Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 12
gÓÐVUJIN
Pétur Jon. Pétur
Anttrés
aoius
don
Oiaiur
Guðiaugur
Vins
tri eining í HreyfSi
KossS i dag og á morgun — Lisfi
vinstri manna er A-lisfi
Þriðjudagur 9. október 1956 — 21. árgangur — 230. tölublað
Hilmar oq Vilhjálmur valdir
til keppni í Melbourne
Stjóm Frjálsíþróttasambands íslands hefur nú valið þá
Hilmar Þorbjörnsson og Vilhjálm Einarsson til að keppa
fyrir íslands hönd á olympíuleikjunum í Melbourne í
næsta mánuði.
Kosning fulltrúa Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils á 25.
þing Alþýðusambands íslands fer fram í skrifstofu fé-
lagsins, Ægisgötu 10, í dag og á morgun. í dag stendur
atkvæðagreiðslan frá kl. 1 til kl. 11 eftir hádegi, og á
morgun frá kl. 1 til kl. 9 e.h.
Sá merki og gleðilegi atburð-
ur hefur nú orðið, að allir
vinstri menn í félaginu hafa
við þessar kosningar sameinazt
um einn lista — gegn íhaldinu.
Er listi vinst.ri manna A-listi,
og skipaður þessum mönnum:
AðaSíulltráar: Pétur J. Jó-
hannsson- Hreyfli, Pétur Guð-
mundsson Norðurleið, Andr-
és Sverrisson B.S.R., Sófus
Bender Borgarbílastöðinni, Jón
Bárðarson Bæjarleiðum, Ólafur
Jónsson Hreyfli, Guðlaugur
Fnlltrái Félags
k j ötiSnaðarmanna
Fulltrúi Félags kjötiðnaðar-
manna á 25. þing Alþýðusam-
bands íslands var kjörinn á
félagsfundi i gærkvöld. Kosn-
ingu hlaut Arnþór Einarsson,
en til vara var kosinn Bene-
dikt Guðmundsson.
Guðmundsson Hreyfli.
Varafulltrúar: Tómas Krist-
jánsson Bifröst, Óli B. Lúthers-
son Landleiðum, Jónas Sigurðs-
son Hreyfli, Erlendur Jónsson
B.S.R., Einar Helgason Borgar-
bílastöðinni, Kristján Jóhannes-
son, Hreyfli, Guðmundur B.
Magnússon Hreyfli.
Þessi samfylking vinstri
manna í bifreiðastjórafélaginu
Hreyfli — gegn íhaldinu — er
í fullu samræmi við hið al-
menna samstarf vinstri aflanna
í verkalýðshreyfingunni, sem
lagður var grundvöllur að á
þingi Alþýðusambandsins fyrir
tveimur árum með mynd-
un þeirrar sambandsstjórnar,
sem nú er í Alþýðusambandinu
— og sem af miklum krafti
og með góðum árangri beitti
sér fyrir því stjórnmálalega
samstarfi vinstri flokkanna,
sem leiddi til myndunar nú-
verandi ríkisstjórnar. _______
Grundvallarskilyrði fyrir því,
Verkalýðsfélag Skagastrandar:
Felur fulltrúum sínum að
ÍhaldsmenM
verSi ekkl
sfinðziingsmenn þeina
i firúnaðavsfiöðui:
Stjórn og trúnaðarráö Verkalýðsfélags Skagastrandar
samþykkti eftirfarandi ályktun einróma á fundi s.l.
sunnudag:
„Fundur haldinn 7. október
1956 í stjórn og trúnað^rráði
Sala aðgöngumiða að blaða-
maEmakabarettinum er í full-
um ganEi og' fer nú að verða
Iiver siðastnr að ná í miða.
Þeiim sem pantað liafa miða
en ekki sátt þá ennþá skal vin-
samlega bent á að sækja þá,
því ella verður ekki komizt hjá
að selja þá öðriun.
Verkalýðsfélags Skagastrandar
felur fulltrúum sínum á 25.
þingi Alþýðusambands Islands
að vinna að frekari einingu
meðal vinstri aflanna í landinu,
og felur fulltrúunum að kjósa
ekki í trúnaðarstöður alþýðu-
samtakanna íhaldsmenn eða
stuðningsmenn þeirra“.
Á fundinum var gengið frá
framboðslista stjórnar og trún-
aðarráðs við fulltrúakjörið á
sambandsþángið. Er listinn
skipaður þessum mönnum:
Aðalmenn: Lárus Þ. Valdi-
marsson, Björgvin Brynjólfs-
son. Varamenn: Jóhannes Hin-
riksson, Hrólfur Jónsson.
til blaðburaðar við
Káisnesbvaat ,
@g llgmiesveg
ÞJÓðVIUINN, sími 7500
að núverandi ríkisstjórn valdi
þeim verkefnum, sem hún — í
samráði við verkalýðssamtökin
— hefur sett sér, er það, að
verkalýðssamtökin standi að
Framh. á 11. síðu
Á ú eyða byggð
Fyrir nokkru birti Þjóðvilj-
inn grein eftir borgfirzkan
bónda um fyrirhugaðar frarn-
kvæmdir — sem sennilega
yrðu til þess að eyða byggð í
Skorradal. — í blaðinu á
morgun verður sagt frá heim-
sókn í Skorradal, skógræktar-
framkvæmdum þar og bænda-
fundi.
Mun Hilmar keppa í 100 og
200 metra hlaupi, en Vilhjálm-
ur í þrístökki. Báðir hafa þess-
ir íþróttamenn náð lág-
marksárangri, sem FRÍ setti á
sínum tíma skilyrði fyrir þátt-
töku á olympíuleikjunum.
Hilmar Þorbjörnsson hefur
tvisvar hlaupið 100 metrana á
10,5 sek. og oft á 10,6 sek. Þá
hefur hann einnig hlaupið 200
m á 21,3 sek. sem er 1/10 sek.
betri tími en tilskilið lágmark
FRÍ og jafnt Norðurlandamet-
inu. Fyrir nokkrum dögum
hljóp hann svo sömu vegalengd
á 21,4 sek. sem kunnugt er og
sigraði þá m.a. tvo af beztu
spretthlaupurum Sovétríkjanna.
Má tvímælalaust telja Hilmar
bezta spretthlaupara Norður-
landa um þessar mundir.
Vilhjálmur Einarsson hefur
tvívegis náð umræddum lág-
marksárangri FRÍ í þrístökki,
og nú síðast sl. laugardag setti
hann nýtt Norðurlandamet í
þeirri, grein, stökk 15,83 metra
(sjá nánar á íþróttasíðu). Skip-
ar þetta afrek Vilhjálmi í röð
allra fremstu þrístökkvara
heims.
Þriðji maðurinn, Valbjöm
Þorláksson, hefur einnig náð
lágmarksárangri þeim sem FRÍ
setti í stangarstökki, hann hef-
ur tvívegis stokkið 4,30 metra.
Taldi stjórn FRÍ eðlilegt að
hann færi einnig til leikanna í
Melbourne, en íslenzka olympíu-
nefndin hélt fast við ákvörðun
sína um að senda tvo keppend-
ur og fararstjóra. Vorður því
ekki af Ástralíuför Valbjörns
að sinni. Með þeim Hilmari og
Vilhjálmi fer Ólafur Sveinsson
sem fararstjóri.
"r H ■
'O'i:
£ s
á /
Utanríkisráðherrafundur Norðurlanda hófst hér í Reykjavík í gærmorgun. Myndin er
af nokkrum fulltrúanna sem þátt taka í fundinum. Efst sjást íslenzku fulltrúarnir
en finnsku fulltrúarnir til vinstri og þeir norsku til hœgri. Annar maður frá vinstri
við borðsendann er Thor Thors séndiherra, þá Emil Jónsson utanríkisráðherra, Hend-
rik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóri og Sigurður Hafstað deildarstjóri. Á miðri mynd-
inni sjást sœnsku* fulltrúatrnir og er Undén utanríkisráðherra annar frá vinstri. Neðst
eru dönsku fulltrúarnir; Christiansen varautanxíkisráðherra er 2. maður frá hœgri.
(Ljósm. Pétur Thomsen)