Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 9
Laugardagur 8. desember 1956 — 2. árg.
43. tölublað
I
DfSA LITLA
A’ sdís hét hún og var
kölluð Dísa. Hún var
6 ára, og hafði aldrei
komið upp í sveit, og nú
grét hún. Já, það var
vegna þess að hún gat
ekki komizt í sveitina.
Og vitið þið af hverju
það var? Það var vegna
þess, að hún var orðin
leið á þessari sífelldu
umferð daginn út og
'tíaginn inn. Vissulega
var garður, fyrir utan
húsið þeirra, en hann var
nú ekki stór, og hún var
viss um að hún hafði
iarið um hann þveran
og endilangan 100 eða
jafnvel 1000 smnum, Allt
í einu hrökk hún upp.
það var verið að kalla
á hana. Jú, það var
mamma hennar. Hún
flýtti sér að þurrka tár-
in úr augunum. Mamma
hennar sagði henni, að
um næstu helgi fengi
pabbi hennar frí af
skrifstofunni, og hefðu
Orðsendingar
Gunnar póstur virðist
eiga miklum vinsældum
að fagna. Síðustu viku
bárust utan af landi tvö
bréf, þar sem óskað var
eftir, að við birtum Ijóð-
ið um hann. En svo hitt-
íst á, ;að bæði bréfin
voru skrifuð áður en
blaðið frá 10. nóvember
barst bréfriturunum í
hendur, en þann dag
bíftum vlð ljóðið um
Gunnar póst.
þau ákveðið að fara til
afa og ömmu í sveitinni,
og átti hún að fá að
fara með.
Dísa starði á mömmu
sína: — „H-v-a-ð. Ætlið
þið til afa og ömmu?“
Það hafði hún aldrei
látið sig dreyma um.
Þau höfðu einu sinni
komið í bæinn siðan
Dísa fæddist, en að Dísa
sjálf fengi að fara til
beirra, það .fannst henni
fjarstæða. En þanni.g at-
vikaðist það, að Dísa
litla fékk gleðl sína aft-
ur.
Oddnr Þórðarson
Kleppsjámsreykjum
Borgarfirði.
Fyiirspurnum
svarað
Geturðu sagt mér hver
utanáskrift þriðjudags-
þáttarms er? Sigr. Sigur-
jónsdóttir. — Þú munt
eiga við þátt Hauks og
Jónasar í útvarpinu. Það
er sennilega rétt að
skrifa: Þriðjudagsþáttur-
inn, Ríkisútvarpið,
Reykjavík.
Svefnljóð
Ljóðið er eftir Davíð Stefánsson, er það
alkunnugt og vinsælt af söng MA-kvartettsins
Rokkamir em þagnaðir
og rökkrið orðið hljótt.
Signdu þig nú, bamið mitt,
og sofnaðu fljótt.
Signdu þig og láttu aftur
litlu augun þín,
svo vetrarmyrkrið geti ekki
villt þér sýn.
Lullu, luUu bía,
og Iáttu það ekki sjá,
hvað augun þín em
yndisleg og blá.
Lullu, lullu bía,
litla barnið mitt!
Bráðum kemur dagurinn
með blessað ljósið sitt.
Bráðum kemur dagurinn
með birtu og stundarfrið;
þá skal manuna syngja
um sólskinið.
Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss » Otgefandi: Þjóðviljinn
I
Eg vil stilla
mína strengi
Skoðanakönnun um
dægurlaga- og
dægurl j óðahöf unda
Óskastundin hef-
ur af og til birt
d æ g u r lagatexta
og einnig mörg
önnur ljóð. Þetta
hefur orðið vin-
sælt. Við sjáum
það bezt á því,
ef eitthvert hlé
verður á og ekk-
ert ljóð birtist
í blaðinu okkar.
Þá setjast vinir okkar
niður og skrifa okkur
línur með óskum og til-
lögum um ljóð. Flestar
óskirnar eru um dægur-
ljóð. Seinasta bréfið um
þetta efni barst ritstjór-
anum að kvöldi 6. des-
ember, en þá var verið
að undirbúa þetta blað.
Ekki kemur höfúhdúr
fram í dagsljósið. Þykir
okkur það leitt, en birt-
um samt kafla úr bréf-
inu: . . „Ég ætla bá
að minnast á danslaga-
textana. Mér finnst þú
vera farin að svíkja okk-
ur textasafnarana. Ég
veit ekki hvað það er
langt síðan síðasti text-
inn kom, og mér finnst
þið mættuð koma með
texta í hverju blaði Ég
ætla að biðja þig að
birta þessa texta: Gunn-
ar póstur, Vísan um Jóa
og Draumljóð. Þá eru
það skoðanakannanirn-
ar. Hvernig væri að at-
huga hverjir eru vinsæl-
ustu dægurlagahöfund-
arnir, bæði hvað snertir
ljóð og lög? Ef þið hefð-
uð skoðanakönnun um
þetta myndi þetta vera
Nú ætlum við að hefja
nýja skoðanakönnun.
Hún er um höfunda
dægurljóða og dægur-
laga. Við höfum áður
haft skoðanakönnun um
ættjarðarljóð og dægur-
ljóð, einnig höfum við
kannað skoðanir lesenda
viðvíkjandi ýmsu öðru.
— Nú eigið þið, kæru
lesendur, kost á að taka
þátt í skoðanakönnun
um ofangreind efni. Hver
þátttakandi má tilnefna
álit mitt“. Og svo
nefnir bréfritar-
inn 4 dægurlaga-
höfunda og fjóra
d æ g u r Ijóðahöf-
unda. En undir-
skriftin er: Um-
hyggjusöm (14
ára).
Þetta höfum við
einmitt verið að
hugsa um: að
grennslast eftir hverjir,
eru vinsælastir af höf-
undum ljóða og laga.
Sjá fyrir neðan á síð-
unni. En viðvíkjandi því,
að við höfum „svikið
textasafnarana", er því
Framhald á 3. síðu.
3 dægurljóðahöfunda og
þrjá dægurlagahöfunda.
Jafnframt þessu væri
gaman að setja með til
skýringa, hvers vegna
þessi eða hinn hefur orð-
ið fyrir valinu og nefna
ljöð og lög. Þó er þetta
ekki skilyrði fyrir þátt-
tökunni. Þessi skoðana-
könnun stendur til 15.
janúar. Sendið bréf ykk-
ar til Óskastundarinnaii
Pósthólf 1063, Rvk.
Ný skoöanakönnun: í
Höfundar dægurljóðá og laga
Laugardagur 8. desember 1956 — ÞJÖÐVILJINN — (9
% ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRI: FRÍMANN HELGASON
Vonum að endurskin logans, sem kulnar
í dag í Melbourne, nói til allra landa
í dag, 8. desember, hefur ol-
ympíueldurinn á altarinu á
leikvanginum í Melbourne kuln-
að út og dáið. í 16 daga hefur
hann staðið vörð um og lýst upp
Stærsta leiksvið íþróttaæsku
heimsins í 4 ár, Cricket Ground-
leikvanginn. f þeim leik sem þar
hefur farið fram, hafa skipzt á
vonbrigði og sigursæld, og ef við
lítum aðeins á þann sem sigur-
launin fær og grænan krans um
höfuðið, þá verða ekki margir
útvaldir af þeim 4985 þátttak-
endum sem 68 þjóðir sendu.
En ef íitið er á það sjónarmið
baron de Coubertin að það sé
ekki aðalatriðið að sigra heldur
að vera með er sjálf þátttakan
í þessari miklu hátíð viss sigur-
laun íyrir hvern og einn.
Það er mál þeirra sem skrif-
að hafa um leikina að aldrei
hafi þeir verið fullkomnari og
hátíðlegri en einmitt í þetta
slnn.
Aldrei í sögu hinna endur-
reistu olympíuleika hafa þeir
byrjað við ©ins erfið skilyrði
eins og í þetta sinn. Ástandið
1 hinum alþjóðlegu stjórnmál-
um var ekki í iþeim olympíska
anda sem eru hornsteinar liug-
sjónar olympíuleikanna. Þetta
ástand skyggði mjög á og varð
til þess að nokkur lönd hættu
við þátttöku á síðustu stundu.
Innrásin í Egyptaland og vopn-
uð íhlutun Rússa í Ungverja-
landi olli þessu og litlu munaði
að mörg önnur lönd gerðu slíkt
hið sama, en viðsýnir menn
komu í veg fyrir að það óhapp
henti að leikirnir færust fyrir,
en um skeið leit út fyrir að
svo gæti farið. Hefði það orðið
til hins mesta linekkis fyrir
olympíuhugsjónina, einmitt á
því augnabliki var mikil nauð-
syn að olympíska hugsjónin
héldi velli, og það gerði hún.
Á Norðurlöndunum munu
hafa orðið miklar umræður um
það hvort þau skyldu vera með
eða hætta þátttöku í mótmæla-
skyni við þær þjóðir sem gerzt
hefðu brotlegar við hinn ol-
ympíska anda.
íþróttirnar eiga að reyna
að sameina
Hinn sænski prins, Bertel,
sem er formaður sænska
íþróttasambandsins og sænsku
olympíunefndarinnar, var að
því spurður hvort honum fynd-
ist að Svíþjóð ætti að vera með
í leikjunum að þessu sinni.
„Mér finnst alveg sjálfságt að
við séum með. Það er einmitt
hugsjón íþróttanna að reyna að
sameina og skapa gagnkvæm-
an skilning. Ég held fyrir mitt
leyti að það sé ennþá nauðsyn-
legra að fólkið hittist við
íþróttir, þegar tímarnir eru erf-
iðir og tvísýnir þjóða í milli, en
þegar allt er eðlilegt og rólegt.
Ég veit að það eru margir sem
ekki eru á sama máli, um það
hef ég fengið sannanir í mörg-
um bréfum, en ég held að það
sé fólk sem ekki þekkir íþrótt-
irnar og markmið þeirra. Ég
vona að það komi ekki upp
nein leiðindi í Melbourne. —
Er það ekki heilbrigðara og
réttara að íþróttamennirnir
hjálpi til og reyni frekar að
sameina þjóðirnar en stækka
múrana, sem óneitanlega mundi
verka, ef við neituðum að
vera með ?“ Þetta voru orð hins
sænska prins, og munu þau
hafa verið þung á metunum.
1 byrjun leikjanna virtist sem
í vissum tilfellum kæmi fram
meðal þátttakenda, að ekki væri
allt eins og það ætti að vera.
Þeir voru mótaðir af því á-
standi sem ríkti í heiminum.
En er á leið bárust engar
fregnir um það að þetta liafi
endurtekið sig. Það virðist
benda til þess að þessi íþrótta-
hátíð, sem í eðli sínu er og á
að vera hlutlaus, hafi fjarlægt
hin pólitísku vébönd og menn
getað leikið sér frjálsir og ein-
huga. Sé það rétt er skoðun
Bertel prins á djúpum rökum
reist, og hún sannar að það
er ekki síður nauðsyn fyrir
fólkið í þessum „litla“ heimi að
blanda geði saman á þeim
stundum þegar stjómmála-
mennirnir standa með reidda
hnefa, ef svo mætti segja, á
mannfundum og senda vopnaða
heri inn í livers annars land,
ef þeim líkar ekki það sem
þar er að gerast eða þeir ætla
að koma vilja sínum fram. Það
er engum vafa undirorpið að ef
horfið hefði verið að því, af
öllum þorra landa þeirra er
höfðu tilkynnt þátttöku í OL
að hætta þátttöku, hefði það
haft mikil áhrif á ástandið í
heiminum og gert allt útlit í-
skyggilegra. Það er víst að ol-
ympíuhugsjónin hefur í þetta
sinn unnið ómetanlegt gagn öll-
um heimi.
„Meta“leikir
Iþróttaárangrar sem náðst
hafa á leikjum þessum eni í
nærri öllum greinum betri en
á fyrri OL. Það ætti að benda
á að líkamlegur þroski sé í
vexti, en það kemur fleira til.
Meiri þekking á mannlegum
líkama og æfingaaðferðum og
æfingaskilyrðum, sem nærri al-
staðar batna ár frá ári. Menn
spyrja hvern annan, hvað
þetta geti lengi gengið, en því
getur enginn svarað endanlega.
Það er þó eitt sem velta má
fyrir sér og það er hvort hin
miklu afrek geti ekki dregið úr
hinni almennu iðkun íþrótta,
mönnum finnist þeir orðnir litl-
ir karlar ef þeir geti ekki af-
rekað svo og svo mikið og náð
svo og svo miklum árangri.
Þessi hætta er fyrir hendi, ef
einblínt er um of á stóru af-
rekin. Ef hinum stóra fjölda
er veitt athygli og leiðbeining-
ar jöfnum höndum, á þessi
hætta ekki að vera nálæg, þar á
olympíuhugsjónin ekki síður
við, þ.e. að vera með og taka
þátt í leiknum.
Þessir leikir hafa verið
merkur viðburður í íþrótta-
sögu okkar íslendinga. I
fyrsta sinn liefur íslending-
ur hlotið olympísk verðlaun
fyrir glæsilegt afrek, sem
um skeið var olympíslrt met.
Ef vel er á lialdið ætti þetta
afrek Vilhjálms Einarssonar
að örfa til afreka. Hann hef-
ur sannað að afreksmaður-
inn þarf ekki aðverakominn
frá milljónaþjóðum með í-
þróttaaðstöðu sem engan á
sinn líka. Meðal fámennra
þjóða, sein búa við góð kjör,
geta eins kornið frain afreks-
nienn, og getum við íslend-
iugar þar minnzt skálda og
taflmanna sem hafa gerfc
garðinn frægan.
Við vonum að loginn seni
Framhald á 11. síðu.