Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 04.01.1957, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 04.01.1957, Qupperneq 3
Föstudagur 4. janúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN (3 Kaupfélögin hafa endurgreitt félags- mösiiiuðn 45 miilj. kr. siðustu 15 árin SIS hefur frá öndverSu endurgreitf til kaupfélaganna 26.198.000 krónur EndurgreiÖsla kaupfélaganna til félagsmanna sinna og vextir af stofnsjóðainneignum þeirra fyrir ái'iö 1955 námu samtals 6,9 milljónum króna, aö því er Erlendur Einars- son, forstjóri SÍS skýrir frá. Hafa kaupfélögin þá á síö- ustu 15 árum, 1940 til 1955 endurgreitt félagsfólkinu 45.062.000 krónur. Á síðastliðnu ári fengu kaupfélögin verulega endur- greiðslu af viðskiptum sínum við Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, og átti sú endur- greiðsla þátt í því, hve miklu þau gátu skilað félagsfólkinu aftur. Var endurgreiðsla SÍS til félaganna 3.496.000 krónur og vextir af stofnsjóðsinnistæðum þeirra fyrir sama ár 2.072.000 krónur, eða samtals 5.568.000 krónur. SlS hefur frá öndverðu endurgreitt til kaupfélaganna 26.198.000 krónur. ■ Að sjálfsögðu eru ekki með- taldar í neinum af þessum töl- um endurgreiðslur Samvinnu- trygginga (um 10 milljónir) og Olíufélagsins (um 20 milljónir) síðasta áratug, nema hvað kaupfélögin hafa. eftir viðskipt- um sínum við þessi fyrirtæki hlotið endurgreiðslur og getað Bærinn beri Bialiaiin! Framhald af 12. síðu. garðyrkjustöð í Laugardalnum (trjáræktarstöð Eiríks Hjartar- sonar) — og auk þess væri það alls ekki nauðsynlegt né á nokk- urn hátt ákveðið að leigja garð- yrkjustiiAina í Reykjahlíð þótt hún væri boðin út til leigu, Bærinn skal tapa — einstaklingsframtakið græða! Garðyrkjustöðin í Reykjahlíð var rekin með 24 þús .r. tapi árið 1955. Hún gegndi m, a. því hlutverki að ala upp trjáplöntur í skrúðgarða bæjarins, en það á nú að framkvæma í Laugardaln- um. Tapreksturinn var einkum talinn stafa af því hve dýrt væri að ala upp trjáplönturnar. Að sjálfsögðu heldur bærinn áfram uppeldi trjáplantna, eins og fyrr segir, og þá — þegar orsök tap- rekstursins á Reykjahlíðar- stöðinni hefur vérið upprætt, og öll líkindi eru til þess að hún fari að skila hagnaði, finnst íhaldinu rétti tíminn til að af- Hæst sala í 5 ár Togarinn Marz seldi afla sinn í gærmorgun i Grimsby, 4078 kit fyrir 15 276 sterlingspund, og er það hæsta sala ísl. togara í Bretlandi síðan í jan. 1952 — en vel að merkja hefur iöndun- arbannið verið í gildi allengi þess tíma. - Svalbakur seldi í Cuxhaven í gærmorgun 237 lestir fyrir 111 þús. mörk. Sjómenn Hafnarfirði Stjórnarkosning í Sjó- mannafélagi Hafnarf jarðar fer fram alla virka daga í skrifstofu félagsins, Vestur- gotu 10, frá kl. 5-6 síðdegis. Sjómenn komið og kjósið. Muuið að ykkar listi er A- listí. I-_____________________ henda stöðina einkaframtakinu til umráða!! Af fórnfýsi eða þekkingu ? Sami maðurinn óg rak stöðina fyrir bæinn með 24 þús. kr. tapi árið 1955, bauðst á s.l. hausti til að greiða bænum 30 þús. kr. ársleigu fyrir hana! Hvort skyldi það tilboð hafa verið grundvallað á fórnfýsi mannsins fyrir hag bæjarfélags- ins, eða þekkingu hans á því hvað hægt væri að hafa upp úr garðyrkjustöðinni?! Óbreytt afstaða Á bæjarstjómarfundinum 6. sept. s.l. fluttu þau Petrína Jak- obsson og Alfreð Gíslason til- lögu um að bærinn ákvæði að starfrækja garðyrkjustöðina að Reykjum áfram. Jafnframt fluttu þau varatillögu þess efnis, að yrði samþykkt að leigja stöðina skyldi hún boðin út og það sett að skilyrði að unglingar barna- heimilisins skyldu hafa forgangs- rétt að vinnu við garðyrkjustörf þau er væri við þeirra hæfi. Á fundinum í gær endurtóók Petrína rök sín frá fyrri fundin- um gegn leigu stöðvarinnar og benti m. a. á að barnaheimili bæjarins keyptu mikið af af- urðum garðyrk.iustöðva, og mætti undariegt heita ef hag- kvæmara væri að kaupa slíkt af einstaklingum en hjá garð- yrkjustöð bæjarins sjálfs. Hrakið á undanhald Aðaltillaga þeirra Petrínar og Alfreðs var ,,ekki studd“ á fund- inum í gær, þ. e. fékk 4 atkv. en ekkert mótatkv. (Alfreð var þá ekki kominn á fundinn). Varatillagan var hinsvegar samþykkt með 8 atkv. gegn 1. Þar með hafði íhaldið verið hrakið á það upndanhald að bjóða leiguna út í stað þess að afhenda hana í laumi. — Og borgarstjórinn segir að enn sé alls ekki víst að hún verði leigð, enda þótt tillaga íhaldsins að bjóða stöðina til leigu væri sam- samþykkt. — Það sést síðar hve alvarlega hann meinar það. aukíð sínar eigin endurgreiðsl- ur til félagsmanna, sem því1 nemur. (Frá SlS). Cvo&aites fórst við Færeyjar Framhald af 1 síðu. og gekk björgun þá nokkuð greiðlega. Kl. 6.25 eftir íslenzkum tíma brotnaði skipið. Vorum við þá sex um borð og fengum stól- inn út í síðasta sinn. SÍÐASTA VERK SKIP- STJÖRANS. Þegar skipstjóri er að hjálpa tveim mönnum í stólinn og binda, þá sekkur afturhluti skipsins, en loftskeytamaður hafði haft samband við björg- unarskipin þar til togarinn brotnaði. Fimm okkar er vorum á skipinu þegar það sökk kom- umst í litla trillubáta sem að- stoðuðu við björgunina. Á Goðanesi voru 24 menn, 17 íslendingar, þar af 14 Norð- firðingar, og 7 Færeyingar. Skipið var eign Bæjarsjóðs Neskaupstaðar. Það var smíðað í Bretlandi og kom hingað til lands 2. jóladag 1947. Missir þessa togara er þungt áfall fyrir Norðfirðinga, en þeir misstu hinn togara sinn, Egil rauða. í fyrra. Sósíalistar Reykjavík \insamlega komið í skrif- stofu Sósíalistafélagsins I Tjarnargötu 20 og greiðið félagsgjöld ykkar. Kosin nefnd tii ú athuga öngþveitið í skólamálum oggera tillögur Samkvæmt upplýsingum er borgarstjóri gaf á bæjar- stjórnarfundi í gær eru líkur fyrir að fjöldi barna og unglinga á skólaaldri veröi meiri á næstu árum en hald- ið hefur verið, og þörf skólabygginga því meiri. Bæjarstjórn kaus í gær nefnd til að gera tillögur um skólahverfi og stærð skóla sem byggja þarf. Þetta kemur í framhaldi af játningu borgarstjóra 4, okt s.l. um öngþveitið í skólamálum Reykjavíkur. Fræðslufulltrúi hefur athugað málið betur síðan. I samráði við hann flutti borg- arstjóri svo þá tillögu á fund- inum í gær að kjósa nefnd til að gera tillögur um skóiahverfi og athuga stærð væntaniegra skóla sem byggja þarf. Borgarstjóri kvað 7 ára börn hafa verið 2% af íbúum Reykja- víkur árið 1950, en hlutfailstal- an hefði hækkað síðan. Hefði Framhald á 10. síðu. Atriði úr kvikmyndinni Heiðið hátt. Dan Roman (John Wayne) og Sullivan (Rdbert Stack) rœðast viö á flug- piljunum. Kvikmvndin Heiðið hátt sýnd í Austurbæjarbíói í þessum mánuöi hefur Austurbæjarbíó væntanlega sýning'ar á bandarískri kvikmynd, sem gerð hefur verið eftir hinni vinsælu framhaldssögu Þjóð'viljans, Heiðinu háa. Mynd þessi var gerð af Warner Bros. kvikmyndafélag- inu árið 1954 og miklu til hennar kostað. Him er t.d. tek- in með cinemascope-aðferðinni Er ekkert svo lélegt að Morgun- blaðið telji það ekki boðlegt sjómönnum og sveitafólki? Morgunblaðið hneykslað- ist mjög í gær yfir því smekkleysi Útvarpsins að bjóða landsmönnum til skemmtunar á gamlárskvöld hina útþvældu reviu, Svart- ur á leik, og er Morgun- blaðið ekki eitt um að undr- ast hve fátækt Útvarpsins var mikil og sár að það skyldi ekki geta fundið neitt annað betra á gamlárskvöld. Morgunblaðið segir um þetta efni að það hafi verið „með öllu ótækt“, það hafi verið „fyllirí, kvennafar og framhjáhald .... þar sem hver þóttist vera öðrum snjallari sem gat látið harð- ari klúrvrði fjúka.“ Þegar Morgunbiaðið hef- ur þannig lýst skemmtiefn- inu finnur það tvær stéttir manna, sem slíkt efni sé samboðið: sveitamenn — „á réttarballi uppi í sveit“, og þó sérstaklega „gott á árs- hátíð togarasjómanna“. Slíkar eru kveðjur Morg- unblaðsins til sjómanna- stéttarinnar, manna af gerð skipstjórans á togaranum Goðanesi, sem vann að björgun félaga sinna þar til liann sökk sjálfur í hafið. Fyrir slíka menn telur Morg- unblaðið ekkert svo lélegt að það sé ekki nógu gott. og sýningartími hennar óstyttr- ar hálf þriðja klukkustund. Höfundurinn, Emest K. Gana, hefur sjálfur búið sögu sina til kvikmyndunar, en leikstjóri er William A. Wellman. Margir kunnir leikarar fara með aðal- hlutverkin. John Wayne leikur Dan Roman, Claire Trevor: May Holst, Laraine Day: Lvd- ia Rice, Robert Stack: SullivaB, Jan Sterling: Sally McKee, Phil HaxTis: Ed Joseph, Ilobert Newton: Gustave Pardee, Da- vid Brian: Ken Childs. Kaupf élagsst jóra - skipti í Vest- mannaeyjum Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Kaupfélagsstjóraskipti urðu hér við Kaupfélag Vestmanna- eyja um áramótin. Jóhann T. Bjarnason, sen ver- ið hefur kaupfélagsstjóri hér ura nokkur undanfarin ár lætur af störfum og tekur við kau; féiagi ísfirðinga. Við stjórn kaupféiags- ins hér tekur Jón er áður stjórn- aði útibúi Kaupfélags Héraðs- búa á Egilsstöðum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.