Þjóðviljinn - 04.01.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.01.1957, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 4. janúar 1957 Sir Thomas Beecham, frægasti hljómsveitarstjóri Bret- lands, reynir að ná hljóði úr kínverskum lúðri. SÉefmiyfirlýsingar að vænta frá stjérn Ungverjalandis Foreldrar töldu flugmann af að reyna björgun sona þeirra Stúdentarnir á Mont Blanc eru taldir af Foreldrar tveggja franskra stúdenta fengu í gær sviss- neskan flugmann ofan af því aö gera lokatilraun til að bjarga lífi þeirra. Skólahúsið í Borg- arnesi og jólatréð Hinn árlegi jólatrésfagnað- ur fyrir Borgarnesbörnin verður einu sinni ennþá hald- inn í Samkomuhúsinu, sem er alltof lítið og óhentugt fyrir jafn fjölmenna samkomu. — Það er nýi barnaskólinn sem er nógu stór og hefur ágætan útbúnað fyrir slíka barna- skemmtun, en forráðamenn skólans vilja með engu móti lána húsið, og synjuðu jóla- trésnefndinni um það í fyrra, og við það situr. Almenningur hér skilur ekki afstöðu þess- ara manna, og er megn ó- ánægja og óþægindi út af þessu; bera þeir fyrir sig að hætta sé á að börnin skemmi skólann með umgengni sinni. — Jcfnum höndum er þetta ‘ vantraust á skólaagann og uppeldisáhrifin í skólanum, en hver sem kemur í skólann eft- ir 7 ára notkun sér þar ekk- ert skemmt. Hvað veldur þá slíkum ásökunum í garð barnanna sem á jólatrésfagnaðinn koma prúðbúin í fylgd með for- eldrum og öðrum vandamönn- um? — Og að sjálfsögðu eru kennarar skólans þar við- staddir. — Slík ásökun í garð barnanna er sízt mannbætandi né vitnar um réttsýni í þeirra garð; og er lítt til þess fallin að afla sér trausts þeirra og virðingar. Almennt eru skóla- húsin notuð fyrir slíkar barna- samkomur, og gera má ráð fyrir, þegar næst verður skipt um forráðamenn barna- skólans, þá verði skólahúsið leyft fyrir jólatrésskemmtun. Jónas Kristjánsson. Ræða Gomulka Framhald af 5. síðu ekki leiða til neins annars en endurvakningu hins borgaralega lýðræðis. Þeir telja að ákvarðanir átt- unda miðstjómarfundarins, sem þeir eru svo vinsamlegir að styðja, séu aðeins til bráða- birgða og undirbúnings öðru stigi. En þeir sjá ekki ljóst hvað við ætti að taka, nema þá að horfið yrði aftur til þess skipu- iags sem einkennist af stórjarð- eigendum og auðvaldsherrum. Við verðum því að gera að engu vonir stjórnmálatrúða, þ. e. borg- aralegra stjórnmálamanna, hvemig svo sem þeir reyna að villa á sér heimildir. Saineinaði verkamannaflokk- urinn pólski hefur af alefli ráð- izt gegn þeim glappaskotum og mistökum, sem smánað hafa hugsjón sósialismans á liðnum áxum, en það var og er ekki ætlun hans að vekja aftur upp hið borgaralega þjóðskipulag. Gagnrýni hans á göllum fortíð- arinnar er miðuð viö að tryggja enn betur hina sósíalistísku upp- byggingu og óliagganlegan lýð- ræðisgrundvöll í Póllandi." Framh. af 12. siðu bændaflokknum og sósíaldemó- krötum hafi verið boðin sæti í þessum ráðum, en þeir hafi tekið sér frest til að svara þangað til stefna stjómarinnar liggi öll ljós fyrir. Lítur vel úr Vestrænir fréttamenn í Búda- pest komast svo að orði, að almenningur í borginni hafi tekið tilkynningunni um fyrir- ætlanir ríkísstjómarinnar með Orðaðir á nýársdag Á nýársdag sæmdi forseti ís- lands, að tillögu orðunefndar, þessa menn heiðursmerki hinn- ar íslenzku fálkaorðu: Ólaf Friðriksson, rithöfund, fyrir störf að verkalýðsmálum, riddarakrossi. Prófessor dr. med. Snorra Hallgrímsson, yfirlækni, ridd- arakrossi, fyrir læknisstörf. Guðmund Jörundsson, út- gerðarmann, Akureyri, riddara- krossi, fyrir störf í þágu sjáv- arútvegsins. Ólafíu Jónsdóttur, forstöðu- konu, Kleppjárnsreykjum, ridd- arakrossi, fyrir hjúkmnarstörf. Guðmund Theódórs, bónda og hreppstjóra. Stórholti í Saurbæ í Dalasýslu, riddara- krossi, fyrir störf að búnaðar- og félagsmálum. Benedikt Guttormsson, banka útibússtjóra, Eskifirði, riddara- krossi, fyrir störf að bankamál- um o. fl. Helga Eyjólfsson, húsasmíða- meistara, Reykjavík, riddara- krossi, fyrir störf að iðnaðar- málum. (Frá orðuritara). ■ ■■■■■■■■■■■■■■ IMIlilBaai ■■■■■■■ IMHIpMMmiH varfærinni bjartsýni. Mennsegi sem svo: „Þetta lítur nógu vel út, en það er framkvæmdin sem allt er undir komið.“ Ungverskur iðnaður er enn að vemlegu leyti i lamasessi sökum skorts á kolum, raf- magni og hráefnum. Sovéther á förum Lögreglustjórinn í Búdapest hefur skýrt frá því, að sov- ézkar hersveitir yfirgefi nú borgina smátt og smátt. Frétta- ritari AFP segir, að ökutæki sovéthersins séu horfin af göt- unum nema hvað nokkrir bryn- varðir bílar og skriðdrekar haldi kyrm fyrir á tveim hæð- um í gamla borgarhlutanum. „fljúgandi ofnrörið". Vélin hefur sig á loft með venjulegum hverfilhreyfli, en þegar 350 km hraða á klukku- stund er náð tekur þrýstilofts- hreyfill af nýrri gerð við og knýr vélina. Þessir hreyflar, svonefndir stato-hreyflar, hafa hingað til einungis verið notað- ir í fjarstýrðar eldflaugar. Munurinn á þessum hreyfli og öðram þrýstiloftshreyflum er mikill. I stato-hreyflinum er enginn loftþjöppunarklefi né aðrir hreyfanlegir hlutar. Hrað- inn þjappar saman loftinu sem kemur inn í hreyfilinn. 1 raun- inni er hann ekki annað en af- Flugmaðurinn hafði boðizt til að reyna að lenda á smáflugvél nálægt hillunni, þar sem stúd- Sambaiidsriki Framhald af 12. síðu. *** Egyptalands og annarra araba- ríkja. Þetta sé stórkostleg breyt- ing á stefnu Bandaríkjanna. Tal- ið um tómrúm við Miðjarðar- hafsbotn sé samsæri heimsvalda- sinna, sem Eisenhower ætti ekki að taka þátt í. Ávarpar þingið á morgun Skýrt var frá því í Washtng- ton í gær, að Eisenhower myndi á morgun flytja sameiginlegum fundi beggja þingdeilda boðskap um mál landanna við Miðjarðar- hafsbotn. Nýkjörið Bandaríkja- þing kom saman á fyrsta fund sinn í gær. Demókratar hafa meirihluta á báðum deildum, og er það í fyrsta skipti síðan 1848 sem andstöðuflokkur nýkjörins forseta ræður lögum og lofum á þingi. Dulles utanríkisráðherra hefur rætt við forustu beggja þing- flokka um fyrirætlanir stjómar- innar í málum landanna við Miðjarðarhafsbotn. Segja frétta- menn, að hann hafi skýrt frá því að þingið yrði beðið að veita 400 milljónir dollara til efna- hagsaðstoðar við löndin á þeim slóðum. Eftir fundinn með Dulles til- kynnti utanríkismálanefnd öld- ungadeildarinnar, að hann hefði sagt að Sovétrikin myndu stór- auka ítök sín í löndunum við Miðjarðarhafsbotn ef Bandaríkin gripu ekki til skjótra gagnráð- stafana. löng pípa, sem að innan er þakin mörgum, litlum bruna- lokum. Því hraðar sem vélin flýgur þeim mun betur starfar stato- hreyfillinn, vegna þess að ekki er um að ræða núningshita og loftþjöppunarsig, sem takmarka aflið sem aðrir þrýstilofts- hreyflar geta afkastað. Stato-hreyfillinn notar ekki nema fimmta hluta af því elds- neyti sem þarf til að knýja jafn stóra eldflaug, og hann er átta sinnum aflmeiri en hlið- stæðir þrýstiloftshreyflar af vanalegri gerð. entarnir höfðust við í flaki helí- kopterflugvélar þegar síðast fréttist til þeirra. í gær höfðu stúdentarnjr verið tólf daga á fjallinu. Foreldrar þeirra báðu flug- manninn að fara hvergi, nógu margir væru þegar búnír að hætta lífi sinu vegna sona þeirra. Fyrr í gær var átta mönnum, sem reynt höfðu að bjarga stúdentunum, bjargað af Mont Blanc. Voru þeir allir fluttir í sjúkrahús, einn illa kalinn. Hann var aðstoðarflugmaður í helikopterflugvéiinni sem átti að bjarga stúdentunum en laskaðist í lendingu rétt hjá þeim Yfirforingi fjallahernaðarskóla Frakka við rætur Mont Blanc reyndi í gærmorgun að komast 'til stúdenanna í kaðalstiga, sem hékk niður úr helikopterflugvél, en tókst það ekki. Hann Icvaðst þeirrar skoðunar, að engín von væri til að þeir væru enn á lífi. Engin tilraun verður gerð til að vitja líkanna fyrr en i vor þegar snjóa leysir. Nefnd hosin Framhald aff 3. síðu. verið leitað álits Hagstofu ís- lands og hún talið að eftir 5 ár muni böm og unglingar á gagn- fræðaskólastigi verða 19-—20% af íbúum bæjarins. Samkvæmt tillögu þeirri er borgarstjóri flutti i málinu, og samþykkt var einróma, eru sjálfkjömir í nefndina fræðslu- fulltrúi, námstjóri gagnfræða- stigsins og forstöðumaður skipu- lagsdeildar bæjarins. Iiinir fjórir nefndarmenn vom kosnir í gær. Af lista íhaldsins þeir Guðmundur H. Guðmimds- son og Kristján Gunnarsson og af lista vinstri flokkanna þeir Steinþór Guðmundsson og Arn- grímur Kristjánsson. Hremsun S íi e x Framh. af 1. síðu ónir dollara (160 millj. króna) að gera skurðinn skipgengan á ný. Fer hann þess á leit að full- trúamir kanni það, hvort ríkis- stjórnir þeirra séu fáanlegar til að lána SÞ þessa fjárupphæð. Sagt er að Noregur, Danmörk og Svíþjóð hafi verið beðin að lána eina milljón dollara hvert. Bandaríkjadtjóm hefur boðizt til að láta af mörkum allt að fjmm milljónir dollara til að standa straum af hreinsun skurðarins. „Fljúgandi ofnrör” ný þrýstiloffsvél Á annan jóladag var 1 París reynd í fyrsta skipti ný gerð þrýstiloftsflugvéla, sem hlotið hefur viðumefnið AÐ VERZLA / /CJORBUÐ/NN/ í A USTURSTRÆT/

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.