Reykja- vík“. Fulltraar Reyðfirðinga Verkamannafélag Reyðar- fjrarðarhrepps kaus sl. sunnu- dag Tómas Bjarnason fulltrúa sinn á Alþýðusambandsþing og varamann hans Jóhann Björns- son frá Seljateigi. Fulltrúar járniðnaðar- manna, Ahureyri Sveinafélag járniðnaðar- manna á Akureyri hefur kosið Stefán Snæbjörnsson fulltrúa sinn á Alþýðusambandsþing. Varamaður hans er Lárus Har- aldsson. Nýjar íslenzkar hljómplötur Haukur Morthens hefur sung- ið inn á 2 hljómplötur fvrir Fálkann h.f. nú nýlega og eru þær pressaðar hjá His Master’g Voice í London. Eitt lagið, Hljóðlega gegn- um Hljómskála- garð, er nýr vala eftir Oliver Guð- mundsson, en hann samdi sem kunnugt er lagið Hvar ertu ? sem náði miklum vinsældum á sín- um tíma. Hin lögin eru þrjú er- lend dægurlög með íslenzkum texta eftir Loft Guðmundsson og heita: Gunnar póstur (úr kvikmyndinni ,Davy Crockett')’ Ég bíð þín heillin.... (Meet Me on the Corner) og Vísan um Jóa sem er hið gamal- kunna lag „Billy boy“. Undir- leik á báðum plötunum annað- ist hljómsveit Gunnars Sveins. Á þessu ári eru liðin 10 ár frá því að Hukur söng fyrst með hljómsveit og var það með hljómsveit B jarna heitins Böðv- arssonar. Það má segja að Haukur hafi átt síauknum vinsældum að fagna og hafa plötur með honum helzt í hundraðatali. Alls hefur hann sungið inn á 15 plötur fyrir Fálkann á þremur árum. Meðal þeirra laga sem mestra vin- sælda hafa notið eru: „Eg er kominn heim“, Bjössi kvenna- gull, Kaupakonan hans Gísla £ Gröf og 1 kvöld. Upptökuna á þessum nýju plötum annaðist ríkisútvarpið; þær koma á markaðinn á morg- un. slðsfl söludagur í 10, flokkl. Happdrætti Háskóla Islands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.