Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 7
Talið að Nehru geríst milligöngumaður milli stjórna Kína og Bandaríkjanna Rœðir Wð Sjú Enlœ bœSi fyrir og eftir heimsókn til Eisenhowers forseta Fréttamenn. í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands, segja að stjórnmálamenn þar geri sér vonir um að Nehni for- sætisráðherra takist aö bera sáttarorð á milli stjóma Kína og Bandaríkjanna. Nehru er væntanlegur til ÍWashington 16. desember í boði Eisenhowers forseta. Heim- sóknin var fyrirhuguð síðast- Jiðið vor en fórst þá fyrir sök- Mm veikinda Eisenhowers. Að draga ár viðsjám Nehru hefur margsinnis sagt, að viðsjár í Austur-Asíu geti ekki lægt að fullu fyrr en sam- búð Kína og Bandaríkjanna sé komin í skaplegt horf. Hann lét nýlega svo um mælt, að á al- þjóðavettvangi gæti Indlands- stjórn látið mest gott af sér leiða með því að gerast „tengi- liður milli þjóða sem ekki hafa bein terigsl sín á milli“. Sjú Enlæ, forsætis- og utan- ríkisráðherra Kína, er nú á ferð um lönd í Suður- og Vest- ur-Asiu. í síðustu viku kom Iiann til Nýju Delhi og sat á löngum fundi með Nehru. Aftur milli jóta og nýjárs Frá Indlandi fór Sjú til Burma og síðan mun hann heimsækja höfuðborgir Pakist- Telur sig hafa ftmdið fjórar reikistjömur ítalskur stjörnufræðingur, prófessor Raffaele Bendandi 1 sem stjórnar stjörnuturnin- um 5 Faenza, telur sig hafa I fundið fjórar, áður óþekktar reikistjörnur. Sú sem næst er jörðinni er 1 að áliti prófessorsins sjö milljarða kílómetra frá sól- inni,' sú næsta 12 milljarða, þriðja. 18 milljarða og fjórða 30 milljarða km frá miðdepli sólkerfisins. Eftir þessu eru þessar reikistjörnur hver um sig 384, 881, 1356 og 2865 jarðár að ganga kringum sólina. Það er enn þá þörf Brottflutningur brezkra og franskra hermanna frá Egypta- landi ér hafinn og sagði yfir- imaður hersveitanna, Stockwell hershöfðingi, í gær, að honum mýndi sennilega lokið innan þriggja vikna. 1 Egyptalandi munu vera um 13.000 brezkir og 6.000 f ranskir hermenn. Flestir brezku hermannanna munu verða fluttir heim til Bretlands, en Parísarútvarpið sagði í gær, að frönsku hermennirnir yrðu fluttir til Alsír, en um 500.000 franskir hermenn eiga þar í íhÖggi við þjóðfrelsisher Alsír- foúa. ans, Nepals, Afganistan og má- ske fleiri rikja. Það hefur vakið mikla at- hygli að eftir þær heimsóknir, 29. desember, kemur hann aft- ur til Nýju Delhi og ræðir á ný við Nehru, sem þá verður kominn aftur frá Washington. Nehru getur því skýrt Eis- enhower frá afstöðu Kína- stjórnar og síðan kynnt Sjú Enlæ hvemig æðsti maður Bandaríkjanna lítur á málin. Ekki snögg breytíng Indverskir stjórnmálamenn gera sér að sögn ekki von um að milliganga Nehrus verði til þess að nein snögg breyting til hins betra verði á sambúð Bandaríkjanna og Kína. Hins- vegar gera þeir sér ljóst að Eis- enhower er að byrja nýtt kjör- tímabil og kann að telja sér fært að gera ýmislegt sem ekki þótti fýsilegt að ráðast í rétt fyrir kosningar. í einkaviðræð- um hafa bandarískir embættis- menn alltaf viðurkennt, að fyrr eða síðar hlyti að því að koma að Bandaríkjastjórn tæki upp stjórnmálasamband við stjórn Kína og gæfist upp við að mena henni setu meðal SÞ. • Framtíð Sjangs Áður en Sjú Enlæ hélt til Indlands kom hann við í Viet Nam og Kambodsíu. I Pnom- penh, höfuðborg Kambodsíu, ræddi hann við blaðamenn. Spurði þá bandarískur frétta- maður hann, hvað verða myndi um Sjang Kaisék ef samningar tækjust milli stjórnarinnar í Peking og stjórnar Sjangs á Taivan. „Verður gert við hann eins og Fú Tsoji?“ spurði blaða- maðurinn. Fú var hershöfðingi í her Sjangs, samdi um upp- gjöf herjanna i Peking og ná- grenni hennar í borgarastyrj- öldinni og er nú vatnsnýting- arráðherra í kínversku alþýðu- stjóminni. Ráðherrastaða of lág Sjú brosti og svaraði: „Ráð- herrastaða væri of lág“. Síðan ræddi hann um kynni sín og Sjangs; benti á að þeir hefðu verið nánir samverka- menn og vinir við herskólann í Vampóa og barizt saman fram til 1927, þegar Sjang réðst á kommúnista. Eftir að þessi ummæli höfðu vakið miklar bollaleggingar meðal blaðamannanna lét Sjú þeim í té eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Engum sem nú dvelur á Taivan verður meinað að hverfa aftur til meginlands Kína. Hvað Sjang Kaisék varðar er nú ekki um ráðherraembætti að ræða, heldur friðsamlega samn- inga“. Fréttaritari frönsku frétta- stofunnar AFP í Nýju Delhi segir, að þar sé talið að við- ræður þeirra Sjú og Nehrus hafi einkum snúizt um afstöðu Kínastjórnar til Sjang Kaiséks. ---Laugardagur 8. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Atlanzhafsbandalag allt að Indlandshafi krala ríkjanna í Bagdadbandalaginu Á fundi utanríkisráðherra Atlanzhafsbandalagsins í París 11. til 14. desember verður að öllum líkindum bor- in fram tillaga um að bandalagið, sem kennt er við' Norður-Atlanzhafssvæðið, verði látið ná allt að Indlands- hafi. Fréttaritari frönsku frétta- stofunnar AFP í London segir, að eitt erindi Ethem Menderes, utanríkisráðherra Tyrklands, til London um síðustu helgi hafi verið að fá brezku stjórnina til að styðja tyrkneska tillögu um að Bagdadbandalagið verði inn- limað í A-bandalagið. Bagdadbandalagið nær til fjögurra Asíuríkja, Tyrklands, Iraks, Irans og Pakistan, auk Bretlands. Hinn franski fréttaritari seg- ir, að í London sé álitið að brezka stjórnin sé hlynt hug- mynd Tyrkja. Telji hún að Bandaríkjastjórn muni ekki fást til að ganga formlega í Bagdadbandalagið frekar hér eftir en hingað til, og því sé vænlegast að t-engja það A- bandalaginu. Eldgos á sjávarbotni Gullí MontBlanc? Tveir franskir fjallaleið- sögumenn hafa áskilið sér námaréttindi á 43 hektara svæði í hliðum Mont Blanc, hæsta fjalls Evrópu. Svæðið er í 2970 metra hæð. Fjallagarpamir segjast sannfærðir um að þaraa sé gull að finna, þeir hafi þeg- ar fundið kora sem séu hreint gull að 99 hundraðs- hlutum. , . v , . Sjú Enlæ í rœðustól á ráðstefnu fulltrúa Asíu- og Afríkuríkja. Brotm bem límd saman Sjúklingar geta farið að hreyfa sig eftir þrjá daga í stað sex mánaða Farið er að reyna á mönnum lím sem styttir legu sumra beinbrotssjúklinga úr sex mánuðum í þrjá daga. Michael P. Mandarino, sem starfar við Hahnemann sjúkra- húsið í Philadelphia, skýrði frá þessu á fundi bandarískra sér- fræðinga í beinalækningum fyr- ir skömmu. Þýðingarmikið fyrir gamalt fólk Einn sérfræðinganna lét svo um mælt, að notkun þessa líms kynni að valda byltingu í með- ferð beinbrota. > Einkum gæti það verið mik- ilsvert fyrir aldrað fólk, sem oft yrði ósjálfbjarga fyrir ald- ur fram af völdum lærbrota sem ekki vildu gróa. Stálbent steypa Dr. Mandarino vildi ekki láta úppi að svo stöddu, hvaða efni væru í lími hans. Hann kvaðst Eldgos kom upp á sjávar- botni við norðausturströnd Nýju Gíneu 5 síðustu viku. Eld- , stöðvar þessar eru áður kunn- ar og nefnast Tuluman. Eld- f jallið rekur nú tindinn upn úr vatnsskorpunni og strók gufu og ösku leggur upp úr gígn- um. Vikur þekur hafið um- hverfis eldfjallið og undirbún- ingur er hafinn að brottflutn- ingi fólks frá nærliggjandi eyj- um ef nauðsyn krefur. Bandaríkin móti þríveldafundi nú Alphand, sendiherra Frakk- lands í Bandaríkjunum, ræddi í fyrradag við Dulles utanríkis- ráðherra og reyndi að fá hann til að fallast á að skjótlega yrði haldinn fundur stjórnarleiðtoga. Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Dulles er sagður hafa tekið dauflega í þá tillögu og í gær var tilkynnt að af slikum fundi myndi ekki verða fyrr en í lok janúar eða byrjun febrúar. Verðhœkkanir í Bretlandi Verðlag fer hækkandi I Bretlandi vegna hækkunar á olíuverði og verði annarra að- fluttra nauðsynja. Samband 17.000 vörubílaeig- enda, sem samtals eiga 100.000 bifreiðar, hefur hækkað taxta félaga sinna um 10%. Brezka flugfélagið BEA hefur hækkað flug á innanlandsleiðum um 5%. Loks hafa verið hækkuð lægstu fargjöld með neðjan- jarðarlestum í London. Hækk- un á benzínverði mun auka út- gjöld lestanna og strætisvagna af þeim. Annar hafði verið i þar j borg um 40 000 sterlings- hafa reynt það árum saman á tilraunadýrum. Eftir þá reynslu tók hann að reyna það á mönnum. Sér- fræðingafundurinn skoðaði tvo gipsi í ár vegna beinbrots sem ekki vildi gróa. Fimm dögum eftir að beinið var límt gat hann farið að hreyfa sig. Ung- ur maður með fótbrot gat stig- ið í fótinn þrem dögum eftir að brotið var límt. Aðferð dr. Mandarino er að gera gróp í beinið beggja vegna brotsins. Siðan eru ryðfríir stálvírar lagðir í grópið og það fyllt með lími. Vírarnir hafa sömu áhrif og jám í jámbentri steinsteypu. Límið þenst ört út og harðn- ar í grópinu áður en hálftimi er liðinn. Þá er hægt að skafa burt það sém afgangs er. pund á viku, eða nálægt 100 milljón krónum á ári. Ræðismaður vahn bókmennts- verðlaun Ræðismaður Frakklands í Los Angeles í Bandaríkjunum, Romain Gary, hefur unnið eft- irsóttustu bókmenntaverðlaun Frakklands, Goncourt-verðlaun- in. Voru honum vcitt vorðlaun- in fyrir skáldsögu sem nefnist Rætur himinsins. r.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.