Þjóðviljinn - 17.02.1957, Síða 7

Þjóðviljinn - 17.02.1957, Síða 7
Sunnudagur 17. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ið siglum frá tímanum inn í aðra veröld. Á einum stað við Canal Grande er gullhúsið Cá d’oro eitt allra fegursta húsið, byggt um 1450; framhliðin var öll lögð blaðgulli, þar er nú safn myndlistar, og þótt ekki sé gullið lengur sker þetta hús sig úr vegna hins fínlega bygg- ingarsniðs sem er létt og hæfir umhverfinu vel, rís eins og draumkennd minning upp úf svefnlegu vatninu. Það stingúr i stúf við þunglama- legar barokkhallirnar sem voru reistar þegar stórveldi Feneyja var lokið, þær eru svo þungar og þrúgaðar ofhlaðningslegu skrauti, og verða fáránlegar á þessu undirlendislausa sviði þar sem þær hlunkast yfir vatninu, stíll þeirra krefst þess að bjarg sé undir ef hann á nokkurn rétt á sér. Á þessari siglingu liggur leiðin hjá fomu verziunarhúsi þýzkra kaup- manna Fondaco dei Tedeschi. Einu sinni var það allt málað myndum að utan. Þær voru gerðar af hinum mozartíska máiara Giorgione með aðstoð nemanda hans Tiziano, Þær myndir lifðu skamma stund eins og meistarinn sem þær málaði. Vindarnir lömdu þær salti úr sjó sem át iitinn utan af veggjum hússins, í heimildum samtímans er talað um þessar myndir sem undursamlega op- inberun hinna göfugustu krafta. Þama, sagði Vianello hinn menntaði og rótgróni Feney- ingur sem kunni allar sögur þessa staðar: þarna bjó nú sjáifur D’ Annuncio þegar hann var að tæla Elenoru Duse. Hér kemur ofurlítið slúður um dautt listafólk: Elenora Duse var mesta leikkona ítala. Hún var svo mikil leikkona að hún eyðilagði alveg sum leik- rit, eins og La Golondera verk- ið eftir Feneyjaskáldið Goldoni sem hefur alltaf verið misskil- Andvarpabrúin, Ponte dei Sospiri, í Feneyjum. uppátækjamaður. Hátíðleg kona kom úr bókmenntalegum tedrykkjuklúbb á Bretlandi með það hlutverk að hitta D’ Annuncio að máli. Þegar hún kemur til Feneyja leigir hún sér gondól og fer með ljóð Shelley og Byrons fyrir ræðara sinn sem því miður skildi ekki Thor VUhjálmsson: * _ I Feneyjum íð síðan Elenora Duse lék í því, með snilld sinni þurrkaði hún nefnilega út öll önnur hlutverk þess, þeir sem hafa sett það upp síðan hafa ein- blínt á hennar hlutverk og leit- að uppi stórar stjöjmur til að spreyta sig áfram á þessum misskilningi þar til kvikmynda- sniningurinn Luchino Visconti, sá fjölhæfi maður vakti reiði <■* leikhúsgesta í Feneyjum með stjórn sinni á þessu tiltekna verki, -pg gott ef hann var ekki hrópaður niður, hann fór til Parísar með þetta sama leikrit og vann þar helzta sigur alþjóðaleiklistarhátíðarinnar í sumar leið. En slúðrið um D’ Annuneio, það er ekki ætlun- in að svíkja lesandann um það: D’ Annuncio hætti ekki fyrr en hann náði Duse á sitt vald og þegar það hafði tekist varð haiin léiður á ofurást hennar og hljóp frá og hún sprakk af harmi. Hann var hinn mesti Önnur grein ensku. Hún kemur í höll D’ Annuncio og ber upp erindi sitt við skrautbúinn Þjón Vilj- ið þér bíða andartak. Og kon- an beitir sinni engilsáxnesku þolinmæði við að bíða klukku- stund. Þá má hún koma Hún lagfærir gleraugun og hnútinn í hnakkanum og er leidd í al- myrkvaðan sal Hún bíður í myrkrinu með hjartslátt sem er orðinn meira en bókmennta- legur, skyndilega er sem eld- ingu íjósti n;ður, Ijós téndrast og fyrir endariúm á stófúm salnum sér hún að í hásæti situr maður með veldissprota í hendi, sjálfur D' Annuncio allsnakinn, eins og Appollo. Og þarna og þama og" þama. II. Markúsartorg er miðbik Feneyja. Maður stígur á land þar sem kallast Molo öndvert ey sem kennd er við þann heilaga Ge- org sem s graði drekann, það var frægt verk að vinna þenn- an dreka og við það bjargað- ist ein kóngsdóttirin enn, á eynni er mikil kirkja með ann- áluðum listaverkum. Leiðin á Markúsartorg liggur rétt hjá Hotel Dan eli, gistiverð þar kvað miðað við pyngju afkom- enda Harúns al Raschíð sem skóf undan nöglunum með ydduðum demöntum, nú lifa þeir á olíu. Það er gengið framhjá gö.mlu . fangels.i Carci- eri, og milli þess og hertoga- hallarinnar er síki sem mer.,út í Canal Grande, og gondólarnir svífa á vatn'nu undir And- varpabrúrmi, Ponte dei Sosp- iri, hjá Byron heitir hún Bridge of sighes og segir frá henni í upphafslínum ljóða- bálksins Childe Harold. Um þessa brú voru dæmdir menn leidd r úr dómssölum hertoga- hallarinnar niður í dýfiissu sem var jafnan sannkallað svarthol. Þaðan komu þeir fæstir aftur, þeir gengu brúna og sáu út um litla ljóra henn- ar út á umferð lífsins. Andvarpabrúin hefur verið nokkuð sérstætt byggingaraf- rek. þegar það er haft í huga sem segir í fróðleikskveri um Italíu eftir Guðmund Daníels- son skólastjóra og rithöfund á Eyrarbakka. Þar upplýsir hiann' að b'fúih se 'byggð á fimmtu öld (án þess 'að geta þess hvort sé fyrir eða eftir Kristsburð.) Um alllangt skeið hefur hún samkvæmt þessu svifið í loftinu yfir síkinu eins og lausbeizlað andvarp eða ferðakista þvi þann hluta her- togahallarinnar sem hún er tengd við var byrjað að byggja 1484, og stjórnaði því Antonio Rizzo og svo tók Piero Lomb- ardi við en ekki var verkinu lokið fyrr en 1549 undir stjórn Scarpagnino og eru þessi nöfn nefnd þeim til frægðar fyrir að takast að stöðva svif brúarinn- ar og festa hana öðru megin. Hinn endinn var ekki festur fyrr en nokkru fyrir aldamót- in 1600 þegar fangelsið var reist. Ennfremur má hafa það í huga að á þessum slóðum er hæpið að nokkur manna- byggð hafi verið á þeim tíma sem Guðmundur upplýsir að brúin hafi verið gerð því frum- byggjarnir sem komu um það leyti frá meginlandinu á flótta undan Langbörðum og síðan Húnum og Atla kóngi munu hafa Sezt að á eyjum sem liggja miklu utar í lóninu Þeg- ar alls þessa er gætt má telja brúarsmíði þessa hina mark- verðustu og minnisvert afrek í sögu byggingarlistarinnar III. Við Hertogahöllina standa tvær granítsúlur fornar, ættað- ar austan úr Byzans, uppsett- ar einhverntíma á 12. öld. Á annarri stendur hið vængjaða ljón sem er kennt til Markús- ar guðsspjallamanns, hann er verndardýrlingur borgarinnar og ljón þetta heldur á guðs- spjalli gamla mannsins, það leo er tákn Feneyjaborgar. En á hinni stendur fallinn kandí- dat að nafni Theodor sem var einu sinni sýrlenzkur hermað- ur deyddur fyrir kristnitrú og spell í heiðnu hofi en uppreist- ur sem dýrlingur Feneyja- borgar um skeið. Þegar borg- in tók að auðgast þótti hann ekki nógu fínn dýrlingur fyrir þá ríku kaupmenn sem voru stolt borgarinnar. Þeir fóru nokkrir saman til Alexandríu á Egyptalandi og fengu sér að næturlagi bein nokkur sem þeir sög'ðu véra af hinum heil- aga g'uðsspjallamanni Markúsi um það bil 800 árum éftir jarðneskan dauða hans og fluttu þau með sér he'm, iögðu niður Theodórstrú og tignuðu síðan Markús. Þrátt fyrir þess- ar ófarir stendur hinn hjarta- hreinj Theodór þó enn hinn staffírugasti á súlu sinni með sverð og skjöld og hefur krók- ódíi einn undir fótum sér. Þessar súlur eru fyrir endan- um á torgi sem kallast Piazz- etta San Marco, framhald af því allrafrægasta Markúsar- torgi líkt og leggur á stafnum L. Beggja vegna standa bygging- ar sem eru fegurrri en flest önnur hús, öðru megin Her- togahöllin hinu megin. bóka- safnið gamla. Það er byggt af frægasta byggingarmeistara borgarinnar Sansovino en upp- haf safnsins er rakið til Petr- arca þess er varð á undan Þor- bergi okkar að uppgötva sálar sinnar Láru sem hann skrifaði með au og orti auk þess' til hennar eins og sumir hafa kannski frétt. Við Hertogahöllina eru súlna- göng, það er líkast því að súl- urnar hafi sokkið til hálfs í stéttina eða höggvið væri und- an þeim öllum. Ónei stéttin var hækkuð upp. Og milli ní- undu og tíundu súlu var lýðnum forðum skemmt með því að lesa þar alla dauðadóma á dögum lýðveldisins. Einkum var hægt að gera mönnum glaðan dag ef sá haus sem stóð til að sneiða frá hinni líkamlegu byggingu hafði ráðið yfir valdi og' fjármunum. Höllin er ævintýralega skreytt steyptum myndum og varla á færi annarra að kanna myndirnar að ráði en þeirra sem hafa verið svo forsjálir að tryggja sér nýtízku flugtæki sem geta verið kyrr í loftinu Og fært sig upp og niður og fram og aftur og eftir því sem listandinn blæs í brjóst stjórn- aranum.. Súlnahöfuðin eru líka með fínlegum höggmynd- um sem felast hógværlega í steindum laufskógum og þar eru myndaðir ýmsir virðinga- menn sögunnar svo sem Adam og Eva, Nói prýðilega drukk- inn eftir syndaflóðið mikla, og Salomon kóngur sem upplýsti að: ekkert er nýtt undir sól- inni, einn risavaxinn Aristó- teles í lundi með tvö ofursmá tinandi gamalmenni að hlýða á lærdóm hans, keisarinn Trajanus á Faxa sínum og ekkja ein á knjám fyrir fram- an hestinn hvað sem hún hefur nú viljað. Nokkurs áróðurs mun gæta í myndinni af Nóa. Við Islendingar þurfum ekki svona mynd, okkur dugi> lær- dómur vísunnar: Gamlinói Gamlinói. Mikið er skrautið yfir aðal- inngöngudyrunum sem eitt sinn nefndist Porta Dorata, Gullna hliðið, einu sinni voru höggmyndirnar og skraut'ð allt gyllt, síðan var nafninu breytt í Porta della Carta því þar voru opinberar tilkynning- ar uppfestar, nú er öll gyllingfn af. Þar er mynd af frómúm Framhald á 9. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.