Þjóðviljinn - 04.01.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur-4.. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — <11
75. dagur
,,Eg skal fara þess á leit, herra.“
Þegar umsjónarmaðurinn gekk burt til að koma
skeytinu, leit Garfield á veðurfregnimar fyrir San
Fransisco flugvöll.
Hann hafði haft áhuga á veðri allt frá þeim tímum,
þegar einu upplýsingarnar fengust með því að líta út
um gluggann. Þegar hann horfði nú á letrið á gula blaö-
inu leit hann út um sinn andlega glugga og sá fátt
uppörvandi. Með mælingum haföi sézt að skýjaþykknið
byrjaði í fimm hundruð feta hæð. Það hafði því lækkað
um hundrað fet, því að klukkutíma áður hafði þaö
mælzt sex hundruð fet. Skyggnið fór einnig versnandi.
Úr hálfri annam mílu og niður í mílu. Dálítil þoka.
Og rakastigið og hitastigiö voru ömurlega nærri hvort
öðm — þaö munaði aðeins einni gráðu: öruggt merki
þess að þokan myndi þéttast undir morgun, þegar jöi'ð-
in sendi frá sér síðasta hitann. Einu vonirnar voru
bundnar við vindinn. Hann ætti nú að létta Sullivan
ferðina yfir hafið og hann buldi enn á fjöllunum við
ströndina og kom í veg fyiir að þokan legðist yfir
eina flugvöllinn sem Sullivan hafði möguleika til að
lenda á.
Garfield leit á stóru veggklukkuna. Eftir tvær stund-
ir yi’ði allt um garð gengið. Það yrðu langar klukku-
stundir.
16
í stjórnklefanum á strandgæzluvél B-17 hafði Mow-
bray lautinant kveikt á öllum ljósum, því að ekkert var
að sjá hvort eð var. Það hafði stytt upp mjög skyndi-
lega, en það færi áreiðanlega bráðum að rigna aftur og
skýjaþykknið byrgði alla útsýn.
Nú var það víst að Mowbray lautinant yrði tilneydd-
ur að leggja allt sitt traust á tæki og áhöld ef hann ætti
að finna Fjóra-tvo-núll. Mowbi’ay heyrði aðeins stöð-
uga suðu í heyrnai’tækjum sínum, þegar vélin hans
stefndi beint á Fjóra-tvo-núll. Ef hann beygöi ögn til
vinstri heyrði hann stafinn D og ef hann beygöi til
hægri heyrði hann stafinn U endurtekinn. Þannig flaug
hann beint í áttina að Fjórum-tveim-núll og þreifaði
sig áfram eins og blindur maður í þröngum göngum.
Radai'maðurinn var beint fyrir aftan Mowbray og^
hann var þegar fai’inn að einblína á tjaldið sitt. Þar
var ekkert.
„Radar? Sést nokkuð enn?“
„,Ekki neitt, herra“.
„Roger“.
Þeir flugu áfi’am þegjandi í nokkrar mínútur. Það
varð erfiðara fyrir Mowbay að þræða hina þröngu flug-
braut.
„Loftsiglingafræðingur? Hvernig er staða okkar mið-
uð við hina vélina?“
„Rétt. Ég er með nýja loranákvörðun. Við ættum að
komast til þeárra eftir andartak, ef þeirra loftsiglinga-
fx’æðingi hefur ekki skjátlazt því meir“.
„Radar?“
„Ekkert ennþá, herra“.
„Loftsiglingafræðingur? Ei’tu alveg viss?“
„Alveg viss“. Nokkrar mínútur liðu. Þeir óku sér til í
sætuhum og biðu.
„Radar?“
„Ekki neitt“.
„Fari það bölvað .... það er eitthvað að!“
Keim hallaði sér að Mowbray lautinant. Hann hugs-
aði nú aðeins um starf sitt og augu hans voru áhyggju-
full.
„Fjóxii'-tveir-núll segir að nálin þein’a tit-ri mjög
ört“.
„í hvaða hæö eru þeir?“
„Tuttugu og fimm hundruð“.
„Radar?“
„Ekki neitt, hen’a“.
„Það hlýtur að vera. Við erum beint fyrir ofan
hana“.
„Tjaldið er autt, herra“.
„Keim. Segðu Fjórum-tveim-núll að senda út á þrjá-
tíu sekúndna fresti. Við getum hæg'lega fariö á mis við
hann“.
„Roger“.
Keim talaði í tækið og mínúturnar liðu. Þetta voru
ómetanlegar mínútur, því að ef þeim tækist ekki aö
finna stöðu flugvélarinar um leið og þeir áttu að snúa
við, myndu vélarnar tvær fjarlægjast hvor aöra óðfluga
á örfáum mínútmn. AÖ snúa við þá og reyna að ná
hinni vélinni myndi gera þeim mun erfiðara fyrir að ná
þeim.
„Radar?“
„Ekki neitt“.
„Ég held að loftsiglingafræðingurinn hafi verið mun
vestar en hann hélt. ViÖ ei’um sjö mínútunx á eftir
áætlun“.
„Radar?“
„Ekki neitt“. Til að hvíla þreytt augu sín horfði rad-
araiaðurinn á beran handlegg sinn. Honum þótti gam-
an að horfa á handlegginn á sér, því að hann var
vöðvastæltur og vel lagaður. Fyrir tveim árum hafði
hann látið tattóvei’a sig — með eina merkinu sem var
sæmandi fyrir svo glæsilegan handlegg. Honum fannst
það ljómandi mynd — þrýstinn, Ijóshærður kvenmaöur
í bleikum næi’klæðum. Fyrir neðan stúlkuna var nafnið
„BOOBOO“.
„Radar?“
Hann leit í skyndi á tjaldið aftur.
„Roger, stjóri! Sterkt leiftur fjórar gi'áður til vinstri
Átta mílur! Hann virðist vei'a um fimm hundruð fet-
um fyrir neöan okkur“.
Bi’os færðist urn magurt andlitið á Mowbray lautin-
ant.
„Spai’ks! Taktu upp lúðurihnJ Segðu strandgæzlunni
.... Fjóiir-tveir-núll fundin“.
B-17 sneri við í skýjaþykkninu og bráðlega flugu
vélarnar tvær sömu leið meö hálfrar mílu millibili —
ósýnilegar hvor annarri en þó saman.
’eiuiilisþáttur
JÖHANN SIGURJÓNSSON,
bókari,
lézt að heimili sínu, Hjallaveg 42, 31. desember. Útför-
in verður 8. janúar kl. 1.30 e.h. frá Fossvogskirkju.
Athöfninni verður útvarpað.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Barna-
spítalasjóð Hi-ingsins.
Végna aðstandenda
Guðríður Árnadóttir.
f þ r ó É 11 r
Framhald af 9. síðu.
hausts, orðið kalt og farið að
dimma. Tóku þátt í henni fjór-
ar smiðjur: Héðinn, Stálsmiðj-
an, Hamar og Landsmiðjan.
Lauk keppninni með sigri Héð-
ins og úrslit þessi í leikjum
Héðinsmanna: Héðinn—Land-
smiðjan 4:0, Héðinn—Hamar
3:0, Héðinn—Stálsmiðjan 7:0.
Vann Héðinn til fullrar eignar
silfurbikar þann er Starfs-
mannafélag Vélsmiðjunnar
Héðins gaf í minningu Jóns
Hallgrímssonar. Nú prýðir
hann hið glæsta safn verð-
launagripa, er Héðinsmenn hafa
unnið til eignar á undanförnum
árum. Munu menn geta virt
fyrir sér áður en langt um líð-
ur fjóra verðlaunagripi fyrir
knattspyrnu og tvo fyrir bridge
í veglegum skáp sem fyrirhug-
að er að koma fyrir í Naustinu.
Þess skal getið að Járnsmiða-
félagið hefur fyrir skömmu
samþykkt að gefa nýjan grip
til keppni fyrir smiðjurnar á
næstu árum.
Þá er rétt að geta úrslita
leikjanna tveggja sem leiknir
voru um mitt sumar: Héðinn—
SÍS 4:0 og Héðinn—Raftækja-
verksmiðjan í Hafnarfirði 5:1.
Jólatrésskemmtun
Glímufélagsins
Armanns
verður haídin í Sjálfstæðis-
húsinu þriðjudaginn 8. jari.
kl. 3.45 s.d.
Kvikmyndasýning,
Margir jólasVeinar,
ióiasveinahappdrætti
Aðgöngumiðar verða:.- seldir í
skrifstofu félagsins í iþrótta-
húsinu - Lindargötu 7, sinii
3356 iaugardaginn 5. jan. kl.
4—7 og mánudaginn 7. jan.
kl. 8—10 s.d.
Stjórnin
' UTBREIÐIÐ *
' ' ÞJÓDVILJAN N
Hlýir og
sparilegir
Hér eru sýndir tveir snotrir
síðdegiskjólar, báðir frá París.
Tvídkjóllinn er dálítið óvenju-
legur, því að sjaldan sjást
svona mjúkar línur á tvídkjól-
um. Til þess þurfa tvídefnin
líka að vera bæði þunn og
mjúk. Kjóllinn er með bátlaga
rúllukraga sem er nú mjög í
tízku, þröngum ermum og
breiðu belti úr sama efni og
kjóllinn. Kjóllinn er gersam-
lega skrautlaus, sniðið og efnið
ráða.
Hinn kjólinn má sauma úr
jersey eða flauéli, en þau efni
eru enn aðaltízkuefnin ásamt
tvidi. Fallegastur væri hann úr
flaueli. Á báðum kjólunum er
handvegurinn þröngur, og ætli
maður að nota kjól af þessu
tagi sem hversdagskjól, er
skynsamlegt að hafa handveg-
inn víðari.
ixu ri ini ■■ ■ »mnn>l Út*-Jandl: Siiuielnlnearflokkur alþýSu — S6slaUst»nokkurlnn. — Rltstjórar: Magnús Klartan«*-n
ovh''' Slsn«Sur auemumtíson. - Fréttaritstjðri: Jðn BJamason. — BlaSamenn: Ásmundur Slsur-
” jdnsson, Bternt Bcnejlítsson, Qufimundur Vlslússon, Irar H. Jðnsson, Magnús Torfl Ólafsson. —
ftukiýslnsastjúrl:.Jönstslnn HaralíISSon. — Hlfstlórn, afgreiíslai auglískignr, prentsmlSja: SkólavörSusilg 19. — Sími 7500 (3
tinur). — ftsSciiftarverS kr. 25 k minuBl i Reylrjavík og nágrcn nl: kr. 22 anjxmjstaSar. — Lnusasöluvcrð kr. 1. — PrentsmiSJ*
WóSvlIJani h.f.