Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 6
fe) — JÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 8. desember 1956 ÞlÓÐVILJINN Útgejandi: | SameiningarflokJcur alþýöu — Sósíalistaflokkurtnn Hernámssamnmgarnir Það var eitt mikilvægasta at- riði stjórnarsáttmála vinstri flokkanna að ríkisstjómin hét því að framkvæma ályktun Al- þingis um endurskoðun her- námssamningsins og brottflutn- jng hersins. Það eru því alvar- Jeg tiðindi og slæm að þessum framkvæmdum skuli nú hafa verið frestað án þess að frá því sé gengið hvenær hafizt skuli handa á nýjan leik. Þó kemur þessi ákvörðun ekki á óvhrt, slíkar sem yfirlýsingar Alþýðuflokksins og Framsókn- arflokksins hafa verið að und- anförnu. Þær voru svo alvar- legar, að augljóst var að ef hernámssamningurinn hefði verið endurskoðaður nú hefði SÚ samningsgerð ekki falið í sér brottflutning hersins held- ur áframhaldandi vist hans a íslandi, og er sízt að efa að Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt hönd að slíku verki af mikilli áfergju. Það var af þessum ástæðum einum sem ráðherrar Alþýðubandalagsins lýstu yfir því að þeir vaeru sammála þvi að endurskoðun hernámssamningsins yrði frest- að i nokkra mánuði. Það má segja að ekki skipti ,tlu máli hvort bandaríska hernámsliðið hverfi af landi brc i nokkrum mánuðum fyrr eða síðar, hitt er meginatriði að endurskoðunin sé fr.am- kvæ.r.d i valdatíð þessarar stjórnar. Það er augljóst mál að til þess þarf þrautseiga og maikvissa baráttu íslendinga. Alþ/ðuflokkurinn og Fram- sók u rflokkurinn rökstyðja af- stöc u sína nú með því að mikl- ar viðsjár séu í heiminum, einkanlega fyrir botni Miðjarð- arhafs og í Ungverjalandi, og af' bví stafi íslendingum hætta. Það er fullvíst að siíkum „rök- semdum" verður hægt að beita áfram áratugum saman; það eru því miður engar líkur á þvi að veröldin verði eitt sam- fellt friðarríki á næstunni. Ef viljann skortir er enginn hörg- uli á fyrirsláttum. En slíkar röksemdir eru því miður ekki góður vitnisburður um heil- indin. eins og margsinnis hef- Ur verið rakið hér í blaðinu. Ekki er það heldur góðs viti að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa á- kveðið að stofna nýja „vam- armálanefnd“ með mjög víð- tæku hlutverki. Á hún að verða einskonar hermálaráðu- neyli. sameiginlega skipað ís- lendingum og Bandaríkjamönn- um, og' einnig á hún að tryggja „að íslendingar taki í ríkara jmæii en áður að sér störf, er varða varnir iandsins“ — án þess að orðað sé í samningn- um að ekki verði um her- mennsku að ræða. Slík nefnd- arskipun virðist vísbending um það að forustumenn Alþýðu- fiokksins og Framsóknarflokks- ins hugsi sér að endurskoðun hernámssamningsins og bi’ott- för hersins verði frestað um alllangt skeið, að öðrum kosti væru slíkar ráðstafanir fjar- stæðan einber. Utanríkisráðherra hefur lýst yfir því að ekki hafi ann- að borið á góma í viðræðunum við Bandaríkjameim en það sem rakið er í hinum opinberu samningum, en bandarísk blöð hafa skýrt svo frá að þar hafi bæði verið fjallað um stór- framkvæmdir herliðsins í Keflavík og Njarðvík- og bandaríska efnahags„aðstoð“ til íslands. Hins ber að minn- ast að hernámsliðið hefur samninga við fyrrverandi stjórn um stækkun Keflavík- urflugvallar og hafnargerð í Njai'ðvík, enda þótt þær fram- kvæmdir hafi legið niðri vegna þess að herstjórnin bjóst við að styttast kynni í vistinni hér. Verði þessar framkvæmd- ir nú teknar upp að nýju, verður það aðeins skýrt með því að bandaiúska herstjórnin telur sig hafa ástæðu til að ætla að dvölin hér framlengist um alllangt skeið. Það er vert að vekja athygli á því að enda þótt ráðherrar Alþýðubanda- lagsins hafi lýst yfir því „að ekki komj til mála að frestur þessi verði notaður til nýrra hernaðarframkvæmda" hafa engin slík ummæli heyrzt frá ráðherrum Alþýðuflokks og Framsóknar. ¥»að er nauðsynlegt að allir * íslendingar horfist af raun- sæi í augu við það að atburð- ir þeir sem nú hafa gerzt eru alvarlegir og að í þeim felst meira en ein saman frestun.. En því ber ekki heldur að gleyma að hemámsandstæðing- ar hafa mikilvæg tækifæri til áframhaldandi sóknar og fulln- aðarsigurs. Ályktun Alþingis um endurskoðun hernáms- samningsins og brottflutning hersins stendur enn óbreytt sem stefna íslendinga. Það fyr- irheit ríkisstjórnarinnar að framkvæma þessa stefnu er enn óhaggað. En verkefnið er að breyta stefnunni í veru- leika, orðum í athafnir. Það verkefni er í höndum þjóðar- innar sjálfrar, hún verður að knýja á kjörna fulltrúa sína og forustumenn unz markinu er náð. Það var sívaxandi and- staða almennings gegn her- náminu sem olli því að for- ustumenn Alþýðuflokksins og Framsóknar lýstu yfir sinna- skiptum s.l. vor áður en lagt var til kosninga. Það verður einnig verk fólksins í landinu að tryggja það að yfirlýsing- arnar verði að athöfnum, unz þjóðin býr ein og frjáls í landi sínu. Búnaðarbankinn stofni útibú að Egilsstöðum Á fjórðungsþingi Austfirð- inga, sem haldið var að Egils- stöðum í síðustu viku, var sú ósk ítrekuð að þegar á næsta ári verði komið upp útibúi Bún- aðarbanka Islands á Egilsstöð- um. Skoraði þingið jafnframt á landbúnaðarráðherra og þing- menn Austfirðinga að hlutast til um að stofnun útibúsins komist í framkvæmd. Kaplaskjólsræsi Ihaldsins enn Á bæjarstjórnarfundi i fyrrad. minnti Einar Ögmundsson á samþykkt bæjarstjórnar á til- lögu þeirra Inga R. Helgasonar og Geirs Hallgrímssonar um að bærinn léti leggja holræsi frá sambyggingunni við Kapla- skjólsveg. En þrátt fyrir þessa samþykkt léti íhaldið þetta saurræsi sitt enn standa opið. Slíkt mætti ekki lengur til ganga. Gerði hann kröfu til að hafizt yrði handa um fram- kvæmdir strax. — Borgar- stjóri svaraði feimnislega að hann vænti greinagerðar bæjar- verkfræðings um málið. Háskólatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands Sinfóníuhljómsveit íslands hef- ur sýnt háskólanum þá miklu velvild að bjóðast til að efna til ókeypis hljómleika fyrir stúdenta og starfsmenn há- skólans á morgun, sunnudag- inn 9. des., og hefjast klukk- an 5 síðdegis. Flutt verða Septett, ópus 20, eftir Beet- hoven og Svíta í h-moll eftir Johan Sebestian Bach. Stjórn- andi verður Björn Ólafsson. Er ekki að efa. að háskólastúd- enta.r muni með þökkum nota sér þetta einstæða kostaboð. Foreldrablaðið Foreldrablaðið, 1. tbl. ár- gangsins hefur borizt, en það er gefið út af Stéttarfélagi bamakennara. Jónas B. Jóns- son ritar þar greinina Má ég skoða. .. . ?, nokkrar húsmæður lýsa skoðunum sínum á við- horfi heimila til skóla, Mar- teinn M. Skaftfells á greinina Stiklað á stóru, Jónas Jósteins- son: Er skólaskyldan hefst, Þorsteinn Matthíasson: Vor yf- ir landi, Hannes M. Þórðarson ritar um Austurbæjarskólann og Ragnheiður E. Möller um Foreldraf élag Laugamesskóla; þá er sagt frá skóla ísaks Jóns- sonar, störfum barnaskólanna í Reykjavík, og birtar em álykt- anir sameiginlegs fundar stjóm- ar Foreldrafélags Laugames- skóla og fulltrúa frá Mæðrafé- lagi skólans um helztu leiðir til samstarfs og skilnings for- eldra og kennara. Margt fleira er í blaðinu, m. a. fjölmargar myndir frá skemmtunum og: leikstarfi í skólunum. STEPHANS G. Andvökur, III bindi, komnar í bókaverzlanir BRÉF OG RITGERÐIR I,—IV. Á árunum 1938—1948 komu út hjá Bókaútgáfu Menning- arsjóðs og Þjóðvinaféiagsins Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar. Þorkell Jóhannesson sá um útgáfuna. Þetta er heildarútgáfa af ritum skáldsins í óbundnu máli, alls 1471 bls. með lö sérprentuðum mýhdum. — Bréf og ritgerðii- kostp1 samtals kr. 140,00 heft, kr. 300,00 í skinn- bandi. ANDVÖKUR I — III. Ný heildarútgáfa á kvæðum skáldsins, í sama broti og „Bréf og ritgerðir". Verður alls 4 bindi. Þorkell Jóhann- essson býr til prentunar. Þrjú bindi eru þegar komin út. I. bindi, stærð 592 bls. Verð kr. 82,00 heft, kr. 110,00 í bandi, kr. 135,00 í skinnbandi. II. bindi, stærð 538 bis. Verð kr. 85,00 heft, kr. 112,00 í bandi, kr. 140,00 í skinnbandi. III. bindi, stærð 610 bls. Verð kr. 95,00 heft, kr. 125 00 í bandi, kr. '160,00 I skinnbandi. Euginn íslendingur, sem bera vill það nafn með fullri sæmd, má láta undir höfuð leggjast að eignast og lesa rit Stephans G. Stephanssonar. Bréf og ritgerðir og Andvökur Stephans G. Halldór Kiljan Laxness um Stephan G.: „Norræn tunga á einn sinna sterkustu máttarviða í Stephani G. iStephanssyni. Mun ýkjulaust að enginn ein- stakur höfundur hafi auðgað tungu vora í svipuðum mæ!i sem hann .... Hefur málminni Stephans ekki að- eins verið með afbrigðum sterkt, heldur má svo segja að islenzk tunga hafi lifað í honum sem einn þáttur persónu hans. Hann var Mídas konungur islenzkra nútíðarbók- mennta. Hvei't hugtak verður ,aó gullaldaríslenzku í penna hans. Nánara samlíf er eigi hægt að eiga við mál en ljóð hans hin beztu bera vott um. Sköpun nýgBr'liitw*» fellur honuin jafn eðlilega og notkun ritaldarmálsfrií eðá hins rammþjóðlegasta í máli alþýðu. Þekking hans á smágérvasta ilmgróðri alþýðumálsins gegnir furðu, þegar tekið er tillit til þess að skáldið dvelur langvistum í framandi landi. .. . Hann var mikið fyrirbrigði þessi íslenzki vökumaður, þessi’ norriæni landnemi í óbyggðum Vesturálfu, og er það oss í senn stolt mikið og upphefð að hafa átt hann. Lúður hans sem langspil túlka hið aeðsta og háleitasta í eðlisfari hins norræna rnanns". Félagsmean í Bókaútgáfu Menningarsjóðs: Minnizt þess, að þér fáið aukabækur útgáfunnar með af- slætti, Eflið yðar eigið bókmenntafélag með því að kaupa Menningarsjóðsbækur til jólagjafa. —- Reykvík- ingar! Vitjið félagsbókanna að Hverfisgötu 21. BÖKAOTGAFA MENHINGABSIÖÐS 0G HÖDVINAFÉLAGSINS —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.