Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.12.1956, Blaðsíða 1
T) Iimi í blaðinu: H ernámssamningarnir, leiðari. 6. SÍÐA Atlanzliafsbandalag allt aö Indlandshafi. 7. SÍÐA Bandarísha herstjórnin reiknar með að hún íái að dveljast hér langt íram yíir 1968! Ætlur nt.a• nð tryggjn það með því uð bjjóða efnahags^aðstoð^ sem greidtl verði með tehjum af hernámsframhvæmdum Elnda þótt hinir opinberu hernámssamningar séu nægilega alvarlegir virðast jafnhliða þeim hafa gerzt atburðir sem eru ennþá ískyggilegri: 1) í sambandi viö hernámssamningana hefur Banda- ríkjastjórn boðið íslendingum 160 milljón króna lán til Sogsvirkjunar, eins og skýrt var frá i blaðinu í gær — og er ætlunin að íslendingar greiöi það meö hernáms-1 vinnu. Ekkert slíkt tilboð var komið áður en samið var 1 um hernámið, en eftir að samningar eru gerðir eykst ] allt í einu ,,örlæti“ bandarískra stjómarvalda. 2) Jafnhliða þessu lánstilboði fer herstjórnin á Kefla- víkurflugvelli fram á aö fá allt að 6.000 árskílóvött til herstöðvarinnar frá hinni nýju virkjun eftir árið 1960 — eða rúman fjórða hluta af orkumagninu. Sú beiðni sannar að herstjórnin reiknar með því að frestunin á endurskoðun hernámssamningsins muni standa árum saman — a.m.k. langt fram yfir 1960 — og sú áœtlun hlýtur að byggjast á ákveðnum forsendum. Eins og Þjóðviljinn hefur áð- ur skýrt frá birti bandaríska stórblaðið New York Times frétt um nýju samningana, rétt eftir að umræðum lauk. Auk þeirra atriða sem nú hafa verið birt opinberlega skýrði blaðið svo frá að Bandaríkja- stjórn ætlaði á nýjan leik að hefja stórframkvæmdir í Kefla- vík og Njarðvík og myndi veita Islendingum umtalsverða efna- Bandaríkjastjom tekur mljarð dollara lán Skortir fé til að bjarga Bretum og Frökk- um úr kröggum eftir stríðsævintýrið Bandaríska stjórnin hefur ákveðið að taka milljarð dollara (16,000,000,000 króna) lán innan lands og er tal- ið að ætlun hennar sé að verja fénu- til að standa undir ýmsum kostnaði, sem stafar af styrjaldarævintýri Breta og Frakka í Egyptalandi. Með þessari lántöku komast rikisskuldir Bandaríkjanna, sem eru þegar hátt á þriðja hundr- að milljarð dollara, nærri því upp í það hámark sem Banda- ríkjaþing heífur sett. Ástæðan til lántökunnar er sögð sú, að bæði skorti ríkis- sjóðinn nú nokkurt reiðufé, en auk þess vilji stjórnin eiga fé í sjóði vegna þeirra útgjalda Prófessorar fá aftur embætti Allmargir kennarar við pólska háskóla sem vikið hefur verið úr embættum fyrir ýms- ar sakir á undanförnum árum hafa nú fengið embætti sín aft- ur, að því pólska fréttastofan PAP skýrir frá. Eru til dæmis nefndir fimm prófessorar við háskólann í Poznan. Utanríkisverzlunarráðherra Póllands, Dabrowski, hefur lát- ið af embætti, en við tekur Trampcynski, sem verið hefur forseti bankastjórnar pólska þjóðbankans. sem hún býst við að verða fyr- ir vegna afleiðinga stríðs Breta og Frakka á hendur Egyptum. Er þar m.a. um að ræða vax- andi útgjöld Bandaríkjanna ef Bretland segir skilið við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn vegna örðugleika sinna og einnig ef bandaríska stjórnin verður við beiðni brezku stjórnarinnar um að láta niður falla greiðslur á vöxtum af brezkum dollara- lánum. Gera sér vonir um aðstoð. Ræða, sem Nixon, varafor- seti Bandaríkjanna, hélt í fyrradag hefur vakið vonir Breta um að Bandaríkin muni ekki láta þá sigla sinn sjó. Nixon sagði í ræðu sinni að það væri í þágu Bandaríkjanna sjálfra að aðstoða Breta nú. Sumir telja að Bandaríkja- stjórn hafi í hyggju að koma af stað jafnumfangsmikilli hjálparstarfsemi og „marshall- aðstoðin" var á sínum tíma, en aðrir halda, að Bandaríkja- þing muni aldrei samþykkja að aðstoð verði veitt með sama fyrirkomulagi og þá var gert. hagsaðstoð; — auk þess hafði blaðið skýrt frá því áður að Bandaríkjastjóm hefði farið fram á að herinn fengi að dveljast hér í 10 ár enn. Guð- mundur I Guðmundsson utan- ríkisráðherra hefur hins vegar skýrt svo frá að ekkert slíkt hafi borið á góma í umræðun- um. Staðreyndir. Þannig standa ummæli gegn ummælum, en reynslan er þeg- ar farin að skera úr um hvað rétt er. Það er staðreynd að Bandaríkin hafa samning um stórframkvæmdir í Keflavík og Njarðvík, gerðan við fyrrver- andi ríkisstjórn, og í hinum nýju erindaskiptum er ekki orð sem kemur í veg fyrir að sá samningur verði framkvæmdur. Það er einnig staðreynd að Bandaríkin eru þegar búin að bjóða Islendingum efnahags- ,,aðstoð“ í sambandi við hina nýju samningsgerð. Og í þriðja lagi er það staðreynd að bandaríska herstjómin reiknar með því að fá að hagnýta her- stöðina í Keflavík iangt fram yfir 1960. Hvernig á að borga? Islendingar þekkja það mæta- vel hvernig Bandaríkin reyna að fjötra Islendinga efnahags- lega til þess að koma hernáms- fyrirætlunum sínum í fram- kvæmd. Viðskiptum Islendinga og Bandaríkjamanna er þannig háttað að lán eru ákjósanleg aðferð til að binda Islendinga. Hvernig eiga Islendingar að fara að því að greiða 160 millj. króna lán í Bandarík junum ? Viðskiptum er þannig háttað að árlega er ca. 100 millj. kr. halli á þeim; svo treg hafa Bandaríkin verið til að kaupa afurðir okkar. Þessi halli hefur verið jafnaður með tekjunum ar Keflavíkurflugvelli. Hugsa þeir menn, sem nú hafa rætt um lántökur við Bandaríkin, sér ef til vili að þannig skuli lialdið áfram, að einnig þetta nýja lán skuli greitt með tekj- uin af hernámsframkvæmdum um langt árabil? Eða hvernig hugsa þeir sér að Islendingar eigi að fara að því að standa í skilum ? Enginn efi er á því að Bandaríkin hugsa sér slík viðskipti. Sé það ekki hægt............ Það er íslendingum lífsnauð- syn að fá erlend lán. Þjóðia skuldar mjög lítið og hefur alltaf getað staðið við allar Framhald á 5. síðu Búdapestför Hammarskjölds er enn á dagskrá í New York Allt var með kyrrum kjörum í Búdapest í gær, — nokkrir ílóttamenn snúa heim Imre Horvarth, utanríkisráðherra Ungverjalands, sem er formaður ungversku nefndarinnar á allsherjarþingi SÞ, hefur enn samband við Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóra SÞ, um fyrirhugaða ferð -hans til Búda>- pest. Formælandi nefndarinnar skýrði frá þessu í gær og and- mælti um leið þeim ummælum bandariska fulltrúans, Cabot Lodge, í fyrradag, að ungverska nefndin hefði reynt að villa fyrir þinginu. Horvath hafði í upphafi talið all.ar líkur á því að Hamm- arskjöld gæti farið til Búdapest 16. þ. m., en ungverska stjórnin hafnaði siðar komu hans þá. Allt með kyrrum kjörum Stokkhólmsútvarpið sagði frá því í gærkvöld að í gær hefði allt verið með kyrrum kjörum í Búdapest, en þar hefur verið róstusamt fyrr í vikunni. í öðrum fregnum var sagt frá Rétta leiðin að legg ja niður all- ar herstöðvar, segir Nehru Nehru, forsætisráðherra Indlands, mælti í gær gegn tillögu sem borin hafði verið fram i efri deild indverska þingr.tns um að Indland segði sig úr brezka samveldinu. Hann kvað það skoðun sína að öll tengsl milli þjóða, eins og þau sem væru milli þjóða samveldisins, væru til að bæta friðarhorfur í heim- inum. Hann kvaðst vera algerlega andvígur ölluin hernaðarbamla- lögum, ekki sízt vegna þess að sumum þeirra væri beinlínis beint gegn Sameinuðu þjóðumiin. Rétta Ieiðin væri sú, að af- nema allar erlendar herstöðvar og flytja burt allan her af erlendri grund, hvar sein væri í heiininum, Haian bætti við að hann gerði sér grein fyrir að slíkt yrði ekki gert á einum degi. því, að allmargir menn hefðu verið handteknir i borginni und- anfarna sólarhringa, meðal þeirra fulltrúar úr verkamnna- ráðunum. Hefði miðstjórn þeirna gefið út ávarp þar sem skorað væri á ríkisstjórnina að hætta handtökum, ella mætti hún eiga von á nýjum verkföllum og blóðbaði og verkamenn myndui snúa við henni baki. Málgagn ríkisstjórnarinnar, Nepszabadszag, sagði i gær, að komið hefði til nokkurra átaka í fyrradag milli verkamanna og gagnbyltingarmanna og hefðui hinir síðarnefndu drepið einn verkamann og einn liðsforingja, en annar hefði særzt hættulega. Um 50 menn hefðu verið hand- teknir. Flóttamenn snúa heini Skýrt var frá því í Belgrad í gær að 50 flóttamenn frá Ung- verjalandi hefðu samkvæmt eig- in ósk verið fluttir heim til Ungverjalands aftur og annar hópur, sem í væri 91 maður, Framhald á i. síðu. Vinnuvikan stytt í A-ÞvzkalanfTI Austurþýzka stjór lin hefur* gengið frá frumvarpi að lög- um um almenna styttingu vinnutímans í landinu. Verður vinnuvika verkamama stytti úr 48 stundum í 45 og er þetta fyrsta skrefið í á' t til 4 ð stunda vinnuviku. Bú:zt er við að frumvarpið taki gildi 1. febrúar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.