Þjóðviljinn - 08.01.1957, Page 1

Þjóðviljinn - 08.01.1957, Page 1
Inni í hlaðinu: Jónas Árnason: AÐ GRÆÐA 4 SLYSUM — 7. síða. Oílenhauer viil aukin tengsl við austurveg •— 5. síða- Stjórn Jemens kærir árás af hálfu Breta fyrir SÞ SkriSdrekasveitir og herflugvélar frá Aden hafa ráðizt á minnsta arabarikið Stjómin í arabaríkinu Jemen tilkynnti í gær, að brezkur flugher og brezkar skriðdrekasveitir frá Aden heföu ráöizt á landið. Segist stjómin í Jemen hafa gert ráðstafanir til að kæra þessar aðfarir Breta fyrir SÞ. Loftárásir Aden er brezk nýlenda á suð- vesturhorni Arabíuskaga. Je- men liggur milii Aden og Saudi Arabíu. Sendiráð Jemens í Bonn skýrði frá því, að brezkar skrið- drekasveitir frá Aden hafi farið inn í Jemen og tekið á sitt vald töluvert svæði næst landamær- unum. Jafnframt hefðu herflug- vélar Breta varpað sprengjum og skotið af vélbyssum á þorp í Jemen og búðir hirðingja. Sendiherra Jemens í Kairó ræddi í gær við Nasser Egypta- landsforseta um hernaðarað- j gerðir Breta gegn Jemen. Talsmaður brezka nýlendu- málaráðuneytisins í London kvað það rétt vera, að brezkar flugvélar og skriðdrekasveitir í Aden hefðu látið til sín taka. Hinsvegar neitaði hann að ráð-’ izt hefði veríð á Jemen, allarl hernaðaraðgerðir hefðu verið innan landamæra Aden og beint gegn vopnuðum flokkum frá Jemen sem farið hefðu yfir landamærin. Skærur hafa verið tíðar á landamærum Aden og Jemen. Gera bæði Bretar og Jemen- stjórn tilkall til eyðimerkur- svæða, þar sem álitið er að olía kunni að vera í jörðu. Jemen er minnsta og frumstæðasta arabaríkið. Boðskap Eisenhow- ers er douflega tekið Fyrirætlanir Eisenhowers Bandaríkjaforseta um banda- rískar aögerðir í málum landanna viö MiÖjarðarhafs- botn fá heldur daufar undirtektir. Sju Enlæ í Moskva Sjú Enlæ, forsætis- og utan- ríkisráðherra Kína, kom í gær til Moskva við þriðja mann í opinbera heimsókn. Voroshiloff forseti, Búlganín forsætisráð- herra og aðrir forustumenn Sovétríkjanna tóku á móti hon- um á flugvellinum. Sjú komst svo að orði, að nú værí ljóst að Bandaríkin væru að reyna að ná þeirri aðstöðu í löndunum við Miðjarðarhafs- botn sem Bretar og Frakkar hefðu misst. Þær fyrirætlanir mættu andstöðu allra þjóða, sem berðust gegn heimsvalda- stefnunni. Hussein, konungur í Jórdan, ræddi í gær við bandariska sendiherrann í Amman. Að við- ræðunum loknum tilkynnti blaðafulltrúi konungs, að hann hefði skýrt sendiherranum frá því, að arabaþjóðimar myndu fagna því ef þeim væri veitt er- lend aðstoð til að efla atvinnulíf sitt, en slíkri aðstoð mættu ekki fylgja nein skilyrði sem gætu skert fullveldi þeirra og ein- ingu. Egypzk blöð segja, að Eisen- hower vaði reyk þegar hann haldi því fram að löndin við Miðjarðarhafsbotn séu tóm, sem eitthvert stórveldi hljóti að fylla með áhrifum sínum. Eina leiðin til að efla frið við Mið- jarðarhafsbotn sé að stuðla að því að þar myndist samtök ríkja sem gæti hlutleysis í stórvelda- átökum. Indversk blöð segja, að boð- skapur Eisenhowers hafi verið skárri en búizt hafí verið við, en þó sé hann ekki heillavænlegur. Hindustan Standard kemst svo að orði, að prófsteinninn á allar áætlanir varðandi löndin við Miðjarðarhafsbotn sé, hvort þær uppfylli óskir fólksins um raun- verulegt sjálfstæði og bætt lífs- kjör. Áætlun Eisenhowers stand- ist ekki það próf. Blöð í ísrael eru uggandi um að Bandarikjastjórn kunni að leitast við að vinna hylli araba- ríkjanna á kostnað ísraels. Da- var farast svo orð, að áætlun Eisenhowers magni kalda stríðið í löndunum við Miðjarðarhafs- botn. Bretar afundnir Brezku borgarablöðin átelja Eisenhower fyrir að hafa haldið að sér höndum þangað til allt sé komið í óefni fyrir Vestur- veldunum við Miðjarðarhafs- botn. Times segir, að margt hefði farið öðruvísi hefði Eisenhower viljað fara að ráðum Edens fyr- ir ári síðan. Margt sé vel um áætlun Eisenhowers, en á henni séu líka gallar og víða sé hún óljós. Daily Telegrapli segir, að það sé ekki vonum fyrr að augu Bandaríkjastj. opnist. Financial Times fágnar því að Bandarík- in taki nú loks ábyrga afstöðu, en ræða Eisenhowers geti ekki verið nema fyrsta skref í fram- kvæmd stefnu serh enn sé óljós. New Chronicle kemst svo að orði, að allt sé tapað ef stjórnir Vesturveldanna geri sér í hugar- Itind að ræða Eisenhowers hafi fyllt tómið i löndunum við Miðj- arðarhafsbotn. Dulles vitnar í gær hóf utanríkismálanefnd Framhald á 5. síðu r >1 Útgerðarmenn í Grindavík neita að gera nt upp á sömu kjör og aðriritgerðarmenn á Suðnrnesjum Sjómannaverklall haíið — landverkamenn haía boðað samúðarverkfall frá og með 14. þessa mánaðar Tilraunir sáttasemjara til þess að koma á samningum milli útgerðarmanna og sjómanna í Grindavík báru ekki árangur. Það voru útgerðarmenn sem sögðu upp samningunum á sínum tíma og eru þeir ófáanlegir til þess að semja upp á sömu 'kjör og eru í gildi í öðrum Suðurnesja- verstöðvum. Sjómenn í Grindavík erti einhuga um að krefjast áfram sömu kjara í aðalatriðum og gilda í hinum verstöðvunum á Suðurnesjum. Verkfall sjómanna er því hafið í Grindavík og verka- menn í landi hafa boðað samúðarvinnustöðvun með sjó- mönnum, er hefst 14. þ.m., hafi samningar við sjómemi- ina ekki tekizt fyrir þann tíma. Stúlka skofin fil Ima í Hveragerði á sunnudag Vegandinn reyndi á si. hausti að svipta sjálfan sig lífi Um kl. 2 s.l. sunnudag gerSist sá hörmulegi atburður í HveragerSi aS ungur maSur skaut unga stúlku til bana í GarSyrkjuskólanum. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Selfossi eru aðalatriði málsins þessi: Um kl. 2 á sunnudaginn var ráðskona Garðyrkjuskólans stödd, ásamt pilti og stúlku, inni í eldhúsi skólans. Kom þá starfsmaður skólans inn í eldhúsið, gekk að stúlkunni með riffil í hendi og hleypti af honum í brjóst henn- ar. Stú'kan lézt litlu síðai'. Stúlkan, Concordía Jónatans- dóttir, til heimilis að Efstasundi 71 i Reykjavík, var 19 ára göm- ul. Hún var nemandi í Garð- yrkjuskólanum. Maðurinn sem skaut hana heitir Sigurbjörn Þorvaldsson. ættaður af Vestfjörðum, 25 árp að aldri, og hefur hann veri' vinnumaður Garðyrkjuskólans 7 vetur. Sýslumaðurinn á Selfossi var kvaddur á vettvang og fór hanri með piltinn í varðhald hér í. Reykjavík. Yfirheyrslur yfir honum fóru fram i gær. Hann kannaðist hiklaust við^að hafa orðið stúlkunni að bana, en neit- aði því að hafa ákveðið þamv verknað fyrirfram, he'clur hefði þetta komið yf ir sig' á stundinni. Piltur þessi mun hafa neytt áfengis a. m. k. 3 daga áður en þessi hörmulegi atburður gerðist og hafa verið töluvert vín- hneigður og þá ásótt hann böl- sýni og kvað hann hafa gert til- raun til þess á s.l. hausti að ráða sjálfan sig af dögum. Við yfirheyrsluna kom hann stillj- lega og æðrulaust fram. — Geð- heilbrigði hans verður rann- sökuð af læknum. Yfirheyrslur yfir heimilisfólki Garðyrkjuskólans rnunu fara fram í dag. Sovétríkin veita /Þjóðverjum Idn í gulli og gjaldeyri Sovétstjórnin hefur ákveðið að veita Austur-Þýzkalandi 340 milljón rúblna lán í gulli og frjálsum gjaldeyri. Frá þessu var skýrt í Moskva í gær að loknum viðræðum full- trúa sovétstjórnarinnar og aust- urþýzku stjómarinnar. Til vélakaupa Lánið í guli og erlendum gjaldeyri er til langs tíma. Sagði austurþýzka útvarpið í gær, að það myndi gera fært að efla iðn- að Austur-Þýzkalands með kaup- um á vélum og tækjum í Vest- ur-Evrópu. Auk þessa iáns veita Sovét- ríkin Austur-Þýzkalandi annað lán til kaupa á hráefnum í Sov- étríkjunum. Það lán er einnig til langs tíma. Er skýrt frá því að vörusala frá Sovétríkjunum til Austur-Þýzkalands muni auk- ast um 30% við lánveitinguna. Sainið um stöðu sovéthers í tilkynningunni um viðræð- urnar í Moskva segir, að einnig hafi verið samið um ýrnis at- riði varðandi sovézku hersveit- irnar, sem dvelji um tíma í Austur-Þýzkalandi. Þar á meðal sé kostnaður af hersetunni, réttarstaða hersins og dvalar- staðir. Sameining og afvopnun f yfjrlýsingu frá stjórnum Sov- étríkjanna og Austur-Þýzka- lands um sameiningu Þýzka- lands og afvopnunarmál segir, að það sem hindri sameiningu Þýzkalands sé endurvakin hem- aðarstefna í Vestur-Þýzkalandi og aðild þess að A-bandaiaginu. Væru þær tálmanir úr sögunni myndu skapast ný skilyrði ti.l að sameina Þýzkaland. Stjórnimar segja, að það sé álit þeirra, að heppilegt sé að hefja afvopnun með því að fækkað verði smátt og smátt t erlendum herjum sem i Þýzka- landi dveljast. * -•«=. *>• Myndin er af Friðriki Ólafssyni, tekin á Hastings-mótinu; og er auðséð að hann lætur ekki ljós- myndarann trufla sig við taflið-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.