Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 7
Eg hef mætt ykkur í lyftunni í París. Þið sögðust koma frá Senegal eða Antileyjum Og höfin freyddu um tennur ykkar, , fylgdu brosi ykkar, bergmáluðu í söng ykkar eins og klettaskútum. í dagsbirtu Champs-Elysées las ég harmsögu í andlitum ykkar. Þau bjuggu yfir aldagömlum harmi, hjá Boule Blanche og mitt í litskrúði Montmartre lýsti gleðin af röddum ykkar andardrœtti ykkar hreyfingum ykkar. Þið voruð söngurinn, þið voruð dansinn en alltaf leyndist í rödd ykkar alltaf dansaði við hlið ykkar svarta sorgarslangan. Við höfum talazt við um borð í skipunum, þið þekktuð glegihús um allar trissur, þið elskuðuð á öllum málum. AUar œttkvíslir hafa lokað augunum í sterkum faðmi ykkar. Aðeins til að lækna sárin eftir hlekki djúpt í holdinu tókuð þið við ópíum og kókaíni — aðeins til að lœkna hné ykkar eyðilögð af auðmýkjandi beygingum, aðeins til að lœkna svima þrotlausra þjáninga í hjörtum ylckar. Þið yfirgáfuð eldhúsið og fleygðuð hlátri ykkar d hafið eins og perluskrýddri fórn. En þegar báturinn skalf undir heitum lilátri og dýrri gleði sunguð þið einir, þjakaðir af erfiði dagsins, sunguð með kvartsáru banjói, J E A' N B R I É R E : Svarta scil (Brot) iónum einmanaleikans og kœrleikans. Þið byggðuð vinjar í reyknum frá ólireinum vindlingsbút með jarðkeim frá Kúbu. Þið vísuðuð villtum máfi sem velktist í nóttinni réttan veg gegnum þokuna og hlýdduð voteygir á síðustu grátklökka kveðju hans frá myrkurströndinni. Fyrir nokkru stóðuð þið í stafni eins og guðir úr bronsi með mána-arið í augnagimsteinum ykkar, og draumur ykkar tók land á stjörnunum. Fimm aldir hafa séð ykkur með vopn í hönd, og ránsmöymum hafið þið kennt að þekkja frelsisþrána. Á San Domingo afmörkuðuð þið hlykkjóttan stíginn sem einn morgun lá að sigurbraitt frelsisins með sjálfsmorðingjum, flóruðuð hann nafnlausum steinum. Frelsi Suðurameríku hélduð þið undir skírn, slökkvandi með annarri hendi kyndil plantekranna, brutuð með hinni hlekki ánauðarinnar. Þið hafið reist Chicago við blátónasöng, byggt Bandaríkin við hljómfall negrasálma, og blóð ykkar ólgar í rauðum röndum stjörnufánans. Þið stökkvið út úr myrkrinu inní boxhringinn sem heimsmeistarar — hver sigur er slag á trumbuna sem boðar endurreisn kynstofnsins. í Kóngó í Guineu hafið þið risið gegn heimsveldinu og barizt með trumbum með kynlegum söngvum eins og flóðbylgjá sem flœddi að hverri strönd var samhljómur ykkar aldagamla haturs. Þið hafið lýst upp heiminn með báli ykkar — í þrengingum Abessiníu komuð þið úr öllum áttum með sömu beisku söngvana sömu reiðina, sama ákallið. í Frakklandi, í Belgíu á ítalíu, Á ítalíu, í Grikklandi horfðuð þið beint við hœttum og dauða. En á sigurdaginn þegar hermennirnir höfðu flæmt ykkur úr kaffihúsum Parísar ykkur — og René Maran, hélduð þið heim á skipum þar sem ykkur var strax afmarkaður bás og troðið í eldhúsið, heim til verkfœra ykkar, sópvanda ykkar, gremju ykkar — heirn til Parísar, til New-York, til Algier, til Texas, heim bakvið Mason-Dixon gaddavírslínuna í hverju landi veraldar. Allsstaðar voruð þið afvopnaðir, en verður hjarta svertingjans afvopnað?. Þið hafið afhent einkennisbúninginn en haldið ykkar mörgu sárum, sem hvísla að ykkur luktum vörum. Þið bíðið eftir nœsta kalli óhjákvœmilegri herkvaðningu því í ykkar stríði finnst ekkert vopnahlé — Ekki er það land, að þar hafi ekki blóo ykkar rtinnið, bros ykkar og litur verið spottað^ Þú brd&ir Black Boy, þú syngur, þú dansar, þú vaggar kynslóðunum er streyma hverja dagstund til starfs og þjáningar, og á morgun til árása á fav gelsir. öll framtíðarvígvirki svo að á öllum tungum, á heiðrík álra 'Ánna verði gerð heyrinkunn þin frððk V.t mam r 'itivdi, tröðkuð í fimm áldir í Guineu, í Marokkó, í Kóngó — allsstaðar, þar sem svartar hendUt hafa látið eftir sig merki um kcE. eika, um yndi oc/ Ijós á múrum menningarinnar .... HALLDÓRA B. BJÖRNSSON þýddi. JEAN P. BRIÉKE er negri, f. 28. sept. 190!) í Jérémie á Haiti. Hann hefur unnið niikið að skóla- mátum og er nú Chargé des Affaires Culturelles í utanríkisráðune.yti Haitis. Hann hefur verið rit- stjóri hlaðsins La Bataille og vegna pólitískra skoð- ana sinna setið nokkrum sinnum í fangelsi í iíð ameríska hernáinsins á Haiti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.