Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 8
24) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. desember 1956 I'non so ben ridir com’io v’entrai Tant’era pien di sonno in su auel punto Che la ver: e via abbandonai. (Darite: Inferno, Canto I.) I. Næturlífið á Montparnasse á sér líka píslarvotta. Menn sem komu með gáfum og hæfileik- um og logandi af metnaði að sigra heiminn með listrúnum og skrifa nafn sitt inn í skyldu- námsefni framtíðarinnar í skól- um þeirra landa þar sem reynt er að gera nemendur kúltíver- aða með því að kenna þeim listasögu: ég hef ekki orðið var þeirrar námsgreinar í íslenzk- um skólum. En fyrr en þeir vissu af voru þeir komnir í fé- lagsskap yfirlætislegra svall- bræðra sem voru listamenn án þess að þurfa að skapa nokkra list og sátu langar nætur skrum- andi við skál og fögnuðu rís- andi sól með annarlega glýju í vökurauðum augum og gengu reikulir skuggar út í daginn til að bíða dáðlausir næstu nætur með sjónhverfingum og skyn- villum sem urðu keyptar upp úr flöskunum á kránum. Yfir marglitum bikurum reis rang- hverfa ævintýrsins og brá slönguvað sínum utan um hinn unga draumhuga og fyrr en varði hafði limu hans svo fast reyrða að hann fékk sig ekki leyst. Sú list sem til stóð að skapa varð aldrei til, draumur- inn draup niður af þreyttum fingrum á gólf kránna, var kraminn fótsólum svallþrælk- ara og svallþræla, var sópað út með því sagi sem er sáldrað um daga gráa yfir það sem nóttin leifði fótumtroðið. Á Montparnasse hlaut enginn frægari píslardauða en málar- inn Modigliani vegna þess að hann skapaði list sem lifir hann — þrá:t fyrir óreglu hans. //. Amadeo Modigliani, ítali, faðingarstaður: Livorno, hafn- arborg í Toskanahéraði og stei'dr r við Tyrrhenska hafið. Urn þá borg segir í ítarlegum ferðamannaleiðarvísi um Italíu: nokkrar klukkustundir nægja til að skoða borgina. Hann kom 22 ára gamall til Parísar árið 1906 og settist fyrst að á Montmartre. Til Parísar voru óðum að safnast þeir listamenn sem voru í fylking- arbrjósti sinnar kynslóðar og byltu veldi impressionistanna, sköpuðu þær hugmyndir og þá list sem er arfur okkar: þeirrar kyns'lóðar sem í dag er að reyna að skapa sér sína heims- mynd. Picasso kom þangað fyrsta sinni aldamótaárið frá Earcelona, hann settist að hjá skáldinu Max Jacob tveim ár- um síðar alkominn; þeir komu hver á fætur öðrum hlýðandi sömu básúnu sem blés þeim flestum til Montmartre til að endurskoða öll listræn verð- mæti: Braque, Gris, Brancusi, Dufy, Matisse, Modigliani, Rou- ault, Vlaminck, Derain, Picasso, þessir menn eru að rekast hver á annan um þær mundir í París ungir og stórhuga og hyggjast taka öll listvöld í sín- ar hendur og bylta þeim gömlu sem eru famir að dotta. Og þá voru Klee og Kandinsky að koma fram í Miinchen. Skáldin Max Jacob og Guillaume Apoll- inaire stóðu mjög nálægt þess- um myndlistarmönnum. Flestir lifðu þeir við lítinn kost, voru löngum svangir, sumir voru líka þyrstir, þeir voru til sem svöluðu þorstanum með meiri fjálgleik en þeir söddu sitt hungur ef kostur gerðist. í þeim hópi lenti Modigliani brátt. Þegar hann kom til Parísar fann hann fyrir sér gjörólíkt umhverfi því sem hann ólst upp í. Hann kom úr Toskana- héraði, mestu menningarsýslu á Ítalíu þaðan sem komu Giotto, Dante, Michelangelo, Botticelli, AMADEO MODIGLIANI Savonarola, Simone Martini og Englabróðirinn il beato Angel- ico, og síðast Papini. í ætt hans var Gyðingablóð og móðurkyn hans varð rakið til sjálfs Spin- oza eins mesta heimspekings Vesturlanda, þetta hafði verið efnað fólk en fengið fjárhags- lega brotsjóa á sig. Hann ólst upp við ljóð Dante og verk gömlu myndlistarmeistara Toskanahéraðs og Umbríu sem hann mat ævinlega framar öðru. Móðir hans var franskætt- uð: gáfuð og mikið vel mennt- uð kona talandi mörg tungumál, hún lagði sérstaka rækt við þennan efnilega son sinn. En tignu Sienamálurum svo sem Simone Martini og Lorenzetti- feðgunum, og kannski ekki síður umbrísku málurunum. Þessi mikla fortíð var svo yfir- þyrmandi: Modigliani þótti list- in heima fyrir vera í spenni- treyju hefðar, ósjálfstæð og vanburða í skugganum frá Renisans (endurreisnartíman- um). Hann sleit sig lausan og geystist til Parísar til að láta lífsloft samtíðarinnar herja á lungu sin. Það var gjörólíkur heimur þar sem hann hafnaði á Montmartre. Meðal ungu lista- mannanna ríkti eldlegur upp- reisnarhugur og borgaralegar ræningjáflokk og er staðráðinn í að heita maður með mönnum meðal hinna nýju félaga. Hann leitaði uppi þá sem báru sig hvað heimsmannslegast og bar sig að gerast lagsbróðir þeirra og reyndi í snárheitum að Vinna upp það sem á vantaði lífs- reynslu. Hann varð brátt æði svallsamur, og gekk á farar- eyrinn. Skáldið Max Jacob varð góður. vinur hans þá enda var Modigliani mikill smekk- maður á ljóðmenntir og var gjarnt að fara með ljóð hástöf- um, stundum á fáránlegustu augnablikum. Sérstaklega voru ljóð Dante honum munntöm og oft heyrðist hann þruma upp úr Inferno lýsingar frá ferðalagi skáldsins um undirheima með feiknstöfum: Quivi sospiri, pianti ed alti guai risonavan per l’aer senza sf.elle che al comminciar ne lagrimai. Inferno, Canto III. Picasso var herbergisfélagi Max Jacobs og Modigliani var brátt kominn í kynni við gáf- uðustu listamennina sem háðu leiftrandi rökdeilur milli þess sem þeir voru að skapa bylting- arverk í list sinni sem nú er orðin klassisk. Eihna þýðingar- mest fyrir list hans voru kynni hans við Konstantin Brancusi myndhöggvara sem var nýlega kominn frá Rúmeníu og hélt fyrstu sýningu sina í París árið sem Modigliani kom þangað, þá var Brancusi þrítugur og einn hinna fyrstu myndhöggv- ara sem kölluðust abstrakt. Brancusi leitaði frumstæðra forma: í upphafi var eggið, kenndi meistari Brancusi. Hann hafð: svo mikil áhrif á Mondig- liani að sá siðari vildi nú gerast myndhöggvari. Modigliani hreifst af negraskúlptúr og ým- iskonar frumstæðri list, hann hann var veikbyggður og heilsutæpur, hann fór snemma að mála. Ungur fékk hann brjóstveiki, þá ferðaðist móðir hans með hann suður á bóginn í hlýrra loftslag og það barg lífi hans. Málari ætlaði hann að verða og málari varð hann. Hann gekk á ýmsa myndlistar- skóla á Ítalíu svo sem í Róm, Feneyjum og Flórens en gat aldrei gengið undir ok neinnar skólaspeki, hann var alltof sjálfstæður i hugsun og sér- stæður i tilfinningum sínum og varð að leita sjálfur að sín- um yrkingarháttum í myndlist- inni. En hann var handgenginn hinum miklu málurum sins lands frá endurreisnartímanum eins og Botticelli með músikina í línunni, og hinum eterísku og lögmálstöflur voru muldar mél- inu smærra. III. „Fyrstu kynni okkar af þess- um unga tvítuga manni sem var gagntekinn háleitum metnaði voru ekki mjög uppörfandi“, segir Maurice Raynal sem hefur látið prenta minningar sínar um marga listamenn þessa tíma á Montmartre: „Okkur fannst hann vera fælinn og alltof móðgunargjarn. Smám saman urðum við þess varir að hann var raunar hjartahlýr og fól í feimni sinni næstum unglings- lega tilfinningasemi undir hrjúfu viðmóti.“ Modigliani fór eins og fín- legum manni sem er kominn í En lungun voru of viðkvæm, hann varð að flýja heim sjúkur en skaut brátt aftur upp í París og hélt sig síðan mest að því að mála og teikna. IV. Montparnasse. Þangað fóru listamennirnir að flykkjast þeg- ar aðsóknin óx svo mjög á Montmartre vegna þeirra að það var orðið' of dýrt fyrir þá sjálfa að búa þar. Montmartre varð bæli ævintýraiegra skemmtanabraskara, saurlifis- miðlara, vændisfólks og ferða- mannasvindlara og allskyns leiguþrjótar og bandíttar höfðu sina viðsk'ptamiðstöð' og ráða- gerðabækistöðvar á kránum kringum Place Pigalle og fyrir- sát urðu tíð í náttmyrkri, á kyrrum hliðarstrætum þegar gleðskaparfólk reikaði út úr unaðsbólum næturlífsins. HöggmyncL eftir Modigliani Stúlkumynd frá 1918 var alveg á móti öllum íeir- klín'ngum og fannst áhrif Rod- in hin skaðlegustu, hann vildi bara höggva í stein. Frá þeim árum eru nokkrar sérkennileg- ar höggmyndir eftir Modigliani. (Jio'i iJílkia son: Martyrium á Montparnasse Hugleiðing vegna Modigliani

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.