Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 12
lengi ætlar Ihaldið ú neita loltsbúum um lóðarréttindi? Vísaði erni frá tillögu um það í bæjarstjórn í fyrrad. Á síðasta bæjarstjórnarfundi fluttu þeir Guðmundur Vigfússon, Þórður Björnsson og Óskar Hallgrímsson eft- irfarandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að veita húseigendum í Breiðholts- hverfi (Blesugróf) samskonar lóðarréttindi og veitt voru á sínum tíma í smáíbúðahverfinu við Suðurlandsbraut.“ Guðmundur Vigfússon hafði framsögu fyrir tillögunni. Smá- húsahverfið við Suðurlands- braut er einn þátturinn í hús- næðisvandræða-harmsögu Reyk víkinga — undir stjórn Sjálf- stæðisflokksins. Á árunum þeg- ar íslenzk stjórnarvöld hlýddu bandarískri fyrirskipun og lögðu blátt bann við íbúða- byggingum á Islandi, vísaði í- haldið húsnæðisleysingjunum inn að Suðurlandsbraut og sagði; þarna máttu byggja — í leyfisleysi! Og þrátt fyrir öll bönn risu húsin upp. En þá hófst áralöng barátta fólksins fyrir einföldustu réttindum. Engin lán fengust út á húsin nema eigendur hefðu lóðarleyfi. Eftir langa baráttu fékkst 10 ára lóðarleyfi hjá bæjarstjórn- aríhaldinu. Sagan endurtekur sig. Nú hefur sama sagan endur- tekið sig inni í Breiðholts- hverfi. Þangað hefur íhaldið Filipseyjar í stað Júgóslavíu Fulltrúi Filipseyja var í gær kjörinn til eins árs í Öryggis- ráð SÞ í stað júgóslavneska fulltrúans, sem lagði niður störf eftir að hafa gegnt stöð- unni í helming venjulegs kjör- tímabils. I fyrra var þjarkað um það í þrjá mánuði á allsherjarþingi SÞ, hvort Filipseyingar eða Júgóslavar skyldu eiga fulltrúa í ráðinu og tókst hvorugum að fá tilskilinn % hluta atkvæða. Buðust Júgóslavar þá til að gegn stöðunni í aðeins eitt ár varð það að þegjandi sam- komulagi. Povétríkin og önnur ríki Austnr-Evrópu töldu og telja 9* bau eigi rétt á þessu sæti í ráðinu og stungu upp á Tékkó- "'"vakíu. Fékk tillaga þeirra ?0 atkvæði, en Filipseyingurinn —" kjörinn með 51. vísað þeim húsnæðisleysingjum er komizt hafa yfir skúra eða gömul timburhús til niðurrifs. flestum þeim er ætla að reyna að koma yfir sig þaki með ein- hverju móti. Þarna eru nú allmörg hús í byggingu, — í leyfi eða óleyfi. Nógu illa gengur að fá lán til húsbygginga þótt menn hafi lóðarleyfi ,en sé það ekki fyrir hendi er með öllu vonlaust að fá lán. Þrjózka heimsks flokks. Það er ekki hægt að ætla íhaldinu þá fásinnu að láta byggja hvert bæjarhverfið af öðru án nokkurra lóðarréttinda, en samt vísaði íhaldið tillögu þremenninganna frá — til bæj- arráðs. Með því gerir það ekk- ert annað en að hindra í nokkr- ar vikur eða mánuði að þeir í- búar þarna sem e.t.v. ættu kost á láni, geti komið þaki yfir höfuð sér. Þar sem styttast fer til kosninga er von um að bar- áttan fyrir lóðarréttindum fyr- ir Breiðholtshverfisbúa taki ekki mörg ár enn. ftalskir kommún- ‘síar á þingi I dag hefst þing Kommún- istaflokks Italiu, það áttunda í röðinni. Meðal gesta sem ætl- uðu að sitja þingið var Súsloff,- fulltrúi í forsæti framkvæmda- nefndar Kommúnistafl. Sovét- ríkjanna. Hafði hann fengið vegabréfsáritun hjá ítalska sendiráðinu í Moskva, en sneri við í Vínarborg, þegar honum barst tilkynning um að ítalska stjórnin teldi heimsókn óheppilega. Lögreglan var á verði á göt- um Rómar í gær, að sögn til að koma í veg fyrir útifundi til að mótmæla þessari fram- komu stjórnarinnar. Sovétríkin sigruðu með yfir- burðum í stigakeppninni á OL Fengu 617 stig, Bandaríkin næst með 492,5 og Ástralía í þriðja sæti með 278,5 Sovézku íþróttamennirnir á olympíuleikunum í Mel- boume, sem lýkur í dag, sigruðu meö miklum yfirburð- um í stigakeppninni, hlutu 124,5 fleiri stig en Banda- ríkjamenn, sem urðu næstir. •.f i. i.; ~ • ’ í'i w;i JJ .4 l •: tuómnumii Laugardagur 8. desember '1956 — 21. árgangur — 280. tölublað Olympíuleikunum lýkur í dag með athöfn á stóra leikvangin- um í Melbourne og verður síð- asti viðburður leikanna úrslita- keppni í knattspyrnu milli Sov- étríkjanna og Júgóslavíu. Búlg- aría tryggði sér bronsverðlaunin í gær með því að sigra Indland með 3:0. Sundkeppninni lauk í gær. Ástraliumaðurinn Rose sigraði í 1500 m sundi, frjálsri aðferð, á 17,58,9 og ástralska stúlkan Crack sigraði í 400 m frjálsri aðferð kvenna á 4,54,6, sem er nýtt olympíumet. í dýfingum kvenna af háum palli unnu bandariskar stúlkur þrefaldan sigur. Ungverjar hlutu gull- verðlaun í sundknattleik, sigr- uðu Júgóslava með 2:1, Sovét- ríkin urðu í þriðja sæti, sigr- uðu Þýzkaland með 6:4. Útsvör á Akranesi áætluð 8,5 miilj. Fjárhagsáætlun Akranes- kaupstaðar fyrir árið 1957 var lögð fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi s.l. mið- vikudag. Tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar kr. 9 millj., þar af eru útsvör áætluð kr.. 8,5 millj. Helztu gjaldaliðir eru þessir: Félagsmál kr. 1,3 millj., hafnarframkvæmdir kr. 1,3 millj., bæjarútgerðin kr. 1,3 millj., ýmsar byggingarfram- kvæmdir kr. 1,1 millj. Vegir og holræsi kr. 700 þús., mennta- mál kr. 700 þús. og vatnsveitu- framkvæmdir kr. 500 þús. Sovétríkin stigahæst Enda þótt keppnin á olymp- íuleikunum sé fyrst og fremst milli einstaklinga, hefur nú sem fyrr verið reiknuð út stigatala þeirra ríkja sem keppendur áttu í leikunum. Gefin eru 7 stig fyrir fyrsta sæti í hverri grein, síðan 5, 4 og þrjú og verður út- koma 15 efstu landa þá þessi, að knattspyrnu ótalinni: 1. Sovétríkin 617 2. Bandaríkin 492,5 Framhald á 5. síðu. IBlekkingar íhaldsins umt . f. jj útsvarshækkunina ■ | • íhaldið er að reyna að blekkja almenning og | j sefa réttmæta reiöi hans út af fyrirhugaðri 30 . : j millj. kr. hækkun útsvaranna á næsta ári með jj j því að hækkun heildarupphæðarinnar muni ekki jj : hafa í för með sér hærri útsvör á hvern einstak- * » « j ling en voru á yfirstandandi ári. Nákvæmlega þessum sömu blekkingum reyndi | íhaldiö að tjalda í fyrra þegar það hækkaði út- jj j svörin á Reykvíkingum um 50 milljónir króna. ii j En hver varö útkoman? Það er bezt að hver líti jj ■ « • í eigin barm og leiti að svarinu. Sannleikurinn er j : sá að útsvör einstaklinganna hækkuðu svo stór- : kostlega að þess voru engin dæmi áöur. Síðustu s j vikur og mánuöi hafa launþegar fundið það ji j greinilega við hverja útborgun hvað útsvarshækk- ji j un íhaldsins í fyrra hefur þýtt fyrir afkomu : þeirra. íhaldið hefur beinlínis látið greipar sópa jj j um vinnutekjur verkamanna og annarra laun- ji j þega og skilið þeim lítið sem ekkert eftir til : j greiðslu á nauöþurftum. Sama mun reynslan verða á næsta ári, ráði ó- ; j brejút stefna íhaldsins ákvörðun um útsvars- j j stiga og niðurjöfnun. Þaö mun vanta stórlega : j mikið á að fjölgun gjaldenda beri þær 30 millj. j j kr. sem íhaldið ætlar nú að krefja Reykvíkinga j um til viðbótar í eyðsluhít sína. Og það er alger j j blekking að vinnutekjur manna í ár séu þaö j j hærri en í fyrra aö það komi til meö að jafna j j metin. Útsvörin á almenningi munu því hækka á j næsta ári og það meir en lítið nema íhaldið verði jj j knúið til pess af ótta við almemiingsálitið og j j kosningar að taka miklu hœrri upphœð af auð- j j stétt og eignamönnum en verið hefur. íhaldiö mun verða knúið til að taka afstöðu til s ■ 51 j þeirrar spurningar áður en fjárhagsáætlun Rvík- j; ur verður afgreidd með um eða yfir 30 millj. kr. jj j hækkun á útsvörunum. ikáldið á Þröm og Öldin sem leið eru aðalbæhur IðunnarútgáSuuuar í ár Skáldiö á Þröm, eftir Gunnar M. Magnúss og Öldin sem leið eru aðalbækur Iðunnarútgáfunnar á þessu ári. Með þessu síðasta bindi ,,Aldarinnar“ er lokið annál 150 ára. Pólska fréttastofan segir frá því, að skipuð hafi verið nefnd hans í Póllandi, skipuð mönnum úr hæstarétti og heryfirrétti, og á hún að grennslast eftir því hvernig njósnadeild hersins hefur verið starfrækt og koma upp um brot gegn réttarfarinu, sem hún hafi framið. Óldin sem leið, sú bók er nú er komin út, er síðari hluti og nær yfir seinna tímabil 19. ald- ar, 1861-1900. 1 fyrra kom út fyrri hlutinn, frá 1800-1860. Áður hafði Öldin okkar komið út í tveim bindum. títgáfa þessi er hið ágætasta heimildarrit og líklega mynd- flesta útgáfa á íslenzku, en í henni eru á annað þúsund myndir. Komið hefur í ljós að bækur þessar eru mjög mikið keyptar af ungu fólki sem vill fræðast um næstliðnar kyn- slóðir. Skáldið á Þröm. Skáldið á Þröm, eftir Gunnar1 M. Magnúss, er lífssaga Ljós- víkingsins — eins og hún var í raun. I viðtali við blaðamenn 1 kvað Gunnar M. Magnúss þrjár ástæður liggja til þess að hann hefði skrifað þessa bók. I fyrsta lagi hefði skáldið á Þröm verið vinur sinn, hann hefði komið í þorpið þar sem Gunnar átti heima um ferm- ingu, og strax orðið vinur og ráðgjafi flestra barna hvað bækur og lestur snerti. Þá óskuðu ættingjar skáldsins á Maðurinn sem er aðaluppi- staðan í Ljósvíkingi Laxness hét réttu nafni Magnús Hjalta- son — Magnússon. Hann var sískrifandi. Handrit hans voru seld á uppboði að honum látn- um, en Gunnar M. Magnúss safnaði þeim fyrir Landsbóka- safnið og kom þeim þangað 1929. Þó mun eitthvað af þeim enn leynast vestur á Fjörð-; um. Handritasafn þetta er: furðumikið að vöxtum. Auk dagbóka Magnúsar Hjaltasonar mun'u vera þar um 70. rímna- flokkar. Ævisaga skáldsins frá Þröm er meira en saga um furðulega ævi, hún er jafnframt mjög merkileg aldarfarslýsing. 1 bókinni eru nokkrar mynd- ir. Húnér prentuð í Hólaprenti og er allur frágangur með á- gætum. Læknir kvenna. Læknir kvenna, eftir Freder- ic Loomis, er þriðja bók Iðunn- • arútgáfunnar í ár. Þetta er Þröm þess að Gunnar skrifaði' ekki( ein af „læknaskáldsögun- Magnús Hj. Magnússon bókina. Þótti hann liggja o- þé|tur hjá garði meðan ekkert Var ritað um hans raunveru- iegu sögu. um" sem mjog hafa verið í tízku undanfarin ár sem sölu- vara, heldur eru þetta endur- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.