Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.10.1956, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 9. október 1956 — ÞJÓÐVILJINlSr — (11 9. dagur „Fæðingarstaöur og ár, ungfrú McKee?“ Hún liikaði við. Þegar hún tók til máls var Alsop undrandi á hví hvað röddin var hljómfögur. „Þrítug. Ég fæddist í Riverside í Kaliforníu, og flutt- ist svo til —“ Alsop brosti. „Þér þurfið ekki að segja mér fleira, ungfrú McKee. Okkur er aðeins nauðsynlegt aö fá þess- ar upplýsingar áöur en þér farið gegnum innflytjenda- eftirlitið. Þér eruö ennþá bandarískur ríkisborgari?“ „Já, já. Auðvitaö“. „Þakka yður fyrir, ungfrú McKee. Yður veröur til- kynnt, hvenær vélin fer“. Um leið og hún gekk burtu fór Alsop að hugsa um, hve aðlaðandi hún var. „Spalding“, sagði hann þýðri röddu, „þó þessi kona sé kannski mikið til andlitskrem og púöur, þá hefur hún þó eitthvaö við sig. Hvað finnst þér það helzt vera?“ Það kom dálítill glampi í rólegu bláu augun henn- ar ungfrú Spalding. „Æfing .... mikil æfíng“. Alsop sendi henni þakklátt augnatillit og sneri sér aftur að skjölunum. „Herra Gustave Pardee og kona hans, Lillian?" „Já, hérna“. Röddin kom frá fyrirferöarmiklum, hirðuleysislega klæddum manni. Augu hans voru út- stæð og hann gapti til að ná andanum, um leið og hann færði til ljósmyndavélina, sem hékk í ól um öxl hon- um, og leitaði fálmandi að farmiðunum. „Eruð þér ekki —?“ „Jú. Ég er Gustave Pardee“. „Ég hef haft mikla ánægju af sýningum yðar“. „Gott. Ágætt. Hérna eru farmiðarnir okkar. Ég er fjörutíu og sjö ára, fæddur í New York City“. Hann lítur út eins og uppgefinn rostungur á klettasnös, hugs- aði Alsop, um leið og hann merkti við nafnið' hans í skránni. Ef hann hugsaöi bara jafn vel um útlit sitt og sýningarnar sínar í New York. „Og frú Pardee?“ „Ég er þrjátíu og eins, fædd í Owosso, Michigan“. Ég hef aldrei séð neina konu jafn yndislega á þeim aldri, san'ði Alsop við sjálfan sig. Ef hún er í raun og veru eiginkona hans, þá hafði Gustave Pardee enn einu sinni sýnt, að hann kunni að meta bað, sem frá- bært var. Hún minnti Alsop á postulínsvasa, sem hann hafði einu sinni séð í Tokyo, mjúkan og fægðan, með dásamlegum, máluöum blettum hér og þar — litimir áttu vel saman, bæði á frú Pardee og vasanum. „Hvemig verður veðriö?“ spuröi Gustave Pardee á- hyggiufullur. Þegar Alsop horfði í döpur, óeðlilega útstæð augu hans, vissi hann. að maöurinn var flughrædjdur. ..Ágætt, herra Pardee. Þetta ætti að verða mjög ánægjuleg ferö“. Mjög sólbrenndur maöur með vel burstað. nrátt hár, ýtti farmiðunum sínum að Alsop. Andlit hans var hrukkótt og feitlagið, og aftur fann Alson sterkan viskvþef. „Ken Childs .... fimmtíu og þriggja .. .\ fæddur í Philadelphia“. Hvert orð var snöggt eins og skipun. „Já, herra Childs“. Alsop rétti dálítið úr sér. Kenneth Childs, ,.Ken“, eins og hann var kallaður í heimi flugs- ins, var einn af stórlöxunum. Hann átti hlut í mörgum flugfélögum og bekkti framkvæmdarstiórr heirra allra. Hann var einn af þeim fáu, sem grætt höfðu talsvert á flugferöum, og hann heimtaði að menn bæru dálitla virðingu fvrir sér þess vegna. „Ég veit skollann ekki hvar farangurinn minn er. Þeir ætluðu að senda hann hingað frá RoyaI“: „Við skulum hafa auga með hom.im. herra. Má ég kvnna ungfrú Spalding, flúgþernuna yðar í þessari ferð“. „Nei — ha.lló“. Ken Childs revndi ekkert að dylja það, að hann mældi ungfrú Spalding með augunum, byrjaði á andlitinu og staönæmdist við nælon-sokkana. „Þér eruð ný„ er þaö ekki?“ ,,Ég er búin að vera fjóra mánuði hiá félaginu, herra Childs“. „Gott .... fvrirtak. Ég skil ekki, hvaðan þeir fá sum- ar stúlkurnar. Þetta er allt að lagast“ Sltyndiléga tók hann festi af hálsinum á sér og fékk Spalding hana. ,Takiö viö þessu. Þetta fer yður áreiöanlega betur en mér“. Hann sneri sér snöggt við og var þotinn í burtu, áöur en Spalding gat þakkað honum. Alsop fór aftur yfir listann. Hann hreyfði höndina eins og hann væri aö merkja við nöfnin á nýjan leik, — eins og það væri ómögulegt að gizka á nafn stúlk- unnar, sem svo hljóðlega hafði gengið aö afgreiöslu- borðinu. Hann hafð'i tekiö eftir henni þar sem hún stóð nærri hreyfingarlaus bak við allt hitt fólkið, svo einkennilega fjarræn, í svörtum silkikjól meö hvíta hanzka. Alsop fannst þolinmæði hennar og virðuleiki svo ánægjulega sérstætt fyrirbæri, að hann lét hana bíða ofurlítið lengur, hikandi við að trufla rósemi henn- ar. „Viljið þér gjöra svo vel“, sagði hún og lét farmiða- mnslag sitt á afgreiðsluborðið. Alsop veitti því athygli, að rödd hennar var dapurleg. Hann tók upp farmiðana án þess að líta á þá. „Dorothy Chen ....?“ „Já ....“ Það vottaði fyrir brosi á mjúklegum vör- um hennar. Alsop sá fyrir sér tungsljós og raöir pílviðartrjáa, áður en hann gat aftur beint huganum að farþega- skránni. „Fædd í Antung í Mansjúríu?“ „Já .... en ég er Kóreubúi“. „Þér hafið auövitað vegabréfið við höndina?“ ' „Já, já“. „Viljið þér gjöra svo vel aö sýna. þaö í innflytjenda- eftirlitinu hinum megin viö ganginn. Okkur er ánægja að hafa yöur innanborðs, ungfrú Chen“. Hún kinkaði rétt aöeins kolli og gekk svo í burtu. Alsop horföi á eftir henni og furöaöi sig á, hvað hann hafði gaman af að fylgjast meö þokkafullu göngulagi hennar. Hann var að minnsta kosti feginn að þurfa ekki að afgreiða fíeiri farþega í bili. Hreyfill Framhaltl af 12. síðu baki henni einhuga og sterk. Þessvegna er einlægt og heið- arlegt samstarf allra vinstri manna í verkalýðsfélögunum brýnni nauðsyn nú, en nokkru sinni fyrr. Þessvegna er nú meiri þörf, en nokkru sinni áður að þurrka út áhrif íhaldsins í verkalýðssamtökunum. Kosningasamstarf vinstri manna í bifreiðastjórafélaginu Hreyfli er viðurkenning þess ara staðreynda. Þessvegna er það skylda hvers og eins bif- breiðastjóra í félaginu, sem vill áframhald þeirrar vinstri sam- vinnu, sem er i Alþýðusam- bandinu — og áframhald vinstri ríkisstjórnar — að veita hinum sameiginlega lista vinstri manna allt það lið, sem hann megnar. Stöndum þessvegna fast saman um A-listann. Erindrekar ihaldsins eiga ekkert erindi á þing verkalýðs samtakanna. Það er til marks um ótta og vandræði íhaldsmannanna Hreyfli, að þeir reyna að berja í brestina á lista sínum með því að taka á hann, í leyfis- leysi, nafn eins þeirra bifreiða- stjóra — Péturs Guðmunds- sonar — sem forgöngu höfðu um samstillingu vinstri mann- anna. Kosningnskrifstofa A-listans er í Eddnhúsinu við Lindar- götu — sími 6066. Kjósið snemma — og hafið samband við skrifstofuna. Sámsett husgögn Samsettu húsgögnin, hús- r4gpnlegra að kaupa lítinn hlut gögnin sem auka má við eftir fyrst> og einnig hagkvæmara, en auka svo við eftir þörfum. 1 Svíþjóð hefur verið gengið feti framar í þvi að gera slík hús- gagnakaup almenningi sem auðveldust. Nú er farið að selja þar einstaka hluti úr borðum, borðplötuna sér og einn eða fleiri borðfót sér. Á fótunum eru skrúfur, og getur hver sem er skrúfað borðið saman. Þetta sparar kaupandanum kostnað, þó að hann megi virðast lítill eftir verði hinna einstöku hlnta að dæma, en væri rétt við haft, gæti orðið að þessu nokkur hagnaður fyrir kaupendurna. þörfum, eru að verða mjög vinsæl í Danmörku, og það veldur því, að miklu er við- 1 4000 skólahverfum Framhald af 7. síðu sem hafi luerri greindarvísi- tölu en sum hinna hvítu“. En það var þaggað niður i honum af einum af flutningsmönnum frumvarpsins með þessum orð- um: „Hvcrjir heldur hinn háttvirti þingmaður, að fengn- ir verði til að gera greindar- prófin“. Fylkisþing Norður-Carolina fer aðra leið. Þar er til með- ferðar nefndarfrumvarp þar sem lagt er til í fyrsta lagi, að hið opinbera greiði gjöld til einkaskóla fyrir börn for- eldra, sem ekki vilja að þr.u gangi í skóla sem svört börn eiga aðgang að, og í öðru lasi, að yfirvöldum á hverjum stað skuli leyft að loka opin- berum skólum, ef dómur kynni að falla um það, að framfylgja skuli úrskurði hæstaréttar. f P! ■fc Efnahagslegar ráðstaianir Enn ein aðferð er höfð í Virginíu, en þar hefur land- stjórnin æskt heimildar til að mega neita útborgun til sveita- og bæjarstjórna, ef henni sýnist „að hagsmunir og öryggi almennings og þjóð- félagsins þarfnaðst þess“. Það er auðséð á ummælum, sem höfð eru eftir hinum sama landstjóra, að með þessu á hann við þá staði þar sem einhvern bilbug kunni að vera að finna á mönnum um að- greiningu kynþáttanna. Þau hljóða svo: „Hvergi í Virginíu skulu verða starfræktir sam- skólar fyrir kynþættina". En. þó hefur verið gengið einna lengst á þinsum Georgíu og Alabama, því þar hafa þing- mennirnir lýst þvi yfir með viðeigandi þinglegu orðavali, að úrskurður hæstaréttar muni verða hafður að engu, en í Missisippi hafa verið sam- þykkt lög sem heimila að stofnuð verði leyniþjónusta til þess að hafa gætur á þeim mönnum sem andvígir eru ky nþáttaaðgreiningu nni. Vandið ykkiir við að mála 1. Málið aldrei hús að utan nema á vorin og sumrin. 2. Dyttið að því sem þarf á undan en ekki á eftir. 3. Þvoið af óhreinindi, olíu og alla aðra bletti. 4. Skafið af ryð og gamla málningu sem situr laust. 5. Farið nákvæmlega eftir leiðarvísinum sem fylgir málningunni. 6. Látið málninguna þorna áð- ur en málað er í annað sinn. 7. Hafið við höndina tusku til að þurrka málningarbletti. 8. Hreinsið áhöldin vandlegai eftir hverja notkun. 9. Gleymið ekki að setja lokið á málningarkrukkurnar. 10. Farið varlega með öll eld- fim efni. Útíofandl: Samolningarflokkur alþýðu — Sósfalistaflokkurinn. — Hitstiórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sicurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigur- jónsson. Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vígfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. — Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraidsson. — Rttstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: SkólavSrðustig 19. — Simi 7500 (3 linur). — Askriftarverö kr. 25 á mánuði í Reykjavik og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1. — PrentsmiðjB ÞJóðvlljans h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.