Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 4
20) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. desember 1956 „Blágrá min er bezta ær, hún ber af öllum kindunum Eg sá hana efst i gœr upp á ffallatindunum", Óneitanlega hefur mikið ver- ið fyrir íslenzku sauðkindinni hai't síðan land okkar byggðist, og það jafnvel svo, að líkzt hef- ur heimskulegri fjarstæðu. Þetta hefur orðið skáldum yrk- isefni og er eftirminnilegast dæmi þegar Bjartur í Sumar- húsum lagði land undir fót í leit að heimalningi sínum og lenti í miklum mannraunum og æfintýralegum. En enginn skyldi vera ógæt- inn í orðum um samskipti bóndans og sauðkindarinnar fyrr og síðar, því án þeirra samskipta hafði þjóðin ekki haft nokkra lífsmöguleika í landinu. Hrafna-Plóki gætti ekki að afla heyjanna vegna veiðiskapar. Péll búsmali hans um veturinn, og varð hann fyrir þá sök að yfirgefa landið. menta og menníngar með því að helga sig sagnagerð og leggja rækt við skáldamál og frásagn- arstíl — við þá stend ég í stærri skuld en nokkra menn aðra. Flestir þeirra stríddu og dóu í fátæk, ókunnir og virtir lítt, en ég er afspreingur þeirra svo snemma föstudagsnætur að ég næði í gangnafélaga mína sem fóru að Þverá í Dalsmynni á fimmtudagskvöldið. En þaðan var meiningin að ná í tæka tíð norður á Flateyjardalsheiðina á föstudagsmorguninn til að hefja gönguna, sem átti að ljúkast á einum degi. Ekki leit vel út með ganga- veðrið á fimmtudagskvöldið; var ausandi rigning og mjög dimmt og svart í lofti. — En Farið í Höfundur greinarinnar: Olgeir Luthersson bóndi á Vatnsleysu í Fnjóskadal. // r A gongur Flate^inrdolsheiði í þúsund ár hefur sauðkindin staðið undir tilveru þjóðarinn- ar ásamt kúnní og hestinum. Hún gaf hina hlýju ull sína í allan fatnað fólksins, mjólkina í osta, skyr og smér. ketið og feitina. í annan stað gaf hún börnunum leikföng: hornin, leggina og völurnar, og voru þau áreiðanlega glaðari yfir þessum gullum sínum en börn nútímans yfir sínum fjölbreyttu leikföngum. Og ekki megum við gleyma jólunum með tólga-rkertaljós- um og veizlukosti, sem mest- megnis var sauðfjárafurðir, ríkulega skammtaðar þessa há- tíðisstund. Sú kynslóð sem í dag byggir landið, hefði gott af að hugleiða hvaðan hún er runnin. Nú þykir allt byggjast á „erlendum gjaldeyri" — en Nóbelsverð- launaskáldið, hin dýra eign þjóðarinnar, var ekki keypt fyrir hann. Það er vaxið frá þeirri þjóð, sem þraukaði af margra alda áþján í landinu með tilstyrk búsmaians og lét eftir sig menningarverðmæti þrátt fyrir allt. Og skáldið segir: „Metnaður minn var frá önd- verðu sá einn að standa ekki alltof langt að baki meðalgáf- uðum skáldum og sagnamönn- um á Islandi, hinum fyrrum höfundum, sem í mörgu falli létu ekki einusinni eftir nöfn sín með verkum sínum og á sérhverju tímabili þjóðarævinn- ar sátu uppi að næturlagi víð litla týru að loknu dagsverki, oft í köldum torfhreysum og skrifuðu bækur; — og þó þeim væri stundum kalt á hendinni, þá lögðu þeir ekki niður penna sinn meðan hjartað var heitt. Við þessa gleymdu menn, marga hverja nafnlausa, sem um lángar myrkar aldir ís- landsbyggðar hlúðu að eldi og vgrk mín meðl r*okkrum hætti þeirra verk: ég er það sem ég er vegna þess hvað þeir bjuggu í hendur mér“. Salka Valka hljóp létt- klædd út í syngjandi vorið og var ímynd frelsisins. Hún heyrði lamb jarma og ílýtti sér niður að hávaðasömum læknum og fann lítið lamb í nauðum statt. Hún tók það í hlýjan faðminn og lagði und- ir vanga sinn. Ekki get ég sagt að mig fýsti neitt í göngur að þessu sinni, en hér var um skyldustarf að ræða sem ekki varð umflúið. Þetta voru aðrar göngur s.l. haust og hafði ég óskað eftir að þurfa ekki í fyrstu göngur að þessu sinni. En ég vildi ekki leggja af stað fyrr en í síðustu lög og fór þessvegna ekkert áleiðis í göng- urnar fýnmtudaginn 22. sept. eins og venjulegt er, en ætlaði Jónas vinur minn Árnason kom um kvöldið í útvarpið og lífgaði dálítið við tilveruna. Hann var þá staddur í svarta- þoku með krókinn sinn útá Stóra-Skæling. Stundum hef ég undrazt að jafn lífrænn maður og Jónas skuli hafa svona gaman að sái- arlausum og afsleppum sjávar- kvikindum, en minnist þá jafn- framt að hann, hefur einnig orðið hugfanginn af lífinu til sveita og ort þar um brag. Hér eru aðeins tvær vísur: Hér er hamingja láfsins hafin á efsta stig. Krakkar kátir tína krækiber upp j sig. Blessað búkollukynið, af beitinni heim nú snýr. Á Elliðavatni eru 18 feitar kýr. og þá skil ég að hann ann líf- inu jafnt til „sjós og lands.“ Þegar ég hef sofið í 2V2 tíma hringir klukkan, og nú verð ég að hafa mig upp úr rúmhlýj- unni hjá blessaðri konunni hversu átakanlegt sem það er. Úti er hætt að rigna en dimmt í lofti, og myrkrið mjög svart. Eg fer með ljós í húsið til hest- anna, beizla þá og set hnakk á báða svo ég geti verið fljótur að hafa hestaskipti. Eg á sem sé tvo hesta: jarpan og brúnan, duglega og góða gangnahesta, en dálítið myrkfælna. Þetta eru sömu klárarnir sem ég reiddi Jónas á þegar hann kom hér í sína fyrstu kosningareisu, sæll- ar minningar. Síðan legg ég af stað ásamt hundinum Smala sem ýlfrar og skelfur af eftirvæntingu. Hann veit að mikið stendur til þegar ég legg af stað í úlpu með tvo hesta, og hann fær að vera með. Fyrsta áfangann ríð ég á Jarp og verð að fara nokkuð hratt, því ég má ekki vera nema klukkutíma á leiðinni norður að Þverá — verð að vera kom- inn þangað kl. fjögur. Eg fer fyrst meðfram Fnjóská að vest- an og sækist ferðin strax vel þó myrkrið sé svo svart að ég sjái ekki til jarðar ofan af hest- inum. Síðan þarf ég austur yfir ána, og þá verð ég að gæta þess að hundurinn Smali fari ekki útí ána straummegin við mig og berist svo undan straumnum á hestana, því þá mundu þeir fælast og ég sennilega falla í ána. En ég sé glytta í hann und- an straumnum, og þetta er allt í lagi. Eg kem í land syðst í svo- nefndan Végeirsstaðahólma, en hann er kenndur við býlið Vé- geirsstaði sem þarna er nærri. Það hefur nú verið i eyði í rúm 30 ár. Síðan ríð ég norðaustur eftir holtunum og kem á veginn rétt norðanvert við Végeirsstaða- túnið. Þarna standa vegamanna- tjöld á brekkubarði austan við veginn, en það er enginn í þeim því vinnan er hætt. Eg sé móta fyrir þeim í myrkrinu, af því þau eru hvít. Nú er ég kominn á góðan veg og ég er viss um að ég nái fé- / ♦ Höfundur, Jarpur, Brúnn og Smali að leggja af stað í göngur á Flateyjardalsheiði. lögum mínum á Þverá. En — án þess að ég skynji nokkra hættu hafa hestarnir fælzt; þeir taka feikna viðbragð og snúa við á veginum. Brúnn slítur sig af mér og hleypur í spretti suður veg í þveröfuga átt við það sem ferðinni er heitið, en ég berst við að falla ekki af Jarp og tekst með naumindum að í'étta mig í hnakknum. Síðan er ekki um annað að gera en að fylgja Brún eftir og ég veit strax að úr þessu verður 5—6 km sprettur sem ekki tilheyrir þeirri ferð sem ég er að fara í. ■Mér vetrður ærið þungt í skapi við þetta áfall því ég veit að ég næ ekki Brún fyrr en við túnhliðið í Veisuseli, sem er austan við ána gegnt heimili mínu. Vegurinn er upphækkað- ur alla leið og enginn möguleiki vegna myrkurs að komast út af honurri og þannig' fram fyrir Brún. Ég ríð þessvegna til hlið- ar á veginum og reyni að nálg- ast Brún, en hann herðir bara á sér og ég skil ekkert í hvað hann hleypur óhikað með laf- andi beizlistauminn. Eitt sinn er ég kominn mjög nærri honum og hleypi þá Jarp svo snöggt sem ég get í þeirri von að komast fram fyrir Brún, en hann var fljótur að átta sig og tók grimman sprett og varð á undan, en grjótið úr veginum flaug undan hófum hans umhverfis mig í myrkr- inu. Já, við Veisuselshliðið náði ég honum og hann var alls ekki með lafandi tauminn, heldur hafði hann slegizt utan um háls- inn á hestinum, þegar hann rykkti sér lausum, og þvingaði hann ekki á nokkurn hátt. Báð- ir klárarnir voru nú spreng- móðir, en ég flýtti mér á bak Brún og reið geyst sömu leið til baka án allrar vorkunnsemi. Til allrar hamingju hef ég aldrei verið neitt hjátrúarfull- ur, því þá hefði ég sennilega flýtt mér heim yfirkominn af skelfingu og sagt mínar farir ekki sléttar, og hætt við þessa gangnaferð. Ég mundi sem sé ekki eftir því fyrr en seinna, að Galdra-Þorgeir bjó á Vé- geirsstöðum á 18. öld og vakti þá upp nautið Þorgeirsbola, sem æddi um og dró húðina á eftir sér. Þessvegna hraða ég ferðinni til baka, án allrar áhyggju af fornu þjóðsagnarugli, unz ég kem aftur á þann stað sem hest- arnir fældust á og allt ætlar að fara á sömu leið, nema hvað ég er nú við öllu hinu versta bú- inn. Hestarnir stinga við fótum og blása, og nú sé ég örla á einhverjum jjulgráum, fjanda rétt framundan á veginum. Mér tekst að halda hestunum í skefjum og tekst að þoka þeim á hlið við þessa þúst, og þá sé ég hvað þetta er: steypu- hrærivél, eign vegagerðarinn- ar, hafði verið sótt vestur fyrir Fnjóská á bíl kvöldið áður og skákað þarna upp á veginn. Litlu síðar kem ég að Böðv- arsnesi og er Brúnn þá orðinn svo móður að ég verð að hafa hestaskipti á ný. Þá sé ég' að slitnað hefur reiðinn við hnakk-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.