Þjóðviljinn - 04.01.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN
; S , ;
• -:".v
BnrÁttnn um olíunn
Á sama tíma og svo mátti
heita að Súez-skurðurinn
lægi um stofu Eden-hjón-
anna, eins og lafði Eden
komst að orði skömmu eftir
árás Breta og Frakka á
Egyptaland, komst stífla í
annan mikilvægan skurð:
olíuflóðið mikla frá nálæg-
ari austurlöndum til
Evrópu.
Árin eftir styrjöldina hef-
ur Evrópa sífellt orðið háð-
ari olíusendingum frá ná-
lægari austurlöndum, en
þaðan hafa komið um 70%
af oíuþörfum Englendinga
og 80—90% af olíuþörfum
annarra Vesturevrópu-
landa.
Árið 1955 var olíuútflutn-
ingur frá nálægari austur-
löndum til Evrópu og Ame-
ríku ca. 110 milljónir
tonna, en af því magni fóru
um 66 milljónir tonna um
Súezskurðinn, um 40 millj-
ónir um olíuleiðslur til
hafna við austanvert Mið-
jarðarhaf og aðeins 4 millj-
ónir tonna suður fyrir
Afríku. Af þessu olíumagni
fóru um 100 milljónir
tonna til Vesturevrópu.
Aðeins ein olíuleiðsla
í lagi
Árás Breta og Frakka lokaði
rækilega fyrir olíuna: eina ö-
rofna olíuleiðslan til Miðjarð-
arhafs er TAP-olíuleiðslan frá
Saudi Arabíu, en hún er í
höndúm Bandaríkjamanna.
Leiðslan er 80 sentimetrar að
þvermáli, en þó getur hún ekki
annað nema 17 milljónum
tonna á ári, eða 17% af magni
því sem Vesturevrópa hefur að
undanförnu fengið um Mið-
jarðarhafið; það sem á skortir
verður þannig fyrst um sinn að
fara suður fyrir Afríku eða
koma frá Ameriku.
Þrjár olíuleiðslur hafa nú
verið rofnar frá olíuhéraðinu
Kirkuk í írak til Miðjarðar-
hafshafnanna Banias og Tri-
poli, en áður skiluðu þær ca.
28 milljónum tonna á ári sem
hámarki. Þær voru rofnar í
Sýríueyðimörkinni með því að
nokkrar dælustöðvar voru
sprengdar í loft upp. Því að-
eins skila þær fullum afköst-
um að dælustöðvarnar verði
byggðar upp að nýju. En með
bráðabirgðaráðstöfunum, sem
Bandarísku olíuhringarnir mata krókinn eftir
árás Breta og F rakka á Egypta
Árið 1935 sölsuðu bandarísk
félög undir sig sérréttindin í
Saudi Arabiu, en þar hafði
vinnsla hafizt í smáum stíl á
stríðsárunum og var komin upp
í 47 millj. tonn árið 1955. Árið
1940 skiptu Bandaríkjamenn og
Bretar á milli sín sérréttind-
unum í Bahrein.
einnig munu taka nokkum
tíma, er ef til vill hægt að
flytja um þriðjung af venju-
legu magni um leiðslurnar.
Það er eins með olíuleiðslumar
og Súezskurðinn, að veiga-
mesta forsenda þess að þær
séu hagnýttar er ró í löndum
þeim sem þær liggja um, að
sjálfstæði þeirra og fullveldi
sé ekki ógnað.
Keppnin í olíufram-
leiðslunni
Það er næsta nýtilkomið að
olían frá nálægari austur-
löndum skipti slíku meginmáli
fyrir Vesturevrópu. Á sama
tíma og olíuframleiðslan í
heiminum hefur næstum því
þrefaldazt, frá 1938 tii 1955,
hefur hluti nálægari austur-
landa í framleiðslu heimsins
aukizt úr 6% í 21%,
Nálægari austurlönd eru því
orðin önnur í röðinni í heimin-
um og framleiða nærri því
helming á við Bandaríkin.
Annars er mjög fróðlegt að
kynna sér töfluna yfir olíu-
framleiðsluna á tímabilinu
1938—1955, því hún gefur
skýra mynd af þróun heims-
málanna á þessu tímabili og
einkanlega þróuninni í nálæg-
ari austurlöndum, allt að hin-
um síðustu átökum.
Síðan farið var að nota olíu
og' olíuvörur í ríkum mæli
hafa Bandaríkin haft forustu
i framleiðslunni. Auk fram-
leiðslunnar í Bandaríkjunum
sjálfum drottnaði bandarískt
fjármagn yfir framleiðshmni
víða annarsstaðar, en þar er
alstaðar að finna nöfn eins og
Standard OH, Socony Vacuum,
Sinclair Oil og Gulf Oil.
Bandarískt olíuauðmagn hefur
fyrst og fremst rutt sér leið
inn í Suðurameríku, en það
drottnar yfir 70% af fram-
leiðslu Venezúela, 100% af
framleiðslu Kólumbiu, 78% af
framleiðslu Perú og 7.5% af
framleiðslu Argentínu. í Indó-
nesíu eru um 40% af fram-
leiðslunni í höndum Banda-
ríkjamanna.
I nálægari austurlöndum
hefur hlutur bandariska fjái>
magnsins í framleiðslunni auk-
izt úr 15% í ca. 56% á tíma-
bilinu 1938—55.
Ef miðað er við framleiðslu-
tölurnar frá 1955 drottnar
bandarískt auðmagn yfir ca.
67% af allri olíuframleiðsiu
heimsins.
Næststærsta olíusamsteypa í
heimi er sú brezk-hollenzka
(Royal-Dutch, Shell o. fl.), sem
drottnar yfir ca. 607c af fram-
leiðslu Indónesíu, 30 % af
framleiðslu Venezúela, 100% af
framleiðslu Trinidad, 21% af
framleiðslu Argentínu, 20% af
framleiðslu Perú, 100% af
framleiðsiu Burma og 100% af
framleiðslu Kanada.
I nálægari austurlöndum var
brezkt auðmagn “ að heita
mátti allsráðandi fram að sið-
ustu heimsstyrjöld, og réði yfir
80% framleiðslunnar, en hluti
þess hefur lækkað síðan ofan í
35%.
Hluti brezk-hollenzku sam-
steypunnar af heimsframleiðsl-
unni nam 1955 aðeins ca. 20%.
Þegar undan er skilið franskt
fjármagn sem litlu máli skiptir
er olíuframleiðslan að öoru
leyti þjóðnýtt, svo sem í Sovét-
rikjunum, alþýðuríkjunum og
Mexíkó og Argentínu.
Bandarísk-brezk
togstreita
Bretar tóku fyrstir til við
olíuvinnslu í nálægari austur-
löndum og hófu hana þegar
1909 í Persíu (nú íran); var
þar um að ræða félagið Anglo
Persian Oil Co. (APOC), en
skömmu fyrir fyrri heimsstyrj-
öldina keypti brezka stjómin
meirihluta hlutabréfanna í því.
Vinnsla APOC jókst þegar í
upphafi rnjög ört, úr 80.000
tonnum í 1.100.000 tonn á ári
á tímabilinu 1913—1919. Þegar
Bretar náðu forustu í nálæg-
ari austurlöndum eftir heims-
styrjöldina fyrri náði brezkt
fjármagn undir sig sérréttind-
um þeirn sem Tyrkir höfðu áð-
ur haft í írak (sem áður nefnd-
ist Mesópótamía) en varð að
láta sér nægja 47% af hluta-
bréfunum, en Frakkar og
Bandaríkjamenn fengu 23.75%
hvor. Einnig náðu Bretar undir
sig ýmsum smávægilegri sér-
réttindum á þessu tímabili.
Það var ekki fyrr en 1934 að
Bandaríkjamenn komu með í
leikinn af kappi, en þá skiptu
þeir og Bretar milli sín sér-
réttindunum i Kuwait. Þar
hófst vinnslan ekki fyrr en
1946, en komst á tiu ára tíma-
bili upp í 56 milj. tonna árs-
framleiðslu, eða um 35% af
allri olíuvinnslu í nálægari
austurlöndum.
Baráttan um olíuna
í Iran
En Bandaríkjamenn höfðu
engan veginn fengið nóg. Þeir
höfðu augastað á olíuvinnsl-
unni í íran, en árið 1950 nam
hún meira en þriðjungi af allri
oliuvinnslu í nálægari austur-
löndum. Allt frá styrjaldarár-
unum höfðu Bandaríkjamenn
haft mikinn hug á íran og
1949, þegar sambúð írönsku
stjórnarinnar og Anglo Iranian
Oil Co. (AIOC, áður APOC)
var mjög erfið, og íranska
þingið neitaði að fallast á nýj-
an samning milli ríkisins og
olíufélagsins, unnu bandarísku
oliufélögin markvisst að því að
tjaldabaki að bola Bretum
Framhald á 9. síðu.
Olíuframleiðslan í nálægari austurlöndum
í 1000 tonna
1938 1946 1950 1953 1954 1955
Tyrkland — — 17 26 59 200
Inak 4.370 4.700 6.457 27.716 30.145 33.209
Iran 1^360 19.460 32.259 1.345 3.022 16.025
Saudi Arabía 70 8.200 26.179 41.382 46.875 47.120
Kuwait — 800 17.291 43.286 48.473 56.006
Bahrein 1.130 1.100 1.510 1.504 1.443 1.500
Qator — — 1.632 4.062 4.778 5.438
Egyptaland . . . 223 1.280 2.349 2.388 1.970 1.800
16.153 35.540 87.694 121.709 136.765 161.298
Hluti nálægari aust-
urlianda af olíufram-
leiðslu heimsins i % 6,0 9,1 16,7 18,5 20,0 214-
Olíuframleiðsla heimsins
í 1000 tonna
1938 1946 1950 1953 1954 1955
Bandarikin 164.100 254.000 271.081 317.757 312.257 332.800
Venezuela 28.000 50.000 78.240 92.261 98.586 111.000
Sovétríkin og önnur
sósíalistísk ríki 29.000 30.800 45.750 66.650 73.675 84.000
Nálægari austurlönd 16.153 35.540 87.694 121.709 136.765 161.298
Önnur lönd ... 31.947 19.960 42.235 58.623 63.717 73.902
Heimurinn alls: 269.200 390.300 525.000 657.000 685.000 763.000
Olíuframleiðsla heimsins
í prósentum
1938 1946 1950 1953 1954 1955
Ba,ndaríkin 61,0 65,0 51,8 48,6 45,6 43,7
Venezúela 10,4 12,9 14,8 14,0 14,4 14,5
Sovétríkin og önnur
sósíalistisk riki 10,8 7,9 8,7 10,0 10,7 11,0
Nálægari austurlönd 6,0 9,1 16,7 18,5 20,0 21,1
Önnur lönd . .. 11,8 5,1 8,0 8,9 93 9,7
Heimurinn alls: 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 1000