Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 10
26) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. desember 1956 Vélaverkstæði Sig. SveinbjörnssoÐar hi. Skúlatúni 6 — Sími 5753 Smíöum alls konar varahluti fyrir: Dráttarvélar — Jarðýtur Vélskóflur — Skurögröfur Einnig hverskonar verksmiðjuvélar Gerum upp dieselmótora. Höfum varahluti fyrir New England togvindur og tökum að oss viðgerðir á peim Framleiðum vélar fyrir saltfiskpurrkhús Smíðum hina viðurkenndu rafmagnsgufukatla Smíðum og útvegum vélar fyrir sandnám Smíðum og setjum upp allar. stœrðir af olíu- og lýsisgeymum Öll vinna framkvæmd með fullkomnustu vélem Peg&r lífið er lelkur Nákvæm rannsókn hefur leitt það í Ijós, að langflest umferðaslys á börnuin hér á landi verða á börnum, scm eru að leika scr á götunum. Það er því að veru- Iegu leyti foreldrum um að kcnna. Þeir verða að kenna börnunum að varast umferðina, hversu erfið sem sú lexía reynist. Hún er mikilvæg. Hún getur bjargað lífi barnsins. samvh smunrií&Y© Martyrium á Montparriasse Framhald aí 25. síðu. Það er ekki eins rómantískt. Sömu nóttina og Modiglini dó framdi fylgikona hans Jeanne Hébuterne sjálfsmorð með því að fleygja sér af húsþaki með þunga sinn næstum níu mánaða sturluð af harminum. Dyggð- ugir foreldrar hennar sem höfðu útskúfað henni þegar hún tók saman við Modigliani bönn- uðu það að þau fengju að búa saman í einni gröf. Eftir mörg ár voru þau færð saman í moldinni. VII. Ýmsir kunningjar mínir í Par- ís sögðu mér sögur af því að þegar fréttist um dauða Modigli- ani hækkuðu myndir hans ört í verði. Það var eins og merkið væri gefið: nú er hann dauður, nú getið þið farið að borga fyr- ir inyndirnar. Nú er óhætt að borga. (Hver getur sagt hve mikinn þátt stöðugur skortur og löng og erfið barátta fyrir þeirri viðurkenningu sem iista- maðurinn vissi alltaf að hann átti heimtingu á, hve mikinn þátt fálæti hafi átt í niðurlæg- ingu hans og eiturnautn? Ekki veit ég, það er aðeins nefnt til umhugsunar. Málarinn Krem- egne sem var vinur Modigliani og er nú helzt þekktur af því að hafa skorið Soutine niður úr snöru sagði mér af því hvað Modiglini hefði þolað óskap- lega lítið að drekka. Vafalaust af ónógu viðurværi og vítamín- skorti). Nú fóru listbraskararnir af stað og söfnuðu því saman sem þeir fundu af myndum eftir Modigliani og ýmsir gátu raup- að af góðum kaupum. Nú keyptu þeir við því verði sem upp var sett myndir sem þeir vildu ekkert borga fyrir áður. Nú eru sumar þessar mynd- ir stolt stórra safna víða um heim keyptar fyrir of fjár sem rann oft í kistla listsala sem vissu af manninum lifandi á næsta leiti og sáu hann drepast fyrir augunum á sér. Modigliani var að vísu ekki óþekktur þeg- ar liann dó. En viðurkenningin kom of seint. Hann var dauða- dæmdur. En sá sem skapaði honum al- þjóðlega frægð var ameríski listunnandinn Barnes sem mig minnir hafi komið til Parísar tveimur árum eftir að Modigli- ani dó og keypti þá myndir eft- ir hann og sömuleiðis eftir Sout- ine, og átti allra manna mestan þátt í að vekja athygli á þeim. Það var Modigliani sem kom Soutine á framfæri og fékk list- sala sinn Zoborofski til að taka að sér að selja myndir hans. Soutine var líka að berjast við að mála í óskaplegri fátækt en hann lifði það að verða efnað- ur maður af verkum sínum. Og þegar Modigliani þóttist finna dauða sinn nærri sagði hann við Zoborofski: Vertu alveg á- hyggjulaus, ég skil eftir handa þér einn snilling eitt séní, hann Soutine. Modigliani var aldrei smár í sér og unni öðrum sann- mælis. VIII. Er hægt að skrifa nokkuð að gagni um málverk? Hefur það nokkra þýðingu að skrifa annað en áróður fyrir myndum eða á móti myndum? Hvorugt þarf um verk Modigliani. Allir sem kynnast myndlist hitta fyrir sér Modiglianí fyrr eða síðar. Flestir kannast við þessar löngu melankólsku einkennilegu fíg- úrur með svanahálsinn og hin skrítnu augu þrungin dul sem eru ekkert nema augasteinn — eða án augasteins. Og þær nöktu konur sem hann var alltaf að forma með svo lifandi músíkalskri línu að minnir á Botticelli. Oft voru það ást- konur einnar nætur sem hann neyddi undir steypiflóð af- hjúpandi birtu að morgni, fletti af þeim rekkjulíni og mál- aði þær svo þær munu alltaf lifa, þessar konur sem hann gerði skyndibrullaup til en mál- aði sem ástkonur allra nátta. Sumar þeirra fylgdu honum til grafar sem fölir svipir af málverkinu eða skuggar þess á malbiki virkileikans. Hann gerði ótal myndir af fólki, og aftur og aftur koma egglaga höfuð svo sérkennandi fyrir hann eins og i framhaldi af kenningu Brancusi; myndir með löng og teygð form sem minna kannski á Sienamálarana í sinni draumkenndu tign og fín- leika. Þær eru kannski ekki svo djúpar en fullkomnar í byggingu eftir klassiskum regl- um gömlu meistaranna, og hið milda angur þeirra vefst í mjúkum viðkvæmum sveiflum um myndflötinn. Stundum gat Modigliani orð- ið nístandi napur í myndum sínum eins og þegar hann mál- aði hinn fræga tilgerðardekr- ara og öfughneigðarfagurkera Cocteau þúsundþjalasmið sem hefur tekist að pota sér inn í frönsku akademíuna. Á hon- um hafði Modigliani mestu skömm eins og sést á myndinni. Auk áhrifa sem þegar hafa verið nefnd höfðu myndir Céz- anne mikla þýðingu fyrir Mod- igliani. Um skeið var hann ékki ósnortinn af kúbistunum sem komu fram um líkt leyti og Modigliani kom til Parísar. En þau áhrif voru ekki djúptæk né varanleg. Modigliani gekk aldrei í flokk þeirra eins og svo marg- ir af kynslóð hans: þar voru sumir þeirra sem lengst náðu eins og Picasso, Braque, Gris og Léger. Af Parísarmálurun- um var Modigliani skyldastur Toulouse-Lautrec og kunni vel að meta verk hans og sömuleið- is Gauguin. IX. Ennþá stendur Dome en þar er ekki lengur opið allan sól* arhringinn. Á Rotonde var far- ið að amast við þeim sem sátu. sex klukkutíma yfir kaffibolla, þeir þóttust hafa nóg af við- skiptavinum sem ættu fé og eyddu því fúsir, fyrir bragðið fór Rotonde á hausinn því menn. komu til að sjá þessa 6 tíma kaffibollamenn. Nú er aftur bú- ið að opna Rotonde. Þar spilar nú kvennahljómsveit á palli strássvalsa og sætrómantíska froðutónlist fyrir smáborgar- ana sem iða í skinninu yfir að vera að kanna hina hálu stigu listalífsins sem einhver hefur sagt þeim að sé ailt fullt a£ sið- leysi og svalli og sukki og ralli og halda kannski að margir listamenn komist upp með það að lifa eins og Modigliani og skapa samt list. En barinn er opinn alla nóttina. Þar er ekki lengur Hemingway sem fékk nóbelsverðlaunin og Ezra Pound sem var lokaöur á geðveikra- hæli fyrir landráð né Scott Fitzgerald sem dó alkóhólisti, og ekki heldur Diego Rivera sem er patriark mexíkanskrar listar í dag og kommúnisti, og þar er ekki lengur Picasso sem einu sinni sat þar með litla svarta alpahúfu og hlustaði á Modigliani rífast. Ég sat þar eina nótt með ungu amerísku skáldi sem átti þá nótt síðasta áður en hann fór til Kóreu til að láta drepa sig samkvæmt borgaralegri útnefningu sinnar landsstjórnar. Á Dome sitja ennþá fyrirsæturnar af Grande Chaumiere og Academie Cola- rossi bláar af kulda og berfætt- ar í skónum um vetur en á sumrin er allt af þéttsett við gangstéttarborðin. Á Select sem Hemingway kallaði 1924 „this new jive“ sátu myndhöggvararnir Zadkine og Laurens saman við borð (og augu Zadkine eru svo hvöss að manni finnst að hann höggvi með þéim í stein- inn), þá slangrar spánski málarinn Dominguez með um- skiptingshausinn gríðarstóra upp að barnum feitur stór og luralegur og troðandi marvað- ann í alkóhólinu en teiknar svo fínlegar, næstum kvenlegar myndir. Beint á móti sitja bókhneigð- ir góðborgarar á Coupole kvöld eftir kvöld og bíða þess að sjá Sartre koma þar um miðnætti og setjast inn í horn. En Krem- egne er að verða gamall og sat einn við borð lítill og önugur og fátækur og þó hann hefði skor- ið Soutine niður úr snöru og þakkt Modiglianl vlarð hann ekki feitur af því. Við fengum okkm- stundum glas af hvítvíni og hann sagði mér sögur af Modigliani. Auk heimildarmanna sem nefndir eru í greininni hef ég sitthvaö eftir ónefndum kunningjum mín* um 1 París sem þekktu Modíglianl. T„ V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.