Þjóðviljinn - 22.12.1956, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (27
Faríi i göngur á Fiateyjardalsheiði
Framhald aí 21 síðu.
þau snöggu umskipti, a'ð í stað
þess að ég elti þá svo hratt sem
hestarnir þoldu, og fannst
aldrei nógu hratt farið, þá er ég
farinn að bíða hér eftir þeim í
ró og spekt.
Eftir litla bið sé ég hvar kemp-
urnar koma og eru 5 saman.
Fyrst ber að nefna íjallskila-
stjórann Kristján á Böðvars-
nesi, þá gangnaforingjann í
þessum göngum Svavar á Forn-
hólum, og síðan þrjá óbreytta
liðsmenn: Guðmund á Melum,
Tryggva á Hallgilsstöðum og
Kára á Sigríðarstöðum, allt
ungir menn og ógiftir nema
Kári, sem er giftur og margra
barna faðii\
Við ríðum nú að Heiðarhús-
um og höfum þar litla viðdvöl.
í Heiðarhúsum var síðast búið
laust eftir síðustu aldamót af
Gunnlaugi og Rannveigu er síð-
ast bjuggu í Vestari-Krókum
og hjónunum Jóhannesi Jóns-
syni og Sigríði Sigurðardóttur.
Þau voru foreldrar Jóns og
Þuríðar sem nú búa að Hrís-
gerði í Fnjóskadal.
Um skeið var allgott „sælu-
hús“ í Heiðarhúsum. Var byggt
þar hús fyrir allmarga hesta
og innar af því timburstofa með
stórum rúmbálki, borði og eld-
unartækjum. Var járn|iak á
byggingunni. Vel viðunanlegt
var að gista þarna, en nú er
þetta í niðurníðslu og ónothæft.
Eitthvað er hugsað til þess að
endurbyggja þetta sæluhús.
Nú höldum við sem leið ligg-
ur norður vestan Dalsár, erum
komnir yfir Byrgishóla og að
Langamó þegar Höfðhverfingar
ná okkur í tveimur jeppum.
Þejr ganga svæðið yestan Dals-
ár, sem nefnt er Vesturheiði,
aftur á móti göngum við svæðið
austan árinnar, sem nefnt er
Áusturheiði. Við höfum góða
ísjón þangað og reynium að
eygja kindur, en sjáum engar.
Það var vitað að 4 kindur
sluppu þarna í fyrstu göngum,
en þeirra er að vænta norðar.
Við förum yfir Langamó og
Saurbrýr, sem er brattur og
votlendur kafli. Þar hefur vatn
þegar grafið talsvert stór skörð
í vegarkantinn að framan, þó
lítil úrkoma hafi verið þarna
miðað við það sem venjulegt
er.
Nokkru norðan við Saurbrýr
bætist einn gangamaður í hóp-
inn: Gunnar Bergþórsson á
Veisu og í íylgd með honum er
Stefán Arnason úr Flatey, sem
ætlar að fylgjast með ganga-
mönnum inn að Lokastaðarétt
og taka þar kindur Flateyinga.
Varð þetta eftirminnileg ferð
fyrir Stefán, því að í heimleið-
inni ætlaði hann að freista þess
að ná Flatey einn á smá ára-
báti í norðvestan sjógangi og
straumi. En hann náði ekki
eynni og' hrakti austur yfir
Skjálfandaflóa. Var hans leitað
á stærri bátum og var honum
bjargað. Þótti undur að Stefán
skyldi ekki farast á þessum
hrakningi; en hann tók öllu
með jafnaðargeði og karl-
mennsku.
Gunnar Bergþórsson fór í
gær á Nausteyrarrétt á Flateyj-
ardal, og er hér kominn til móts
við okkur með nokkrar kindur
„að innan“, og sjá „vesturheið-
armenn" nú um þessar kindur
með sínum göngum. Af hálfu
Höfðahverfinga fór Jón Laxdal
í Nesi þessa ferð með Gunnari,
og er hér einnig staddur.
Héðan sjáum við 4 kindur
yfir í austurhlíðinni. Eru þær
hreyfingarlausar svo til mið-
hlíðis norðan í hæðarhrygg á
milli gilja. Við þykjumst vita
þarna séu þær kindur sem vit-
að var að sluppu úr fyrstu
göngunum, en það áttu að vera
tvær ær með sitt lambið hvor.
Við tökum nú stefnuna norð-
austur yfir Dalsána og síðan
spölkorn norður með austur-
fjallinu. Þar er staðnæmzt, og
skal nú hefja gönguna.
Hér heitir Eyrarfjall og er
mjög brattlent. Rís hlíðin sum-
staðar næstum eins og hús-
veggur af jafnsléttunni.
Flateyingar hafa gengið
nyrðri hlutann af Eyrarfjalli
og þurfum við þessvegna ekki
lengra, en tökum nú til nestis
okkar.
Það eru nú um 6 klst. síðan
ég lagði af stað að heiman, og
hef ég farið um 38 km veg
þegar steyputunnuútúrdúrinn
er meðtalinn. Ég hef bara lif-
að á pípunni á leiðinni en er
þó ekkert orðinn svangur. Aft-
ur á móti er Smali minn orðinn
svangur; hann hefur líka
hlaupið alla leiðina. Það er víst
meira en einn hundur á mann
í ferðinni, og er það meira en
nóg, því fáir af þeim munu vita
hvað þeim ber að gera í göng-
unni. Sumir þeirra rífast eins
og stórkapítalistar út af þeim
mat sem þeir fá — hafa ekki
enn komizt í kynni við hina
kurteisu helmingaskiptareglu.
Svavar gangnaforingi skiptir
nú verkum með mönnum sín-
um, sjálfur leggur hann á bratt-
ann ásamt Tryggva og Kára,
sem hefur lokið við að gefa
sjálfum sér og öðrum í nefið.
Tryggvi skal vera efstur þvi
hann er mikill hlaupagarpur,
og nú má búast við að þurfa að
taka sprett við dilkærnar tvær,
sem sluppu úr höndum fvrstu
gangnamannanna. Guðmundur
skal sjá um lausu hestanna, en
við hinir megum róla áhyggju-
lausir á hestunum suður með
fjallinu til að byrja með.
Einhverra hluta vegna á
Kristján fjallskilastjóri að
ganga Eyvindarárdal, sem er
við upphaf göngu vesturheið-
armanna. Hinsvegar átti höfð-
hverfingur að ganga með okk-
ur. Þetta réðist þannig að
Kristján gengi Eyvindarárdal-
inn, en kæmi að því loknu
til okkar austurheiðarmanna
þar sem við værum þá komnir
úr göngunni. Áttum við þannig
að komast af án mannsins úr
„Hverfinu“. — Þessvegna er
Kristján ekki með okkur hér
þegar við hefjum gönguna.
Norðaustan i Eyrarfjallinu,
sem að Skjálfanda snýr, eru
mest snarbrattar, gróðurlausar
skriður og hengiflug. En þarna
á fjallsbrúninni eru tveir litl-
ir dalir er liggja við norðaustri,
og nefnast Vestari- og Austari-
Hvammdalur. Þangað hafa æ-
tíð slæðzt kindur og jafnan
verið miklum erfiðleikum og
hættum háð að bjarga þeim úr
greipum þessa hrikalega fjalls.
Síðastliðinn vetur gerðust
þau ótrúlegu tiðindi, að þrjár
kindur lifðu af allan vetur-
inn í þessu gróðurlitla, hrika-
lega fjalli gegn opnu Norðurís-
hafinu, og voru þó lengi mikl-
ar frosthörkur. Hinsvegar voru
óvenju vægar stórhríðar. Er
talið að skarfakál hafi bjarg-
að lífi kindanna þarna. Allar
voru þær kalnar á eyrum.
Við höfum nú sígið áleiðis og
neðan frá ánni sjáum við fjór-
ar kindur á ferð hátt í fjallinu,
og þykir okkur ótrúlegt að
þetta geti verið sömu kindurn-
ar sem við höfðum áður séð.
Þær virðast hafa hug á að kom-
ast suðaustur á fjaliið, norðan
svonefndra Stóruskriðubotna.
En nú beygja þær til suðurs og
taka síðan að slá undan brekk-
unni. Þykjumst við þá vita að
Tryggvi sé kominn fyrir ofan
þær, þó við getum ekki komið
auga á hann. Hefur hann, sem
vænta mátti, farið geyst yfir og
kom það sér vel, því þarna
reyndust vera komnar hinar
sömu kindur sem við höfðum
áður séð, og ætluðu enn að
stinga sér undan.
Horfir nú allt vel, enda bjart
og gott veður. Eyrarfjallið
þrýtur og við komum á Stóru-
skriðu. Þarna ber mér að ganga
í fjallið og yfir Grímslandið,
sem nær frá Stóruskriðu að
Ytri-Jökulsá. Mér finnst ég
bara vera frár á fæti, 5 kg létt-
ari en 100 kg, sem ég var á
sama tíma í fyrra; en þá upp-
gafst ég líka hér á Stóruskrið-
unni eftir nokkuð stranga
göngu norður Eyrarfjallið.
Norðan til í Grímslandinu
eru nokkur kröpp gil en ekki
stór. Þar má finna margskonar
skrýtna steina. í einu gilinu
fann ég stein sem líktist jökul-
klæddum fjallshnjúk, og gægð-
ust víða gráar klappir upp úr
jökulhlíðinni en umhverfis
grár hraunkragi. Þennan stein
tek ég og ætla að hafa hann
heim með mér sem stofustáss,
því ég hef aldrei haft efni á
að kaupa mér glerkú. Hann er
um IV-i kg á 'þyngd og skíri ég
hann Everest.
Kindurnar fjórar sýna nú
engin undanbrögð en renna
hiklaust inn að Jökulsá, og eru
komnar þangað alllangt á und-
an okkur. Engar aðrar kindur
finnum við enn. Ég kem nú á
melhóla nokkra skammt 'norð-
an við Jökulsána og sé Kára á
melhrygg alllangt efra. Svavar
og Tryggvi munu vera uppi í
Grímslandsbotnum — þar yfir
eru ógengir hamrar.
Kári heldur kyrru fyrir og
tekur í nefið svo að ég sezt á
stein. í réttu lagi má ég ekki
fara á undan honum, því að
í göngum eiga efstu menn allt-
af að vera fyrstir en þeir neðstu
síðastir. Ég hef svitnað mjög
mikið á göngunni og er varla
hægt að segja að maður geri
ekki skyldu sína í göngum þeg-
ar bogar af manni svitinn.
Ofurlítið norðar og neðar en
ég er er eyðibýlið Grímsland.
Þar var siðast verið til húsa
af systkinum tveirn öldruðum
1904. Þangað eru þeir komnir,
sem voru með hestana, og er nú
Kristján kominn af Eyvindar-
árdalnum. Þaðan sem ég er
staddur er fagurt útsýni norð-
ur yfir heiðardalinn, allt norð-
ur á Flateyjardal. Þar sjást Ijós-
leit íbúðarhúsin á Brettings-
stöðum, sem tvö síðustu árin
hafa staðið auð og tóm. í öðru
þeirra bjó konan Emilía Sig-
urðardóttir, sem ort hefur
þessi erindi: ,
Hventer skylcli mteður tnegna
manna og barna sinna lund
göfga svo, að grúinn þegna
gripi aldrei vopn i tnund.
Aldrei fyrr en allar þjáðir
afnám vopna hafa sctt,
tryggja lýðir lifs um slóðir:
lög og frið og braðrarctt.
Emilía og maður hennar
Gunnar Tryggvason eru nú bú-
sett á Akureyri.
Já, hann er fagur heiðardal-
urinn í rauðbrúnum, gulum og
bláum lit haustsins; en hann er'
lífvana að öðru en litum. Hann
er sem þreyttur eftir langt
dagsverk, og bíður þess eins að
veturinfi komi og breiði yfir
sig sína þykku og þungu mjall-
ar sæng.
Og síðan kemur löng draum-
laus nótt, unz einn morgunn
að vorið drepur sprota sínum
á snæinn og heiðardalurinn
vaknar til söngs og gleði. En
allt verður fullkomnað þegar
ærnar streyma með lömbin sín
þúsundum saman út um hlíðar
hans, til að gefa tilveru hans
tilgang og þýðingu fyrir hag-
sæld íslenzks fólks.
Tvisvar verður sá feginn sera
á steininn sezt, og nú verð ég
feginn að standa upp aftur._
Kári er tekinn á rás svo að mér
er óhætt að síga suður að ánni.
Á einum melkollinum er
krökkt af smáum hráfntinnu-
steinum, og minnist ég þá litils
fólks heima sem á sér steina-
safn, en þar í er engin hrafn-
tinna. Þessvegna tíni ég ögn
af þessum í vasa minn •— Ev-
erest ber ég í hendinni. Síðan
er maður kominn að Jökuls-
ánni. Hún fellur fram úr djúpu
gili með þungum dyn, og er
þó með minnsta móti. Hefur
hún oft verið hættuleg kind-
um. í þriðja bindi af bók Braga
Sigurjónssonar, Göngur og rétt-
ir, segir frá því, er Jóhann
Bessason frá Skarði í Da’s-
minni, faðir Jóns sem býr þar
nú, stóð í tvo klukkutíma í
ánni blautur uppundir hendur,
með stóran stein sem stuðning
við bakið og handlangaði allt
gangnasafnið þannig yfir ána.
Er það ein mesta karlmennsku-
dáð.
Eítt haust þegar ég var i
göngum hreif áin með sér þrjú
lömb þegar rekið var yfir hana.
Með snarræði tókst að bjarga
tveimur en eitt drukknaði. Nú
hefur verið byggð brú á ána.
Tryggvi og Kári koma nú of-
anað, en Svavar hefur farið
yfir ána efra og ætlar að koma
niður með henni að sunnan.
Kindurnar 4 hafa staðnæmzt
við ána, en hlaupa í hana og
suður fyrir þegar þeir félagar
koma. Þeir sem neðstir voru
eru komnir með hestana og er- •
um við nú allir þarna saman
komnir nema Svavar. Ég sýni
þeim Everest og þykir þeisn
hann býsna skrýtinn. Síðan
förum við á bak og ríðum yfir
ána og uppá syðri gilbarminn.
Svavar kemur eftir stutta
stund sveittur og móður. Hann
hefur fundið 2 lömb sunnan
við ána og er kominn með þau
þarna niðureftir.
Nú eiga nýir menn að fara
efstir og eru það þeir Kristján,
Gunnar og Guðmundur. Fa’.-a
þeir strax því þeir hafa notað
tímann til að borða norðan við
ána. Við hinir förum að borða
og tökum lífinu með ró.
En þó ekki með ofmikilli ró-
því tíminn líður. Við búurn
niður dótið og læt ég Everest
niður j hnakktösku. Nú skal
Kári vera með lausu hestana
en ég á að vera fjórði maður að
ofan eins og áður. Er lands-
lagið nú svo breytt að ég get.
haft mína hesta. Ég held ská-
halt á brekkuna og er eftir
skamman tíma kominn að
Syðri-Jökulsá. Er húrf miklu
minni og meinlausari en ytr.
áin, en getur þó verið hrekkj-
ótt. Efstu mennirnir þrír geys-
ast áfram og líta hvorki til
hægri né vinstri.
En nú sé ég að tveir mer.u
Framhald á 28. siðu.
Finnbogakambur; parna á efstu nibbunni er sagt aö
Finnbogi hafi varizt.