Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 11
Laugardagur 8. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (H 59. dagur Það var dálítill hleri í gólfinu á áhafnarklefanum, hæfi- lega stór fyrir mann. Dan fór niður um hann og fór að rétta, ugp farangur og kassa til Milos Buek og Kens Childs. Það y.oru fleiri farangursrými í flugyélinni, en það var ómögulegt að komast að þeim meðan vélin var á flugi. Buck rétti Ken Childs töskurnar og kassana og hann af- henti þá síðan Flaherty við skilrúmsdyrnar. Fyrir aftan hann stóðu konurnar í röð, fyrst Nell Buck, þá Lydia Rice, Sally McKee, Lillian Pardee og Dorothy Chen. Gustave Pardee stóð aftastur og hlóð farangrinum við aftari dymar. Ljómandi falíeg taska sem Lydia kannaðist við fór um hendur hennar. Hún innihélt ýmsa verðmæta skartgripi og nýjan módelkjól. Hún stundi við og sagði síðan: „Til fjandans með hana“,, Hún rétti hana aftur eftir. Þau unnu kappsamlega nokkra stu«d. of önnum kafin til að gera sér. fullkomlega ljóst hvað þau voru að gera og Ioks tilkynnti Dan að geymslan væri tóm. Hann gekk á undan að aftari dyrunum. Árangur fyrirhafnar þeirrar var sorglega lítillj hugsaði Dan. Það voru tæplega nema sjö eða átta hundruð pund í hlaðanum við dyrnar. En ásamt diskunum og bökkunum sem Spalding og May Holst höfðu hlaðið upp hinum meg- in og brakinu úr skápnum sem hlóðst upp í aftari gang- inum, voru ef til vill komin lum fimmtán hundruð pund. Einhar eða tveggja mílna hraðaaukning á klukkustund. Þetta var næstum tilgangslaust. „Haldið nú í mig“, sagði hann við Pardee. Meðan stóri maðurinn hélt um mittið á Dan, tök hann í þunga liurðarsnerilinn. Hann ýtti vaiiega á hahn og þegar dyrna1' opnuöust með hægð bárust ógnir og drunur næturinnar inn til þeirra. Þegar öryggi klefans var rofið var eins og viljaþrek þeirra hyrfi um leið. Þau hörfuðu til baka, vildu helzt snúa til sæta sinna, fannst skelfi- legt að standa þannig á brún hinnar beljandi víðáttu. ,,Spárkið þessu út!“ hrópaði Dan yfir veðurgnýinn. „Og farið varlega. Verið alltaf fyrir aftan mig. Þetta fyrsta þrep er hættulegt". Dan hélt hurðinni fastri og þau tóku sig á. f fyrstu ýttu þau hlutunum varfærnislega að brúninni, en 1 lok- in urðú þau djarfari og eftir andartak var allt horfið. Dan skellti hurðinni aftur og læsti. Þögnin á eftir var eins og mjúk, hlý værðarvoð. „Þá er það búiö“, sagði Dan og vejti um leið fyrir sér hvers vegna hann væri að þurrka sér um hendurn- ar. „Nú er ekki annað eftir en .... bíða“. 13 Ýmis fluglög urðu nú enn meira aðkallandi og tóku fram fyrir hendurnar á Sullivan. Og vonleysistilfinn- ingin, sem honum hafði um tíma tekizt að sigrast á, kom aftur um leið og Dan fór aftur í farþegaklefann. Fjórir tveir núll var ekki lengur vel virk flugvél og færar hendur Sullivans gátu ekki gert hana það. Hin lamandi áhrif frá ónýta hreyflinum geröu æ meir vart við ,sig og þó var benzínskorturinn erfiðasta vandamálið. Lögmálin voru illgirnislega erfiö viöfangs. Að við- bættri byrðinni af ónýta hreyflinum hafði Fjórir-tveir- núll misst tuttugu og fimm hundruöustu af afl} sínu. Og til að bæta úr þessu varð Sullivan að fá aukið afl frá hinum þrem hreyflunum, og þótt þetta væri ekki alvarlegt í sjálfu sér varð hann aö gera ýmislegt til aö létta á auknu álagi á þá. Og hvaö eftir annað varð honum hugsað um það að bilun á öðrum hreyfli vegna of mikils álags gæti gert flug ógerlegt í hvaða hæð sem væri. í hinni upprunalegu hæö hafði Fjórir-tveir-núll getað svifiö áfram undir stjörnunum. Háloftin voru mjúk og það var hægðarleikur að halda vélinni beinni. Þar uppi var hraði og tign; þar var hægt aö nýta mátt vélarinnar til ftills. En hún gat ekki flogið svo hátt ,uppi nema mik- ils afls væri neytt, og afl var bensín og sömuleiðis hiti, svo að Sullivan hafði neyðzt til að lækka • flugið. Sullivan fékk kaldar kveðjur í loftinu fyrir neðan. Hann lenti í þykku skýjaþykkni í fjögurþúsund feta, hæð og um leið voru stjörnurnar horfnar. Regnið skall á vindhlífunum eins og slökkvidæla í nokkrar mínútur svo hætti þaö um stund en kom síðan aftur. Hávaðinn af þvi var eins og í málmsmiðju, og þótt Sullivan vissi aö hann var meinlaus varð hann ekki til að draga úr taugaspennu hans. Ólgan sem mætti honum í þessari hæð var alvarlegri en regnskúrirnar. Hún var ekki injög mikil/ ekkert í líkingu viö fárviðri eða nýjan kuldafront, ekki.svamikil að ástæða væri til að, farþegarnir spenntu. á sig ör- yggisbeltin — en hún olli þó óvelkomnum breytingum á flugi vélarinnar. Þessar breytingaf urðu til þess að draga lítið eitt úr hraöanum, hversu mjög sem Sullivan einbeitti sér.að flugstjórninni. Og af því leiddi að hann gat ekki komizt nema hundrað og þrjátíu mílur á klukkustund. Stynjandi vélarinnar virtist söngla sama lagið 1 sí- fellu. Hraði var tími. Tími var vegalengd. Vegalengd var bensín — og hið síðast nefnda gat engin viöleitni Sullivans framleitt yfir miðju Kyrrahafi. AÖstæðurnar gerðu Leonard Wilby mjög erfitt fyrir. Nú hafði hann ekki lengur stjörnur til að reikna stöð- una eftir. Hann varð að reiða sig á loranútbúnaöinn eingöngu. Þegar Leonard bar sarnan hið rétta bensín- magn og lofthraðann og gerði síðan útreikninga sína á kortið, varð hann vantrúaður á að þeim tækist að ná til strandar. Hann setti allt sitt traust á eina von. Það var hugsanlegt að mótvindurinn yrði ekki eins mikill í þessari hæð. En jafnvel i þessari von fólst nokkur hætta. Bæöi Leonard og Sullivan treystu því að björgunarvélinni tækist að finna þá; að minnsta kosti ætti þeim að tak- ast að ná sambandi með samanburði á stöðu þeirra og breytingum á tíðni senditækjanna. En radarútbúnaður björgunarflugvélarinnar var ófullkominn og líkurnar til þess að vélarnar tvær fyndu hvor aðra yrðu mun meiri ef áhafnirnar gætu komiö auga á ljós vélanna. Undir skýjaþykkninu var sennilega nægilegt svigrúm til að tryggja slíkt samband, en Sullivan gat ekki vitaö það með vissu og hann þorði ekki að fara niður úr þessari dýrmætu hæð, sem þeim var nauösynleg ef þeir kæm- ust nokkurn tíma til strandar. Og því yrði skýjaþykknið að rofna eða létta til ef björgunarvélin ætti örugglega að finna nauðlendingarstað þeirra og beina nálægupi skipum þangað. Öll þessi atriði urðu meira aökallandi og erfiöara að taka ákvarðanir meðan vísirinn í mæla- borðinu snerist án afláts fyrir þreyttum augum Sulli- vans. Sullivan fann aö vísirinn var farinn að dáleiða hann. Hringsnúningur hans varö svo seiðandi, að hann átti erfitt með að einbeita huganum að, stjórntækjunum, þótt þau væru beint fyrir framan augu hans. Hvar í fjandanum var Dan Roman? Mínúturnar liðu, hver annarri dýrmætari, og enn var Dan ekki kominn. Ur i$\^ timjöiseiis siammaííxraus ott MhininmrkorílR efa tli nölo i ðkrifstofa Sósíalistafiokks- lns, Tjarnargötn 20; afgreiftsia Þjóðviljans; BókabúS Kroo; ii Bókabúð Máls og menmngai | Skólavörðustíg 21; og f Bóka- ' verzlnn Þorvaldar Bjarnason *r f Hafnarfirði ou- v ,son- | , < -------1 róttip Framhald af 9. síðu. kulnar út í dag í Melbourne veiti endurskin til allra landa sem að OL standa, og bægi frá skuggum tortryggni og ósam- komulgs sem virðast stöðugt loka útsýn til friðsamlegs lífs á þessari jarðkúlu. Bæjarpéstnrinn Framh. af 2. síðu sem kostaði innan við 50 krónur, enda eru 50 krónur, íslenzkar, ekki stór peningur núna. Samt fór ekki hjá því, að þegar ég reyndi að geta mér til um verðið á bókunui'n og ,gáði svo að því á eftir, þá vgr ágizkun mín taisvert lægri, og kemur það náttúrlega (a.m.k. í og með) til af þvi, að mig brestur kunnugleika á málunum til að geta verðlagt bækurnar rétt. En þegar ég gekk út úr einni búðinni eftir að hafa kynnt mér verð f jölda bóka, rifjaðist upp fyrir mér niðurlagserindi gamals kvæðis um slæmt árferði og hátt verðlag á öllum hlutum: ,,Já nú er þó hart í heimi, þótt hórdómi sé nú sleppt. — Ein lítil klámsaga kostar krónur fimmtíu — heft". c J^einfttli»þátí;Hr Stofublóm og kaktusar Það er orðinn allgama]l siður að hafa jurtir i stofum, og fyrir fimmtíu til sextiu árum stóðu jurtir í flestum af þessum litlu gluggaborum, sem þá voru á húsum, og döfnuðu vel, ef vel var að þeim hlúð, en dóu í frost- hörkum á veturna, og oftast lifðu þau og dóu í leirpottum, en þó kom það fyrir að þeim var stungið niður í pjáturskrús- ir og vökvaðar i hel. Þá voru þessar jurtir í tízku: rósir, pelargóníur, geraníur, hin illræmdasta af jurtum, fúksíur, hin fíngerðasta begónía, sem hér á landi er kölluð skeifblað, þó að blaðið líkist raunar ekki skeifu, vafningsjurtir, beinviður, isplanta. Kaktusar voru ekki komnir í tízku þá. nema fylló- kaktus, hann er viss að berá blóm á hverju ári, ef rétt er með hann farið, og eru þau rauð, stór og mjög fögur. Upp úr fyrri heimsstyrjöld komu svo kaktusarnir, en kom- ust ekki Í algleymi fyrr en urn miðjan þriðja tug aldarinnar. Þeir voru hafðir í pottum sem voru á stærð við fingurbjargir og aldrei vökvaðir eða sjaldan, enda stækkuðu þeir ekkert. Af þeim má nefna gaddakaktusa, sem hafa hvassa gadda og langa, sem geta stungizt inn í bein og á hol, þessir kaktusar eru oft- ast eins og þúst, eða kúla í laginu, stundum kallaðir kúlu- kaktusar, og smáþyrnótta kakt- usa, sem eru mesta illyrmi. því þyrnarnir sitja eftir á fingri manns, ef snert er á kaktusnum, og hafa hak eins og öngull. af þess.u svíður, og getur orðið illt úr. Þá má nefna þann kaktus, sem kallast öldungurinn, en. hann hefur sítt hár hvítt, sem likist hærum, verður ekki stór, en blómgast fallega, en ýmsir kaktusar hafa enga gadda eða •brodda, og geta engan mann meitt, og eru ágæt stofuprýði, og vona ég að það- sannist, að kaktusar séu að koma i tizku aftur en margt bendir til að nú verði þeir hafðii- stórir ög hvass- tenntir. Jafnframt kaktusum koma þykkblöðungar í tízku, þeirra á meðal alóurnar, sem sumir halda að heiti kaktusar, en þetta eru óskyldar jurtir. pJuÐwllrflPIPl Útgefandl: Bamclnlnnarnokkur alÞíHu — Sóslallstaílokkurlon. — Rltstjörar: Masnfla Klanansaoa (flb.), Slgurður Guðmundsson. — Fréttarltstjðri: J6n BJarnason. — BlaSamenn: Ásmundnr Slgur- J6nsson. BJaml Benedlktsscm. OuBmuiidur Vlgfússon. fvar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólatsson. — Auglrsln(tiisU6.rt: JWnatelnn Haraldsson. — Rttstjóm. afsrelffsla, aue&sing&r, prpntsmlffja: Skólavörffustíe 19. -- Síml 7500 d Unur). ——Á8.1rtttarve,rB kr. 25 6 m&nuffl í Reykjavik oe nóeren cl: kr. 22 anzurrsstaffar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsmtffja •■MffvttjBtie

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.