Þjóðviljinn - 04.01.1957, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.01.1957, Blaðsíða 12
íhaldiB œtlar oð athenda gróSrarsföSina Bærínn haldi tapinu - En einstakl- ingsframtakið skal hirða gróðaim! Borgarstíórinn þó smeyhur enn rið frarn— hrmmd þessarar fyrirmtlunar íhaldsins Það' fór eins og Þjóðviljinn spáði í gær: fyrsta verk íhaldsmeirihlutans í bæjarstjórn á þessu ári var að sam- þykkja að bjóða einkaframtakinu garðyrkjustöð bæjar- ins! Það hafði þó verið neytt til þess undanhalds að nú var sainþykkt að bjóða garðyrkju- stöðina út til ieigu, og ej' það töluverð stefnuhreyting frá uppliaflegri áætlun Ihaldsins um að afhenda hana í laumi manninum sem rak liana með tapi fyrir bæinn. IhaMið eignast ,,hugsjón“ í gær eignaðist íhaldið þessa leiguhugsjón sína eftir að Pet- rína Jakobsson hafði bent á og lagt til að flytja barnaheimilið að Kumbaravogi að Reykjahlíð í Mosfellssveit, — einmitt með tilliti til þess að ungiingamir, sem dvelja á heimilinu til 16 ára aldurs, fengju þar heppilegt verkefni. Þegar bæjarfulltrúar íhaldsins höfðu þannig verið minntir á að bærinn ætti garð- yrkjustöð ákváðu þeir að leigja Heyktist í haust Afhending garðyrkjustöðvar bæjarins til einstaklingsfram- taksins var fyrst rædd í bæjar- stjórn 6. sept. sl. Vegna ein- arðrar andstöðu Petrínu Jakobs- son o. fl. fulltrúa vinstri flokk- anna og sterkra raka hennar gegn afhendingu stöðvarinnar heyktist íhaldið þá á því að framkvæma þessa „hugsjón" sína. Nú fyrst eftir ársfjórðung fær það hugrekki til að byrja framkvæmd hennar. Borgarstjórinn smeykur Auðheyrt var á ræðu borgar- í máli þessu í gær að hann er smeykur við framkvæmd þess- arar „hugsjónar", því hann af- sakaði sig' méð því tvennu að bærinn hefði nú eignazt aðra Framhald á 3. síðu. Eins og rakið var í blaðinu hana. þlÖOVIUINN Föstudagur 4. janúar 1957 — 22. árgangur — 2. tölublað Hinn blómlegi aríur íhaldsins: Tugmilljóna króna skuldasúpa Fólki hefur að vonuni vaxið í augum hversu stór- fellda upphæð þurfti til aðstoðar sjávarúrieginum imi áramótin, En þess er þá að gæta að talsverður hluti af upphseðinni var gamlar óreiðuskulilir frá íhaldiuu. Bátagjaldeyriskerfið, sem íhaldið fann upp var í senn óhagstætt almenningi og útgerðinni, í sambandi við það viðgekkst hverskonar brask og spilling, og þegar það var leyst upp áttu útvegsmeuu inni um það bil heils árs greiðslur, eða lun 70—80 milljónir króna! Auðvit- að hlaut að koma að því að það þyrfti að greiða upp þessar íhaldsskuldir, og það er nú gert jafnframt því sem kerfið er afnumið, og útgerðarmenn geta ekki lengur ákveðið að eigin geðþótta álagið á bátagjaldeyr- isvörurnar eins og þeim var leyft áður! En auk þessa þurfti nú einnig að greiða skuldir j framieiðslusjóðs þess sem íhaldið stofnaði fyrir einu ári. j Hai'ði ílialdsstjómin lofað úr honum uppliæðum sem nú- verandi stjórn varð að standa skil á, því ekki hafði Ól- afur Thors séð fyrir nægum tékjiun upp í loforð sín! Þannig varð þjóðin nú um áramótin að greiða upp j stórfellda skuldasúpu frá íhaldinu, og öimur framlög > til atvinnuveganna voru bein afleiðing af verðbólgu- ■ stefnu þeirri sem íhaldið ástundaði til að skerða lífs- j kjör almemtings. Málgagn Nassers aðvarar Eisenhower Sabri Assali, forsætisráðherra Sýrlands, flutti þinginu í Damaskus í gær stefnuyfirlýsingu nýmyndaðrar stjórn- ar sinnar. Hann lýsti því yfir, að ráð- stafanir yrðu gerðar hið fyrsta til að stofna sambandsríki Sýr- lands og Egyptalands. Araba- ríkjunum hefði tekizt að gera að engu öll samsæri heimsvalda- sinna gegn fullveldi þeirra og sjálfstæði. Engir skilmálr Þá sagði Assali, að stjórn sín myndi krefjast þess, að fram- fylgt yrði ályktun SÞ um að ?fna ráðstefnu "i afvopnun Stjórnir Vesturveldanna birtu í gær svör sín við orð- sondingu Búlganíns, forsætis- riðherra Sovétríkjanna, um af- vopnunarmál. f þeirri orðsend- ingu lagði IBúlganín til, að köll- uð yrði saman ráðstefna Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Indlands og Sovét- ríkianna til að ræða um af- vop-iun. Vesturveldin hafna þeirri uppástungu, og segja að þau telji affarasælast. að láta SÞ fjalía um afvopnunarmálin. f orðsendingu Eisenhowers Bandaríkjaforseta er vikið að tillögu Búlganíns um eftirlit úr lofti með hernaðarmannvirkjum á 1600 km breiðu belti í Ev- rópu. Segir Eisenhower, að Bandaríkjastjórn sé fús til að ræða afstöðu sovétstjórnarinn- ar til tillögu sinnar um eftirlit úr lofti í afvopnunarnefnd SÞ. Þing SÞ felldi í gær tillögu fulltrúa Sovétríkjanna að taka afvopnunarmálin næst fyrir. Lodge, fulltrúi Bandaríkjanna, sagði að ýmis ríki væru að vinna að nýjum tillögum í af- vopnunarmálunum og rétt væri ísraelsher verði algerlega á brott af Sínaískaga og Gíaza-ræm- unni. Sýriendingar hafa lýst yfir, að brezka Iraks-olíufélagið fái ekki að gera við skemmdir á olíuleiðslum sínum yfir Sýrland fyrr en ísraelsmenn séu alfarnir af egypzku landi. Stjórn mín mun berjast gegn heimsvaldastefnunni, Israel og Bagdadbandalaginu, sagði Assali. Hún mun ekki veita viðtöku neinni * efnahagsaðstoð, sem bundin er pólitískum skilmál- um. Þátttakandi í samsæri Egypzka blaðið A1 Gomhuryet, aðalmálgagn stjómar Nassers, ræðir í gær um fyrirætlanir Bandaríkjastjórnar varðandi löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Blaðið segir, að andstaða Eisen- howers gegn árás Breta og Frakka á Egyptaland hafi bjarg- að áliti Bandaríkjanna meðal arabaþjóðanna. Það sé næsta ó- trúlegt að forsetinn skuli svo skjótt hverfa frá fyrri stefnu og taka upp starfsaðferðir, sem hann hafi sjálfur nýlega lýst ógnun við heimsfriðinn og ó- svífna skerðingu á sjálfstæði Framhald á 10. síðu. Sfieðnt að somsteypiBSt|órn og Irjálslegri stjórnarháttum BoSskapur um stefnuyfirlýsíngu frá Kad- ar vekur varfœrna bjartsýni i Búdapest Útvarpið í Búdapest skýrði frá því í gær, að á næst- unni yröi birt stefnuyfirlýsing frá ríkisstjórn Janos Kad- ars. Yrði þar lagður grundvölluv að myndun samsteypu- stjórnar og þingiö kallað saman til aukafundar. Fréttaritari frönsku frétta- stofunnar AFP í Búdapest kemst svo að orði, að tilkynn- ingin er útvarpið birti beri með sér að í vændum séu gagngerð- ar breytingar í stjórnmálum Ungverjalands. Nýir þingmenu Þegar þingið komi saman verði fyrsta verk þingmanna að velja nýja þingmenn í sæti Rakosis, Gerös og annarra stalínista, sem flúið hafi land. Þegar því sé lokið muni ríkis- stjórn Verkamannaflokksins taka upp samninga við stjórn- málamenn úr öðrum flokkum og utan flokka menn með það fyrir augum að endurskipu- leggja ríkisstjórnina. Ný stjórn eftir mánuð Fréttaritari Reuters í Búda- Sjémenn! Mnnið sfjórnarkjörið í SjémannaféSagi Reykjavíkur Stjórnarkjör er yfirstandandi í Sjómannafélagi Reykja- víkur. Kosið er alla virka daga frú kl. 10—12 f.h. og 3—6 e.h. í skrifstofu félagsins, Alþýðuhúsinu, 1. hæð. Kosið er um tvo lista, A-lista fráfarandi stjórnar og B-lista sem borinn er fram af starfandi sjómönnum. Sjómenn, kjósið nú þegar, kjósið B-listann, vinnið fyrir B-listann. Munið: XB-listi pest segir, að talið sé að Kad- ar vonist til að ný samsteypu- stjórn verði mynduð í næsta mánuði. Stefnuyfirlýsingar hans sé vænzt á sunnudaginn eða mánudaginn og alls ekki síðar en 15. janúar. Hann telji að samningar milli ríkisstjórn- arinnar og annarra stjórn- málamanna muni taka tvær til þrjár vikur. Aukin völd þingsins Fréttaritaramir segja, að Ungverjar sem hafi kynnt sér meginatriðin í stefnuyfirlýsing- unni telji hana frjálslegt plagg. Nokkur atriði hafi þegar verið birt í síðdegisblaði í Búdapest, Það skýri meðal annars frá því, að valdsvið þingsins verði auk- ið verulega frá því sem verið hefur í Ungverjalandi um skeið. Fyrir það verði lögð öll meiriháttar úrlausnarefni í stjórnmálum, efnahagsmálum og menningannálum landsins. Atvinnumálaráð Talið er í Búdapest að ríkis- stjórnin vinni að því að setja á stofn atvinnumálaráð sér- fræðinga, sem leggi á ráð um endurskipulagningu sérhverrar framleiðslugreinar. Það fylgir sögunni að mönnum úr Smá- Framhald á 10. síðu. aras a lest. verkfall í Aígeirsborg Átökin í Alsír íara harðnandi Átökin milli Frakka í Alsír og sj álfstæöishreyfingar Alsírbúa fara harðnandi. I fyrrinótt réðust skæruliðar úr her sjálfstæðishreyfingar-! innar á járnbrautarlest nærri borginni Oran vestarlega í Al- sir. Settu þeir lestina af spor- inu og hófu á hana skothríð. í gær var talið að fimm menn í lestinni hefðu beðið bana en margra var saknað. Er álitið að skæruliðar hafi tekið þá til fanga og haft á brott með sér. Þeir sem féllu voru allir Frakkar. í gær gerðu Alsírmenn í Al- geirsborg, höfuðborg Alsir, allsherjarverkfall. Var það gert til að mótmæla aðförum Frakka, sem fóru myrðandi og brennandi um borgarliverfi Al- sírmanna fyrir viku síöan. Þeir sem þar voru að verki voru að koma frá því að fylgja til graf- ar frönskum borgarstjóra, sem skotinn hafði verið á götu. Tal- ið er að sex Alsírmenn hafi beðið bana en á annað hundr- að særzt í óeirðunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.