Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (25 Hverfið var líka undirlagt fjöldaheimsóknum ferðama-nna og þeirri starfsemi sem því fylgir, þá fluttu listamennirnir. Smám saman varð Montpar- nasse aðalhverfi listamann- anna. Þá var blærinn annar en nú er. Ennþá tíðkuðust hest- vagnar og eklarnir voru litrik stétt sem hafði sitt mikilvægi í skytningi viö skenkiborð veit- ingahúsa sem ekki voi'u svo dýrseld að andans menn væru útlægir þaðan. Hinir fáu þrótt- litlu leigubílar borgarinnar voru ekki ennþá í röðum á miðjum Boulevard Montpar- nasse að bíða eftir viðskiptum löngum stundum, þeir höfðu nóg nær athafnamiðjunni að stella. Miðja þessa listamannahverf- is var þar sem hin mikílláta stytta Rodin af Balzac stendur skökk. (Frakkar áttu sína vatnsberafjendur í félagi sem hét Socíété des Gens des Lettres sem gerði þjóð sinni til skamm- ar að afþakka styttu þá en aldrei þessu vant kom stjórn- málamaður og bjargaði málinu við: það var Clemenceau). Þarna stóðu veitingahúsin Dome og Rotonde hvort and- spænis öðru eins og tvö fjand- samleg strandvígi að keppa um að ná til sín tolli af vegfarend- um með ærandi galdri veiga sinna og sírenum. Nótt eftir nótt sátu ýmsir hinna ölkærari listamanna þessa hverfis og þrösuðu og þjörkuðu og háðu endglausar rökskærur fram á morgun. Stundum fjöruðu þess- ar ræður út í myrkt og torskilj- anlegt hjal þegar viðkvæmir hugirnir voru orðnir allmettað- ir af órökfræðilegum gufum vé- fréttarinnar hverrar upp- sprettulind var áma bruggar- ans. Og stundum urðu upphlaup og pústrar af fáránlegustu til- efnum, spánska skáldið Ramon Comez de la Serra segir frá því að hinn mikli mexíkanski freskómálari Diego Rivera og Modigliani flugust á út af því ; hvort landslagsmynd ætti rétt á sér eða ekki í það mund er ' absinthlita morgunbirtuna tók að drífa yfír heiminn. Pólski málarinn Kisling lýsti furðu sinni á efri árum yfir því að hann og félagar hans hefðu • haft þrótt til þess að lifa þessu ■ ofsalega lífi. Hann var mikill vinur Modigliani: Hvernig í ósköpunum gat maður staðið í því að koma heim hálffullur um átta níuleytið á morgnana og stingá sér í bælið og fara svo á fætur aftur nokkrum tímum seinna þegar fyrirsæturnar komu. Maður skvetti á sig vatni og fór svo að vinna. Þannig var það daginn út og inn árum saman. Vinna fyrripartinn, ótal gestir seinnipartinn og svo apéritífar og gleðskapur sem stóð fram á næsta morgun, segir Kisling um tilveruform sem fleiri listamannanna sættu. Drykkjan hefst með flugeld- um og andríki en fyrir mörgum endar hún í ömurlegasta and- leysi og fjötrum og þrældómi. Á þeim árum könnuðust margir við Modigliani á Mont- parnasse. Hann var æ tíðari gestur kránna og oft fór mikið fyrir honum, Stundum var hann í slagtogi með Utrillo. Hann þótti stoltur og drembilátur og vakti oft til andúðar á sér með hrokafullri framkomu. Jafnvel vinir hans kvörtuðu undan því hve erfitt væri að umgangast hann þegar hann hafði drukkið. Fáir vissu að undir grímunni var ofurnæm viðkvæmni sem jafnvel jaðraði við móðursýki: kannskil var þetta útrás úr brennandi virki. Þegar ModigJiani vildi það við hafa gat hann verið allra manna mest heillandi og hrifið þá sem hann kærði sig um með gáfum sínum mælsku og andríki og glæsileik.. Ég hef engan mann heyrt tala eins fal- lega og Modigliani, sagði góður vinur hans. Hann var fullur af skáldskap og fegurð en stund- um var eins og andskotinn hlypi í hann. Þá voru fáir sem gátu tjónkað við hann. Það var helzt Zoborofski. Hver var þessi Zoborofski? Hann var pólskur og hafði ætlað sér að verða skáld. En nú var hann kominn á Mont- parnasse og lifði við þröngan kost en ef hann eignaðist pen- inga notaði hann þá til að kaupa málverk af ýmsum litt þekktum listamönnum sem hann trúði á. Helztur þeirra var Modigliani. Vinátta þeirra var náin og Modigliani tók stundum orð Zoborofskis til greina þegar hann vildi ekki hlusta á aðra. En það var erfitt að koma þess- um málverkum í verð. Einu sinni var Modigliani svo reiður að hann tók málverk sem hon- um tókst ekki að selja því verði hann bað aldrei um neitt, hann heimtaði stundum. Hann vissi vel af gáfum sínum og hæfi- leikum. Hann vissi líka að hann var dauðadæmdur af berklun- um. Hann vildi að hið stutta líf yrði ákaft og sterkt líf. Une vie bréve mais intense segir mynd- höggvarinn Lipschitz að hann hafi oft talað um við sig. Jacqu- es Lipschitz er einn frægasti myndhöggvari hins svonefnda Parísarskóla, pólskur að upp- runa, hann hefur gefið út bók um Modigliani. Hann talar um Modigliani í samanburði við auðuga og fyrirferðarmikla list langrar ævi Michelangelo eð'a Titiano: Lif Modigliani hafi ver- ið sem eitt leiftur snilli. Mod- igliani fór eins og halastjarna um listhimin Parísar. Áður en nokkur gat áttað sig var hann allur. Háttarlag Modigliani hlaut að enda með ósköpum. Undir lok- in er hann allur á valdi eiturs. Alkóhólið dugir honum ekki. Nú notar hann líka hassisch og yfirleitt flest eitur sem hann nær í. Ðæmdur maður að nafni Mod- igliani gengur á milli kránna og heimtar peninga til að drekka fyrir. Hann kemur úfinn og ill- ur, sezt þar sem honum sýn- ist, teiknar þann sem honum sýnist, fleygir teikningunni á borðið, skipar þjóninum að færa sér drykk, skipar fyrirsáta sín- um að borga. Hann hrapar neðar og neðar. Augun verða rauð eins og log- Olíumálverk af Jean Cocteau og eldflaug úr hæðum niður til helvítis leiðsagnarlaust og einn og dæmdur þangað sem hann hafði áður ferðast með Dante. Þeir sem er bezt til hans reyna árangurslaust að ná hon- um út úr þessu sjálfseyðingar- fári. Fylgikona hans bíður í vinnustofunni í Rue de la Grande Chaumiére með litla dóttur þeirra og er ófrísk aft- ur og veit ekki hvað af hon- um verður. En hann svamlar helsár um hafsjóa eiturs; hann Konumynd, olíumálverk frá 1919. sem hann vildi hafa (100 franka): gerði gat á strigann, brá bandspotta í gegn og festi það upp á salerni eins af helztu veitingahúsunum. Nokkrum ár- um síðar seldist mynd eftir Modigliani fyrir 30 þúsund dollara í Bandaríkjunum. Þá var hann dauður. Hálfærður af hungri var hann að ganga á milli veitingahúsanna og bjóð- ast til að teikna menn fyrir nokkra franka. Hann var si- teiknandi. Oft svalt hann án þess vinir hans vissu um það fyrr en seinna. Hann var svo stoltur að hann gat ekki þegið nokkurs manns hjólp ef hann þóttist finna þef af ölmusu, andi sár sem aldrei munu gróa; ljótur og hrakinn velkist hann eftir ræsinu, oftúlkandi það sem litla merkingu hefur, þrætandi og þrasandi, jagandi og nag- andi, meiðandi og meiddur sárast sjálfur. Kunningjar hans fiýja úr fagnaðarsamkomum sínum á veitingahúsunum þeg- ar hann birtist til að heimta af þeim drykk. Honum er sparkað út í ræsin af þeim veitinga- stöðum þar sem hann hafði áð- ur verið konungur og drottnað með andríki sínu og þrumað yf- ir hrifnum áheyrendum. Nú er hann orðinn lassaróni sem vek- ur fyrrum vinum sínum sárs- auka: að sjá honum þyrlað eins æðir um milli veitingahúsanna stoltur og óþolandi og voðaleg- ur. Af hverju í ósköpunum læt- ur maðurinn svona segir públík- um sem er alveg gáttað. Af hverju lét hann svona? Hann var hirtur á götu í ársbyrjun 1920 og fluttur i spitala til að deyja úr berklum sínum og ó- reglu. Seinast sagði hann: Cara Italia. Kæra Ítalía. VI. Þá sendu yinir hans skeyti til cara Italia. Til bróður Modigli- ani sem var orðinn þingmað- ur. Hvað á að gera? sögðu þeir. Hann svaraði með stuttu skeyti: Jarðið hann eins og fursta. Já, einmitt, jarðið hann eins og fursta. Þá rís Montparnasse- hverfð upp. Listamenn veit- ingafólk þjónar svallarar vænd- iskonur smákaupmenn skáld og fyrirsætur og ég veit ekki hver, og skutu saman í veglegustu útför sem sést hefur þar. Ör- eigar hverfisins skunda að kaupa sér hvíta líkfylgdar- hanzka í verzluninni: Hanzkar handa öllum. Gott ef ekki gular gammasíur í verzluninni: Gammasíur handa öllum. Aldrei hafur athyglisverðari útfar- arfylking farið um borgina þvera frá Montparnasse að kirkjugarðinum Pére Lachaise þar sem Oscar Wilde undir minnisvarðanum eftir Epstein og Kamelíufrúin lágu dauð í dökkri jörð eins og ort var á Færeyjum um þann sterka Gretti. Þar sem fylkingin fór um þagnaði kliður og skraf og krár og verzlanir tæmdust, fólkið horfði þögult á hið sund- urleita lið flytja sinn hvíta áss til heljar. Lögregluþjónar báru hönd að kaskeiti eins og það væri sjálf- ur lögreglustjórinn. Ymsir þeirra höfðu litið á það sem embættisskyldu að sparka í hinn iátna meðan hann lifði þegar þeir rákust á hann drukk'nn á grúfu á bekkjum g.angitéittanna eð»a jafj.ivel á berum götusteininum. Montparnassé átti nþ sinn píslarvott. Goð'sögnin var feng- in handa túristatrekkjurum hverfisins. ,Nú gátu þeir helt. órnælt brennivín ofan í ístöðu- lausa aumingja með því að segja sögur af hinum goðumlíka Modigliani. Ennþá geta sumir þeirra ekki stillt sig um að segia sem muna hann frá kránum: II était terrible, celui-lá! Hann var alveg hræðilegur, þessi maður. Færra heyrðist talað um það að hann hafi nokkurn tima lokað sig :'nni og unnið og urn- ið og kannski ekki haft að éta. Framhald á 26. síðu_.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.