Þjóðviljinn - 04.01.1957, Qupperneq 9
Föstudagur 4. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9
*
RITSTJÓRI:; FRtMANN HELGASCN
Héðinsmenn sigurs
*
i
í desember sl. gáfu starfs-
inenn vélsmiðjunnar Héðins
út myndarlegt blað þar sem
þeir ræða mál sín, og eru.
þar myndir af ýmsum starfs-
mönnum — til prýðis. Blað
þetta heitir „Deiglan“ sem er
vel til fundið. I Deiglunni er
grein inn knattspyrnu þeirra
Héðinsmanna á sl. sumri og
verður hún birt hér, þar sem
hún er jafnfraint frásögn um
gang Smiðjukeppninnar á
liðnu sumri.
Knattspyrnuleikir Héðins-
manna á liðnu sumri voni ó-
venju fáir. Virðist sem leikj-
unum fækki með hverju sumr-
inu sem líður qg er illt í efni,
ef sú þróun heldur áfram næsta
sumar. Allir beztu sumarmán-
uðirnir liðu þannig að Héðins-
menn léku aðeins tvisvar. Unnu
þeir þessa leiki með talsverð-
um yfirburðum; sýndu drengi-
legan leik að vanda. Mikið
vantar þó á að liðið vinni sam-
an af öryggi og leikandi lipurð,
en það fæst aðeins fram með
etöðugri samæfin^u allra leik-
manna. Góður árangur í knatt-
Svíar irnmi Dani
í handknattleik
Svíar og Danir kepptu í
handknattleik rétt fyrir jólin
og fóru leikar svo að Svíar
unnu með tveggja marka mun,
10:8 (3:3). Leikurinn fór fram
í Forum í Kaupmannahöfn og
var mjög jafn. Var þetta Svíum
kærkominn sigur' eftir tapið í
fyrra. Á undan leik karlanna
kepptu kvenna lið sömu landa
og fóru leikar þannig að þær
dönsku unnu með 13:3 (5:3).
Höfðu þær leikinn í hendi sinni
frá byrjun.
Leikur karlanna var nokkuð
harður og ekki vel leikinn.
Þrátt fyrir það var engum vís-
að útaf, en í þeim efnum er
sýnd meiri harka en verið hef-
ur í handknattleik á Norður-
löndum.
Unglingalið þessara landa
kepptu í Ystad í Svíþjóð og
fóru leikar þar svo að Svíar
unnu með 25:18 (15:10). Danir
Héldu út í 15 mínútur og stóðu
leikar þá 6:6, en á næstu 5
mínútum skoruðu Svíar 6 mörk.
spyrnu er ekki gefinn 'til kynna.
með markatölu eingöngu, held-
ur er það heildarsvipur leiksins
öllu fremur sem er hinn sanni
mælikvarði.
Á síðustu árum hefur Héðinn
átt öflugasta lið, sem fyrirtæki
hefur haft fram að tefla hér í
höfuðstaðnum. Afleiðing þess-
arar sérstöðu hefur orðið sú,
að mörg- starfsmannalið hafa
skiiTzt við að leika við það og
sýnir leikjafjöldi síðastliðins
sumars glögglega hvernig á-
standið er. Virðist því liggja
nærri að Héðinsmenn leiti á
sumri komanda til þeirra að-
ila sem hafa sterkari liðum á
að skipa en starfsmannafélög-
in hafa, t.d. knattspyrnufélaga
í Reykjavík og nágrenni, eða
annarrardeildarlið og annan
aldursflokk þeirra, er væri
fengur í að spreyta sig við.
Mundi þá réyna betur á þol-
rifin og þjappa saman liðs-
mönnum okkar til meiri átaka
og samæfingar en verið hefur
að undanfömu.
Geta má þess að Héðinn lék
fyrír nokkmm árum við 1.
flokk Akraness þar uppfrá,
sigraði Héðinn og var það vask-
lega gert. Mun sá leikur lengi í
minnum hafður vegna leikgleði
og samstillingar okkar manna.
Smiðjukeppni fór fram að
venju, en var þá orðið áliðið
Framhald á 11. síðu.
Tékkoslóvakía
vami V-Þýzkaland
í liaiidknattleik
Vestur-Þýzkaland og Tékkó-
slóvakía kepptu nýlega í hand-
knattleik og fór leikurinn fram
í Prag. Úrslit urðu þau að
Tékkóslóvakía vann nokkuð ó-
vænt með 25:20 mörkum (15:
12).
Hnefaleikar til uniræðu
í belgíska þinginu
í belgíska þinginu voru
hnefaleikar til umræðu nú rétt
fyrir jólin, og átti að taka
ákvörðun um hvað gera skyldi:
leyfa, banna eða gera á þeim
breytingar. Árið 1952 kom
fram tillaga um að banna
hnefaleika í Belgíu og var hún
borin fi-am af þingmanni úr
Kristilega jafnaðarmanna-
liðið Honved
shgursælt
Um jólin lék ungverska.
knattspymuliðið Honved í
Bremen í Þýzkalandi og Mílanó
á Italiu, og vann báða leikina.
I Bremen lék það við Werder
og vann 4:1. Puskas, Budai,
Kocsis og Tichy skoruðu mörk-
in. I Mílanó kepptu þeir við
Internazionale og unnu með
2:1. Ungversku mörkin settu
Puskas og Kocsis, en mark Ital-
anna kom 5 mínútum fyrir
leikslok og var það úr víta-
spyrnu.
Enginn leikmanna vildi segja
blaðamönnum neitt um fram-
tíðaráform sín. Áætlað er að
Ungverjamir komi til Rio de
Janeiro 14. janúar og eiga þeir
að keppa þar við hið fræga lið
Flamengo 20. janúar.
flokknum. I tillögunni var einn-
ig að banna skyldi frjáls fang-
brögð, sem er allhrottaleg
íþrótt. Nefnd manna var skip-
uð í málið og liefur hún nú
skilað áliti. Nefndin leggur til
að frjálsu fangbrögðin verði
bönnuð. Aftur á móti gerir
nefndin að tillögu sinni að
hnefaleikar verði ekki bannaðir,
en að heilbrigðismálaráðuneytið
ákveði reglur um hnefaleika-
keppni. Gert er ráð fyrir að
reglurnar miði að því að verj-
ast bæði útvortis og innvortii
meiðslum.
I frumvarpinu var gert ráð
fyrir að öllum þeim, sem taka
þátt í ólöglegum hnefaleikum,
skyldi refsað með 1000 franka
sekt eða eins mánaðar fanga-
vist. Ennfremur að þeir sem
efna til hnefaleikamóts fái
sektir. Meiðist þátttakandi tvö-
faldast sektin og verði dauðs-
fall í leiknum verður hegningin
þrefölduð.
Það er gert ráð fyrir að hin-
ar nýju tillögur muni verða
samþykktar, og verði þær sam-
þykktar mun heilbrigðismála-
ráðuneytið ganga frá reglum
um hnefaleikamót. Þingnefnd
hefur sett fram nokkrar tillög-
ur sem miða að því að forða
slysum. M.a. mega. leikir ekki
vera lengri en 12 lotur, og hlé-
in milli lotanna verði 2 mínútur
í stað einnar áður. Læknir skal
líka vera á öllum hnefaleika-
mótum. Keppendur skulu undir-
gangast nálrvæma skoðun, bæði
fyrir og eftir keppni. Verði
menn slegnir rothögg skulu
þeir rannsakast alveg sérstak-
lega. a
Hnefaleikasambandið hefur
mótmælt tillögum þessum, þar
sem þær verki ekki jákvætt, og
því er lika haldið fram að þær
hindri alla belgíska, hnefaleika-
memi í að taka þátt í alþjóð-
legum mótum. Aðilar, sem telja
sig þekkja til málamia, fullyrða
að þetta frumvarp, eins og það
er fram lagt, þýði rothögg
fyrir hnefaleika í Belgíu.
Baráttan um oliuna
Framhald af 7. síðu
burt. Einnig óx andstaða al-
mennings gegn olíufélaginu,
sem alls ekki léði máls á því
að fallast á þær réttmætu
kröfur sem íran bar fram um
hæfilegan liag af náttúruauð-
æfum landsins. Greiðslur AIOC
til íranska ríkisins höfðu verið
ákveðnar í sérleyfissamningi
frá 1933 og voru miklu lægri
en greiðslurnar í Kuwait,
Saudi Arabíu og Bahrein. Vor-
ið 1951 hófust stórverkföll í
olíuhéruðunum í Suðuríran, og
voru þau skipulögð af liinum
bönnuðu verkalýðssamtökum
og hinum hálfbannaða stjórn-
málaflokki alþýðunnar, Tudeh.
28. apríl varð Mossadeq for-
sætisráðherra og 2. mai 1951
undirritaði keisarinn þjóðnýt-
ingarlögin um olíuiðnaðinn.
Þjóðnýting olíyiðnaðarins í
íran var annars vegar afleiðing
af háværum kröfum alþýðu
manna og hins vegar af þraut-
seigu starfi bandarískra oliu-
agenta sem höfðu samráð við
spillta íranska stjórnmálamenn
að tjaldabaki.
Bretar urðu að yfirgefa íran,
en með harðsvíruðum efna-
hagsþvingunum tókst Bretum
að koma í veg fyrir að hin þjóð-
nýttu fyrirtæki gætu komið
framleiðslu sinni í verð, en af-
leiðingin varð sú að olíuvinnsla
féll niður að mestu eins og
taflan sýnir.
Þegar þannig var komið lenti
stjórn Mossadeqs í mjög alvar-
legum erfiðleikum, og í ágúst
1953 náðu afturhaldsöflin aftur
völdum í landinu eftir blóðug
átök, og keppni einokunar-
hringanna um olíuna hófst á
nýjan leik. En nú urðu Bretar
að sætta sig við miklu minni
hlut en fyrr.
í nýja íranska olíufélaginu
sem var stofnað vorið 1954,
fékk brezkt fjármagn aðeins
54% af hlutabréfunum, franska
steinolíufélagið 6% og banda-
risku félögin 40%. Olíuvinnsla
hófst aftur haustið 1954 og ár-
ið eftir var hún komin upp í
helming af fyrri hámarksaf-
köstum og hefur aukizt jafnt
og þétt síðan.
Odýr oe: dýr
olíuvinnsla
Ástæðurnar til þess að
bandarískt olíuauðmagn beitir
sér svo mjög í náláegari aust-
urlöndum á sama tíma og vari
verður stöðnunar í olíuvinnsl-
unni í Bandaríkjunum (svo að
þar er nú unnið síminnkandi
hlutfallsmagn af framleiðslu
heimsins) eru margar. í fyrsta
lagi spara Bandaríkin þannig
lindirnar heima fyrir, í öðru
lagi ná þau áhrifavaldi á svæði
þar sem er að finna miklar
olíulindir, væntanlega meiri en
í Bandaríkjunum sjálfum, og
— síðast en ekki sízt: svæði
þar sem ágóðinn á borun er 70
til 350 sinnum meiri en ágóði
á borun í Bandaríkjunum og
vinnulaunin cru ef til vill tí-
undi hluti af bandarísku kaupi,
þannig að kostnaðarverð á
olíutonn í nálægari austurlönd-
um nemur aðeins um fjórðungi
af kostnaðinum í Bandaríkjun-
um, þótt olían sé scld á sama
verði í Evrópu!
Af þessu má marka, hver
efnahagsvandræði steðja að
Vesturevrópu eftir árás Breta
og Frakka á Egyptaland, og
það er engum efa bundið að
Bandaríkin munu hagnýta það
til hins ýtrasta. Það er fyrst
og fremst olía frá lindum
Frakka og Breta í frak sem
ekki kemst til Miðjarðarhafs
vegna þess að olíuleiðslurnar
hafa verið sprengdar, en olían
frá Saudi Arabíu, sem Banda-
ríkjamenn ráða yfir, rennur
enn um TAP-olíuleiðsluna.
(----------------------———
tUUfilGCÚS
si&iiRmasTöK5cm
Minningarkortin eru til sölu
í skrifstofu Sósíalistaflokks-
ins, Tjarnarg. 20; afgreiðslu
Þjóðviljans; Bókabúð Kron;
Bókabúð Máls og menning-
ar, Skólavörðustíg 21; og í
Bókaverzlun Þorv. Bjarnu-
sonar í Hafnarfirði.
Lykillinn
aJS auknum viðskiptum er
auglýsing í Þjóðviljanum.
ÞJÓMUim VANTAR
röska unglinga til blaöburöar
í eftirtalin hverfi:
Skiólln
Kýbýlaveg
LangaklíS
Káisnesbraut
Sigtún
Laugarás og
Freyjugötu.
ÞJÖÐVILIINN, sími 7580
■ w,,
iiiiiiiiuiiiiiiiiiiuiinuiiiMiniiiiiiiiiiiiiiniiiuiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiuiuiniiMUb
1555!