Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (21
Gangnamenn koma að Ytri-jökulsá með fé sitt.
inn' á Brún. Égj er forsjáll
gangnamaður og hef bæði hníf
og snæri og geri við þetta í
snatri, og gef mér síðan tíma
til að fá mér í eina pípu til að
mýkja skapið Og nú fer ég á
bak Jarpi, og nu verður að
halda áfram miskunnárlaust í
4—5 kl.tíma unz komið er
þangað norður á heiðina, sem
hefja skal gönguna. Ég reikna
nú með því að verða allra
manna síðastur, og auk þess
verður þetta afar slæm haust-
ferð fyrir hestana, og ég í örgu
skapi — allt helvítis steypuvél-
inni að kenna.
Innan stundar sé ég að Þverá.
Þar eru uppi glampandi rafljós
frá dísiirafstöð, en enga hreyf-
ingu sé ég þar heima; enda
komið talsvert framyfir þann
tíma sem gangnamenn ætluðu
að fara þaðan.
Nú kem ég að Lokastaðarétt
og fer yfir brúna á Ásbergsá,
en hún kemur norðan og austan
úr fjöllunum sem smáár og læk-
ir, og fellur hér þvert í Fnjósk-
á sem talsvert vatnsfall.
Þarna beygði ég til hægri
handar og kem á nýjan veg,
sem x’uddur var og lagfærður
með jarðýtu alla leið norður á
Flateyjardal s.l. sumar. Var
vegur þessi strax mikið notaður
af Akureyx-ingum, sem lögðu
leið sína um helgar útí óbyggð-
ina í berja- og æfintýraleit,
enda mun sjaldan eða aldrei
hafa verið önnur eins sælutíð á
Flateyjardalsheiði eins og s.l.
sumar, vegna þurrviðra og hlý-
inda.
Og nú hefst fei-ð mín út í
óbyggðina. Myrkrið er tekið að
þynnast og ég þykist greina ný
för eftir hesta og jeppa á veg-
inum — en Höfðhverfingar ætl-
uðu á jeppum í sínar göngur.
Ég kem eftir skamma stund að
eyð býlinu Þúfu. Þar bjuggu
síðast hjónin Eysteinn Jóhann-
esson og Klara Tryggvadóttir
árið 1935, nú búsett á Akureyrí.
Hér lofa ég hestunum að
grípa niður nokkur andartök,
því nóg gras er hér í gamla
túnfætinum. Sjálfur fæ ég mér
í pípu og gái til lofts. Það er
nú mikið að létta til og sér
víða í stjörnuskreyttan him-
ininn. Nú birtir líka óðum til
jarðar. Tvær mjög fagrar og lif-
andi stjörnur blika í suðaustri:
önnur óvenju blá, hin óvenju
rauð og depla til mín sínum
fögru augum. Ég sé einnig Sjö-
stjörnuna, og tvær af Fjósakon-
unum koma vaðandi uppúr
skýjaþykkninu, — sú þriðja er
sennilega skamrnt á eftir þeim.
En áfram skal haldið og nú
hvíli ég Jarp. Eftir stundar-
korn er ég við túngarð á eyði-
býlinu Vestari-Krókum. Þar
bjuggu síðast árið 1935 hjónin
Gunnlaugur Stefánsson og
Rannveig Fi-iðbjarnardóttir.
Skamma bæjarleið til hægri
handar er eyðibýlið Austari-
Krókar undir austurfjöllum. Sú
jörð fór í eyði árið 1946. Voru
síðustu ábúendur þar hjónin
Eiður Indriðason og Matthildur
Níelsdóttir, nú búsett í Hi-ísey,
og Bergþór Björnsson og Mar-
grét Teitsdóttir, nú búsett á
Veisu í Fnjóskadal.
Og nú tekur við hin svo-
nefnda Flateyjardalsheiði, sem
raunverulega- er þó dalur í á-
framhaldi af Fnjóskadal allt
norður að Skjálfandaflóa vest-
anverðum, og heitir nyrzti hluti
hans Flateyjardalur. Þar, um
2,5 km undan landi, er Flatey.
Fyrir um það bil 20 árurn voi'u
6 býli byggð á Flateyjardal,
sem nú eru öll komin í eyði.
Skammt norðan við Krókana
ber botn heiðardalsins hæst yfir
sjó, um 200 metra. Heitir þar
Skeið. Þarna mun oft hafa ver-
ið sprett úr spori á umliðnum
öldum, því að þetta er einn
greiðfærasti bletturinn á allri
heiðinni innan úr Fnjóskadal
og út að sjó. Eitt hundrað tutt-
ugu og þrjár reiðgötur hafa
verið taldar þarna hlið við hlið.
Ég fylgi hinni nýju slóð eftir
jarðýtuna vestast á Skeiðinni,
en hin grónu en greinilegu spor
kynslóðanna eru mér á hægi-i
hönd og þegja órofa þögn um
allt sem þau vita frá fyrri tið.
Hér eru vatnaskil milli
Fnjóskadals og Flateyjai’dals.
tveir lækir falla niður á jafn-
sléttuna með stuttu millibil —
þar fellur sá syðri til suðurs
en sá nyrðri til norðurs.
Ein einstæðings haustlóa er
þarna á ferli. Hún reynir að
syngja, en það brennur fyrir
í henni eins og hún sé í mútum.
Þetta ox sem sé ungi síðan í
sumar, sem hefur orðið síðbú-
inn úr hreiðrinu sínu.
Nú sé ég að það er þoka
skammt framundan, og virðist
vera mikil norður eftir heið-
inni. Mér verður illa við, því
áð~það er ekkert þægilegt íyrir
fáa menn að finna nokkrar
vandfundnar kindur, sem orð-
ið hafa eftir í fyrstu göngum;
þær hafa líka oft góðan vilja
á að fela sig.
Væri reynandi að kveða hana
niður eins og Jónas vinur minn
út á Stóra-Skæling í gærkveldi?
Já, víst væri það reynandi, og
ég fer að í'eyna að setja saman
kröftuga visu, en tekst ekki að
koma henni í viðunandi foi-m.
En vísuefnið er heiftarlegt, og
hvernig sem því er varið, þá
fer þokan undan í flæmingi. Ég
ríð norður af Skeið, yfir Bola-
flag og norður Kamba og glími
einlægt við vísuna, en þokan
færist' undan með sama hraða
og ég. Síðan er ég kominn ofan
í Dalsgil hjá Almannakambi og
þar vei-ð ég enn að hafa hesta-
skipti. Ég fer af baki og hest-
arnir fara strax að bíta. Þeir
éru mjög sveittir og leggur upp
af þeim þétta gufu í svölu og
röku morgunsárinu. Það er nú
að verða nokkuð bjart og síð-
ustu stjörnurnar að hverfa í
himinfjarskann.
En þokan? Hún hefur stað-
næmzt um leið og ég örskammt
norður i gilinu, og lokar allri
útsýn í þá átt. Hún íús þar eins
og kolgrár veggur og ég veit
að hún ætlar að gleypa mig
með húð og hári þegar ég fer
af stað aftui'. En ég má ekki
vera að því að yrkja vísuna um
stund, því að mig langar til að
leiða hugann að öðru í bili.
Dalsgilið er að því leyti frá-
brugðið flestum giljum öðrum
að það er lárétt, og svo breitt,
að það myndar nokkurt undir-
lendi sem Dalsáin sníður sund-
ur í grasivaxin nes. En við Al-
mannakambinn beygir gilið
þvert í austur og xxefnist þá
Þvergil. Nær austurhlíðinni
beygir það til suðurs, grynnist
og breikkar og nefnist þá
Sund.
Uppi á gilbarminum austan-
vert við buginn þar sem Þver-
gilið beygir til suðurs er eyði-
býlið Kambsmýrar. í bókinni
Lýsing Þingeyjarsýslu I farast
Jóni Sigurðssyni í Yztafelli
þannig orð am Kambsmýrar:
„Kambsmýrar standa undir
austurfjalli, beint upp af Þver-
gili, rösklega 200 metra yfir
sjó og 100 metrum hærra en
Ki’ókabæir og Heiðarhús. All-
breitt og hallalítið sléttlendi er
þarna milli fjalls og gils, og eiga
Kambsmýrar norður að Jök-
ulsá syðri. Alls er Kambsmýi’a-
land um 8 km langt frá norðri
til suðurs og engjar mjög' gras-
gefnar um alit láglendið og víða
véltækai’. Fjallið er einnig
grasivaxið og engjar og gróður
hátt til brekkna. Jörðin er
mesta engjajörð sýslunnar vest-
an Ljósavatnsskarðs. Árið 1918
kól jörð víðar svo, að tún urðu
varla ljáboi’in né hai’ðvellis-
engjar. Þá hlífði snjórinn heið-
inni, og var heyjað þar af
hverjum bæ i Fnjóskadal, norð-
an Ljósavatnsskarðs, og lang-
samlega mest á Kambsmýrum.
Alls voru talin á heiðinni um
haustið 70 uppborin hey, er
Fnjóskdælir áttu. Heygæðum
og i'jölbreytni grasa á Karnbs-
mýrum er viðbrugðið. Þar vex
gulstöi’, Ijósastör og í’auðbroti á
mýrarflesjum, en valllendis-
gróður og laufgróður til fjalla.
Bæjai’stæðið á Kambsmýrum
hefur svip stórbýlis. Hin víð-
áttumikla, frjóa engjaslétta
virðist ekki hæfa heiðax’koti,
heldur höfuðbóli. Landslagið er
þarna fag'urt og stórbrotið.
Dalsgil hið neðra, en yfir rís
hið mesta tindastóð; Kambur,
beint yfir bænum, hæstur þing-
eyskra byggðafjalla 1210 m, en
tindarnir við hlið hans eru litlu
lægri. Þar eru Sigga og Vigga,
Bi’æður tveir og Blámenn tveir
sunnar yfir landinu, allt risa-
vaxið lið.“
Kambsmýrar fóru í eyði árið
1929. Þar bjó síðast Theódóra
Þórðardóttir, nú búsett að Víði-
völlum 16 Akureyri. Hún lifði
á Kambsmýrum eina af hinum
mörgu óskráðu hetjusögum al-
þýðunnar á þessu landi. Ég hef
hugsað mér að við komum að
Kambsmýi’um í bakaíeiðinni,
og þá segir Theódóra okkur
kannski örlítið brot af sögu
sinni.
Nú má ég ekki tefja hér
lengui’, fer því á bak Jarpi og
sný í norður. Einn skógarþröst-
ur flýgur frá eystri gilbai’m-
inum þvert yfir gilið; hann er
einstæðingur eins og lóan. Og
i’étt norður í gilinu bíður þok-
an jafn ófrýnileg sem fyrr. Eg
sný huganum að vísunni, en allt
fer á sömu leið, ég kem henni
ekki saman. En ég finn með
sjálfum mér að ég verð að
finna lausnarorðið gagnvart
þokunni, og þá dettur mér vís-
an hans Jónasar frá í gær-
kveldi í hug. Kannski get ég
notað hana eða fengið eitthvað
til láns úr henni? Visan er
svona:
Kólnar loft og korgast fjalla-
hringur.
Kafloðnar hendur bátinn í
greipum sér loka.
Drungalega Dalatangi syngui’.
Djöfullinn sjálfur hirði þig,
Austfjarðaþoka.
Þarna er að vísu talað um
bát, Dalatanga og Austfjarða-
þoku, og þetta getur ekki geng-
ið hér. En við skulum sjá til
Kólnar loft og korgast fjalla-
hringur.
Kafloðnar hendur í gilinu eftir
mér doka
Drunglega Dalgilsárin syngur.
Djöfullinn sjálfur hirði þig.
andstyggðar þoka!
- Þessu dembi ég nú á þokuna
— og sem ég er lifandi maður!
hún lyftist frá jörðinni og bynn-
ist, og eftir örlitla stund sá ég
síðustu þokuhnoðrana leysast
sundur og sameinast himin-
blámanum. — Hvílíkt undur.
En þarna sé ég að vini mín-
um og mér hefur báðum skjátl-
azt, og kom það raunar heim
við mína innri samfæringu áð-
ur: að ekkei’t í náttúrunnar ríki
er af hinu illa eða illt í sjálfu
sér, heldur allt af hinu góða og
aðeins mismunandi gott. Það er
þá fyi’st þegar djöflinum heCur
tekizt að hreiðra urn sig inni
í mannsálinni að hið illa kemur
til sögunnar.
Hér eru smá hyljir í ánni, og
verður stundum vai’t við silung
í þeim. Eitt haust urðu tveir
gangnamenn — annar ungur
en hinn roskinn — varir við
silung í einum hylnum og sáu
hann fara innundir brattan
grasbakka. Þeim þótti illt að
geta ekki veitt fiskinn, en
höfðu ekki veiðarfæri. Sá yngri
dó þó ekki ráðalaus, heldur
lagðist hann á magann á ár-
bakkann og sagði þeim roskna
að halda í fæturna á sér. —
Síðan renndi hann sér fram
af bakkanum, smeygði hend-
inni innundir hann, krækti
fingrunum í tálknin á silungn-
um og kastaði honurn aftur fyr-
ir sig upp á bakkann. Sá rorkni
varð svo hissa og glaður að
hann gleymdi að halda í í-_et-
urna, en fór að elta silung'nn.
Þá var veiðimaðurinn nærri
kominn undir bakkann; en þó
fór betur en á horfðist.
Og nú er ég staddur hjá Finn-
bogakambi, og kletturinn, þar
sem Finnbogi rammi varðist
fjendum sínum, rís þarna enn,
óneitanlega gott vígi á meðan
ekki þekktust skotvopn. Rétt
til hliðar við Finnbogakamb
skagar annar kambur niður í
Dalsgilið, en ekki ber hann nafn
svo að ég viti. En geilin milii
kambana ber nafnið Véskívar,
og hef ég ekki getað fengið
vitneskju um af hverju það er
dregið.
Við Syðri-Jökulsá fer ég fyrst
að efast um að nokkur sé far-
inn á undan mér þessa leið um
morguninn. Eg held þó áfr.am
norður yfir Jökulsárskriðuna,
fer þar vesturyfir Dalsánr. og
kem í gott haglendi. Þar fer ég
af baki og rannsaka nú veginn
vel við fullkomna dagsb.rtu.
Eg sé för eftir kindur og hesta
sem hggja í noi’ður, ekki al-
veg ný, en enga nýja slóö sé
ég. Eg veit nú að hér hafa Flat-
elingar farið frá fyrstu L ka-
staðarétt fyrir viku, en rúnir
félagar hafa, guði sé lof, , ofið
yfir sig á Þverá. Og nú r :rða
Framhald á 27. si3u.