Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 6
8) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 9. október 1956 ÐVIUINN Otgejandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn Framsýiii og stórhugur? |Lforgunblaðið var fyrir helg- ina að hrósa bæjar- stjórnaríhaldinu og þá ekki sízt borgarstjóra þess fyrir framsýni og stórhug í skóla- málum Reykjavíkur. Tilefnið var það, að borgarstjórinn hafði loks séð þann kost vænstan að viðurkenna al- gjört öngþveiti í skólamálum bæjarins og flutti tillögu í bæjarstjórn um að byggðar skyldu 25 skólastofur á ári í næstu 5 ár. Gætti nokkurrar drýldni í skrifum Morgun- blaðsins og var látið að því liggja að sízt myndi á fram- kvæmdum standa ef ekki stæði á framlögum ríkissjóðs og nauðsynlegum fjárfesting- arleyfum. Voru þessi ummæli blaðsins nánast endurtekning á því sem borgarstjórinn hafði sagt um málið í ræðu sinni í bæjarstjórn. að væri vissulega þakkar- vert ef íhaldið ætlaði nú að rumska í skólamálunum. Eins og á mörgum öðrum sviðum hefur það sofið þar þungum og værum svefni sljó- leika og athafnaleysis. Gagn- stætt öllum nútíma heilbrigð- iskröfum um skólahald verður að þrísetja í flestar skóla- stofur í höfuðstaðnum, og stórhugur „áætlunarinnar" miklu sem Gunnar Thorodd- sen og Morgunblaðið guma nú af gerir ráð fyrir að tvísett sé í þær allar þótt markinu yrði náð! Er ekki nóg með þetta. Svo bngt er ástandið í skólamálum höfuðstaðarins að taka hefur orðið þá fáu leik- skóka, sem reistir hafa verið, undir barnakennslu þótt þeir séu á engan hátt til þess hæf- ir. Af þessum ástæðum fær nú fjö'di reykvískra barna á skó’nskyldualdri enga tilsögn í lögboðnum námsgreinum einsog handavinnu, leikfimi og sirirti. Tii þp.ss eru engin skil- j’r'i í þeim ,,skólum“ sem taka hefur orðið í notkun vema þess að íhaldið hefur sviltizt um að sinna þeim skyldustörfum að reisa full- nægjandi skólahús. Þannig býr sú „framsýni" og sá „stórhugur" sem Morgunblað- ið er að hrósa að ýngstu skólakynslóð Reykjavíkur í dag! |7n hefur íhaldið ekki sínar " afsakanir, kann einhver að spyrja. Hefur ekki staðið á fé og fjárfestingarleyfum o.s.frv. Þessu er því til að svara að áætlað fé til skóla- bygginga úr bæjarsjóði hefur ekki verið notað til að reisa skólahús heldur varið til ann- ars. Innheimta á lögboðnu framlagi ríkissjóðs hefur ver- ið svo slæleg að skuld ríkis- sjóðs hefur komizt á annan tug milljóna! Veitt fjárfest- ingarleyfi til skólabygg- inga hafa ekki verið nótuð heldur látin falla úr gildi! Þannig hefur frammistaða í- haldsins verið í reynd. 1 þessu hefur sá „stórhugur“ birzt ár- um saman sem Morgunblaðið hrósar nú af mestum fjálg- leik. Kröfur sósíalista og til- lögur þeirra í bæjarstjórn um skipulegar athafnir til að fullnægja skólaþörfinni hafa verið hunzaðar árum saman af sljóum og sofandi íhalds- meirihluta. Þetta eru ástæð- urnar til þess að skólamálin í Reykjavík eru komin í slíkt ófremdarástand að ekkert sambærilegt finnst í fámenn- um og fátækum bæjarfélögum úti á landi. Þannig er að búa við skilningslausa og þröng- sýna íhaldsstjóm, eins og þá sem liggur eins og mara á framfaramálum Reykjavíkur. Og þótt íhaldið lofi bót og betrun þegar það verður hel- tekið af óttanum við réttlát- an dóm kjósendanna, munu flestir minnast þess að það<s> hefur fyrr gefið fögur fyrir- heit og samþykkt stórar „á- ætlanir" sem aldrei var ætlað annað hlutverk en slá ryki í augu almennings. Viðunandi lausn í skólamálunum fæst ekki meðan íhaldið fer með meirihlutavaldið, það hefur reynslan sýnt svo eftirminni- lega að ekki verður um deilt. Verkin tala 1-j.að þarf ekki mikla glögg- * skyggni til þess að sann- reyna í verki að Sjálfstæðis- flokkurinn er tæki gróða- brallara og auðmangara, og stefna hans er í einu og öllu sniðin eftir hagsmunum þeirra. Þannig hefur þetta birzt mjög skýrt í því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur snúizt við aðgerðum núver- andi stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamazt gegn þeim aðgerð- um ríkisstjórnarinnar að stöðva verðbólguskrúfuna og halda óbreyttu hlutfalli milli launa og verðlags. Engu að síður voru þessar stöðvunar- aðgerðir höfuðnauðsyn, bæði fyrir allan almenning — þar á meðal þorrann af kjósend- um Sjálfstæðisflokksins — og efnahagskerfi þjóðarinnar. En afstaða Sjálfstæðisflokksins markast af því að verðbólgu- braskaramir töldu að sér veg- ið, mennirnir sem hagnast á því að velta dýrtíðinni yfir á almenning og rýra verðgildi krónunnar. Sjálfur formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors, hefur lýst yfir því í heyranda hljóði að verðbólga og gengislækkun séu sér stór- felld persónuleg hagsmuna- mál. fékk Cjálfstæðisflokkurinn ^ æðiskast þegar ríkisstjórn- in ákvað að tryggja að íbúð- Þessi bókasýning leiðir það í Ijós að Norðmenn búa við fjölbreyttari bókakost en fs- lendingar, og kemur það vænt- anlega fáum á óvart. Sýning- unni er skipt í 18 meginflokka, en þó mætti greina bækumar í enn fleiri tegundir eftir efni. Til dæmis er sögu og landa- fræði skipað saman í eina deild; annar flokkur nefnist „Heimspeki — sálfræði — guð- fræði“, og sýnist nokkurt handahóf á þeirri skipan. Ef við héldum einhverntíma slíka bókasýningu, sem vissulega væri einkar vel til fundið, væri hætt við að okkur dygðu 18 flokkar með einu nafni hver; og mundu þó sumir þeirra verða næsta fáskrúðugir. Það er til dæmis sennilegt að heim- spekiflokkurinn yrði ekki sér- staklega þungur á metunum, og torvelt yrði ,að búa til sjálf- stæðan flokk undir heitinu „Listir". Það er raunar mikils- vert að bækumar skuli verða seldar hér að sýningarlokum — þar fær margur góða bók sem hann hefði ekki átt völ á ella; en hitt ér eðlilegt að sýningin sjálf eggi til samanburðar á norskri og íslenzkri bókaút- gáfu. Ef sá samanburður mætti síðan örva útgefendur og bóka- gerðarmenn til átaka, þá hefði sýningin áorkað því sem mest væri um vert. Við setjumst niður við borð á miðju gólfi í Listamannaskál- anum; og þar kemur upp í hendur okkar Verdens kunst- historie, heimslistarsaga, í 6 veglegum bindum. Það er glæsilegt verk: prýtt myndum af hundruðum listaverka frá öllum tímum og þjóðum, sett fallegu létri á dýran pappír, vandlega bundin: augnayndi. Slíkt verk er mikil fróðleiks- lind og menntunarbrunnur; — og maður hrekkur við: hvar er saga heimslistarinnar á ís- IenzkU? Og þegar maður sér 6. bindi norskrar bókmennta- sögu á öðrum stað, hrekkur hann. aftur við: hvar er sam- felíd íslerizk'.bókmenntasaga frá upphafi fram á okkar daga? Hér um áTið var útgáfa þýddr- ar heimslistasögu á döfinni; en framkvæmdir urðu engar, hvað sem valdið: hefur. Má vera að fyrifhugaður útgefandi hafi tal- ið sér verkið ofviða, er.hann fór að reikna; og kæmi þá enn að því sem stundum hefur ver- ið drepið á hér í blaðinu: út- gefendur ættu öðru hvoru að taka sig saman um útgáfu stórra verka, í stað þess að puða hver í sínu homi, þann- ig að stórvirkin eru löngum ó- unnin. Er t.d. ekki búið að vinria þær frumrannsóknir í íslenzkum bókmenntum, að unnt sé að fara að semja sam- fellda sögu þeirra? Og væri þá nokkuð eðlilegrá en 3—4 for- lög hæfu samninga við færa menn að skrifa hana, og gæfu hana út með rausnarbrag? Menningarsjóður er að reyna að peðra út verki sínu Lönd og lýðir; síðustu bókinni verð- ur ekki lokið fyrr en hihar fyrstu eru orðnar úreltar, 'auk þess sem verkið er þannig upp- sett að það er með öllu ólaési- legt. Og myndirnar, sem jafn- an skipta miklú máli í land- fræðibókum, eru fátæktin og eymdin uppmáluð. En á norsku bókasýningunni eru 3 stór bindi verks sem heitir Jorden vár klode; þau hafa öll komið út á þessu ári, en hið fjórða og síðasta er væntanlegt fyrir jólin. Undirritaður hefur eign- azt þetta verk, sem er unaðar- samleg lesning um lönd og þjóðar heimsins, prýtt bvílíku úrvali mynda frá öllúm heims- hornum að sumir norskir bóka- menn spyrja hvort þetta sé ekki fegursta verk sem gefið hefur verið út í Noregi. Hví- líkur munur ef íslenzk forlög hefðu tekið sig saman um út- gáfu hliðstæðs verks, í stað þess að Menningarsjóður rær nú einn á báti með Lönd og lýði — og skiptir því miður Framhald á 11). síðu. arhúsnæði væri raunverulega notað til íbúða og taldi Morg- unblaðið þá aðgerð jafngilda! því að dauðarefsing væri tek- in í lög á íslandi. Flokkurinn var þá auðvitað ekki að hugsa um hag húsnæðisleysingja heldur braskara sem misnot- j uðu byggingarefni og f jár- j magn landsmanna ■— enda hafði Sjálfstæðisflokkurinn haft ótvíræða forustu í því efni með byggingu Morgun- blaðshallarinnar. Qjálfstæðisflokkurinn fer ^ hamförum gegn því að herinn hverfi af landi brott. Ekki þarf að leiða rök að því að sú afstaða er hvorki í samræmi við heiður né hags- muni íslenzku þjóðarinnar, en hún er beinlínis mótuð af á- girnd og gróðafíkn her- mangaranna, en þar voru fremstir í flokki ýmsir helztu ráðamenn Sjálfstæðisflokks- ins. ¥jað er eðlilegt að verðbólgu- *■ spekúlantar, húsabraskar- ar. og hermangarar fylli Sjálfstæðisflokkinn. En það er mikil blindni þegar aðrar stéttir ljá þeim flokki fylgi sitt. Það munu vera liðin tvö ár, eða um það bil, síðan Guð- mundur Jónsson efndi hér til fyrstu tónleika sinna og á- vann sér þar með tvímæla- laust sæti á bekk með okkar allrabeztu píanóleikurum. Síð- an hefur hann ekki látið til sín heyra opinberlega, þangað til á tónleikunum í Austur- bæjarbíói miðvikudaginn og fimmtudaginn 3. og 4. októ- ber, sem Tónlistarfélagið gekkst fyrir. Guðmundur hóf efnisskrá sína á 32 tilbrigðum eítir Beethoven og gerði þar margt vel, en náði þó ekki allstaðar fullum tökum á verkinu, eink- um á fyrri tónleikunum, og mun byrjunaróstyrkur hafa átt sinn þátt • í því. Sónata Chopins í b-moll, op. 35, tókst yfirleitt prýðisvel, og ber þar einkum að nefna þriðja þátt sónötunnar, sorgargöngulagið, sem Guðmundur lék hreint snilldarlega og af sannri tón- listarkennd. Sónatina eftir Ravel tókst prýðilega, eink- um í síðara skiptið. Önnur atriði á efnisskránni voru þrjú píanólög eftir Debussy og tvær etýður eftir Paganini í píanóbúningi Liszts. Af þessum lögum er minnisstæð- ust sú síðari af etýðunum, sem nefndar voru, (Ln camp- anella). Með leikni sinni, tón- mýkt og skínandi fallegum leik í því lagi sýndi Guð- mundur vel, hversu ágætur píanóleikari hann er. Tvö aukalög voru einnig ágætavel flutt, og þó sérstaklega hið síðara, etýða eftir Chopin. Tónleilcar þessir sýndu, að Guðmundur Jónsson < er vax- andi listamaður, en þó mun geta hans vera enriþá meiri en þeir sýndu, eins og eflaust hefði komið í ljós, hefði hann haft meiri tíma til undirbím- ings en örfáa sumermánuði milli tveggja skólamissira, sem hlaðin eru strrtsömum kennslustundum frá morgni til kvölds. Undirbúningur slíkra tónleika er ekkert á- hlaupaverk, ef hvergi á neitt að skorta á fyllstu fágun. Tónleikasalurinn vár nær fullskipaður áheyr n bæði kvöldin og listamanninum á- gætlega tekið áð verð’ r’k—•n. B. F.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.